mánudagur, febrúar 28, 2005

Into the void

Kæra dagbók, nei vá... þetta er allt of formlegt... svo er þetta eiginlega ekkert dagbók. Ókey, jú reyndar en samt finnst mér einhvernvegin eins og þetta sé það ekki. Frekar bara staður þar sem ég skrifa, það væri víst kannski aðeins of langur byrjunnartitill "Kæri staður þar sem ég skrifa" og það hljómar líka nokkuð kjánalega. Afhverju ætti hann að vera mér kær? Æi, nenni ekki að spá meira í þessu. Á morgun er ég að fara að tapa í Getkó á móti Igló... svo týpískt að lenda á móti þeim, ég býst bara við því að okkur sé ekki ætlað að komast langt. Well, so be it.

Dagurinn: Það gerðist nákvæmlega ekki neitt spennandi í dag. Bara venjulegur mánudagur, frekar leiðinlegur en ég og Einar börðumst hetjulega í gegnum 2faldann samfélagsfræðitíma með rosalega lélegum bröndurum og athugasemdir á hárið hennar Birnu. Í íslensku fékk ég hinsvegar að vita einkunnina mína fyrir Tristam og Ísond verkefnið sem við náðum að tjasla saman á ögurstundu. Við vorum með 9,5 og vorum einmitt hæstar í bekknum. Það gerði daginn aðeins líflegri. Þegar ég kom heim hafði ég enn minna að gera... ég hugsaði um að læra heimalærdóminn minn í eina millisekúntu en hristi það af mér og fann mér eitthvað gagnlegra að gera. Um 6 leitið fór ég svo heim til Gerðar þar sem vinkonur mínar höfðu ákveðið að hittast. Við horfðum á eina ömurlegustu mynd sem ég hef séð allt mitt líf, en Gerði fannst myndin algjör draumur svo að ég ákvað að tjá mig ekkert um málið. Þær voru ótrúlega cheesy og pöntuðu sé kínamat... en ég ákvað að vera 'svööl' og sofna á sófanum í 2 klukktíma. Það hafði enginn haft fyrir því að vekja mig svo að ég kom aftur til meðvitundar um 10 leitið og fann stelpurnar að syngja inn í herbergi, *sigh* þetta endar ekki fallega. Ég var semsagt neydd til þess að syngja á árshátíðinni, en þeir sem þekkja mig vita að ég myndi aldrei, aldrei syngja á almannafæri. Me and singing... most definitely a good combination. Ég mun að öllum líkindum fá mig lausa úr þessu fyrir næsta blogg. If not... then well, I guess I'm just gonna have to kill myself. Jæja, ég var allaveganna að koma heim núna... frekar þreitt eftir að hafa vakið til 4 í fyrranótt... ég gafst upp um það leiti og steinsofnaði. Ég hef ósköp lítið til þess að tala um, nema bara þetta venjulega (hversu einmana ég er, stress fyrir samræmdu og svo framvegis) og ég nenni ekki að vera að drekkja ykkur í leiðinlegu nöldri. *syngur* "Can you feel it, love is here"... well, obviously not here! Ég er svo einmana að það er sorglegt.

Pæling dagsins: Hvað er málið með staðalímyndir? Afhverju þarf fólk að hafa staðalímynd á öllu? Það er svo heftandi að vita að þessu og þessu er búist við af þér og þú þarft eiginlega að vera eins og fólk vill að þú sért. Jafnvel þótt að staðalímynd manns sé ekkert það slæm þá langar mann einhvervegin alltaf að stökkva aðeins út fyrir hversdagsleikann og gera eitthvað out of the ordinary. Eins og ég til dæmis geri aldrei ákveðna hluti (eða sjaldan þá) afþví að það er ekki búist við því af mér. Eins og að skrópa í tíma... ég geri það aldrei, aldrei viljandi allaveganna. Það er heldur aldrei búist við því af mér að vera algjör drusla, ég fékk svo sannarlega að vita það í kvöld. Gerður var nefnilega að koma að utan og gaf okkur öllum eitt staupglas, uppbyggjandi ég veit :) Allaveganna, þá stóð alltaf eitthvað á þeim sem lýsti manneskjunni vel. Jórunn fékk t.d. Kinky girl, Sunza fékk Horny girl og Íris G. fékk Easy girl (hehe) og hvað fékk ég.... Good girl. Lýsandi dæmi um staðalímyndina mína, gefur í skin að ég geti verið vel í glasi en samt hagað mér vel, eins og "dömu" sæmir. Ég þáði gjöfina en var smávegis fúl inn í mér og langaði helst af öllu að vera argasta drusla á því augnarbliki. Sunza öfundar mig yfir þessarri "stöðu minni" eins og hún kallar það... þetta var ágætt í nokkur ár en núna er ég farin að verða andskoti desperate og ég veit ekkert hvað ég á að gera. Þetta leiðir líka að miklum sjálfshugleiðingum... svona spurningar eins og... "er ég bara svona feit/ljót/pirrandi að enginn vill mig?" ég get vel ímyndað mér að þetta sé bara eitthvað rugl hjá mér, það hlítur einhver að blessa sig yfir mig áður en yfir líkur. Vona það allaveganna áður en ég dey úr einsemd og volæði. Jesus, I've done it again... breitti fullkomlega eðlilegri pælingu í volæðiskjaftæði um sjálfa mig. Hope you can forgive me! *vandræðalegt bros...*

Tónlistin:
Smashing Pumpkins - Galapogos
Hreimur - Súra Reyjavík
Starsailor - Love is here
Ensími - Brighter
Sigur Rós - Rafmagnið búið

Kv.Andrea

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Sunnudagsfóðrið

Kæru lesendur, ég sný aftur úr "amstri" helgarinnar til þess að skemmta ykkur með fallegri röð orða sem hefur ákveðið skemmtanagildi. Hápunktur helgarinnar var eflaust þegar móðir mín kom færandi hendi og gaf mér Íslenska samheitaorðabók. Kannski hljóma ég eins og algjör lúði en í þessarri bók leynist nefnilega miiiikiill fróðleikur. Getur einhver hér sagt mér hvað hræbillegur þýðir? Núna veit ég hvað það þýðir! Jess. Núna er sá hugsanleiki að færslurnar mínar verði ífið gamansamri. Annað sem ég gerið um helgina var vitanlega styrktartónleikarnir, og ég sagði víst frá því í síðustu færslu minni, en var skyndilega 'köttuð off' af móður minni sem er að ganga í gegnum eitthvað massíft hormónaskeið... ég kenni kalktöflunum um. Ég ætlaði að segja frá grátbroslegu atviki mínu á leiðinni heim. Ég var bara að labba út hestastiginn að heimili mínu kl. um það bil 12 um kveld þegar ég sá risastórann "hlut" hangandi í lausu lofti. Fyrst um sinn trúði ég ekki eigin augum og starði ráðvillt á risastóra hlutinn sem hékk þarna grámóskulega yfir nýbyggðum blokkum í myrkrinu einhverstaðar nálægt Rjúpnasölunum. Ásæðan fyrir því að mér fannst þetta svona ótrúlegt var að þetta var nánast klippt út úr Austin Powers mynd. Hluturinn sem ég sá var nefnilega alveg ein í laginu og.... karlkyns kynfæri. Það flaut semsagt risastór reður í lausu lofti yfir Rjúpnasölunum. Hafið það í huga að þetta er með engu fabúla, skröksaga það er að segja en réttilega má koma fram að það var mjög dimmt úti það er ekki vel upplýst í útjaðri Kópavogs. Ég stóð þarna í nokkra stund og horfði á þetta fyrirbæri og velti fyrir mér hvort þetta væri ekkert meira en tilbúningur í huga örvæntingarfullrar einmana stúlku og hvort ég væri loksins úrskurðuð vitskert með meiru. Ef þetta væru í raun geimverur sem flygu um á... geimflaugum í formi gríðarlegs... félaga, fannst mér auðvitað rétt að fara og kanna málið... svona til þess að vera alveg viss um það þetta væri ekki bara ég á hormónatrippi að ímynda mér innrás einhverra graðra geimvera. Ég gekk semsagt meðfram veginu og tók ekki augun af ferlíkinu. Þegar ég var komin í Rjúpnasalirnar sá ég hinsvegar ekkert nema hálfbyggðar bloggir og vinnukrana..... bíddu nú við. Rosalega skammaðist ég mín! Vá... þeir sem hafa kannski heyrt um svaðilfarir mínar sem ljósku ættu kannski ekkert að láta þetta koma sér á óvart en það sem ég hélt að væri innrás lífs frá annarri plánetu var í raun meinlaus vinnukrani. Ég sver, þetta leit alveg út eins og það væri fljúgandi. Svo kom ég heim um 12:30 og vildi ómögulega ræða þessa óvæntu seinkun mína. Á laugardeginum hékk ég heima allann daginn, og um kveldið hafði ég það kósí með Sunzu á 'trúnó' (oh so girly, I know) á meðan foreldra mínir urðu óhuggulega 'sósuð' á ölæði sem heitir öðrum orðum árshátíð fyrrverandi Strengsmanna. Við leigðum líka The Village og ákváðum endrum og sinnum að horfa á hana hálfrænulausar klukkan 4 um nótt. Ég veit eiginlega ekki hvað mér finnst um hana... hún 'var' einhvernvegin bara. Mér fannst vanta hápunkt myndarinnar... 'mysterína' útskýrðist og allt það en samt fannst mér eitthvað vanta. Svo horfðum við á dílítuðu atriðin sökum óvelkomins svefngalsa og það kom mér á óvart að það var klippt út atriði í hápunkt myndarinnar sem útskýrði frekar margt. Virkilega kjánalegt múv hjá M. Night ef ég yrði spurð... en það spurði mig enginn. Allaveganna þá fórum við svo að sofa og ég vaknaði í morgun og Sunza var farin. Hún á það til að hverfa svona á morgnanna... mér finnst það alltaf jafn skrítið en ég er farin að venjast því.

Dagurinn: Er senn á enda og ég hef ekki atorkað miklu í dag. Vaknaði um 1 leitið og fattaði að ég er að fara í íslenskupróf á morgun... ég er ekki einu sinni með bækur og ég veit ekkert hvað ég á að gera... ég kann ekki rass í hljóðbreitingum. Æj, ég fæ þá bara lágt í þessu fjandans prófi! Það er aldrei eftirsóknarvert að velta sér upp úr volæði. Ég ætla frekar að fara í sturtu. Ég býst líka við því að það verði sunnudagsmáltíð hjá einhverjum í fjölskyldunni í kvöld svo að það er betra að vera vel til fara. Þetta blogg er líka orðið mun lengra en það átti nokkurntíman að vera... þetta gerist í nánast hvert skipti sem ég blogga. Note to self: Get life... Side note: Get more Kiwi. Þetta var quote í frábæru Sunzuna mína btw.

Pæling dagsins: Um helgina var hundur í heimsókn hérna í húsinu mínu. Hann fylgdi eiganda sínum sem var einmitt komin í bæinn vegna umræddrar Strengshátíðar, og átti það að skilja hundinn sem hét Píla eftir hjá mér. Þessi hundur átti það til að verða virkilega þunglyndur, og þá meina ég þunglyndur. Hún sat bara hjá glugganum og horfði vonleysislega út klukkutímunum saman. Stundum var hún líka að labba og einfaldlega gafst upp á leiðinni og lét sig hnýga í jörðina. Þetta var eflaust sökum þess að eigandi hennar var einhverstaðar í burtu. Þá fór ég að spekúlera, eru dýr með sál? Mér finnst það nokkuð augljóst að flest dýr eru með svokallað sálarlíf... annað útskýrir bara ekki suma hegðun þeirra. Hvar standið þið, mínir kæru lesendur á þessum máli? *snigger*kæru lesendur...hehe... Ef ég á að dæma eftir því sem hundurinn gekk í gegnum á meða ndvöl hans stóð hérna, þá fann ég fyrir söknuð, lífleiði og hmm... svengd, hún var alltaf að narta í matinn minn.. það er nú örugglega ekki tilfinning, varð bara að koma því að. Æj ég veit ekkert hvert þessi pæling er að fara en hmm.... held að það sé tímabært að hætta að skrifa.

Kv.Andrea

laugardagur, febrúar 26, 2005

7, 9 13 -ið virkaði ekki í þetta sinn...

Hæ "allir", ég er ekki þreitt og ætla þessvegna að blogga smávegis, kannski róar það mig eitthvað. Í gær tók ég þátt í Getkó (fyrir þá grunlausu, þá er það Spurningakeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi) með fögru föruneyti... semsagt Hildi Maríu og Erlu Dóru... og Héðinn var sá eini sem mætti til þess að hvetja okkur, sem er ósköp venjulegt fyrir okkur svo við kipptum okkur ekkert upp við það. Til þess að gera stutta sögu enn styttri þá unnum við 9. bekkinga séní frá Fönix með fáránlega litlum mun, og að mínu mati var of mikið um íþróttaspurningar. En við unnum samt sem áður á íþróttaspurningu, ótrúlegt en satt... já, hver segir að það borgi sig ekki að safna Man. United fótboltaspilum þegar maður var lítill?! Nákvæmlega... við fengum semsagt spurninguna "Hvað heitir heimavöllur Man. United og hvað heitir framkvæmdarstjóri þeirra?" og við ákváðum að vera þvílíkt flippaðar og dingla bjöllunni á undan og vera bara happy-go-lucky... og jámm... við náðum því rétt! Gaman að því... En þá var komið að því að draga í 4. liða úrslit og þar sem að ég er óheppin með eindæmum vorum við dregnar með Igló... sem eru ekkert nema séní, og þeir sem ekki vita það þá töpuðum við bara fyrir þeim í Vizkunni, sem var frekar fúlt og við enduðum í 3 sæti...Og svo lendum við aftur á móti þeim! Ótrúlegt... ég er ekki bjartsýn á málið.

Dagurinn: Í dag var myndataka hjá bekknum okkar... alveg besti dagurinn fyrir mig að vera myglaðari en allt myglað sem fyrirfinnst í allri Vetrarbrautinni. Svo vorum við fyrsti bekkurinn, snemma um morguninn og jamm... það var ágææætt... hmm, annars gerðist voðalega lítið í skólanum... olíumálun var skemmtileg, kláraði alveg hræðilegt málverk ef það má kalla það það... ég er ekki stolt og ég vil ekki hafa það á vorsýningunni. Ég er bara ekki með neinar hugmyndir, sem er alls ekki gott! Hvað á ég að gera!?! Eftir olíumálun fórum við Sunna að fagna vorinu og skruppum út ú móa til þess að taka nokkrar myndir... það var mjög fínt þó svo að grasið væri hlandblautt... vorið er semsagt ekki aaaalveg komið, með annan fótinn innum þröskuldinn. Fór heim eftir það og hékk í tölvunni allnokkurn tíma... ekkert furðulegt við það neiii. Þurfti svo að fara að selja einhverja skítna boli á fjölskylduskemmtun í skólanum... það var hvimleitt, en eftir það voru styrktartónleikar á vegum Jemen, með slatta af hljómsveitum... meðal annars Romance hans Einars og Noise sem ég veit ekkert hvaðan eru en þeir voru rooosalega góðir og tóku t.d. Them bones með Alice in Chains, og það var ótrúlega flott hjá þeim. Svo spillti það alls ekki fyrir að söngvarinn var alveg virkilega aðlaðandi á svona furðulega-grunch legann hátt... Romance voru líka sætir... ég veit ekki hvað það er, en það kveikir bara eitthvað í mér að sjá stráka leika vel á hljóðfærin sín... og það var slatti af þeim í kvöld... needless to say, vorum við Sunza að unna okkur vel þarna og það var allaveganna einróma samþyggi um Noise söngvarann og fallegu flauels buxurnar hans. Svo labbaði ég heim og sá VIRKILEGA furðulegann hlut hanga í lausu lofti en ég get ekki talað um það núna því klukkan er orðin eitt og þar af leiðandi þarf ég að hætta. Best ég fari bara að kúra ein...í 2 manna rúminu mínu (do I sense a little tiny bit of bitterness???).

Pæling dagsins: Afhverju er grasið grænt?! Ég veit reyndar alveg svarið við þessu en eins og ég sagði áðan þarf ég að fara og hef þar af leiðandi ekki tíma til þess að skrifa neina pælingu. En endilega svarið spurningunni... tjekka hversu vel þið munið náttúrufræðina ykkar! :)

Kv.Andrea

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Jess! Fleiri teyjur!

Oh, hamingja... mamma ákvað að vera sniðug og keypti teyjur og spennur handa mér *sigh* ég hef verið að ganga í gegnum ákveðinn teyjuogspennu skort undanfarið sem er andskoti hvimleitt þar sem að hárið mitt er alltaf í flækju. Ég skil það eiginlega ekki, hvað hárið á mér er bandbrjáðlað stundum. Ókey, ég viðurkenni það að ég er ekki svona manneskja sem sminkar sig 4 sinnum á dag og greiðir hárið á sér... á morgnanna og svoleiðis stöff, það kemur alveg fyrir en mér finnst bara svo leiðinlegt að sjá um útlitið mitt... sérstaklega að greiða í gegnum hárið á mér. Ekki láta það blekkja ykkur fólk, þetta ljósa saklausa þunna hár er í raun afsprengi djöfulsins! Það á það til að flækjast svooo illilega að ég tárast við að greiða það. Stundum, og hér er ég ekki með neinar skreytingar, stundum ef ég gleymi að greiða á mér hárið í nokkra daga myndast DREDDAR aftan á hausnum. Og það þarf nánast að rífa þá úr og tekur endalausann tíma að greiða í gegnum þennan úfna hænurass. Svo fann ég líka einu sinni grein í hárinu á mér... það var... sjokkerandi. Nóg um hárpælingar, þær eru eflaust eitt af því óáhugaverðasta sem hefur ratað inná þetta blogg.

Dagurinn: Jæja, í dag fór ég í MR að skoðileggja. En skóladagurinn sjálfur var ágætur, meira vídjó í náttúrufræði og svo sofnaði ég óvart í leikfimi... það tók held ég enginn eftir því svo ég er algjörlega safe. Svo slapp ég við að fara í frönsku afþví að ég skráði mig óvart í MR kynninguna, sem var alveg ágætt... flestir sem fóru voru einmitt bara að fara til þess að sleppa við frönsku eða ensku. En já, ég fór að skoðileggja í MR og ég hef nánast engann áhuga á þessum skóla... ég meina, hann hefur ekki einu sinni félagsfræðideild! Félagslífið vakti þó nokkurn áhuga hjá mér... en skólinn saman sem engann, það var ótrúlega takmarkað val, bara 2 greinar til að velja um og hef ég heyrt... endalaus próf í öllu mögulegu. Mér fannst líka vottur af monti í fólkinu sem var að kynna skólann, eins og MR væri bara besti og virtasti skólinn í allri Skandinavíu. Ég heillaðist ekki af neinu sérstöku í fari skólans, nema kannski fiðluballinu, get ekkert að því gert... ég er bara prinsessa af hjarta og sál. Mig dreymir í raun og veru að dansa Vínarvals í stórum kjól við draumaprinsinn. *hósthóst* Vá, þetta var nú aðeins yfir limmið að vera klisjukennd gelgja. Annars heillaði MR mig ekki neitt, var aðallega að einbeita mér af skökkum römmum allann fyrirlesturinn, en hey... slapp þó við frönsku! Svo er ég núna komin heim... ætla að skreppa í sturtu og undirbúa mig fyrir Getkó... hmm, þarf ekkert að undirbúa mig, mér er nákvæmlega sama um þetta. En jæja..farin í sturtu, wish me luck!

Pæling dagsins: Ég var að heyra það frá móður minni að hún er að fara á árshátíð um helgina... ekki hjá vinnunni, ekki hjá vinnunni hans pabba....neeiiii! Þetta 'fyrirbæri' sem hún er að fara á heitir víst "Árshátíð fyrrverandi Strengsmanna" og fyrir þá sem ekki vita þá er Strengur fyrrverandi vinnustaður móður minnar. Hún hætti þar fyrir rúmlega 4 árum, en er greinilega ennþá í liðsheild fyrrverandi vinnustaðarins, ástamt öllum hinum fyrrverandi starfsmönnunum, sem hittast mjög líklega sjaldan sem aldrei í amstri hvunndagsins. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti því að fólk komi saman og eigi góða kvöldstund í skemmtilegum hópi, þvert á móti finnst mér það frábært. En undir allskonar yfirskynum, eins og árshátíðum, jólaböllum, afmælum, erfidrykkjum og öllum andskotanum. Afhverju ekki bara að koma saman undir því yfirskyni að hittast og eiga góðann dag? Afhverju alltaf þessar skreytingar? (sorrý, var að læra orðið...verð therefor að nota það!) Afhverju er fólk yfirleitt alltaf að breyta meiningu hluta og ljúga? Það er mikið betra að koma bara undir réttum forsendum og þá eru engar málalengingar á alltsaman. Það yrði líka mikið minna um rifrildi og skilnaði, svik og pretti. En þetta er víst bara einn af þeim hlutum sem mannfólkið getur bara ómögulega gert, að segja sannleikann. Lygar geta reyndar verið andskoti skemmtilegar en þetta er vondur ávani. Hér með lofa ég *hósthóst* að reyna hugsanleg mööögulega að minnka lygar mínar. *fjúff* Got that off my back. Hehe... seriously, this humor thing... gotta work on it!

Kv.Andrea

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Þunglyndir þriðjudagar...

Jess, það er kominn þriðjudagur en samt situr þetta litla þunglyndi ennþá í mér og röflið heldur áfram, ekki það að ég hafi ekki röflað nóg í gær, en ég er nú einusinni stelpa. Semsagt byggð fyrir að röfla eins mikið og ég get hugsanlega þangað til ég lippast niður af súrefnisskort. En já, ástæðan fyrir öllu þessu röfli er nú samt ósköp einföld, nefnilega líkindareikningur. Já... það má ekki kenna mér svoleiðis hluti, svartsýna manneskjan sem ég er. Það er nefnilega þannig í pottinn búið að ég er virkilega einmana, já...mjög sorglegt *snökt* og eftir að ég tók svona dóterí-próf á netinu um hvaða stjörnumerki ætti við mig fór ég að velta fyrir mér. 1/2 (semsagt helmingur mannkynsins, allir karlmenn) og 1/12 (stjörnumerkin eru 12) gera þetta: 1/2 x 1/12 eru 1/24.... semsagt eru 1/24 líkur á því að ég finni einhvern sem að ég passa við, og ekki batnar það. Við verðum einnig að taka til greina að ég sé ekki að deita neina gamlingja né gerast barnaníðingur (eins og sumir *hósthóst* hehe) þá minnka líkurnar enn meira, og það að ég bý á eyðieyju í miðju Atlantshafi sem gerir líkurnar enn minni, OG við verðum náttúrulega líka að taka það í reikninginn að ég sjálf er ótrúlega vandlát og oft á tíðum mannfælin (Æ mín læk, íew! Kúúúdís!). Með allt þetta tekið til greina kemst ég ekki hjá því að velta því fyrir mér hvort ég verði ekki bara ein allt mitt líf. *ém'meina* Hvar í anskotanum á ég að finna íslenskt karlkyns ljón á mínum aldri sem er skemmtilegur og aðlaðandi??? GETUR EINHVER SAGT MÉR ÞAÐ??? Nei, einmitt... hélt ekki! Og ef að sá kostagripur finnst, myndi hann alveg örugglega ekki hafa snefil af áhuga á svona everyday gelgju eins og mér. Gosh, I am so screwed. Á glaðværari nótum, mamma á afmæli í dag og það leiðir bara að einni niðurstöðu, að ég fæ köku í kvöld. Oh, bara ef ég væri alltaf svona einföld.

Dagurinn: Ágætur ef satt best skal segja. Stuttur og þæginlegur, svo slapp ég við leiðinlegustu tímana og horfði á eitthvað leikrit um Hrafnkell freysgoða í staðin. Svo var heldur ekki starfsfræðsla, vá...ég þurfti bara að mæta í 3 tíma í dag... ensku, náttúrufræði og leikfimi... MJÖG góður dagur! Svo fór ég heim í strætó með Sunzu minni en við vorum að skemmta okkur við að taka myndir í þokunni. Pabbi var veikur heima í dag, þannig að þegar ég kom heim gerði ég ekki það sem ég geri venjulega (sem er að fá mér súkkulaði og hanga í tölvunni) heldur kláraði ég verkefni fyrir Starfsfræðslu. Yes, I am oh soo sly. Nú halda foreldrar mínir að ég sé fyrirmyndar barn sem vinnur samviskusamlega heimalærdóminn sinn. Heheheehe..... vonandi veit mamma ekki slóðina á síðuna mína *smirk* Ojæja... í kvöld ætla ég líklega að fara með Jemenistum á kaffi Hljómalind að "tjilla" eða eitthvað. Ætla nú aðallega að fara afþví að Romance er að fara spila acoustic nokkur lög, og mig langar svo að heyra í þeim... orðið á götunni er að þeir ætli að taka 'Disarm' með Smashing Pumpkins og 'Pardon me' með Incubus og ég myndi aldrei vilja missa af því! Jæja, ég er farin að borða...

Pæling dagsins: Ég er í fílu út í þyngarlögmálið. It has taken my boobs! Well, if you could call them that... Ég veit að þetta hljómar fáránlega og yfirborðskennt en sannleikurinn er sá að brjóst skipta bara mjög miklu máli, þau eru valdatákn í samfélaginu ef svo mætti orða það. Og mér finnst eins og brjóstin á mér séu bara ekki hamingjusöm lengur, þau horfa bara í jörðina og þegja. Og afþví að það er vetur, og ég er komin af Aría-kynstofninum er ég hvítari en blöðin í prentaranum og renn nánast saman við þokuna sem hylur Kópavoginn... Æj, mér líður bara virkilega óaðlaðandi... ekki það að það skipti mig einhverju hjartansmáli en það getur enginn neitað því að vera ekki smávegis upptekin/n af sínu eigin útliti. Afhverju skiptir útlit svona miklu máli? Mér finnst það ekkert nema pirrandi, að vera þannig alin upp að útlit skipti mig svona miklu máli, og ég er ekki að segja að foreldrar mínir vilji bara eiga falleg börn, þvert á móti (eitt orð: Bensi) en samfélagið gerir bara svo miklar kröfur á að allir séu fallegir og grannir og með glansandi hár og guð veit hvað... Og afhverju má ekki vera svitalykt af fólki? Þetta er ósköp mannlegur hlutur, það svitna allir! Og ef einhver imbi hefði ekki fattað upp á því að reyna að hylja svitalyktina sína þá hefðu allir bara verið sveittir og enginn tekið eftir lyktinni hvort eð er. Æj, það er bara svo pirrandi að vera svo snertur af óskráðum reglum samfélagsins og njóta aldrei algjörs frelsis. Það getur enginn verið algjörlega frjáls, nema kannski þarna Gísli einbúinn... en voða fáir aðrir. Það er ekkert val lengur, og núna er ég komin í miklu stærri pælingar en venjulega. Ég meina, svona útskýrði Stebbi gítarleikari málið fyrir mér, það var bara amusing btw.... Ef þú ert ljón í frumskóginum, bara á vappi minding your own... þú sérð annað ljón. Ókey, þú ákveður að ráðast á hitt ljónið... af einhverju ástæðum sem koma málinu ekkert við. Þú ræðst á ljónið og drepur það. Gott mál, þetta er bara lögmál frumskógarins. Ljónið hafði val, við hinsvegar getum ekkert gert þetta, það kemur bara eitthvert yfirvald þegar þú ræðst á 'óvinaljónið' þitt og tekur í hnakkadrambinn á þér og dregur þig fyrir rétt. Ef þú vilt ekki fara í nám og neitar að ganga menntaveginn ertu bara dæmdur aumingi. Yfirvaldið bendir nánast á þig bara og segir "bleeeh, þú ert nú meiri hálvitinn, kannt ekki neitt... hérna, farðu á atvinnuleysingjabætur". Maður hefur ekki neitt val lengur... þetta á við í nánast öllum hugsanlegum hlutum! Lífið er spurning um val, en við höfum ekkert val.

Kv.Andrea

mánudagur, febrúar 21, 2005

Mánudagsþunglyndið

Já, þá er vikan byrjuð á ný því ver og miður. Það er nú mikið að ég elska lífið, verð alltaf jafn þunglynd á mánudögum eftir erfiðan skóladag, mig langar helst ekki að lifa gegn vikuna, þó svo að þessi vika sé með eindæmum upplífgandi. Ég er nefnilega að fara að skoða MH á miðvikudaginn og mig hlakkar alveg til þess, hitta Benediktu og svona. Hún er víst búin að búa til 'plan' til þess að hræða hitt fólkið frá því að koma í MH. Hún og Helgi ætla að elta hópinn okkar og láta furðulega *sigh* við alla nema mig auðvitað. Og þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af samkeppninni! :) hehe, þau eru soddan kjánar. Aftur á móti er ég að fara að keppa í Getkó á fimmtudaginn, og mig minnir að ég hafi skrifað það áður vegna misskilnings en vegna þess að ég er svo hyskin nennti ég ekki að leiðrétta það fyrr en nú. Ég er ekkert virkilega spennt fyrir Getkó, fólk er víst að búast við því að við stúlkurnar, eina stúlknaliðið eigi að standa sig og með mínum frábæru liðsmönnum(stúlkum?) munum við líklega gera það...eeen, maður veit aldrei. Ég þoli ekki þegar gerðar eru væntingar til mín. I dont handle pressure all that well. Svo eru styrktartónleikar á föstudaginn, Jan Mayen og læti... hehe. Í gær gekk ég hinsvegar í hús og seldi armbönd í góðgerðarskini. Ég varð rennandi blaut, það var ekkert brjálað gaman.

Dagurinn: Mánudagar, þarf ég að segja meira? Afhverju hata allir mánudaga... maður gæti dregið þá ályktun á málinu að það væru bara meira og minna allir með skammdegisþunglyndi. Sem kemur mér ekkert á óvart ef þessir allir búa á Íslandi. Has somebody got a case of the mondays??? *ég hlæ inní mér* En já, dagurinn í dag var leiðinlegur, ég var síðust út úr samfélagsfræði framhald, ég bara nennti svo innilega ekki að gera þessar heimskulegu spurningar, algjör fáránleiki. Jæja, ég náði þó rútunni heim annars hefði ég þurft að hreyfa mig. God forbid. Einn daginn á ég eftir að vakna og vera akfeit, ég er viss um það. Já, þið sem eruð að taka bakföll af hlátri yfir mér að spá í fitu og svoleiðis stöffi þá bara, mér finnst ég útundan að vera eina stúlkan norðan Aplafjalla sem hefur ekki farið í megrun og ég er einfaldlega að reyna að halda 'kúlinu' ef svo mætti segja. Haha, djöful rugla ég mikið í sjálfri mér...merde! En allaveganna þá á ég örugglega eftir að vakna akfeit einn daginn, svona eins og í Hamskiptum eftir Franz Kafka, nema ég verð ekki skordýr... bara viðbjóðsleg. Og ég veit að Gregor gat ekkert í því gert að hann var skordýr allt í einu... en ég á líklega ekki eftir að gera neitt í því heldur svo að...ég bara vorkenni þeim sem þekkja mig þá og þurfa að keyra míg útum allt á lyftara. Lol, ég þarf að redda mér húmor á svartamarkað eða eitthvað því að þetta er svo innilega ekki að virka, ég er farin að verða engu betri en Gunnar í bekknum mínum húmor-wise og það er eitthvað sem enginn vill. Já, af þessu bloggi að dæma er ég í djúpum skít í öllum mínum málum. Oh, ég fer svo klént með málefnið, alveg makalaust.

Pæling dagsins: Afhverju er gull svona verðmætt? Og demantar? Afþví að þetta er glansandi frumefni, ég meina það. Það er svo margt annað sem glansar að ég gæti ekki gert mér töluna í hugarlund. Ókey, demantar þeir eru fallegir ég viðurkenni það alveg... en þeir eru ekkert svona rosalega sjalfgæfir eins og maður gæti haldið. Mig langar í bleikann demant, sem er reyndar frekar fúlt þar sem að þeir eru fágætastir allra demanta sem skerðir möguleikana gígvænlega, og jafnvel þótt ég hafi einhvern sjarma, mun ég líklega aldrei verða nógu ómótsæðileg til þess að veiða mér eitt stykki auðjöfur sem er tilbúinn að gefa mér bleikan demantshring. Eða bara veiða mér einhvern for that matter, en það er ekki pælingin í dag, ég er ekki ÞAÐ þunglind, allaveganna ekki strax, tjekkið inn á mér eftir 2 ár og ef ég verð ennþá ein gerið mér greiða og sneiðið af mér höfuðið. En gull, mér finnst silfur mikið flottara en gull sem sérst kannski á mér, þar sem ég gegn nær eingöngu með silfurskartgripi, og þó ég eigi nokkur gullhálsmen nota ég þau gott sem aldrei. Þau bara passa ekki við mig, finnst mér. Gull er heldur ekkert það magnað, maður sér það heldur eiginlega aldrei í það miklu magni að manni langi eitthvað mikið í það. Ég hef aldrei séð gullstöng á ævinni og mér er líka slétt sama! Jæja, nóg komið um skartgripapælingar, ég efa að einhverjum hafi fundist þær áhugaverðar. Æj, ég veit ekki... finnst það bara skrítið að þetta sé gjaldeyrir heimsins.

Kv.Andrea

laugardagur, febrúar 19, 2005

Bordom...

Jesús hvað mér leiðist ótrúlega mikið. Ég hef ekki hugmynd um afhverju en ég fékk allt í einu þá flugu í höfuðið að blogga aftur... kannski finnst mér bara svona gaman að skrifa innihaldslausar hrútleiðinlegar færslur. Get voðalega lítið að þessu gert, Benedikta er í staffa-partí á Mekong og getur ekki hitt mig... Á þessari stundu er ég bara að taka einhver fáránleg persónuleikapróf á Quizilla sem að eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er ein niðurstaðan mín:
"What Zodiac Sign Are You Attracted To?" - Results:
You should be dating a Leo. 23 July - 22 August This mate is honest and loyal, with a sunny disposition. Though this lion has the tendency to be arrogant, sulky or smug, he/she is unrestrained in bed.
Uh.... frábææært! (Hvernig á þetta eftir að hjálpa mér?) Þetta er önnur niðurstaða:
"Who are you inside????? (LOTS OF RESULTS)girls only" - Results:
You are a klutz. You don't have a really good balance.^_^; You have a really bright attitude and like to party. You see past the all the looks on people because since your not perfect you don't see why you should judge others that way.
Þetta á nú ekkert við mig... ógeðslegt quiz btw. hreinn viðbjóður... sko ég er meira að segja að gera svona hluti, sem mér finnst venjulega það leiðinlegasta í heimi! Hvað er eiginlega í gangi. Já, ástæðan fyrir postinu er hinsvegar sú að ég var að dunda mér eitthvað áðan og tók upp ljóðabók. Rakst á frábært ljóð eftir William Blake, sem ég hef nú reyndar lesið áður en aldrei nennt að setja inná síðuna mína áður. Here it goes.

A poison tree

I was angry with my friend:
I told my wrath, my wrath did end.
I was angry with my foe:
I told it not, my wrath did grow.
And I watered it in fears
Night and morning with my tears,
And I sunned it with smiles
And with soft deceitful wiles.
And it grew both day and night,
Till it bore an apple bright,
And my foe beheld it shine,
And he knew that it was mine -
And into my garden stole
When the night had veiled the pole;
In the morning, glad, I see
My foe outstretched beneath the tree.
Jæja, ég hef ekkert mikið meira að segja nema það að ég ætla að slökkva á tölvunni og finna mér eitthvað uppbyggilegra að gera...
Kv.Andrea

Svefnsýki er ekki æskileg.

Laugardagur er genginn í garð og já, nánast búinn en ég vaknaði einungis fyrir 3 tímum, en ég fór að sofa um 7 leitið. Ástæðan fyrir þeim fáránleik er að árlega náttfataballið í skólanum mínum var haldið með pompi og prakt í gærnótt. Eins og jákvæða sálin mín á nú til að gera var ég viss um að þetta yrði besta náttfataballið til þessa. Allt er þegar þrennt er segir orðtakið en það átti nú kannski ekki alveg við í þetta sinn. Ballið var í sjálfu sér alveg hreint ágætt, það var fín danstónlist og ég hafði óvenjulega mikið af vinum til þess að dansa við. En ballið stóð bara til klukkan 1 og þá voru enn 6 tímar eftir. Þar sem að undirrituð er formaður nemendaráðs hélt ég að ég ætti einhvern þátt í því að skipuleggja nóttina og nemendaráðið var búið að ákveða í sameiningu að það ætti að vera svokallað Monty Python maraþon sem byrjaði kl.2 eftir að allir væru búnir að fá flatbökurnar sínar. Það var augljóslega ekki áformað og það var líka eitthvert 'fokk' í gangi með myndinar og eitthvað... nenni ekki að vera að velta þessu fyrir mér. Ballið var þessvegna ágætt en ekkert til þess að stökkva hæð sína yfir af gleði. Nóg um það.

Dagurinn: er búinn að vera ansi stuttur. Ég kom heim um 7 leitið og fór vitaskuld tafarlaust að sofa, enda var ég komin með óhugnarlega dökkbláa bauga undir augun. Svo vaknaði ég um 15:00 GMT og var dregin út af sadísku móður minni til þess að þvo bílinn hennar, en ég er einmitt á móti bílaeignum og fannst þetta í hæsta móti ósættanlegt. En móður minni finnst svefnsýki allt annað en æskileg, sérstaklega í kjarnorkufjölskyldunni okkar og ég endaði á því að þrífa innréttinguna í Hondunni okkar, óendanlega mikið mót mínum eigin vilja en minn vilji skipti móðurina engu máli svo lengi sem mælaborðið var glansandi eins og nýfægð silfurhnífapör. Ég afsakaði mig með þeirri algengu afsökuna að svengdin væri að fara með mig en satt best skal segja var ég ekkert svöng... og nartaði þessvegna virkilega áhugalaus í núðlurnar mínar í 'sirkabát' hálftíma og blaðaði í gegnum slúðurtímaritið DV. Núna eru Benedikta og Ingibjörg í heimsókn og eins og ég er nú góður gestgjafi ákvað ég að blogga í staðin fyrir að sinna gestum mínum, sem sínir sig einatt þar sem að þær eru að fara. Stundum efast ég um mitt eigið vinsældagildi, hehe... afhverju skildi það vera? Jæja, ég hef ekkert að gera í kvöld svo ég er að hugsa um að kúra mig bara undir sæng og bíða eftir riddaranum á hvíta hestinum eins og venjulega. Benedikta var að koma með komment um að ég myndi aldrei finna hann ef ég hengi alltaf heima en ég nenni ekkert að fara að leita að honum, hann á að koma að bjarga mér frá einfaldleika hversdagsleikans. Jæja, þetta er farið að líta út eins og tilgangslaust, þunglynt blaður þannig að ég ætla að bara að binda enda á það.

Pæling dagsins: Oh, ég er orðin svo léleg í þessum bésvítans pælingum að ég hef tekið þann möguleika í umhugsun að leggja liðinn bara niður. Ég efa að nokkur eigi eftir að sakna hans, ég neyði mig hálfpartin til þess að pæla í hinu og þessu en það eru engar náttúrulegar pælingar sem spretta upp í hausnum mínum sem rata hingað inn. Hvað er eiginlega málið með trúna? Hún er svo stór og margbrugðin en í rauninni getur vel verið að trúin sé stærsta lygi mannkynssögunar. Já, þetta er það sem gerist þegar ég hef ekkert að pæla í, ég fer að spá í trúarbrögð. Lowest of all low I say. Ég þyrfti alvarlega mikið að fara á einhverjar heila-hormóna sprautur til þess að rækta betur hugsunina í sjálfri mér. Wishful thinking... Heeee..... jæja, þessi færsla er nú alveg komin út um þúfur.

Kv.Andrea

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Mistök...

Já, Hæ... ég gerði víst smávegis mistök með því að publisha sama postið tvisvar, en eins og ég hef greint frá áður er internettengingin mín ekki alveg sú besta og það var eitthvað 'fokk' í gangi þarna á góðri íslensku, en fyrst ég fékk komment á bæði postin ætla ég ekkert að vera að eyða öðru þeirra... ég nenni því eiginlega bara ekki en hmm... já! Fimmtudagur í dag... ekki sá vinsælasti.

Dagurinn: Vaknaði sjálf í morgun *klappar* á undan klukkunni og ég er óendanlega stolt af því, svo hringdi klukkan þegar ég var niðrí þvottahúsi að leita mér að spjörum og þar með vakti ég hálfa fjölskylduna, en þetta er einmitt alveg týpískt fyrir mitt líf, klukkan mín hringir eiginlega aldrei á réttum tíma sökum *hóst*óhóflega barsmíða*hóst* og svo þegar mér tekst að vakna á undan klukkunni þá ákveður hún að hringja á réttum tíma. Heimilistækin eru bara á móti mér, einu sinni var ég til dæmis að setja (troða) beygluna mína í brauðristina og þá slær ristavélin rafmagninu af húsinu, sú iiiiilla brauðrist, og þar sem að ég er bara kvekyns og kann ekki á rafmagnstöfluna dúsaði ég bara í myrkrinu þangað til að einhver kom heim. Videoið okkar kveikti líka í sér, örugglega bara til þess að valda mér geðshræringu, samsæri segi ég. En já, ég er víst komin ögn útfyrir efnið. Skóladagurinn var semsagt ekki skemmtilegur. Það er oftast ágætt að fara niður í Fífuna en neiiii, það var skellt á okkur þolpróf eða eitthvað í þá áttina og maður átti að hlaupa fram og til baka eins og eitthvað sirkusdýr. Hell nó, neyddist samt til þess að taka þátt og náði auðvitað ekkert 62 ferðum... hehe, vantaði bara heila 12 uppá. Það kom mér nú samt ekkert á óvart þar sem að ég hreifi mig ekki neitt, og þar fer ég ekki með ýkjur. Eftir Fífuna var enska og við fengum úr könnun sem við tókum um daginn, og ég fékk 6.8! Það lá við að ég fengi hjartaáfall en svo fékk ég að vita afhverju. Ég hafði gleymt 1/3 af prófinu. Bömmer!!! Ég varð nett fúl. Annars var skóladagurinn ágætur þangað til að ég þurfti að fara í Frönsku. KVÖÖÖL! Bergrós, kennarinn minn.... hún er svolítið spes :) ætla ekki að fara nánar útí þá sálma en já, franska 103 í MK er ekki skemmtileg. Eftir frönskuna fór ég beint heim og skellti mér í heita sturtu...mmm... *syngur Fresh n' clean* og ákvað að blogga síðan. Ég er samt að hugsa um að fara að finna mér eitthvað efnismeira en uuh.... handklæði.

Pæling dagsins: Hola er ekki til. Ég heyrði Sunnu og Erlu vera að tala um þetta, og þetta vakti smá pælingu í mér. Hola er ekki neitt, og afhverju ætti að vera nafn yfir ekki neitt? Hola er ekkert nema galli á efni, eða kostur eða eitthvað. En það er ekkert efni í holu, því ef það væri væri hún ekki hola lengur. Mér finnst þetta einhvernvegin of fáránlegt til að spá í þessu. En gat á efni td. er ekkert, það er ekki neitt. Hola í jörðinni er auðvitað úr jörðinni en það er ekki holan sjálf, það er meira svona það sem umkringir hana eða eitthvað. Holan sjálf er þá eiginlega orð yfir efnisleysi á ákveðnum stað. Ah, þetta er ruglandi, ég er farin að rífast við sjálfa mig í hausnum. Sjitt. Jæja, ég er farin að finna mér föt.

Kv.Andrea

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

"Og svo sameinumst við í óminu....."

Já... ég ákvað að vera dugleg og fara í jóga með Benediktu... einhver svona opinn tími í gær í Baðhúsinu og ég hafði ekkert betra við tímann að gera svo ég skellti mér... hef gott af hreyfingunni og svona. Jæja, þetta var allt virkilega kósí og indælt, fyrir utan nokkrar stelpur eða konur (whatever) sem ómuðu bara ekki neitt, alltaf þegar það var eitthvað svona óm í gangi eða bara anda út kom alltaf eitthvað ógurlegt *gruuuunt* frá þeim. Quite scary if ya ask me! Annars var þetta ágæt upplifun og ef ég væri neidd til þess að æfa einhver íþrótt (fyrir utan bretti) þá myndi það örugglega vera jóga. Annars gerðist voðalega lítið hjá mér í gær... eiginlega ekki neitt, ég ætlaði að blogga en ég komst ekki í tölvuna því að bróðir minn hefur einhverja virkilega skrítna þörf fyrir að horfa á O.C. sem ég skil ekki alveg...

Dagurinn: Miðvikudagar eru ekki skemmtilegir dagar... langir, leiðinlegir og 2 stærðfræðitímar! Og alveg óþolandi löng eyða sem maður hefur ekkert að gera í. Þá fer ég oftast og eyði pening sem ég þoli ekki (eftirá) niðrí sjoppu. Hrefna íslenskukennari var veik og við fengum ógeðslegasta afleysingjakennara sem hægt var að fá. Möggu Völu. *Hrollur* Maður verður reiður bara á því að horfa á hana, svo viðbjóðsleg er hún og ótrúlega leiðinleg líka. Æj, ég var bara frekar pirruð eftir íslenskutímann og svo bætti langa eyðan ekkert stöðuna. Annað skemmtilegt að segja frá er að ég vaknaði kl.6 í morgun við brjálaða veðrið úti. Eins og ég er nú sjúklega tortryggin manneskja var ég nokkuð viss um að loksins væru Ragnarök gengin í garð. Framtakasama Andrean hugsaði með sér "vekja mömmu, sækja matarforða og vatn" and so ooon en Framtakasama Andrean var ekki við völd í líkamanum kl.6 um morguninn svo að ég hjúfraði mig bara dýpra í sængurnar mínar, kreisti Dúllu mína og hugsaði með mér að Ragnarök gætu beðið. Þegar ég vaknaði aftur um það bil 20 mínútur í 8 var bylurinn ekki eins rosalegur og hann var kl.6 en engu að síður hefur verið ógeðslegt veður í allann dag. Ég þoli ekki hvað veðrið getur verið breytilegt hérna á Íslandi, ísinn bráðnar og maður heldur að það sé að koma vor en neeiiiii, þá byrjar bara að snjóa aftur! Svo var alveg major planlægging í Félagsmálafræði fyrir náttfataballið og ég(snillingurinn) náði að pota inn Monty Python maraþoni, það fer ekkert betur saman en svefngalsi og Monty Python húmor. Ég spái því að ballið í ár verði það besta hingað til *shiver* hlakka smávegis til :P Já, það er semsagt á föstudaginn/laugardaginn og nær yfor 12 heila tíma hehe... það er samt optional, hef ég heyrt ef maður er með mjög góða afsökun. Annars er búið að plana allskonar magnifiganto hluti til að gera og bara híh, Jibbí! Það hefur ekkert annað gerst í dag...

Pæling dagsins: Í dag ætla ég ekki að hafa neina pælingu, ég er með þraut. Ég er bara þannig af guði gerð að ef ég rekst á skemmtilega þraut og fæ ekki svarið við henni verður mér ekki rótt, og núna er ég mjööög pirruð. Rakst á þessa kvikmyndaþraut á síðunni hans Gumma og ég get ekki hætt að hugsa um etta rugl! http://hub.noblehost.com/modules.php?name=Movie_Game - þetta er slóðin og ef þið vitið eitthvað af þessum tölum hérna fyrir neðan þá VERÐIÐ þið að láta mig vita, því ég næ ekki að sofna ef ég hugsa of mikið um þetta. Ég veit að ég ætti ekkert að vera að festa mig á þessu en þótt að ég sé ekki kvikmyndanörd þá verð ég bara að vita! Þetta eru kassarnir sem ég á eftir-3, 12, 13,14,16,17,19,20,22,23,24,26,31,32,35,37,39,41,43, 45,46,48,49,50,52,56,57,60,62,69....HJÁLP! Vinsamlegast svarið í skoðunum... hafið góðar stundir.

Kv.Andrea

"Og við sameinumst svo í óminu..."


Já... ég ákvað að vera dugleg og fara í jóga með Benediktu... einhver svona opinn tími í gær í Baðhúsinu og ég hafði ekkert betra við tímann að gera svo ég skellti mér... hef gott af hreyfingunni og svona. Jæja, þetta var allt virkilega kósí og indælt, fyrir utan nokkrar stelpur eða konur (whatever) sem ómuðu bara ekki neitt, alltaf þegar það var eitthvað svona óm í gangi eða bara anda út kom alltaf eitthvað ógurlegt *gruuuunt* frá þeim. Quite scary if ya ask me! Annars var þetta ágæt upplifun og ef ég væri neidd til þess að æfa einhver íþrótt (fyrir utan bretti) þá myndi það örugglega vera jóga. Annars gerðist voðalega lítið hjá mér í gær... eiginlega ekki neitt, ég ætlaði að blogga en ég komst ekki í tölvuna því að bróðir minn hefur einhverja virkilega skrítna þörf fyrir að horfa á O.C. sem ég skil ekki alveg...

Dagurinn: Miðvikudagar eru ekki skemmtilegir dagar... langir, leiðinlegir og 2 stærðfræðitímar! Og alveg óþolandi löng eyða sem maður hefur ekkert að gera í. Þá fer ég oftast og eyði pening sem ég þoli ekki (eftirá) niðrí sjoppu. Hrefna íslenskukennari var veik og við fengum ógeðslegasta afleysingjakennara sem hægt var að fá. Möggu Völu. *Hrollur* Maður verður reiður bara á því að horfa á hana, svo viðbjóðsleg er hún og ótrúlega leiðinleg líka. Æj, ég var bara frekar pirruð eftir íslenskutímann og svo bætti langa eyðan ekkert stöðuna. Annað skemmtilegt að segja frá er að ég vaknaði kl.6 í morgun við brjálaða veðrið úti. Eins og ég er nú sjúklega tortryggin manneskja var ég nokkuð viss um að loksins væru Ragnarök gengin í garð. Framtakasama Andrean hugsaði með sér "vekja mömmu, sækja matarforða og vatn" and so ooon en Framtakasama Andrean var ekki við völd í líkamanum kl.6 um morguninn svo að ég hjúfraði mig bara dýpra í sængurnar mínar, kreisti Dúllu mína og hugsaði með mér að Ragnarök gætu beðið. Þegar ég vaknaði aftur um það bil 20 mínútur í 8 var bylurinn ekki eins rosalegur og hann var kl.6 en engu að síður hefur verið ógeðslegt veður í allann dag. Ég þoli ekki hvað veðrið getur verið breytilegt hérna á Íslandi, ísinn bráðnar og maður heldur að það sé að koma vor en neeiiiii, þá byrjar bara að snjóa aftur! Svo var alveg major planlægging í Félagsmálafræði fyrir náttfataballið og ég(snillingurinn) náði að pota inn Monty Python maraþoni, það fer ekkert betur saman en svefngalsi og Monty Python húmor. Ég spái því að ballið í ár verði það besta hingað til *shiver* hlakka smávegis til :P Já, það er semsagt á föstudaginn/laugardaginn og nær yfor 12 heila tíma hehe... það er samt optional, hef ég heyrt ef maður er með mjög góða afsökun. Annars er búið að plana allskonar magnifiganto hluti til að gera og bara híh, Jibbí! Það hefur ekkert annað gerst í dag...

Pæling dagsins: Í dag ætla ég ekki að hafa neina pælingu, ég er með þraut. Ég er bara þannig af guði gerð að ef ég rekst á skemmtilega þraut og fæ ekki svarið við henni verður mér ekki rótt, og núna er ég mjööög pirruð. Rakst á þessa kvikmyndaþraut á síðunni hans Gumma og ég get ekki hætt að hugsa um etta rugl! http://hub.noblehost.com/modules.php?name=Movie_Game - þetta er slóðin og ef þið vitið eitthvað af þessum tölum hérna fyrir neðan þá VERÐIÐ þið að láta mig vita, því ég næ ekki að sofna ef ég hugsa of mikið um þetta. Þetta eru kassarnir sem ég á eftir-3, 12, 13,14,16,17,19,20,22,23,24,26,31,32,35,37,39,41,43, 45,46,48,49,50,52,56,57,60,62,69....HJÁLP! Vinsamlegast svarið í skoðunum... hafið góðar stundir.

Kv.Andrea

mánudagur, febrúar 14, 2005

Karma police, arrest this man....

Halló þarna, núna er komið að mánudagsbloggi Andreu Bjarkar sem um helgina fór með öllu sínu hafurtaksi upp í sumarbústað að 'þreyja' þorrann með fjölskyldunni. Upptök fjölskyldunnar eiga sér stað á um það bil 4. áratug 20. aldar að ég held þegar Kiddi kaldi (min morfar) flutti til borgarinnar í leit að betra lífi. Þar hitti hann Dúnu (min mormor) og allt frá því hefur fjölskyldan mín stækkað. Eitt sem að einkennir fjölskylduna mína er mikil samheldni, og þá meina ég MIKIL samheldni. Minnir kannski smávegis á ítalskar fjölskyldur, við erum allaveganna með sameiginlegann sunnudagskvöldmat í hverri viku, 13 manns. Ég hef líka búið undir sama þaki og frænka mín allt mitt líf og nú bý ég líka hliðiná ömmu og afa. Ég get líka þakkað samheldninni að ég þekki frændsystkini mín sem eru skild mér í 3 ættlið. Eitt annað sem að einkennir fjölskylduna mína er að þau eru svokallaðir "áfengis áhugamenn", alls ekki háð því en MJÖG tengd því. Þeim finnst líka virkilega gaman að koma saman af allskonar fáránlegum ástæðum til þess eins að borða vondan mat, drekka og syngja illa undir gítarleik. Til þess var nú sumarbústaðurinn gerður. Að þreyja þorrann er orðin ákveðin hefð í fjölskyldunni og það er eitthvað sem við gerum á hverju ári. Það er líkega eina skiptið (fyrir utan áramótin) sem ég drekk með fjölskyldunni minni. Eins og venjulega heppnaðist helgin alveg hreint ágætlega, sérstaklega þar sem að vélsleðinn okkar var kominn í lag og brjálaðingurinn hann bróðir minn var við stýrið. Við buttum stígasleða aftaní og létum draga okkur. Það var geeeðveikt! Það var líka svo mikill snjór að ég fann ekkert til þegar ég flaug aftan af sleðanum. Þetta er orðin smá hefð hjá mér, oftast þegar ég fer upp í bústað enda ég á því að henda mér af einhverju... skútunni, golfbílnum og núna vélsleðanum. Svo tróðum við líka eina brekku og fórum á bretti, það var mjög gaman *sólheimabros* hehe. Allt í allt var helgin mjög skemmtileg og jamm... fjölskyldan mín verður alltaf fjölskyldan mín. Jesús.

Dagurinn: Í dag var bara venjulegur mánudagur, ógeðslega leiðinlegur... fékk reyndar útúr stærðfræðiprófinu mínu... 8.1 var lokaniðurstaðan, og jamm... þótt að þetta sé frábær árangur ætla ég að taka mig á í stærðfræðinni, ég er eitthvað svo óörugg og þótt ég hafi ekki fengið falleinkunn þá fannst mér eins og mér hafi gengið illa og það er aldrei gott. Jamm... stress, þessi samræmdu próf eru bara djöfull. Annars rann skóladagurinn ljúflega í gegn og af einskærri leti tók ég strætó heim, frekar slöpp sem er gott því þá hef ég afsökun fyrir því að liggja uppí rúmi :) Ég býst við því að í kvöld verði kúrikvöld. Á morgun er ég að fara að keppa í Getkó... ég vona að við dettum út í fyrstu umferð því ég nenni einfaldlega ekki að keppa oftar en einu sinni... ég meina, við komumst í 3. sæti í Vizkunni, er það ekki nóg? Jeez...

Pæling dagsins: Ég er ekki alveg viss um pælingu dagsins... stundum finnst mér ég vera svo þurrausin! Í íslensku framhald í dag var ritun og við áttum að gera samræmduprófs ritgerð um stöðu okkar á því máli að skólaskylda yrði lögð niður. Ég skrifað þanga til að ég fékk stífkrampa í hendina og ég nenni bara voðalega lítið að vera að pæla meira í dag. Mig vantar heilafóður. Borgar það sig að vera að ganga menntaveginn? Ég meina...við eigum mjög líklega eftir að deyja um það bil 30 ára hvort eð er útaf öllum þessum ragnaraka spám og náum örugglega aldrei að komast almennilega inná atvinnumarkaðinn. Til hvers að vera að leggja allann metnað sinn í þetta rugl? Afhverju ekki bara að eyða tímanum í að gera eitthvað skemmtilegt! Þetta eru áhrifin sem að ég fæ af því að hlusta of mikið á Emilíönnu Torrini.... *unemployed in summertime* lalala....syng ég, hehe þetta lag á svolítið við mig.

Kv.Andrea

föstudagur, febrúar 11, 2005

Drög að sjálfsmorði.

Hæ, aftur... Ég er svo reið núna að gæti grenjað. Í fyrsta lagi, get ég ekki selt þennan helvítis klósettpappír sem er ekkert skrítið því ég fékk nánast heilann lager af honum. Í öðru lagi týndi fæðingarhálfvitinn Gerður brettinu mínu og ég þurfti að rífast við móður mína í 10 mínútur yfir hennar mistökum. Í þriðja lagi er kjúklingur í matinn, ég hata kjúkling... hann er viðbjóðsleg afsökun fyrir mat og í fjórða lagi þá var ég búin að skrifa frekar langt blogg og afþví að við erum með lame ass nettengingu ákvað internetið að það væri bara allt í lagi að loka glugganum! Þegar þessar 4 ástæður eru settar saman í pott og fá að malla í smá stund færði eitt stykki virkilega reiða og pirraða Andreu. Og einnig sú staðreynd að ég er að fara í bíó með bestu vinkonu minni og kærastanum hennar. Hversu lame getur ein manneskja orðið? Á þessum tímapunti langar mig helst að viðurkenna það fyrir sjálfri mér að ég er ekkert nema heimsk, andlega og félagslega þroskaheft afsökun fyrir manneskju. And the answere is no, blondes like really dont have more fun than other people.

Dagurinn: Ég er reið. I feel like I hanging myself with a cordless phone.

Pæling dagsins: Ég er reið. Hef ekki stjórn á tilfinningu mínum þannig að ég ætla bara að þegja.

Kv.Andrea

*shiiiine on you craaaa* syngur....

Jæja... Þar sem ég hef svona ótrúlega lítið að gera ætla ég bara að skrifa eitthvað hérna inn... eiginlega ekki neitt. Ég er bara að bíða eftir því að fleiri bloggarar drífi sig í því að skrifa niður eitthvað áhugavert og publisha það... ég er nú samt aðallega að skrifa afþví að Trivia.is (lifibrauð mitt) liggur niðri og ég er alveg í rusli. Ég er að búast við því að þetta verði stysta blogg mitt hingað til.

Dagurinn: Ég hef ekkkkert að gera. Ég vaknaði um 1 leitið og fór framúr, niður í eldhús eins og venjan er. Fékk mér beyglu. Það var gott.... eh.... annars er ég bara búin að hanga á Trivia í allann dag... Hef voðalega lítið að segja.... Trivia er komið aftur í gang! JESS!

Pæling dagsins: Öh...veit ekki....Hvert var seinna nafn Rembrandts? Ég mana ykkur til að reyna... bannað að fletta því upp á Google... svara í skoðunum... ég nenni ekki að hugsa núna... *syngur við Dresden dolls*

Kv.Andrea

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Downtown, everythings gonna be alright noooow!

Hæhæ, ólíkt ÖLLUM öðrum bloggurum sem ég þekki ætla ég að vera dugleg og blogga aðeins um ó svo skemmtilega vetrarfríið mitt hingaði til. Sunzan mín er sofandi inn í herbergi en ég ákvað að bæta henni vinaleysið upp í dag því að ég hef verið að vanrækja hana upp á síðkastið. Í gær var öskudagur og auðvitað hélt ég hann hátíðlegann og klæddi mig upp. Mér finnst voðalega gaman að klæða mig í búninga og nota hvert tækifæri til þess. Í ár, vegna gígvænlegs hugmyndaskorts var ég prinsessa. Frumlegt, ég veit. En það vill bara svo vel til að ég á stórann svartann prinsessukjól og kórónu. Mér finnst skrítið hvað fólk sleppir snemma af barnæskunni og hættir að klæða sig í búninga. Jæja, ég fór og hitti Benediktu sem var klædd upp sem hermaður (go figure) og það fer henni óumdeilanlega vel. Við ætluðum að fara á Series of unfortunate events (man ekki alveg hvað hún heitir, held það sé þetta) en það var uppselt. Þótt ég beri ekki mikla virðingu fyrir Jim hefur mig lengi langað að sjá hana þar sem að ég er búin að lesa 1 bókina... það var reyndar fyrir 2 árum en samt, bókin var góð... frekar þunglind en góð... Já, en semsagt var uppselt og við enduðum á því að ráfa um Kringluna með Helga og Auði/Unni (man ekki alveg hvað hún heitir :S) en síðan fór ég niður á Laugarveg að hitta Sunzu, Karó, Írisi og Jórunni á 10 dropum, sem er yndælt lítið kaffihús. Svo fór ég heim og hékk heima. Uhh, skemmtilegur dagur? Suuure, ég fékk að vera í fancy kjól.

Dagurinn: Ég svaf út og það var mjög gott, svo hringdi Sunza í mig um 12 leitið og við hittumst á Salagrilli. Við ætluðum að leigja 'dívídí' en það var allt leiðinleg á leigunni svo að við enduðum á því að kaupa óhóflega mikinn skammt af kóki og súkkulaði eins og einmana unglingsstúlkur eiga til að gera. Svo óðum við snjóinn heim, lögðumst upp í rúm með allann sykurinn og horfðum á How to lose a guy in 10 days sem að Arna frænka mín var svo væn að lána mér. Við höfðum gott af því að horfa á eitthvað svona heilalaust, finnst mér allaveganna. Kate Hudson er líka svo sæææt *grenj* Afhverju geta ekki allir verið svoleiðis? Jæja, eftir það tókum við okkur smá pásu, en afþví að við vorum búnar að ákveða að kúra uppí rúmi á litlu sætu kjólunum okkar allann daginn þá fundum við eitthvað annað til þess að horfa á. Girl, Interupted fannst okkur eiga meira við okkur enda erum við alveg smá skrítnar þegar við eyðum svona miklum tíma saman. Ótrúlega góð mynd (finnst mér) en það er samt alltaf eitthvað við Winonu sem fer í mig. Angelina bjargaði samt myndinni svo vel, og æj, bara flestir karakterarnir eru svo yndælir eitthvað, eins og t.d. hjúkkan sem Whoopy Goldberg leikur, oftast þegar það eru svona fólk í vinnum sér maður bara karakterinn sem hjúkku, en afþví að það kemur fram að hún á 2 börn og svoleiðis stöff horfir maður einhvervegin öðruvísi á hana. Æj, það finnst mér allaveganna, en hvað veit ég? Mér finnst myndin góð og við skulum bara segja það nóg. Þar sem að Sunza er sofandi þá ákvað ég að blogga smávegis en hmm... ég er að hugsa um að fara í föt (já btw. ég er búin að vera á náttfötunum í allan dag) en ég veit ekki hvort það taki því, klukkan er nú einu sinni orðin 8:00... Jæja, ég ætti að fara að vekja hana Sunzu, hún er búin að fá nægann svefn *englabros* ... :D Hehe.

Pæling dagsins: Bitrar fyrrverandi eiginkonur. Afhverju eru nánast allar fyrrverandi eiginkonur bitrar? Ok, kannski ekki allar, en þúst... ef maðurinn þinn væri að skilja við þig fyrir einhverja unga ríka gellu er maður auðvitað bitur yfir því. En aftur á móti þegar maðurinn þinn er að skilja við þig fyrir einhverja heimska eða gamla, eða bæði þá spyr maður sjálfan sig auðvitað, afhverju er hún betri kostur en ég? Þetta er eins með áreitni á vinnustöðum, auðvitað er maður reiður ef maður er kynferðistlega áreittur á vinnustað, en segjum svo að svona 8 konur séu áreittar og ekki þú... yrði maður ekki soldið sár yfir því líka? Afhverju eru konur svona ótrúlega komplex? Steríótýpíska konan er kona sem ekki er hægt að gera hamingjusama, alltaf með einhverja kenningar og komplexa yfir hinu kyninu og getur aldrei verið sátt. Well, mér langar ekkert að vera þannig stelpa og ætli ég geri mitt besta að verða ekki þannig. Ef þið þekkið mig og sjáið mig verða þannig í framtíðinni endilega skjótið mig því að þetta er eitt af þeim hlutum sem mér finnst mest pirrandi í heiminum, einhverja hágrátandi gellur með komplexa frá helvíti. Einhverra hluta vegna hef ég þó á tilfinningunni að ég eigi eftir að verða svona, og fylgja bara flæðinu. Oh, god forbid! Jæja, nóg komið af röfli í daaag.

Tónlistin:
Smashing pumpkins - Galapagos (Ah, Billy is god.)
Bob Dylan - Sara (Uppáhald móður minnar, flott lag...)
Beck - Loser (Man eftir þessu lagi frá því að ég var lítil, hehe)
Depeche mode - People are people (Gotta love it, einnig með mjög fallega meiningu)
Nine inch nails - Into the void (fæ einfaldlega ekki nóg af því)
Björk - Play dead (já, Björk has a special place in my.... elbow, hehe...vá hvað ég er húmorslaus)

Kv.Andrea

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Vetrarfrí!

Jess! Loksins loksins mitt verðskuldaða frí. Mér finnst nú alveg ótrúlega asnalegt hversu lengi prófatíminn stóð yfir, ég alveg í kleinu af stressi í 3 vikur eða svo. En núna er þetta allt búið og á morgun er öskudagur. Enginn skóli, svo vetrarfrí og helgi. La vita è bella! Reyndar, þó svo að ég sé í fríi í skólanum hefur Benediktan mín heimtað að ég komi í heimsókn upp í hennar skóla (MH) fyrst að ég hef ekkert betra við tímann að gera. Ég veit nú ekki um það.....sofa til dæmis..... en ég geri það þó líklega þar sem ég fæ ekkert of mikinn tíma með elskunni minni :o) Annars er ég búin að fá úr nokkrum prófum, eftirfarandi = Enska - 9 Danska - 7 Íslenska - 9 Samfélagsfræði - 10 og svo á ég eftir að fá úr stærðfræði og náttúrufræði. Ég er allt annað en sátt við þessar niðurstöður, og ég veit að ég hljóma líklega eins og argasti hrokagikkur en með þessar tölur í huga verð ég að viðurkenna þá staðreynd að meðaleinkunin mín hefur lækkað, en hún var 9.3 og ég veit ég fæ ekki gott í stærðfræði svo að hún gæti þess vegna lækkað um heilann. Það getur enginn sagt að það sé ekki bömmer. Jæja, ég krossa bara fingurnar, vona það besta en býst við því versta.

Dagurinn: Hann rann fremur rólega í gegn, á þriðjudögum slepp ég við fyrsta tíma, kom seint í annan tíma og þar var einungis verið að horfa á Friends þætti. Svo voru næstu tímar felldir niður sökum kökudagsins, sem var haldinn hátíðlega með tilheyrandi matvælum í dag. Ég kom þó ekki með köku sjálf, lét mér nægja að sníkja frá öðrum afþví að ég er svo góð í því. Hehe. Svo var horft á alveg hreint ööömurlega bíómynd sem er einmitt hin Bandaríska útgáfan af Luc Besson myndinni Taxi. Alltaf þurfa Bandaríkjamenn að eyðileggja allt. Ég meina... afhverju er Daniel allt í einu orðin kona? Og feit svört kona for that matter! Og afhverju New York, sko... mér finnst að hún eigi að gerast í Boston eða einhverri svoleiðis borg, jafnvel þótt að það sé major Taxi-kúltúr í NYC passar það bara ekki. Sko, samhliða NYC er París, en myndin gerðist í Marseille (minnir mig) og ætti því einnig að gerast í aðeins minni borg en NYC í bandarísku útgáfunni. En aftur á móti vita Bandaríkjamenn ekkert í sinn haus svo að ég ætla ekkert að vera að rífa mig meira. Americans be stupido, we all know that! :) Já, ég var semsagt ekkert að fylgjast með, og fór fram í sófa að sofa eftir misheppnaða leit að geislaspilaranum mínum. Þá var ég grýtt með snjó og gafst þar með upp á því. Þar sem að ég hafði ekkert betra að gera fór ég að elta hópinn eins og sönnu hópdýri ber að gera (unglingnum þá) og fékk að vita það að ég, Íris og Rut (rurr) vorum að fara til Brilla að sjá einhvern kettling. Mér fannst eitthvað virkilega random við þetta en komst þá að því að það var mikið af strákum heima hjá Brilla. Kettlingar my ass, þessi þráhyggja Írisar og Rutar á greyið drengjunum er farið að jaðra við geðveiki (ekki vera móðguð ef þú lest þetta Íris, but it is quite obvious) Jæja, ég elti þær þó, hafði voðalega lítið annað að gera þarna hvort eð er og þessi litla fer endaði bara á því að vera alveg hrikalega lame og frekar leiðinleg. Kettlingurinn var þó sætur, en mér finnst alltaf jafn fyndið að heyra svona "aaww" bylgjur yfir einhverju litlu loðnu, 2 mánaða. Ég hélt þó flissinu fyrir sjálfa mig þar sem að þær stúlkurnar voru alveg með tárin í augunum yfir kettlingnum (and its fluffness). Síðan fékk ég að komast að því að það voru tímar eftir hádegi. Það eyðilagði alveg daginn, plús það að ég var kynferðislega áreitt 2 á sama degi, og mig langar ekkert sérstaklega að fara nánar út í þá sálma, við skulum bara segja að sá sem fer yfir myndirnar hennar Hildar í ljósmyndun eigi líklega eftir að roðna smá, en ég var einfaldlega of löt eftir leikfimitíma til þess að mótmæla/hafa eitthvað á móti því. Eftir leikfimi hékk ég aðeins á skólasvæðinu, of löt til þess að labba heim eins og venjulega. Endaði á því að taka strætó. Núna er ég komin heim. Jibbí. Gerður var að koma áðan að fá lánað snjóbrettið mitt. Hún kann ekkert á snjóbretti... djöful vona ég að hún fótbrotni. Úbs, þetta má maður víst ekki segja um vini sína. Eeeh.... hef ekki þrótt til þess að taka það til baka... oh well. Hún les þetta örugglega ekki hvort eð er. EN ef svo er, Gerður þú ert yndæl :D Jæja, nenni ekki að röfla meira.

Pæling dagsins: Öööh, ég veit ekki... er voðalega heilalaus eitthvað í dag, hef engar sérstakar pælingar. Afhverju ætli þjóðernishyggja gangi út á ást á tungumáli, menningu og sögu þjóðar en þjóðernisdýrkun einkennir þjóðir með enga sérstaka tungu, menningu, sögu eða þjóð yfirleitt (skot á USA-ið) ??? Maður hefði haldið að þjóernishyggja og þjóðernisdýrkun væru eitthvað skild hugtök en þau eru einmitt andstæður. Eða hvað? Ég er eiginlega ekki alveg að botna í þessari pælingu sjálf en þið megið endilega tjá ykkur um þetta rugl sem stendur hérna fyrir ofan. Like I care, vá hvað ég er eitthvað pisst off, oh þessir hormónar þeir rugla mann í ríminu. *Bleeh*

Kv.Andrea

mánudagur, febrúar 07, 2005

-something clever to say-

Vá, ég hef bara ekkert spennandi að segja. Ákvað samt sem áður að blogga, þar sem ég hef ekkert betra að gera. Það lítur út fyrir að þetta blogg verði eins tilgangs og innihaldslaust og þau gerast, ef þið hafið ekki áhuga á svoleiðis bloggum þá getið þið talið þetta viðvörun. Skil nú samt ekkert í sjálfri mér að hafa fyrir því að skrifa þetta. Ætli þetta sé ekki bara einhver útrásaraðferð, og endalaus eltingarleikur við sitt eigið egó. Það ætti að fara mér ágætlega þar sem ég er alveg ótrúlega föst á mínu eigin. Þetta á víst ekki að vera gott persónueinkenni en ég get voðalega lítið í því gert, ég nenni einfaldlega ekki að vera að klína mér upp á einhvern unglingasálfræðing og ímynda mér að ég eigi við einhver stórfengleg vandamál að stríða í þessu fullkomna samfélagi sem Ísland er. Ég er þá bara sjálfselsk og hvað með það? Ja, ég veit þó ekki hver viðmiðunin er, en mér sjálfri finnst ég hugsa of mikið um sjálfa mig. Skrítið hvað ég get bara ekkert stjórnar hugsunum mínum.

Dagurinn: Í dag var síðasta prófið, nefnilega stærðfræðiprófið sem var alveg svífirðilega erfitt. Ég er ef satt best skal segja alveg að fara yfir um af hræðslu við samræmdaprófið í stærðfræði, miðað við frammistöðu mína á þessu prófi. Svo var það líka svo langt að ég var eiginlega bara búin að gefast upp á síðasta kaflanum og bullaði bara eitthvað í lokin. Ekki sniðugt það Andrea mín. En nú er þeim þó allaveganna lokið og við tekur kökudagur og vetrarfrí! Ég er þakklát fyrir það. Ég ætti þó ekki að vera úða í mig kökum ef ég ætla einhvertíman að dratta mér út í þennan svokallaða "deitheim" þar sem að líkami minn hefur loksins ákveðið að taka við öllum þessum ógrynnum af kaloríum sem ég torga dag hvern og ég er farin að safna mér smávegis bumbu og undirhöku. Ekki fallegt að segja, og núna eru eflaust ein stúlka að taka bakföll af hlátri yfir þessarri yfirlýsingu minni en þetta er bara dagsatt! Bróðir minn er meira að segja farinn að taka eftir því. Í gær stoppaði hann við hjá mér þar sem ég sat, blásaklaus og lærði stærfræði og byrjaði að pota í bumbuna á mér og sagði mér að ég væri orðin jussa. Þegar ég góðlátlega benti honum á að hann væri sjálfur með allnokkuð stóra bjórvömb hló hann bara og sagði að það væri bara æsandi að strákar væru með bjórvömb. Þar get ég nú ekki verið alveg sammála. Ekki það að ég sé eitthvað mikið að spá í þyngd minni sem ég er auðvitað ekki að gera þar sem að ég veit bara ekki hversu þung ég er, þá gæti þetta orðið vandamál í náinni framtíð og ég er að hugsa um að fara að "passa" mig á öllu þessu óholla. Þess má geta að ég á með öllum líkindum ekki eftir að standa við þetta. Annað á dagskrá er öskudagur! Afþví að mér finnst svo gaman að klæða mig upp í búningar hef ég verið að velta fyrir mér hvað ég skal vera í ár og eins og hugmyndaflugið mitt er nú stundum frjótt er það bara alveg dautt þessa dagana og ég hef ekki fengið neina frumlegri hugmynd en að vera norn. Það gengur nú ekki. Ef þið eruð með hugmyndir endilega komið með athugasemdir, you know the drill. Jæja, nú er víst nóg komið að blaðri, ég ætla bara að fara að snúa mér aftur að "The illustrated encyclopedia of Divination" sem ég fékk í jólagjöf frá Benediktu. Það er áhugaverð lesning, þar sem að ég hef alltaf verið frekar hrifin af shamanisma og hann fær sérstakann kafla í þessarri sætu litlu bók.

Pæling dagsins: er stutt í þetta sinn. Trúið þið á dauga? Ekki þá drauga kannski, en bara að það sér eitthvað meira, æðri máttarvöld, andaheimar eða bara eitthvað annað en að við, mannskepnuarnar séum bara eðlileg dýr með ákveðin efnaskipti í heilanum sem láta okkur halda, draga ályktanir að það sé eitthvað meira? Fyrir lítilfjörlegar sálir sem þurfa að trúa á æðri máttarvöld til þess að komast í gegn um lífið með sitt litla sálarlíf. Er eitthvað meira þarna úti eða erum við eingöngu dýr með efnaskiptis-tilfinningar?

Kv.Andrea

laugardagur, febrúar 05, 2005

Cookie master!

Reyndar er ég ekki smákökumeistari... en mér finnst smákökur samt góðar. Ég ætlaði að vera dugleg að blogga, og fattaði að ég hef ekki bloggað í 2 eða 3 daga, úbsí :P Svo ég ákvað að blogga smávegis. Í gær var hippaball í Jemen og ég mætti auðvitað, og ákvað... bara svona upp á tilbreitinguna að fara samferða einhverjum. Í rauninni nennti enginn að skutla mér, ég fann ekki geislaspilarann minn og ég ákvað að það yrði leiðinlegt að labba ein með enga tónlist, svo að ég hringja í Írisi. Hún var með Rut *sigh* en ég lét það ekki á mig fá. Eins og Íris gerir stundum þá var hún að vera óþolandi lengi og ég var alveg að missa það þegar ég þurfti að bíða með Rut í lyftunni. Ef Íris hefði verið einni mínútu lengur hefði ég örugglega einhvernvegin hent Rut niður lyftustokkinn *hmmm* Jæja, up side var að við hittum Skúla á leiðinni. Hann er indæll. Jæja... Ballið sökkaði, en ég verð að viðurkenna að það var mjög gaman að klæða sig svona, kannski ég taki það upp. Síðan fór ég á Hard Rock í afmæli Danna og Kisa... þegar ég kom var Danni að fara með Verzló kærustunni sinni og Bæring(maðurinn er allstaðar, krípí as hell) svo að ég gaf bara skít í þá og fór með afgangnum af ammlinu í partí eikkerstaðar nirrí bæ. Það var ágætt... reyndar þá fékk ég smávegis áfengi sem gerir mig "hreyfiglaða" og þar sem partíið var aðallega samkynhneigt eða á föstu endaði ég á því að dansa við Haffa, yndislegan homma sem ótrúlegt en satt kann mjög vel að losa brjóstahaldara... ég veit ekki afhverju! Hvernig ætti það að koma honum í góðar þarfir??? Jæja... það var ágætt kvöld og voðalega lítið meira um það að segja.

Dagurinn: Þar sem ég er að fara í stærðfræðipróf á mánudag fannst okkur Sunzu það vera þjóðráð að hittast og læra saman. Þegar Sunza kemur í heimsókn eyðum við deginum EINGÖNGU í það að bakatala fólk og klæmast, stundum dansa líka. Já... þessi dagur var engin undantekning. Mjög skemmtilegur dagur en ég býst ekki við því að ég eigi eftir að læra mikið fyrir prófið. Sunza var að fara heim áðan... þrátt fyrir mótmæli mín, talaði eitthvað um íþróttablys og sjálfsfróun en ég náði ekki að stoppa hana í tæka tíð, hún var faaarin*sniffle* Jæja, hugsaði ég með sjálfri mér... nú blogga ég. Og er enn að... jibbí, það er ekkert annað búið að gerast í dag nema núna, ætla ég að fara að sækja mér súkkulaði og eplasider. Hey! Mask of Zorro er í Imbanum.... Antonio Banderas *He est seexksí, yes* Did I say that outloud? What?! I HAVE NEEEDS!

Pæling dagsins: Mér leiðist. Afhverju er allt gott slæmt? Eins og súkkulaði? Er það bara fitandi afþví að það er gott á bragðið? Eða virkar mannshugurinn bara þannig að það sem er gott í lífinu er gert slæmt af samfélaginu, því að ef allir væru hamingjusamir myndu þeir einfaldlega ekki nenna að fara að kjósa? Er þetta ekki bara spurning um val? Ég vel að súkkulaði sé gott, er það þá bara otomatisklí slæmt og fitandi? Þetta á ekki bara við um súkkulaði... heldur bara næstum allt! Eins og að liggja í leti... það er slæmt, en mjög gott. Spáið í þessu.

Kv.Andrea

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Aufi! Kallið eigi Blankiflúr pútu!

Ókey, titillinn er auðvitað bara einhver virkilega handahófskennd tilvitnun úr riddarasögunni Flórens og Blankiflúr, og tengist á engan hátt þessu ósköp venjulega miðvikudagsposti, en ég varð einfaldlega að koma því að... ekki veit ég þó afhverju. Í gær var ég virkilega hamingjusöm yfir því hversu gott veðrið hafði verið um daginn og nú væri vorið loksins komið. Í dag var ógeðfellt veður úti, vindur og kuldi með stöku haglélsskúrum. Og þar sem að ég lánaði Gerði seinasta strætómiðann minn þurfti ég að labba heim. Á leiðinni sá ég Smokey the fluffster (Reykingarkötturinn) og DonVito Kiseh (Mafíósakötturinn) sitja í glugga, þeir horfðu á mig með grimmd í augum. Kannski er kattarmafían á eftir mér, þótt ég hafi nú ekki gert þessum elskum neitt. Smokey er þó vinur minn, hann er krúttlegur furball sem fékk nafnið Smokey the furball afþví að hann situr alltaf með Sunnu þegar hún fer út að reykja á rólónum í Haukalind. Þeir eiga nefnilega heima þar. Hinsvegar er ég hrædd við Doninn, hef reyndar aldrei orðið fyrir barðinu á honum vegna þess að hann er of feitur til þess að komast út um gluggann sem gerir það að verkum að hann er virkilega sjaldan úti. Sem er gott því að ég er ansi smeik við hann. Ég hitti hann einu sinni og ætlaði að klappa honum(því að ég er svolítið veik fyrir feitum köttum) en hann sat bara hliðin á Árna-Grundavíkur-stein-listaverkinu og hvæsti. Síðan þá hafa kettirnir í götunni verið að sniglast um í garðinum mínum. En í dag horfðu þeir bara á mig, sem og fleiri kettir sem ég mætti á leiðinni heim, og það var svo vont veður að ég komst naumlega.

Dagurinn: Í dag er miðvikudagur og miðvikudagar eru ekki skemmtilegustu dagarnir mínir. Dagurinn byrjaði á íslenskuprófi, og mér gekk allt annað en vel, bara virkilega illa ef farið er nánar út í það og mér finnst það frekar kjánalegt þar sem íslenska er nú einu sinni móðurmálið mitt og það er í rauninni alveg týpískt ég að fá betri einkunn í dönsku eða eitthvað í þá áttina. Eftir að próftímanum var lokið var aðeins einn tími eftir, nefnilega íslenska. Og við fórum í leik :D Hann heitir minnir mig Land, borg, bíll eða eitthvað þannig og virkar þannig að það eru valdar ákveðnar "katagoríur" og svo á maður að finna eitthvað í hverri "katagoríu" sem byrjar á sama staf á ákveðið miklum tíma. Í leikjum eins og þessum flýgur keppnisskap mitt upp úr öllu valdi og ég legg allan metnað minn í að vinna. Og okkar hópur vann með miklum yfirburðum (ok Andrea mín, þetta eru kannski smá ýkjur) eins og ég bjóst við...hehe... og þetta er skemmtilegasti íslenskutími sem ég hef farið í, í langann tíma. Eftir íslenskutíma er ég í nánast endalausri eyðu sem ég eyði venjulega í ekki neitt. Í dag ætlaði ég hinsvegar að vera dugleg, fara upp á bókasafn og læra fyrir náttúrufræðipróf en ég gat bara ómögulega einbeitt mér að bókunum sem lágu þarna í hrúgu fyrir framan mig. Svo gátu stelpurnar ekki hætt að tala um kynlíf, og ég gat ekki einbeitt mér svo ég ákvað að fara niður í sjoppu. Sniðug, Andrea. *sigh* Ekki það að ég eigi mikinn pening fyrir, þá þarf ég alltaf að fara niður í sjoppið vegna minnar verzlings fíknar (sem er kók, ef þið þekkið mig ekki) og stenst aldrei freistingar hvunndagsins. Núna á ég 250 krónur til að lifa út vikuna. Good job. Svo var félagsmálafræði og næsta föstudag verður HIPPABALL! og allir að mæta sem vettling geta valdið! Loksins loksins, tækifæri til þess að hrista af sér jólakeppina. Jæja, ég veit ekkert hvað ég á að blogga núna... nenni bara alls ekki að fara að læra og þessvegna er ég að blogga.

Pæling dagsins: Oh, þessar pælingar eru alltaf svo erfiðar! Ég er með fullt af pælingum, en sumar þeirra eru bara svo "absúrd" að ég kem þeim ekki niður á blað, eða skjá í þessu tilfelli. Vegna þess að ég var að taka íslenskupróf í dag hef ég verið að spá aðeins í íslenskunni og kunnáttu (eða skort af) minni í henni. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu, eftir miklar vangaveltur og spegúlerasjónir, að við Íslendinar verandi stolta þjóðin sem við erum, erum að glata málinu okkar. Aðaláhrifavaldar þessa vandamáls eru ofnotkun tölvumáls, meiri innflytjendastraumur og auðvitað áhrif frá Bandaríkjunum. Þessum heittelskuðu Bandaríkjum. ÞAU SJÚGA! á fallegri íslensku. Það er allaveganna mitt álit. Þau minna mig of mikið á Gísla Rúnar. Halda að þau stjórni öllu, en það hata þau allir í laumi en enginn þorir að standa upp á móti þeim af einhverri óútskýranlegri ástæðu þar sem þau eru bara um 1.67 á hæð. Ókey... þarna er ég kannski bara búin að rugla 2 ömurlegum "hlutum" saman. Það er reyndar gaman að versla þar, í Bandaríkjunum það er að segja, ekki Gísla. Annars finnst mér asnalegt að það sé "kúl" að sletta á ensku, en það er allt of lítið gert af því á öðrum málum, svo sem dönsku, frönsku, sænsku og svo framleiðis. Ég hef reyndar verið að breita til upp á síðkastið og reyni að sletta á öðrum málum, og þess má geta að þegar ég sletti eru sletturnar nær eingöngu neikvæð orð, blótsyrði og svoleiðis. Hér meðfylgjandi eru nokkur orð sem fólk gæti lagt í vana sinn að nota í staðin fyrir "fokk" "sjitt" "ó mæ good" og allt þetta. (franska) merde: skítur/shit - c'est con: þetta er asnalegt - con: hálviti - c'est grave: þýðir í raun alvarlegt en er notað sem brjálað (reyndar smá outdated er mér sagt) - (sænska) fy fan: helvítis - Jävla skid: djöfulsins skítur! - Herre gud: guð minn góður! og svo er náttúrulega alltaf þetta íslenska eins og jeremías minn! og fleiri sígildar upphrópanir. Ég man ekkert sérstakt úr dönsku enda er ég alveg rosalega léleg í henni. Það þykir samt alveg jafn flott að sletta úr dönsku samkvæmt nýjustu upplýsingum mínum frá tískulöggunni mömmu. Jæja, þá er nóg komið af röfli í dag.

Brandari dagsins: Er frekar ljótur þannig að ef þið eruð viðkvæmar sálir ekki halda áfram að lesa.

Hvað er fyndnara en dautt barn í ruslatunnu? ....dautt barn í trúðagalla í ruslatunnu. (mér fannst þetta fyndið, gerir það mig að vondri manneskju? Mamma segir: Já! Rotinn hugsunarháttur.)

Tónlistin:
Deftones - Changes (Takk kærlega ERLA!)
Van Morrison - Brown eyed girl (er það ekki Van Morrison eða er ég að rugla, það stendur allavegana hjá mér)
Pulp - Disco 2000

Kv.Andrea

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Hann er hálviti!

Hæhæ, loksins komst ég í tölvuna, þreitt og reið eftir að hafa þurft að hlusta á bróður minn, hálvitann að reyna að telja mér trú um að samfélagið sé ekki byggt af háskólamenntuðu fólki og að maður þurfi ekki stútentspróf til að komast í háskólann. Já, var ég búin að minnast á það að hann trúir því ekki að maður verði gáfaður á því að lesa bækur?! Yes, those were his exact words. Ég bara get ómmögulega skilið hvernig svona gáfað fólk (mamma og pabbi væntanlega) gat eignast svona fæðingarhálvita eins og hann er. Ætli hann sé ættleiddur? Vá hvað það væri indælt, því þá gæti ég actually afneitað honum sem bróður mínum og haft rökstuðning fyrir máli mínu. Hann er bara svo heimskur að það er pirrandi, og svo þarf hann alltaf að vera að nota tölvuna mína, þótt hann eigi 2 tölvur sjálfur.... en neeeiiii, þannig virkar hann ekki, hann verður bara nánast þunglindur ef hann pirrar ekki einhvern á hverjum degi, uhm... minntist ég á það að ég bý með honum!"#!$%%/@%$&!! Svo var ég að koma heim... og mig langar bara að fara aftur.

Dagurinn: Var ósköp venjulegur, skólinn rann óvenju ljúflega í gegn... fyrir utan eina ónefnda manneskju sem lyktaði eins og ruslahaugur... og hagar sér stundum í samræmi við það líka... en nóg um það! Ég var óvenju hamingjusöm í dag, það var svona vorlykt í loftinu og ég fylltist bara af lífsgleði! Einnig þusti endorfín flæðið líka upp þegar það var dodgeball í leikfimi og já, baráttugleði Jórunnar kom einnig mjög mikið fram í þeim tíma. Eftir leikfimi ákváðum við Sunza og Gerður að vera ótrúlega duglegar og fara upp á bókasafn og læra fyrir íslenskuprófið semer á morgun, og við lærðum (ótrúlegt en satt) alveg þanga til það lokaði... sem var um 7 leitið... Þetta hef ég aldrei gert áður. Ætla samt að reyna að endurtaka það. Allaveganna þá labbaði ég svo heim, en kom að bróður mínum (þessum heilalausa) sem gerði mig pirraða og núna ætla ég bara að fara á opið hús og horfa á Monty Python mynd.

Pæling dagsins: Afhverju þar ég að eiga svona leiðinlegann bróðuuuur?!?!?!?!? Ef þið lásuð þetta fyrir ofan, eða þekkið hann skiljið þið mig kannski... en ég meina, hvað er að honum? Var ekki nóg að ljúga um mig við allla vini sína að ég væri lessa, svo þarf hann að taka yfir tölvuna mína líka! Fokking hálviti þessi drengur er. Urr.

Kv. Andrea