mánudagur, nóvember 13, 2006

Uppsagnarsálmar í G-dúr.

Jæjá. Þá er þeim merka áfanga í lífi mínu náð að segja upp starfi mínu. Ég gerði það sunnudaginn síðastliðinn og eftirfarandi eru ástæðurnar:
  • Ég er búin að vinna á Mekong í meira en ár, og fæ gubb upp í háls eftir hverja vakt.
  • Yfirmaðurinn minn er jafn gáfaður og sneið af osti.
  • Ég hef ekki fengið launaseðil síðan í ágúst, og mig grunar óhreint mjöl í pokahorninu.
  • Það vantar alltaf allavega hráefni í 3 rétti, á hverri vakt.
  • Mamma yfirmannsins er fasisti.
  • Yfirmaðurinn neitaði að kaupa gólfsápu.
Og síðustu helgi fengu yfirkokkarnir nóg af fasismanum og gengu út. Nú, ég mætti á vakt og fannst eðlilegt að fyrst það væru engir kokkar gætum við ekki haft opið. Yfirmaðurinn var ekki á sama sinni. Fyrir utan það voru allir útkeyrslubílarnir á ónýtum sumardekkjum, og það var stormur úti. Yfirmanninnum fannst það heldur engin ástæða fyrir því að loka. Og þannig fór helmingur vaktinnar fram, án kokka og án heimsendinga. Voða skemmtilegt. Og hvar var yndislegi yfirmaðurinn okkar? Að horfa á konuna sína keppa í magadans. Og á því augnabliki tók ég þá endanlegu ákvörðun að þetta væri ekki hugsandi fólki bjóðandi, og svo sagði ég upp. Nú er ég atvinnulaus og hamingjusöm. Ó, hvað ég er hamingjusöm. Nú ætla ég að flatmaga það sem eftir er annarinnar og gera ekki neitt. Og hér eru tilfinningar mínar gagnvart yfirmanninum í myndrænu formi:Annars þakka ég öðrum starfsmönnum Mekong samstarfið, og þið eruð alveg ágæt. Og ein játning að lokum: Já, eins og ykkur grunaði - það var ég sem braut skaftið á moppunni. Það var óvart. Sorrý.

Kv. Andrea