fimmtudagur, júní 30, 2005

Napalm in the mornings

Af því að móðir mín dró mig með sér að sækja pabba út á land í kvöld ákvað ég að nota mér þau fríðindi að tölvan mín er ferðafær og hef hér með ákveðið að blogga á ferð. Það er eitthvað sem ekki allir bloggara geta státað sig af. Við stefnum að Kili þar sem faðir minn og stjórnmálamaðurinn Steingrímur Joð eru einhverstaðar á vappi, en þeir hafa verið að vappa síðastliðna þrjá daga í þeim tilgangi að fagna fimmtugasta aldursári rauðhærða blómabarnsins, sem er í ágúst. Steingrímur ætlar sér að ganga frá Reykjanestá að Langanesfonti og halda svo í Þirstilfirðinum heljarinnar teiti. En sem stendur erum við bara að sækja pabba og ferma vistir til Steingríms. Við þeysumst áfram þjóðveginn og rigningin hamrar á gluggunum í takt við Svartan Afgan. Hvað ætlaði ég mér nú að blogga um, hugsa ég... en hef steingleymt því, eins og flestu öðru sem ég geri. Núna um daginn fékk ég svo sendan gíróseðil frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, fyrir bæði skóla og félagsgjöld og blessanlega þarf ég ekki að eyða mínum peningum í það. Spennan fyrir nýja skólanum magnast og ef ég finn ekki fyrir smá keim af stressi þá veit ég ekki hvað. Hvernig ætli það sé að sjá alveg um skólamálin sín sjálf? Ég hef ekki kynnst því en ef satt best skal segja þá veit ég ekki alveg í hvorn fótinn skal stíga. Kannski maður standi þá bara á höndum? Við keyrum meðfram Ingólfsfjalli sem stendur og miðar vel áfram. Ekki finnst mér þó blogginu miða vel áfram, ég er alveg þurr á umræðuefni. Ekkert gerist hjá mér nema vinna, það er miðpunktur alheimsins sem stendur. En allt hefur sinn endi og vinnan líka. Planið er að vinna á leikjanámskeiðinu þessa viku og næstu viku, og fara svo tvo daga í skógrækt eða arfatínslu til þess að ná öllum 217 tímunum mínum. Næsta vika á víst að vera virkilega róleg og fámenn, og ég get ekki sagt annað en að ég hlakki bara til þeirrar tilbreytingar. Svo neyðist ég víst til þess að leita mér að nýrri vinnu. Ef það gengur eftir sé ég ekki fram á að fá neitt sumarfrí. Svo fer sem fer.

Dagurinn: Það gekk brösulega að vakna en eftir bolla af kóki kom ég mér þó á stað. Vinnan var sossum ágæt, eftir hádegi fórum við í Maríuhella og grilluðum brauð a la skátar. Þegar heim var komið henti ég mér bara á rúmið og sofnaði með Pésa mér við hlið. Bensi vakti mig um sjöleitið svo ég gæti eldað hamborgara með honum, en þegar ég kom niðrí eldhús stakk hann svo af í sturtu og skildi mig eftir með hamborgarana. Hann fékk kaldann hamborgara í kvöldmatinn *evil smirk* ... Svo kom mamma heim og tældi mig með á Kjöl með loforðum um súkkulaði. Núna erum við á leiðinni heim, eftir dágóða pásu í Reykholti. Frændfólk mitt býr þar, og mamma Lindu frænku minnar er örugglega besta húsmóðir í heimi. Það eru ALLTAF til kökur þar, sama hvenær maður kemur. Annars er Linda frænka mín að fara á kóramót í Japan... Oh! Mig langar til Japan. Mig langar samt eiginlega bara að fara til útlanda, einhverra sólarlanda. Ég er komin með langt upp í háls af þessu leiðinlega skýjaveðri sem er búið að hrjá landann í vikur. Hitabylgja! Ég vil hiiiita! Einhvernvegin efa ég þó að guð bænheyri mig... Vesalings ég.

Pæling dagsins: Mömmu finnst pælingar skemmtilegar. Hún spurði mig hverju ég ætlaði að pæla í áðan og eins og venjulega hafði ég ekkert svar. Hún spurði mig svo hvort ég færi aldrei í stóru pælingarnar, eins og til dæmis hamingju. Ég held einfaldlega að ég sé of ung til þess að geta vitað almennilega hvað hafa lífið snýst um, hvað hamingja og ást séu og afhverju við erum stödd á plánetunni Jörð. Þarf maður að hafa lifað lífinu til þess að vita eitthvað um það? Þarf maður að kunna allt og geta allt ef maður vill eitthvað til málanna að leggja? Ætti ég að slökkva á sjálfri mér þangað til ég hef upplifað eitthvað “massíft” sem ég get haft skoðun á? Mér finnst eins og allt líf mitt hafi verið dans á rósum og ég hafi í raun ekki rétt á að kvarta og kveina yfir tilgangsleysi og armæðu yfir höfuð. Mér finnst líka eins og aldrei hafi verið meiri aðsókn í barnasálfræðinga og allt í einu eru allir unglingar nær og fjær þunglyndir með meiru. Mér hefur nú bara verið tjáð að þetta heiti góðu nafni “unglingaveikin”. En er það eitthvað skrítið að unglingum í dag finni fyrir vott af þunglyndi af og til? Flestir unglingar í dag hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi. Kastað á milli skóla og vinnu endalaust, vita ekkert til hvers þau eru að læra allan þennan andskota. Hafa engan tilgang. Ég veit ekki um ykkur en mér finnst ég ívið tilgangslaus þegar foreldrar mínir reyna endalaust að koma mér einhverstaðar fyrir til þess að halda mér upptekni og úr klandri. Núna af því að vinnan mín er að líða undir lok kom jafnvel sú umræða upp að senda mig í sveit. Í sveit! Fyrr mun ég dauð liggja. Ætli maður hefði nú samt ekki gott af því að fara smá í sveit og kynnast einhverju öðru en bæjarlífinu sem er um það bil það eina sem ég þekki. Þó ég sé ekki mikil sveitamanneskja get ég þó státað mig af því að vera kannski aðeins meira í tengslum við Ísland en flestir vinir mínir... ég hef þó allveganna farið í heyskap, göngur og réttir. Skúli greyið hefur ekki einu sinni farið á hestbak! Það er nú alveg ómögulegt. Verst fannst mér þó þegar Rut vissi ekki hvað það væri að draga í dilka. Hvað varð um *íslensku* þjóðina? Eina sem maður gerir í dag er að fara á MacDonalds og borðar erlent kjöt. Úff, nóg komið af lélegum pælingum. Held ég slútti þessu bara... En hey, er ég ein um að finnast Spike í “Buffy vampírubana” vera óhugnalega líkur Billy Idol? Er ég bara klikkuð eða?

Kv.Andrea

fimmtudagur, júní 23, 2005

Komin yfir þröskuldinn.

Já, Hamrahlíðarþröskuldinn. Engar vangaveltur, ekkert vesen lengur. Ég er komin í höfn og þarf ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni. Undarfarnar vikur, mánuði kannski... hefur líf mitt verið eins og belja á línuskautum. Semsagt virkilega óstöðugt. Ég get með stolti sagt að beljan er komin af svellinu, ég endurtek - hún er komin af svellinu. Mér finnst ennfremur svolítið kjánalegt að segja frá því svona snemma á sumrinu að ég hlakki til þess að byrja í skóla næsta haust... Spennan og óvissan fer með mig. Svo er auðvitað eitt af skemmtilegri hlutunum í heiminum að versla skóladót. Veltið því endilega fyrir ykkur hvort þetta hafi verið kaldhæðni eður ei. Ekki verð ég þó ein í nýja skólanum en ég hef heyrt frá nokkrum vinum og kunningjum sem komust inn, og öðrum sem komust ekki inn. Voðalega er heimurinn ósanngjarn... æj, mér finnst þetta sjúga. Annars er ég mjög ánægð sjálf. Annað í fréttum er ósköp lítið síðan síðast. Ekkert nema tilfinningaflækjur og vinna til skiptis. Fréttnæmt gæti verið að hún Íris Gísladóttir var að eignast lítinn bróður. Gæðaframleiðsla, 17 merkur og læti... hraustur og fallegur strákur, ber fallega nafnið Sólon. Hvort hann verður ræfill og flakkari er nú annað mál. Ég mana ykkur til þess að finna tenginguna á þessu. Annars var ég að fá góðar fréttir. Íris komst inn í Hamrahlíðina. Það er gott. Ég sé fram á áhugavert haust og vetur í Hlíðunum.

Dagurinn: Gekk eins og aðrir dagar. Í dag kom Götuleikhúsið í heimsókn og skemmti krökkunum í klukkutíma eða svo, sem var ansi sweet því að þau sáu basically um mína vinnu. Þau sýndu ansi sýrt leikrit um landakort og verndarálfa, og ég er ekki frá því að starfsmennirnir hafi hlegið meira en börnin. Svo fóru þau með krakkana í leiki og við þurftum ekkert að gera. Need I say, sweeeet! Við fórum líka í nokkuð skemmtilegann skotbolta, en kárnaði gamanið þegar Skúli skaut af mér gleraugun og þau fóru aaalveg í kleinu og glerið datt úr. Þarf að fara með þau bráðlega til læknis, sem og köttinn minn sem hefur verið að láta leiðinlega uppá síðkastið. Svo fór ég heim, tók upp bréfið með skjálfandi höndum, komst inn og græddi fem tusund kroner fyrir almennan skýrleika í kollinum. Anyways... ég veit nú ekki hvort þetta sé frásögum færandi en ég er búin að vera semi-veik mestalla vikuna og hefur liðið almennt illa, með óstöðvandi kvef og tilviljanakenndar blóðnasir. Ég er farin að hafa áhyggjur af þessu blóðleysi mínu. Til þess að bæta líðan mína í dag fékk ég svo vægann hausverk. Þess má geta að bráðlega byrja ég svo á túr, og ég er ekki ein af þessum týpum sem tekur ekki einu sinni eftir því, ónei. Vítiskvalir fólk. Æj, ég veit ekki hvað ég er nú að röfla, ætli það sé ekki bara það að ég hafi ekkert til þess að röfla yfir lengur? Sársauki er samt alltaf sársauki, og slappleiki er alltaf slappleiki. Núna ætla ég hinsvegar að fara að sofa, svo ég meiki kannski að fara í vinnuna á morgun.

Pæling dagsins: Ja... ég hef nú enga pælingu útúrpælda og tilbúna fyrir ykkur sem stendur. Undanfarnar vikur hef ég meira og minna sleppt því að hugsa yfirleitt. Eina pælingin sem situr í hausnum á mér sem stendur er of klisjukennd og týpísk frá fimmtán ára stelpu að ég veit ekki hvort það sé ráðlegt að hún líti dagsins ljós. Nefnilega þetta fyrirsjáanlega. Strákar... hvað er nú eiginlega málið með þá? Afhverju er mér algjerlega ómögulegt með meiru að skilja þá, eins og ég á nú auðvelt með að skilja hluti? Hugsa kynin svona ótrúlega ólíkt eða lendi ég bara í eilífu mindfucki? Stundum finnst mér eins og hausinn á mér sé að springa... (hef nú heyrt þennan áður)... Ætli strákum sé nokkuð ætlað að skilja stelpur, eða stelpum að skilja stráka? Er það kannski ástæðan fyrir því að samkynhneigðir eru nánast að breytast úr minnihlutahóp yfir í meirihlutahóp? (Já, ég veit... Verslings Darwin) Jæja, hvað veit ég? Ekki margt, svo ég ætla bara að segja þetta nóg í bili.

Tónlistin: Eftir mikla togstreitu, bölv og týndar USB snúrur hefur mér loks tekist að uppfæra ipodinn sem að hefur gengið í nýjar víddir með nýjum artístatitlum eins og Olnbogum, Skærasystrum, Hlutlausum Mjólkurhótelum, Germönskum dýrðlingum, Bergmáli og Kanínumönnunum. Ennfremur má ég minnast á nýfundna ást mína á Moloko, The Smiths og The Stranglers. Það er eitthvað fleira sem ég ætlaði að minnast á en það er bara algerlega dottið úr mér. Já!! The Faint! Mæli með snilldarlaginu Worked Up So Sexual sem er svo grúví að það gæti komið letidýri í amfetamín-fíling. Var nú alveg búin að gleyma þessu nafni, en ég og Sunza áttum það til að dansa við The Faint bak við skúr í matarhléum á meðan hún stundaði lung-eyðingar (flott orð ey? Var að búa það til, lol.) Gunnar nokkur Jakobínaríni minntist svo á þessa hljómsveit á blogginu sínu og ég get ekki annað sagt en að þetta lag sé "the-shieet!".
Þakka áheyrn í dag, góðar stundir.

Kv.Andrea

laugardagur, júní 18, 2005

Brak og brestir

Úff, það er ekkert að skrifa um... en þar sem að ég hef látið viku líða án þess að blogga held ég að kominn sé tími til þess að skrifa eitthvað merkingar- og tilgangslaust til þess eins að láta fólkið vita að ég er *ennþá* á lífi. Það eina sem ég er búin að gera af mér í vikunni er að vinna, vinna, vinna. Já, ég vann, vann, vann eins og þjóðfélagið býst af mér að gera. Hvað ætla ég svo að gera við peningana þegar ég fæ þá? Ekki neitt... í mesta lagi kaupa mér kók. Það er samt fínt að hafa eitthvað að gera á daginn og ekki verra ef maður fæ borgað fyrir það. Svo var ég líka að mála lítil börn á 17. júní... það var ágætt. Fékk líka borgað fyrir það, meira að segja tvöfalt. Annars eyddi ég sautjándanum ekki í mikið nema bara hangs með vinkonum og vinum í allskyns tilgangslausa hluti. Það merkilega við sautjándann var kannski þetta líka framúrskarandi veður sem að einkennir ekki daginn heldur rigning. Það var, eins og kaninn myndi segja "out of the ordinary".

Dagurinn: Fór í að gera ekki neitt. Ég svaf mestallann daginn, en annars fór ég og sótti köttinn minn sem hafði kvöldið áður farið á flakk og týnst í Lindahverfi. Góðhjörtuð fjölskylda í Heimalindinni tók hann undir verndarvæng sinn og ég fékk upphringingu um tvöleitið. Ég sótti Pésa beib, og hitti Kalla svo fyrir meintann ís í Lindinni. Hann fékk sér pulsu. Ég var gróflega móðguð og svaraði því með því að fá mér stærstaminnsta ísinn sem ég gat fengið mér. Hann sullaðist reyndar út um allt en það kemur sögunni lítið við. Svo gekk ég heim með Pésa undir hönd (og hann er orðinn þungur btw.) og sofnaði værum svefni þegar heim var komið. Núna er Íris hjá mér, Hildur og Erla á leiðinni til þess að þreyja mig af (afþreying) þar sem að ég þoli illa að vera ein á þessum tímapunkti. Í kvöld verður Popppunktur spilaður við Popppunkts meistarana. Núna er ég hinsvegar að fara að skreppa í Nettó. Rosalega er þetta tilgangslaust. Jæja, farin í Nettó!

Pæling dagsins: You dont know what you got till it's gone. Mér finnst þetta svo satt. En samt ekki... það er ekki að ég sakni þess, jafnvel þótt ég sakni þess mikið heldur veit ég að þótt ég vilji það aftur, ef ég fæ það aftur þá veit ég að ég vil það ekki þegar ég er með það... svo hver er tilgangurinn í því að hafa það sem mann langar í? Æj, ég veit ekki... hvað er að vilja? Vil ég eða vil ég ekki? Er þetta spurning um að vilja? Nú veit ég ekki... getur maður valið, eða viljað yfirleitt? Afhverju er það þannig að þegar maður vill eitthvað svo heitt að maður gæfi aðra höndina fyrir það er það eftirsóknarvert, en þegar maður hefur það vill maður það ekki?

OG veltir svo einhver fyrir sér hvað "það" er? Hvað sem er. "Never a frown with golden brown".

Kv.Andrea

laugardagur, júní 11, 2005

You bought a haunted toaster?

Ne Hæ. Ég veit ekki afhverju ég er að blogga. Ekkert gerist nokkurtíman hjá mér. Núna er ég búin að vinna alla vikuna eins og ég fengi borgað fyrir það. Haha... þetta var svo lélegt að það blæðir úr eyrunum á mér. Í gær kláraði ég allaveganna fyrstu vikuna mína, sem er ágætt. Núna er bara mánuður eftir! Við bíðum og sjáum hvort guð hafi bænheyrt mig um betra veður. Einhverra hluta vegna voru allir að drífa sig úr bænum í gær. Það er greinilega mikið skemmtilegra að djamma uppí sveit, samkvæmt þessu athæfi sem samanstendur af því að óhugnarlega margir stungu af úr rósömu borgarlífinu. Ég lét það ekki á mig fá og fann mér einfaldlega eitthvað annað að gera. Það vildi svo vel til að Stebbi og Addi voru of félitlir til þess að stinga af líka, svo að við gripum gæsina á lofti á meðan fjölskylda Adda fór út úr bænum... eins og svo margir aðrir, og skelltum okkur í Vesturbæinn. Stebbi, Íris, ég og Addi... og Dennis og Elsa kærastan hans, en fyrir þá sem ekki vita (sem eru örugglega allir) þá er Dennis breski söngvarinn í hljómsveitinni þeirra) sköpuðum semsagt þetta litla gettúgeððer. Dennis er geðveikur. Ja, það er að segja geðveikt góður söngvari og gítarleikari. Hann er *of* góður. Og mikill Radiohead aðdáandi sem er alltaf plús. Kannski voru það bjórarnir sem sögðu til sín, ég veit ekki... en ég fékk hann til þess að spila High and Dry og mig langaði til þess að grenja hann var svo góður. Næstum því jafngóður og Thom York, og nei Hildur ég er ekki að grínast. Eftir mikla gullhamra hjá mér fékk hann svolítið æði yfir sig og tók nánast öll Radiohead lög í bókinni... og þau voru öll svooo góð! Ég spái því að hann eigi eftir að verða frægur. Mér leið bara eins og ég væri á lævakústik tónleikum, á fyrsta bekk! Það var algjör snilld. Allaveganna... hvað var ég aftur að segja? Já... Öh, æj. Ég man það ekki. Hann kunni samt ekki True Love Waits, sem var bömmer... og ég gleymdi að láta hann spila No Surprises! Ég er svo mikill kjáni.

Dagurinn: Er ekki nema hálfnaður. Mestallur dagurinn hefur gengið út á að berjast við þynnkuna, og ég get sagt með algerri fullvissu að það hafi bara gengið vel. MacDonalds og Foamy geta læknað hvað sem er. Þegar ég kom heim hringdi Gerður í mig og bauð okkur Írisi í kvöldverðarboð. Úúúú... fansí. Það er samt mjög heppilegt afþví að Addi er að fara út úr bænum (!!!) og ég hef ekkert að gera í kvöld. Sem stendur ligg ég bara upp í rúmi með Pésa og læt tímann líða... ekkert betra en smá tími til þess að gera ekki neitt eftir annasama viku. Kirsuberið á rjómatertuna væri auðvitað að hafa smá kók við höndina en maður getur nú ekki fengið allt er það? Að öðrum málefnum hef ég komist að því eftir mikla eftirspurn hvenær the almighty bréf er sent. Ekki láta eins og þið vitið ekki hvað ég er að tala um... THE BRÉF, the one and only. Þetta litla bréf sem úrskurðar hvort maður sé heimskur eða gangi veg vísdóms. Það er ekkert svo langt í það :D samkvæmt mínum heimildum svona vika, kannski tvær... fer eftir því hvort maður sé gáfaður eða ekki. Ég var líka að spá og spekúlera hvort maður mætti fara og sjá prófin sín, mig dauðlangar að vita hvað ég fékk fyrir ritun í íslensku og ensku... sérstaklega ensku afþví að sú ritun varð allt of löng, ruglingsleg og semi-kaldhæðin fyrir einu sinni mig að skilja. Íslenskuritunina lagði ég aðeins meira í og mér fannst hún ganga vel... og langar að vita hvernig íslenskuspekúlerantarnir kváðu dóm. En einhver sagði mér nú að maður þyrfti að kaupa prófin af námsgagnastofnun! Hverslags vitleysa er það nú? Ojæja... Ætli maður fari ekki og finni sér föt fyrir matarboð? Nema kannski að mæta bara á nærfötunum? Það væri nú soldill sjokker... sem er bara gaman! :D Nei, Gerður myndir örugglega lemja mig. Held ég verði bara retró og fari í föt.

Pæling dagsins: Margt í gangi bak við græn augun. Tími til þess að velja eina og festa á blöð mannkynssögunnar. Eða tölvuskjá í þessu tilviki. Guð minn eini. Já! Guð... Stór eða lítill stafur? Ég persónulega er svona hálfpartin trúleysingi (það er saga á bakvið, en ég nenni ekki að útskýra hérna) svo að ég segi bara guð með litlum staf, nema auðvitað þegar það er fyrst í setningu... maður vill ekki brjóta almenn málfræðiviðmið. Ætti þetta að vera þannig að þeir sem trúa á guð skrifi það með stórum staf afþví það er þeirra guð, en þeir sem trúa ekki á hann líti bara á hann sem einhvern guð og skrifi þá með litlum? Hmm... Annars, rosaleg frumlegheit hjá kristnu samfélagi að kalla guðinn sinn... "Guð". En kannski er þetta bara svona hjá öllum trúarsamfélögum. Kannski þýðir Buddah guð á einhverju chingchong máli, ég veit það ekki. Allaveganna finnst mér að við þurfum að finna frumlegri nöfn á þann sem við leggjum alla okkar trú á. OMIU! Þetta er svona einskonar OMG, nema bara aðeins frumlegra. Oh my invisible unicorn, minnir að þetta sé einhver kult í úddlöndum sem trúir því að guð sé ekkert nema ósýnilegur einhyrningur. Mér fannst það fyndið. Ég held að við sláum botninn í þessa leiðindafærslu sem fyrst.

Tilvitnun dagsins: Hmm... veit nú ekki alveg afhverju ég er að koma þessum lið inn afþví ég á engar skemmtilegar tilvitnanir... það eina sem ég er búin að gera merkilegt í dag er að horfa á Foamy svo að... já, ef þið skiljið þetta þá er það æði... ef ekki, þá áfellst ég ykkur ekki.

Foamy: The Amytiville toaster... make breakfast spooky, spooky talk from toaster... spooky eatin' toast! Yum yum yum, human hand.

Og ein önnur... svo fyndið...

Foamy: Wait! How about this? Na?

Germane: Cock-Master? I think I’ll pass.

Foamy: Why? What’s wrong with advertising that you are in control of a large farm bird?

Germane: Er… that’s not what it means...

Ef þið viljið meira... www.illwillpress.com !

Hérmeð kveð ég ykkur að sinni og afsaka þessa afspyrnuleiðinlegu afsökun fyrir afþreyingu. Ú... lots of A's... Is it a sign?

Kv.Andrea

þriðjudagur, júní 07, 2005

Steinbeck...

Ókey, þá er þetta búið. Mamma var svo ánægð með mig að hún ákvað að panta pizzu, og ég sit núna og bíð, skoðaði nokkur blogg og sá fram á að ég yrði að blogga smá til þess að skera mig ekki útúr steríótýpunni, og umfram allt setja einkunnirnar mínar á veraldarvefinn... þessar persónulegu og prívat upplýsingar. Ég er mjög sátt við einkunnrinar mínar, þó ég viti ekki beint hvernig mér tókst að fá svona góðar einkunnir, eeen ég er sátt.

Íslenska: 9
Stærðfræði: 9,5
Enska: 9,5
Samfélagsfræði: 9

Jú, þetta gerir meðaleinkunnina að 9,25 sem að ég er mjög sátt við og ef MH tekur ekki við mér þá veit ég ekki hvað... þá verð ég mjög bitur.
Vinnan í dag var ágæt, ekkert mikið frá því að segja... eina sem stóð upp úr í dag er líklegast einkunnirnar. Ósköp lítið annað að blogga um... held ég sleppi því bara að röfla út í loftið og láti þetta duga í bili. Þess má geta að þetta er fjórða bloggið mitt í röð, ég er farin að blogga reglulega aftur... er það gott eða slæmt? Annað í fréttum er það að greyjið Íris er á Járnfrúnni í kvöld, en langar sjálf ekki mikið að vera þar, enda hefur tónlistasmekkur hennar þroskast óhemjuhratt síðustu mánuði. Eitt sniðugt í viðbót, rakst á orðabók Sverris Stormskers á bókasafninu í dag! :D

Erótík- Stelpa sem æfir eróbik...
Errótík - Áhangandi listamannsins Erró...

Tónlist dagsins:
Svartur Afgan - Bubbi (hlusta nú ekkert á hann Bubba, en þetta lag er bara flott og sætur texti og svona... jæja, þið megið kalla mig hobo ef það hentar ykkur)
Honest Mistake - The Bravery (Sé svo eftir að hafa ekki farið á þá!)
No Breaks - The Bravery (...)
Cells - The Servant (Sin City bömmer)
Communist Daughter - Neutral Milk Hotel (Vantar meira með þeim, einhver til?)
Happy House - Siouxsie and the Banshees (JEIJ!)
Angel - Massive Attack (*snökt* þeir þurftu ekki að drepa hana...)

Kv.Andrea

mánudagur, júní 06, 2005

Spenna, stress, spenna, stress, spenna, stess...

Jæja, þreytt og... já, þreytt eftir langann, blautann vinnudag. Þrátt fyrir ósköp misheppnað veður var dagurinn ekkert það lengi að líða og ef satt best skal segja var hann bara alveg ágætur. Ég kynntist samstarfsmönnum mínum eitthvað takmarkað, en hélt mér aðallega nálægt Skúla sem var sá eini sem ég þekkti þar sem að Héðinn lét ekki sjá sig mestallann daginn. Börnin höguðu sér vel að mínu mati, en ég kynntist nokkrum börnum í dag sem að ég verð líklegast með alla vikuna. Gaman hversu vel persónuleikar skína í gegn í börnum þegar þau eru svona ung. Kynntist einum forustusauð og vinkonu hennar sem að gerðu mikið af því að stela símanum mínum... þær voru soldið skrautlegar, en algjör krútt. Svo var ein lítil stelpa í gulum pollagalla sem var svolítið útundan og hún kom upp að mér og faðmaði á mér lærið. Mér fannst það rosalega krúttlegt. Hún kom til mín þegar önnur stelpa sparkaði í bakið á henni, ég fór yfir til hennar og leysti það mál, og samkvæmt pollagallastúlkunni er ég nýja besta vinkona hennar. Stelpan sem að sparkaði í hana, sem var að hennar sögn óvart, var líka áhugaverð. Hún hugsaði ekki mikið um hina krakkana en talaði mikið um blómin sín, og hvað hún ætti falleg blóm. Mér fannst það örlítið furðulegt vegna þess að stúlkan hélt ekki á neinum blómum og ég kom ekki auga á nein blóm í nálægð. Annars fékk ég þessa spurningu fyrsta daginn í vinnunni. "Hvernig verða börnin til?" ... ég fór náttúrulega alveg í kleinu og vissi ekkert hverju ég átti að svara. Framhaldið á þessarri vinnu verður áhugavert. Annars var ég svolítið pirruð yfir að fá ekki einkunninar mínar í dag, en fyrst ég fæ þær á morgun ætla ég ekkert að röfla yfir því. Stressið og spennan eru farin að láta til sín taka, en illu er víst best af lokið. Við sjáum bara til.

Velkominn í þjónustusímann á Kleppi.
Ef þú þjáist af.....þráhyggju, skaltu ýta í sífellu á 1..
Ósjálfstæði, skaltu fá einhvern til að ýta á 2..
Klofnum persónuleika, skaltu ýta á 3, 4, 5 og 6..
Ofsóknarbrjálæði, þá vitum við hver þú ert og hvað þú vilt. Bíddu á línunni svo við getum rakið samtalið..
Ranghugmyndum, veldu 7 og við gefum þér samband við móðurskipið..
Þunglyndi, þá skiptir ekki máli á hvaða hnapp þú ýtir - það svarar þér enginn hvort eð er..
Lesblindu, skaltu velja 696969696969..
Taugaveiklun, skaltu fitla við ferninginn þar til einhver svarar..
Minnisleysi, skaltu velja 8 og segja nafn þitt, kennitölu, símanúmer, fæðingardag, heimilisfang, skónúmer og fullt nafn móður þinnar ..
Óákveðni, skaltu skilja eftir skilaboð á eftir tóninum eða á undan tóninum eða á eftir tóninum. Vinsamlega bíðið eftir tóninum...
Skertu skammtímaminni, veldu 9..
Skertu skammtímaminni, veldu 9..
Skertu skammtímaminni, veldu 9..
skertu skammtímaminni, veldu 9..

HAHA! Mér finnst þetta alltaf jafn fyndið, og já... ég er með óþroskaðann húmor. I know this. Það sem mér fannst einna fyndnast var að Lesblinda er greinilega orðið geðsjúkdómur, miðað við að hægt er að fá meðferð við lesblindu á Kleppi. Þessum Kleppi. Fyrir ykkur sem tóku bakföll af hlátri yfir "heimsku" minni, þá veit ég vel að þetta er ekki raunverulegur símsvari á Kleppi. Ah, skemmtileg þessi íronía.

Ég er hrædd um að ég nenni ekki skrifa neitt frekar að þessu sinni sökum gífulegrar ritstíflu og allmennu aðgerðaleysi. Úje, Jungle Booogie... Ég nenni þessu ekki, er farin að redda mér kóki. Þakka meðfylgdina og óska ykkur góðra stunda.

Kv.Andrea

sunnudagur, júní 05, 2005

Freedom is just another word...

Jæja. Ég er með hvíta málningu á mér. Framtakasamir foreldrar mínir ákváðu að nú væri lag á að taka stofuna í gegn. Fyrr í vikunni voru sveittir verktakar niðrí stofu að pússa parketið mitt og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf niður í eldhús. Áðan eyddi ég svo þónokkrum tíma í að setja málningalímband á alla karma og hillur eins og óð væri. Hvíta stofan okkar er að fá á sig nýjann lit. Hvítann. Ég veit ekki hvað gengur að foreldrum mínum en þetta er greinilega nauðsynlegt ferli í því að gera stofuna fallegri. Svo hefur hún móðir mín tekið upp á þeirri dómsdags vitleysu að hafa sunnudagsmatarboðið í allri óreiðunni! Ég veit ekki... nýmálað loft og matur? Við sjáum til. Annað í fréttum er ekki mikið. Jú, annars... eins furðulega og það hljómar er undirrituð komin með vinnu. Já, gegn öllum oddum (vel þýtt ey?) fékk ég vinnu á leikjanámskeiði í Lindaskóla og fæ ekki verri samstarfsmenn en Héðinn, Skúla og Hlyn til þess að hanga með í allt sumar. Ég get vel ímyndað mér að ég eigi eftir að kunna vel um mig í þessarri vinnu og hún verðu bara ágæt tilbreyting frá tilgangslausa lífi mínu. Jæja, mamma er að kalla á mig í mat svo ég mun klára að skrifa þessa færslu eftir sunnudagsmatinn í málningunni. "Oj vei".

Dagurinn: Mmm... Naanbrauð. Málningamáltíðin heppnaðist ágætlega, mjög gómsætur matur. Haha... Gómsætur. Fyndið orð. Ef ég segi til dæmis "Lambið var gómsætt" þýðir það þá að gómurinn á meintu lambi sé sætur, fallegur... eða með sætu bragði? Eða að umrætt lamb hafi verið sætt í gómnum á mér? Það virkar samt ekki orðfræðilega séð (bjó ég til orð?) afþví að það bendir ekkert til þess að ég hafi lagt þetta lamb til munns. Jæja... að deginum. Hann var ósköp þægilegur. Vaknaði klukkan svona hálf 2 og dró mig á fætur. Ég gerði ekkert frásögum færandi í dag, hékk bara heima hjá mér og starði út í loftið. Það er líka nákvæmlega það sem ég gerði í gær. Ég fór reyndar út með köttinn minn og lék við hann í garðinum :) Hann er svo indæll... Vá, núna hef ég fyrir alvöru unnið mig upp í titillinn "Crazy cat lady"... fer með köttinn út í garð og leik mér við hann! Jesús-Bobby, ég verð að eignast mér líf... Æji, mér finnst einhvernvegin eins og þessi liður ("Dagurinn" þá) sé ekki að virka. Ég hef sárasjaldan eitthvað skemmtilegt að segja frá, og jafnvel þó svo væri... hver hefur áhuga á að vita í hvað ég eyði lítilfjörlegu dögunum mínum? Ekki margir skal ég segja þér. Ætti ég að taka þennan lið út? Endilega segið mér, sú breyting gæti eflaust stytt bloggin mín töluvert sem að verða stundum allt of löng og þreytandi. Tjáið ykkur, you know the drill... Haha! Drill getur þýtt vestur-afrískur bavíani, hördúkur og sáðrák, hvað svo sem það er...! Lovely, þessi tölvuorðabók.

Pæling dagsins: Þennan lið á ég líka oftast erfitt með að fylla. Eins og ég pæli nú mikið pæli ég greinilega aldrei nóg. Jæja, þetta er kannski ekki pæling en vissulega eitthvað sem þið getið velt fyrir ykkur. Ég var að hlusta á Zwan áðan, og fyrir þá sem ekki vita er (eða var, ég veit ekki hvernig málin standa núna) nýja hljómsveitin hans Billy Corgan eftir að Smashing Pumpkins hættu. Hann er víst kominn með brjálaðann sólóferil núna og gefandi út ljóða og barnabækur hægri vinstir en það er ekki málið. Zwan kemst ekki með tærnar þar sem Smashing Pumpkins er með hælana, að mínu mati. Ég er ekki að segja að Zwan sé með öllu misheppnuð hljómsveit, bara engan vegin nálægt því sem að Smashing Pumpkins var og er. Ég fór líka að hugsa um þetta á útskriftinni okkar þegar ein af þessum Ædol konum söng Like A Stone... Eins og Audioslave eru góðir voru Soundgarden bara betri. Núna er ég náttúrulega að tala um að maður heyrir bara röddina sem "reprísentaði" eldri hljómsveitina líka... og auðvitað tengir maður það saman, því að engar tvær raddir eru eins. Besta dæmið um þetta er örugglega Stone Temple Pilots, fallega röddin hans Scott Weiland týnist í þessum sora sem heitir Velvet Revolver. Þegar ég hlusta á Zwan og Smashing Pumpkins í samanburði er Smashing kalt kók og Zwan volgt, flatt kók. Það er bara ekki eins... Vonandi er ég ekki ein á þessarri skoðun að finnast þessi nýju bönd ekki vera að meika sig, en ef svo er þá geri ég mig bara að fífli með því að tjá mínar tónlistalegu skoðanir. Jæja, núna er Íris komin og ég þarf að sinna henni. Segjum þetta nóg komið í bili.

Kv.Andrea

laugardagur, júní 04, 2005

4:36

Ég veit ekki afhverju ég er að blogga á þessum tíma dags... eða nóttu réttara sagt. Bloggin mín taka oftast langann tíma og þar sem að þreytan fer líklega að komast yfir mig bráðlega á þetta ekki eftir að enda vel. Létt spann yfir nokkra atburði í mínu lítilfjörlega lífi? Hmm... frá því að ég bloggaði síðast tók ég tvö próf og gekk ekki vel á þeim. Svo útskrifaðist ég úr Lindaskóla á fimmtudaginn og fékk sömuleiðis einkunnirnar mínar. Ég get ekki sagt að ég sé sátt við þessar einkunnir en verð þó að viðurkenna að ég gæti verið verra sett. Svo sjáum við til eftir helgi hvort ég verð ánægð eða þunglynd. Fyrir þá sem ekki vita fæ ég samræmduprófseinkunnir eftir helgi. Guð hjálpi oss. Annars neyddi móðir mín mit til þess að fara úr minni eigin útskrift og við fórum á einhvern fansy smansy ítalskann restúrant. Það var sossum ágætt en ég hefði alveg eins verið til í smá kökur og árbókaskriftir. En fór sem fór. Ekki mikið annað gerðist á fimmtudaginn, nema þetta venjulega að vaka til kl. 5 þar til svefninn yfirbugar mig.

Dagurinn: Lítið gerðist í dag, ég vaknaði um tólfleytið við upphringingu frá Benediktu sem að dró mig í Smáralind. Það vildi svo vel til að Íris og Jórunn voru líka að fara í Smáralind. Ég fór samferða þeim. Staldraði við í skólanum og fékk loksins borgað fyrir myndina mína og á núna bara eftir að fá 3000 kr. ... Jess! Annars tæmdi ég bara skápinn minn og henti bunka af glósum, glósum á við nokkur tré skal ég segja ykkur... og ég fann til með trjánum. Svo fórum við niður í Liminn (sorry, ég komst ekki hjá einum typpabrandara) og tyltum okkur inn á Café Adesso. Íris og Jórunn byrjuðu sínar venjulegu keðjureikingar... og ég fékk mér muffin ^_^ Hún var góð. Fyrir þá sem ekki vita finnst mér rosalega leiðinlegt að versla, það eina sem maður fær upp úr því er þreyta og pirringur þegar maður finnur ekkert. Nú, mér til mikillar ánægju var fyrsta búðin sem við fórum í Zara, sem er búð fyrir mig. Ég fann helling af flottum fötum þar og endaði með því að ég keypti mér fullt fullt af fötum. Ég mátaði líka draumakjólinn minn *sigh* en hann kostaði 5000 kr. svo að ég keypti hann ekki... en hann var svo fallegur! Ég held ég sleppi því nú að lýsa honum hérna þar sem að mjög fáir sem lesa þetta blogg hafa áhuga á kjólum, en trúið mér þegar ég segi... hann var flottur. Ég var mjög sátt við fatakaupin afþví að ég þurfti ekki að fara í margar búðir, fötin voru flott og ódýr og núna sé ég fram á það að þurfa ekki að versla neitt í náinni framtíð. Eftir kaupæðið fórum við svo heim og gerðum ósköp fátt.
Í kvöld var ég svo plötuð heim til Agga, kærastann hennar Diktu í SingStar keppni... Bróðurpartur kvöldsins fór í að leita að einhverju skartengisthingyi og þegar við loksins fórum í SingStar máttum við ekki vera með hljóð svo að við fórum út að rúnta (?)... ég þoli ekki tilgangslaust rúnt og hafði lítið að gera þarna, en Benediktu hefur greinlega hrakað að lesa úr augunum á mér afþví að hún gerði lítið í málinu. Klukkan var orðin svona 2 þegar við fórum á einhvern bar í Skeifunni. Ég var búin að lofa sjálfri mér að vera edrú, en þegar ofvirkur vinur Agga sem var augljóslega á spítti GAF mér áfengi átti ég erfitt með að segja nei. Ég þakkaði kurteisislega fyrir Smirnoffinn en opnaði hann ekki og hef ekki ennþá opnað hann. Klukkan tifaði og ég sá fram á að ég kæmist ekki heim á skikkanlegum tíma, eins og foreldra mínir höfðu beðið mig um. Klukkan hálf 4 vorum við svo komin niðrí bæ, þar sem að ég sá bróður minn meðal annars að borða pulsu. Ég var farin að halda að ég þyrfti að labba heim afþví að ofvirki spíttgaurinn var farinn að gefa öllum áfengi og þar af leiðandi ekki margir í akstursfæri. Um þetta leyti var ég farin að trompast úr pirringi, og hélt ég myndi aldrei komast heim aftur. Benedikta var stungin af inná Boomkicker og ég var bara skilin eftir ein í einhverjum bíl með einhverjum gaur sem ég man ekki einu sinni hvað hét. Jú... hann hét víst Kristó eða Kristinn eða eitthvað þannig. Jæja, ofvirki spíttgaurinn bað svo Kristó, sem þá var búinn að samþykkja að skutla mér heim, að keyra sig eitthvað smá. Hann samþykkti það líka og næsti hálftími fór svo í það að skutla honum út um allann bæ. Loksins er ég þó á leiðinni heim og kom heim korter í fjögur og eyddi svo hálftíma í að reyna árangurslaust að brjótast inn á eigið heimili. Ég reyni að vera ábyrgðarfullur unglingur og drekka ekki né reykja jafnvel þótt ég sé í þannig félagsskap... geng í gegnum allskonar vandræði til þess að komast heim og svona launa þau mér? Með því að læsa mig úti! Sem betur fer opnaði pabbi klukkan korter yfir og hleypti mér inn ískaldri, afþví að það var ekki nóg af Diktu að skilja mig eftir en hún tók jakkann sem ég var í með sér svo að ég var að deyja úr kulda mestalla nóttina. Þegar ég var búin að hanga fyrir utan hjá mér svona lengi... og klifra upp á svalirnar hjá mér og allt... var ég svo ekkert þreytt þegar ég kom inn og það er líklegast ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta blogg núna þegar klukkan er orðin korter yfir 5 og ég ætti að vera löngu sofnuð. Held ég fari bara að sofa.

Pæling dagsins: Ætti ég eitthvað að vera að pæla núna? Ja, eitt sem ég var að velta fyrir mér eftir að ofvirki spíttgaurinn sagði við mig að hann myndi kaupa allt sem ég bæði hann um... og ég notaði mér ekki stöðuna btw. afþví að ég er góð stúlka. Afhverju er fólk svona mismunandi þegar það er á rassgatinu/high/á einhverju? Sumir verða alveg ömurlegir og asnalegir og röfla stanslaust og svona, aðrir verða bráðskemmtilegir og fyndnir... og ennaðrir vilja gefa manni heiminn eða stela veskinu manns... Þetta er furðulegt þetta áfengi. Æj, ég veit ekki. Farin að sofa ey? :D Held það sé ráðlegt.

Kv.Andrea