fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Varstu að væla eða ertu alltaf svona rauð?

Hér með áskila ég mér þeim rétti að vera mega ímó tussa í þriðju persónu tilvistarkreppu. Allar mótbárur og bögg um að ég sé angistarfullur táningur verður ekki liðið. Kannski er ég bara búin að vera að hlusta of mikið á The Smiths. Morrisey hefur náttúrulega rétt fyrir sér. Alltaf. Vikan er samt búin að vera rosalega ljót og leiðinleg. Ég er ef til vill týndari en ég hef verið nokkur sinnum áður. Er bara eitthvað að mér, er ég biluð vara? Svo ég vitni nú í ol' Morrisey:
"If you're so funny, then why are you on your own tonight?
And if you're so clever, then why are you on your own tonight?
If you're so very entertaining, then why are your own tonight?

If you're so very good looking, why do you sleep alone tonight?
I know, because tonight is just like any other night,
It's why you're own tonight."
Æi. Svo er ég að fara í sumarbústað með le gang. Hvað sem það þýðir nú. Ég er með hausverk, sem ég losna ekki við. Og ég er að fara í próf á morgun, í Gylfaginningu. Ég verð að segja að ég sé einstaklega mótfallin styttingu framhaldsskólanna. Þorgerður Katrín er alls ekki að gera sig. Hvað með 90' árganginn? Hvernig væri að einbeita sér að því að koma honum einhverstaðar fyrir. Grey krakkarnir hafa ekki skólapláss. Það ku vera réttur þeirra, og gellan einbeitir sér að öllu afli að því að útrýma listnámi á Íslandi í staðin.
Hver veit nema við höfum hinn næsta Hitler á ferð hérna? Ég held það sé tímabært að stöðva hana. Við vitum öll að hægrisinnaðar ljóskur í pólitík eru bara karlmenn í dulargervi. Takið Ann Coulter sem dæmi. Hún er karlmaður. Viljum við að klæðskiptingur skerði rétt okkar til frekari námsmöguleika? Hmmmm. NEI! I rest my case.

Kv.Andrea