þriðjudagur, mars 28, 2006

Flawless victory!

Æi... frekar vandræðalegt. Ég var ótrúlega hneiksluð í síðustu færslu, vegna þess að heilinn á mér átti að vera 60 % male, 40 % female... en ég skrifaði þetta óvart vitlaust inn... frekar vandræðalegt, maður.

Annars var ég að horfa á Mortal Kombat í NKJ áðan vegna þess að ALLIR vinir mínir beiluðu á mér að fara á V for Vendetta sem er komin í almennar sýningar fyrir 1. apríl, en beilerinn hann Ívar plataði mig nefnilega og sagði að hún færi ekki í sýningu fyrr en eftir 1. apríl. Svo er hann líka bara beiler. Það kætti mig þó að ágætur herramaður bauðst til þess að fara með mér í bíó... hann var bara búinn að sjá V for Vendetta svo að ég afþakkaði pent. Takk samt :)

Ég var samt búin að gleyma hversu ótrúlega góðar Mortal Kombat myndirnar eru, úff. Soundtrackið er líka brjálað og sviðsmyndirnar alveg ótrúlega svalar. Mæli með þeim, tvímælalaust. Ég er heldur ekki frá því að Peter Jackson hafi fengið hugmyndir sínar af álfahári frá hári Lord Rayden. Ég held líka að Christopher Lambert hafi uppgötvað botox á undan Hollywood. Lord Rayden er of svalur fyrir lífið. En hamborgarinn minn er að brenna við svo við skulum segja þetta gott, í bili.

Kv.Andrea

þriðjudagur, mars 21, 2006

Er þetta banani í vasanum þínum eða...?

Your Brain is 60.00% Female, 40.00% Male

Your brain is a healthy mix of male and female
You are both sensitive and savvy
Rational and reasonable, you tend to keep level headed
But you also tend to wear your heart on your sleeve


Þetta finnst mér slææææmt. Slæææmt segi ég. Málið er að ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að ég sé í rauninni karlmaður. Fyrir utan það að vera með temmilega djúpa rödd og breiðar axlir þýðir nafnið Andrea karlmannleg. Tilviljun? Ég efa það.

Kv.Andrea

þriðjudagur, mars 14, 2006

Ég er Íkarus.

Ákafi minn varð mér að falli. Ég flaug of nálægt sólinni og ég féll til jarðar. Vængirnir mínir bráðnuðu. Nei, ég lenti ekki í koddaverksmiðju. Svo fer sem fer.

Hey, lítum á björtu hliðarnar! Núna hef ég loksins eitthvað að blogga um... Í hlustun: I know it's over - The Smiths

Kv.Andrea

Post scriptum: Ég er að ganga í gegnum sorgarferli. Enn sem komið er í afneitun. Ekki pota í mig.

laugardagur, mars 04, 2006

Það blæðir úr eyranu.

Ég er svo tilbúin til þess að eipa og hrauna yfir allt og alla núna, en ég er að hugsa um að gera það ekki. Það eru bara allir orðnir svo miklir kjánar allt í einu, frekar leiðinlegt. Þess í stað ætla ég að setja inn sæta mynd hérna. Kannski bara myndir.



Æi... nenni þessu ekki lengur, ég er farin út. WHAT-EVER! Ta-ta. Þó enginn vilji hitta mig ætla ég bara samt út.

Kv.Andrea