fimmtudagur, janúar 28, 2010

Afhverju gat hann ekki bara dáið í bílslysi?

Mér líður eins og ástin hefði geta haldist hrein og ekki sópað út í horn heila míns eins og einhver skítug mistök.

Vegna þess að ég hef svo gaman af klisjum hlustaði ég á I Know it's Over með The Smiths á leiðinni "heim", í myrkri og þoku... ég gekk inn í ljós frá ljósastaur og peran sprakk. Ég hélt ég yrði ekki eldri. Mér líður eins og klisjurnar bara elti mig uppi.

Sem betur fer gúglaði ég Kübler-Ross sorgarlíkanið svo ég get fylgst nákvæmlega með mínu eigin sorgarferli, sem gerir hluti auðveldari. Einmitt núna langar mig bara að faðma öll húsgögnin hérna inni og liggja á teppinu sem bindur stofuna svo virkilega vel saman. Ég veit ekki hvaða stig það er, kannski einhverstaðar á milli bargaining og depression. Það hlítur að vera nokkuð góður árangur eftir einn dag, að vera komin á þriðja eða fjórða stig af fimm. Hver veit, kannski verður dagur eftir þennan. Hinsvegar er ég kannski bara að ljúga að sjálfri mér, ég er að komast að því að ég hef verið nokkuð dugleg við það undanfarið. Kannski vill heilinn minn bara ekki skilja.

Hlýja, Andrea.