sunnudagur, febrúar 27, 2005

Sunnudagsfóðrið

Kæru lesendur, ég sný aftur úr "amstri" helgarinnar til þess að skemmta ykkur með fallegri röð orða sem hefur ákveðið skemmtanagildi. Hápunktur helgarinnar var eflaust þegar móðir mín kom færandi hendi og gaf mér Íslenska samheitaorðabók. Kannski hljóma ég eins og algjör lúði en í þessarri bók leynist nefnilega miiiikiill fróðleikur. Getur einhver hér sagt mér hvað hræbillegur þýðir? Núna veit ég hvað það þýðir! Jess. Núna er sá hugsanleiki að færslurnar mínar verði ífið gamansamri. Annað sem ég gerið um helgina var vitanlega styrktartónleikarnir, og ég sagði víst frá því í síðustu færslu minni, en var skyndilega 'köttuð off' af móður minni sem er að ganga í gegnum eitthvað massíft hormónaskeið... ég kenni kalktöflunum um. Ég ætlaði að segja frá grátbroslegu atviki mínu á leiðinni heim. Ég var bara að labba út hestastiginn að heimili mínu kl. um það bil 12 um kveld þegar ég sá risastórann "hlut" hangandi í lausu lofti. Fyrst um sinn trúði ég ekki eigin augum og starði ráðvillt á risastóra hlutinn sem hékk þarna grámóskulega yfir nýbyggðum blokkum í myrkrinu einhverstaðar nálægt Rjúpnasölunum. Ásæðan fyrir því að mér fannst þetta svona ótrúlegt var að þetta var nánast klippt út úr Austin Powers mynd. Hluturinn sem ég sá var nefnilega alveg ein í laginu og.... karlkyns kynfæri. Það flaut semsagt risastór reður í lausu lofti yfir Rjúpnasölunum. Hafið það í huga að þetta er með engu fabúla, skröksaga það er að segja en réttilega má koma fram að það var mjög dimmt úti það er ekki vel upplýst í útjaðri Kópavogs. Ég stóð þarna í nokkra stund og horfði á þetta fyrirbæri og velti fyrir mér hvort þetta væri ekkert meira en tilbúningur í huga örvæntingarfullrar einmana stúlku og hvort ég væri loksins úrskurðuð vitskert með meiru. Ef þetta væru í raun geimverur sem flygu um á... geimflaugum í formi gríðarlegs... félaga, fannst mér auðvitað rétt að fara og kanna málið... svona til þess að vera alveg viss um það þetta væri ekki bara ég á hormónatrippi að ímynda mér innrás einhverra graðra geimvera. Ég gekk semsagt meðfram veginu og tók ekki augun af ferlíkinu. Þegar ég var komin í Rjúpnasalirnar sá ég hinsvegar ekkert nema hálfbyggðar bloggir og vinnukrana..... bíddu nú við. Rosalega skammaðist ég mín! Vá... þeir sem hafa kannski heyrt um svaðilfarir mínar sem ljósku ættu kannski ekkert að láta þetta koma sér á óvart en það sem ég hélt að væri innrás lífs frá annarri plánetu var í raun meinlaus vinnukrani. Ég sver, þetta leit alveg út eins og það væri fljúgandi. Svo kom ég heim um 12:30 og vildi ómögulega ræða þessa óvæntu seinkun mína. Á laugardeginum hékk ég heima allann daginn, og um kveldið hafði ég það kósí með Sunzu á 'trúnó' (oh so girly, I know) á meðan foreldra mínir urðu óhuggulega 'sósuð' á ölæði sem heitir öðrum orðum árshátíð fyrrverandi Strengsmanna. Við leigðum líka The Village og ákváðum endrum og sinnum að horfa á hana hálfrænulausar klukkan 4 um nótt. Ég veit eiginlega ekki hvað mér finnst um hana... hún 'var' einhvernvegin bara. Mér fannst vanta hápunkt myndarinnar... 'mysterína' útskýrðist og allt það en samt fannst mér eitthvað vanta. Svo horfðum við á dílítuðu atriðin sökum óvelkomins svefngalsa og það kom mér á óvart að það var klippt út atriði í hápunkt myndarinnar sem útskýrði frekar margt. Virkilega kjánalegt múv hjá M. Night ef ég yrði spurð... en það spurði mig enginn. Allaveganna þá fórum við svo að sofa og ég vaknaði í morgun og Sunza var farin. Hún á það til að hverfa svona á morgnanna... mér finnst það alltaf jafn skrítið en ég er farin að venjast því.

Dagurinn: Er senn á enda og ég hef ekki atorkað miklu í dag. Vaknaði um 1 leitið og fattaði að ég er að fara í íslenskupróf á morgun... ég er ekki einu sinni með bækur og ég veit ekkert hvað ég á að gera... ég kann ekki rass í hljóðbreitingum. Æj, ég fæ þá bara lágt í þessu fjandans prófi! Það er aldrei eftirsóknarvert að velta sér upp úr volæði. Ég ætla frekar að fara í sturtu. Ég býst líka við því að það verði sunnudagsmáltíð hjá einhverjum í fjölskyldunni í kvöld svo að það er betra að vera vel til fara. Þetta blogg er líka orðið mun lengra en það átti nokkurntíman að vera... þetta gerist í nánast hvert skipti sem ég blogga. Note to self: Get life... Side note: Get more Kiwi. Þetta var quote í frábæru Sunzuna mína btw.

Pæling dagsins: Um helgina var hundur í heimsókn hérna í húsinu mínu. Hann fylgdi eiganda sínum sem var einmitt komin í bæinn vegna umræddrar Strengshátíðar, og átti það að skilja hundinn sem hét Píla eftir hjá mér. Þessi hundur átti það til að verða virkilega þunglyndur, og þá meina ég þunglyndur. Hún sat bara hjá glugganum og horfði vonleysislega út klukkutímunum saman. Stundum var hún líka að labba og einfaldlega gafst upp á leiðinni og lét sig hnýga í jörðina. Þetta var eflaust sökum þess að eigandi hennar var einhverstaðar í burtu. Þá fór ég að spekúlera, eru dýr með sál? Mér finnst það nokkuð augljóst að flest dýr eru með svokallað sálarlíf... annað útskýrir bara ekki suma hegðun þeirra. Hvar standið þið, mínir kæru lesendur á þessum máli? *snigger*kæru lesendur...hehe... Ef ég á að dæma eftir því sem hundurinn gekk í gegnum á meða ndvöl hans stóð hérna, þá fann ég fyrir söknuð, lífleiði og hmm... svengd, hún var alltaf að narta í matinn minn.. það er nú örugglega ekki tilfinning, varð bara að koma því að. Æj ég veit ekkert hvert þessi pæling er að fara en hmm.... held að það sé tímabært að hætta að skrifa.

Kv.Andrea

2 Comments:

Blogger Andrea said...

Haha, takk fyrir að láta mig vita, var að verða vitlaus af stressi yfir þessu prófi :) Bókin kostaði held ég um það bil 500 kaaaall en hverrar krónu virði!

sunnudagur, febrúar 27, 2005 6:34:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Haha... þetta átti að vera 5000 kall. en þú fattaðir það örugglega

mánudagur, febrúar 28, 2005 4:23:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home