laugardagur, febrúar 19, 2005

Bordom...

Jesús hvað mér leiðist ótrúlega mikið. Ég hef ekki hugmynd um afhverju en ég fékk allt í einu þá flugu í höfuðið að blogga aftur... kannski finnst mér bara svona gaman að skrifa innihaldslausar hrútleiðinlegar færslur. Get voðalega lítið að þessu gert, Benedikta er í staffa-partí á Mekong og getur ekki hitt mig... Á þessari stundu er ég bara að taka einhver fáránleg persónuleikapróf á Quizilla sem að eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er ein niðurstaðan mín:
"What Zodiac Sign Are You Attracted To?" - Results:
You should be dating a Leo. 23 July - 22 August This mate is honest and loyal, with a sunny disposition. Though this lion has the tendency to be arrogant, sulky or smug, he/she is unrestrained in bed.
Uh.... frábææært! (Hvernig á þetta eftir að hjálpa mér?) Þetta er önnur niðurstaða:
"Who are you inside????? (LOTS OF RESULTS)girls only" - Results:
You are a klutz. You don't have a really good balance.^_^; You have a really bright attitude and like to party. You see past the all the looks on people because since your not perfect you don't see why you should judge others that way.
Þetta á nú ekkert við mig... ógeðslegt quiz btw. hreinn viðbjóður... sko ég er meira að segja að gera svona hluti, sem mér finnst venjulega það leiðinlegasta í heimi! Hvað er eiginlega í gangi. Já, ástæðan fyrir postinu er hinsvegar sú að ég var að dunda mér eitthvað áðan og tók upp ljóðabók. Rakst á frábært ljóð eftir William Blake, sem ég hef nú reyndar lesið áður en aldrei nennt að setja inná síðuna mína áður. Here it goes.

A poison tree

I was angry with my friend:
I told my wrath, my wrath did end.
I was angry with my foe:
I told it not, my wrath did grow.
And I watered it in fears
Night and morning with my tears,
And I sunned it with smiles
And with soft deceitful wiles.
And it grew both day and night,
Till it bore an apple bright,
And my foe beheld it shine,
And he knew that it was mine -
And into my garden stole
When the night had veiled the pole;
In the morning, glad, I see
My foe outstretched beneath the tree.
Jæja, ég hef ekkert mikið meira að segja nema það að ég ætla að slökkva á tölvunni og finna mér eitthvað uppbyggilegra að gera...
Kv.Andrea

2 Comments:

Blogger Andrea said...

Haha... Edgar Allan Poe er einmitt einn af mínum uppáhalds... gaf meira að segja Sunzu "Poetry and tales of Edgar Allan Poe" í jólagjöf :)

sunnudagur, febrúar 20, 2005 1:02:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já the raven er allavega eftir Edgar Allan Poe... Það er reyndar einn Íslenskur ljóðakarl sem mér finnst æði og það er Steinn Steinarr og hér er eitt eftir hann... ekki það besta en ég nennti ekki að leita mikið á netinu né skrifa heilan ljóðabálk niður:

PASSÍUSÁLMUR NR. 51

Á Valhúsahæðinni
er verið að krossfesta mann.
Og fólkið kaupir sér far
með strætisvagninum
til þess að horfa á hann.

Það er sólskin og hiti,
og sjórinn er sléttur og blár.

Þetta er laglegur maður
með mikið enni
og mógult hár.

Og stúlka með sægræn augu
segir við mig:

Skyldi manninum ekki leiðast
að láta krossfesta sig?

En úúúú þessi Raven diskur hljómar flottur my e-mail is hildurcool@hotmail.com if þú vilt send mér...minns tala góða íslenski... blog.central.is/utvarpshaus ;)

sunnudagur, febrúar 20, 2005 1:57:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home