þriðjudagur, maí 31, 2005

Öll þessi trampólín!

Hef ekki mikið að gera þessa stundina svo að ég ákvað að gera eitt af þessum "Stuttu og hnitmiðuðu" bloggum. Hef reyndar engann ákveðinn punkt til þess að rabba um svo það verður harla hnitmiðað.

Sumarið er komið, grasið mitt er orðið grænt. Ég tók munnlegt próf (haldið niðri flissinu krakkar!) í náttúrufræði í dag. Munnleg próf velta mjög mikið á heppni. Ég er mjög óheppin manneskja. Ég verð nú að viðurkenna að ég lærði ekki mikið, enda er þessi efnafræði bók óskiljanleg með meiru. En í prófinu dró ég spjald sem stóð feitletruðum stöfum á JÓNIR. Hvað veit ég um jónir? Ekki mikið. Enda fékk ég 7 fyrir 5 mínútna röfl. Lokaeinkunn mín verður þessvegna 8,5... ég er nú ekkert rosalega ánægð með það. Hefði örugglega náð upp í 9 ef að ég hefði ekki dregið Jónir, og kannski dregið Frumeind, en nei. Það er víst gegn eðli mínu sem óheppna manneskjan sem ég er.

Íris og Jórunn kíktu til mín í dag og við vorum að striplast út í garði, í sólinni og græna grasinu mínu. Ég lá á pallinum og hugsaði með mér ,,Hmm... mig langar í trampólínיי ... Oh, dear lord! I'm infected! Hæ, ég heiti Andrea og mig langar í trampólín. Ég sé þetta fyrir mér, AA fundir fyrir trampólín fíkla. Núna er ég komin út fyrir efnið. Þegar þær fóru neyddist ég til þess að ræflast á internetinu. Ég rakst á algerann snilldar bloggara og eftirfarandi er slóðin að frábæru síðunni hennar. Mér finnst hún æði. Check it out, ef þið hafið lítið að gera. Sem er mjög líklegt fyrst þið eruð að skoða mína aumu bloggsíðu. Ef einungis ég gæti skrifað áhugaverðar færslur.

http://seizethenite.blogspot.com/

Jæja, Íris er komin aftur og ég nenni ekki að gera þetta lengra svo að ég kveð að sinni og óska ykkur gleðilegra jóla.

Kv. Andrea

mánudagur, maí 30, 2005

Smile like you mean it...

Heyja, af einhverjum ótrúlegum ástæðum hef ég ákveðið að blogga á meðan ég býð eftir að ofninn forhitist, svo við Íris getum snætt gómsæta pizzuna okkar saman. Sólin skín og veðrið er gott, Íris situr út á palli með kókglas og skeggræðir stjórnmál við Svarta Pétur. Ég sit inn í eldhúsi og fylgist með pizzunni. La vita e bella. Fimmtudaginn næstkomandi mun ég útskrifast úr grunnskóla. Einhvernvegin hef ég komist hjá því að spá í þessum stóra þröskuld sem markar tíu ár af lífi mínu, sem ég mun vonbráðar komast yfir. Ennfremur sé ég fram á að stutt sé í það að ég muni fá að vita útkomuna úr samræmda helvítinu, mér til mikillar mæðu. Ég er ekki viss um að ég sé tilbúin að takast á við þá staðreynd að ég sé ekki nógu góð... eins og flest ykkar sem lesa þetta blogg hafa tekið eftir er mér meinilla við neitanir. Ég hreint út sagt hata þær. En þær eru víst stór partur af lífinu og það er lítið sem ég get gert í því ef ég ætla að lifa þessu umrædda lífi, nema kannski læra að takast á við þær. En mig hlakkar ekki til þess að vaxa úr grasi... mig langar ekki að fullorðnast. Mig langar til Hvergilands. Íris er sammála. Jæja, pizzan er tilbúin sem þýðir að vangaveltum mínum er lokið og við tekur leiðinleg endursögn mín af helginni.

Helgin gekk hratt yfir. Á föstudaginn fóru foreldrar mínir í sumarbústað og skildu okkur sómasystkinin eftir heima. Um daginn gerði ég ekki mikið, fór til dæmis EKKI í fótbolta. Þar sem að ég var skilin útundan bjallaði ég í Benediktu vinkonu mína og mælti mér mót við hana. Þar sem að ég átti ekki strætómiða ákvað ég að labba bara, hugsaði með mér að ég gæti slegið tvær flugur í einu höggi og gengið framhjá fótboltavellinum og ulla rækilega á drengina sem skildu mig útundan. Þroskað, ég veit. Þegar ég var á leiðinni gekk ég fyrir einskæra tilviljun framhjá Stefáni vini mínum, sem að var á leið heim úr vinnunni og nýbúinn að fá útborgað. Hann var í þessu líka rosalega góða skapi og bauðst til þess að skutla mér hvert sem að ég vildi fara. Ég stökk auðvitað inn, afþví að það er SO RETRO að labba, ég meina... HALLÓ! Og afþví að hann var í svona glimrandi skapi bauð hann mér líka upp á MacDonalds... FANTASTICO! Svo fórum við og gríttum litla krakka með vatnsblöðrum... dagurinn bjargaðist semsagt fyrir horn. Síðan setti ég saman trampólín með Benediktu og prufukeyrði auðvitað. Það er rétt hjá Hildi, þessi trampólín eru að taka yfir... maður sér ekki annað! Seinna um kvöldið fór ég að passa með Írisi og það er nú ekki frásögum færandi nema hvað að við fengum heimsókn um nóttina. Það var skrautlegt. Um fjögur leitið fórum við svo heim með 3 drukkna drengi. Það var nú samt alveg ágætt að því leiti að þessir 3 drukknu drengir höfðu nýlega fengið útborgað og splæstu á okkur pizzu. Fyrir utanaðkomandi lesendur eru umræddir drengir kærastinn minn, bróðir minn og vinur minn. Ekki er um neitt "pikköpp-rúntmenningardæmi" að ræða. Þess má geta að ég svaf einkar lítið aðfaranótt laugardags. Á laugardaginn sjálfann fór ég svo í stúdentaveislu til systur Benediktu, Salóme. Ég gaf henni "Orð í tíma töluð" og mest langaði mig nú samt að stinga bara af með bókina sjálf, en auðvitað gerði ég það ekki. Veislan var fínasta skemmtun, fyrir utan það að Aggi, kærasti Benediktu var að fíflast á trampólíninu eins og hann á til að gera... og tognaði. Ekki örvænta, drukkin hjúkka hjálpaði honum í gegnum áfallið. Eftir veisluna hélt ég heim á leið í leit að smá frið og ró. Það var ekki mikið um frið og ró heima. Svefninn blessaði sig yfir mig klukkan um það bil 5 um nóttina, en blindfullir vinir bróður míns skemmtu sér lengi vel í SingStar þessa nótt á hæðinni fyrir neðan mig. Eftir rúmlega 6 tíma svefn var ég svo vakin af skólanasistunum og beðin að koma í myndatöku fyrir árbókina. Ja-há, hugsaði ég... afþví að það er ekki búið að taka 2 sinnum mynd af mér áður fyrir þessa bók! Grútmygluð og ómöguleg lallaði ég mér niður í skóla og lét taka mynd af mér, og svona verður mín minnst í árbókinni... GRÚTMYGLÐUÐ. Ég veit ekki hvort ég sé sátt við þetta. Eníveis, seinni hluti dagsins fór í að hanga heima og læra ekki fyrir þjóðfélagsfræðiprófið sem þreytti í dag. Þar með líkur einkar leiðinlegri frásögn af helginni.

Dagurinn: Dagurinn hefur verið frekar sweet. Í morgun fór ég þjóðfélagspróf og mér finnst gaman að segja frá því að mér gekk EKKI illa. That's a first. Ég vil ekki hljóma cocky en ég get ekki fengið undir 7 í þessu. Eftir prófið kíkti ég svo til Kristínar og fékk borgað fyrir nokkur málverk, það var sweet. Ennfremur grúskaðist ég aðeins í gegnum óskilamuni og fann peysuna mína sem er búin að vera týnd í 2 ár! Ég hirti líka upp vettlinga og trefil í góðgerðastarfsemi :D Svo löbbuðum við Íris heim og sváfum í 4 tíma... það var ósköp indælt. Þetta hefur semsagt verið nokkuð góður dagur. Ég þarf heldur ekki að mæta í skólann, sem er mjög ásættanlegt. Á morgun fer ég svo í munnlegt próf í náttúrufræði klukkan hálf 3 sem þýðir að ég get sofið út! Jæja, ég nenni ekki að blogga mikið lengur. Hey, getiði hver var brennd á þessum degi! Jóhanna af Örk... merkilegt þetta. Allt í einu langar mig rosalega mikið að horfa á Leon. Ég ætlast til þess að þið skiljið tenginguna.

Pæling dagsins: Er stutt og ja... ókey, kannski ekki beint hnitmiðuð enda er fátt sem ég geri hnitmiðað. Ég er einfaldlega ekki hnitmiðuð manneskja. En sagnfræðinördið ég rakst á það í blaðinu í dag að Voltaire, franski heimspekingurinn, sá sómamaður, dó þennan dag 1778.

"Það sem er of vitlaust til að segja er sungið" benti hann réttilega á...

Mín pæling er sú... hefur Voltaire einhvern vegin komist yfir eintak af "Get rich or die tryin'" geisladisknum með 50 Cent?

Kv.Andrea

miðvikudagur, maí 25, 2005

Marx og Engels

Hæ hó. Það er nú merkilegt hvað það er ósköp lítið að gera þessa dagana. Ég vona að þið getið afsakað mig en ég get ekki búist við öðru en að þessi færsla verði fremur fjandsamleg og bitur, vegna þess að ég er að taka eina af þessum reiðisveiflum sem ég á til að fá. Það er nefnilega þannig í pottinn búið að ég er víst búin að afsala mér formannstitlinum mínum óviljug og óspurð um málið. Ég get í rauninni alveg sætt mig við það að vera ekki formaður í þessar 2 skitnu vikur sem eru eftir af skólanum en eins og hefur kannski komið fram á þessari bloggsíðu finnst mér allt sem tengist þessu máli mínu í hæsta máta fáránlegt. Lágkúrulegast af öllu finnst mér þó að vera svipt titlinum og að þurfa að komast að því í gegnum slúður frá Sunnu. Það eitt að vera ekki einu sinni látin vita gerði mig svo reiða að það þurfti ekki meira til þess að fylla mælirinn. Loksins get ég sagt það og meint það af öllu mínu hjarta.

ÉG HATA LINDASKÓLA.

Já, loksins viðurkenni ég það fyrir sjálfri mér. Þessi 4 ár sem ég hef verið í skólanum hefur mér aldrei liðið vel. Þessi skóli hefur heldur ekki farið vel með mig. Ég eignaðist verstu vinkonur sem nokkur stúlka getur ímyndað sér þarna, sem dæmi. Og þegar ég hugsa um það þá er allt leiðinlegast fólk sem ég þekki í Lindaskóla eða var í Lindaskóla. Undiraldan í skólanum er líka alveg hreinn viðbjóður. Þetta er ekki góður staður, finnst mér. Þegar ég hugsa um Lindaskóla á ég mér fáar góðar minningar. Nemendaráðið hefur kerfisbundið unnið á þessu síðan ég byrjaði í því allaveganna að bæta andann í skólanum og það hefur gengið ágætlega en samt ... æj, ég veit ekki... mér finnst ég ekki velkomin þarna, og kannski er ég það ekki. Vá, ég nenni ekki að tala um þetta og það eina sem ég get sagt er að ég hlakka til þess að útskrifast þaðan og þurfa ekki að koma þangað aftur. Að öðrum og skemmtilegri málefnum þá er þetta mín þriðja tilraun í dag til þess að blogga og ég ætla rétt að vona að þessi komist til skila, annars gefst ég alveg upp og það kemur ekkert blogg frá mér í langann tíma.

Dagurinn: Dagurinn var alveg hreint ágætur... ég vaknaði klukkan 1 og hafði það lítið að gera svo að ég vökvaði grasið. Eftir að ég var búin að dunda mér í þónokkurn tíma fór ég niður í skóla með Hildi og skilaði viðtölunum fyrir árbókanefndina sem að ég er notabene ekki í lengur (er þessi refsing ekki að ganga út í öfgar?) og svo skruppum við niður í sjoppið. Þar hittum við Sunnu og við löbbuðum heim saman. Með þeim fékk í þessa líka sterku smábæjartilfinningu, og fyrir þá sem ekki vita er smábæjartilfinning tilfinning sem að ég fæ stundum sem að lætur mig finna rosalega vel fyrir stöðu minni í heiminum. Oggupínu-pínu lítið peð á plánetunni Jörð. Að búa í svona smábæ bætir það ekki. Stundum þegar ég fæ smábæjartilfinninguna fer ég alveg í kerfi og þunglyndi en stundum sætti ég mig alveg við það að vera bara ég. Fullkomin skilyrði fyrir smábæjartilfinningunni er auðvitað að vera í smábæ, eða úthverfi... samanber Lindahverfi. Dagurinn þarf að vera rosalega aðgerðalaus og dull og veðrið þarf að vera mellow, hvorki heitt né kalt. Þá fer heilinn minn oftast á stað og smábæjatilfinningin lætur kræla á sér. Ég fann einmitt fyrir henni í dag og í þetta sinn var ég bara nokkuð sátt við hlutskipti mitt, sem er að vera bara lítil stelpa í litlum bæ á litlu landi, og geta voðalega lítið í því gert. Ég veit ekki hvort ég komist nokkurtíman út fyrir litla bæjinn minn en hvað með það? Þá verð ég bara ánægð með lífið í Kópavoginum og skelli mér svo með manninn og börnin á 3 ára fresti til Benedorm til þess að brjóta upp á tilveruna... er eitthvað að því að vera bara meðaljón? Afhverju er það markmið hjá svona mörgum að skera sig útúr, vera öðruvísi og slá í gegn? Á meðan þetta fólk svitnar yfir því að láta á sér kræla sit ég bara við gluggann og horfi á árstíðirnar hlaupa framhjá mér í Kópavoginum. Er eitthvað erfitt að sætta sig við það að vera venjuleg/ur? Ég er farin að sætta mig við það, sem er líklegast gott þar sem að þær gerast ekki venjulegri en ég.

Annars var ég að labba heim í dag og tók eftir því að lúpínurnar eru farnar að vaxa. Ég hlakka svo mikið til þegar þær verða í blóma, það vill nefnilega svo vel til að það er stór lúpínuakur fyrir utan húsið mitt. Það er sumar. Það er líka best í heimi að hlaupa út í miðja breiðuna og láta sig hverfa, horfa bara upp í himininn með góða tónlist í eyrunum. Priceless. Þegar ég fór út áðan tók ég líka eftir því að grasið var orðið grænna en í morgun... vá, sumarið er að koma, á hraðferð. Vona bara að það staldri við í smá stund og ylji mér um hjartarætur. Annars var ég að koma inn úr fótbolta, það var gaman... þetta er farið að vera eina hreifingin mín, sem er ekki gott miðað við allann matinn sem ég borða. Jæja, ég ætlaði að skella á ykkur einni stórri pælingu um ást og svoleiðis stöff en ég held ég sé bara ekki nógu vel upp lögð til þess að leggjast í pælingu af þeirri stærðargráðu. Í staðin fáið þið eitthvað stutt og laggott, sem er auðvelt að melta. Auðveld pæling... er það til?

Pæling dagsins: Hvað er skemmtilegt og auðveldlega melt? MÁLFRÆÐI! Nei, kannski ekki... en ég var samt að velta fyrir mér einu. Hvort er réttara að segja ristavél eða brauðrist? Mér finnst brauðrist réttara og reyni að nota það alltaf, enda er það réttnefni því vitanlega er þetta tæki gert til þess að rista brauð, therefor brauðrist. En ef maður segir ristavél, er þá leyfilegt að rista hvað sem er í apparatinu? Eins og til dæmis mannshendi? Hmm... en þegar ég hugsa um þetta þá ætti ég eiginlega að segja ristavél afþví að ég rista voðalega sjaldan brauð í minni brauðrist. Ég rista oftast beyglur eða svona instant frosnar vöfflur, en eiginlega aldrei brauð. Ætti ég þá ekki að kalla tækið ristavél? Á það að vera persónubundið eftir mataræði manns hvernig maður ávarpar heimilistækið? Hmm, já gott fólk... þetta er það sem ég kalla klassa pælingu. Algjör klassi.

Kv.Andrea

mánudagur, maí 23, 2005

Shnappí das klæne krókódíííl...

Mmm, þá vitum við það. Ingibjörg bara á leiðinni á toppinn, Stefáni vini mínum sjálfstæðismanni til mikillar mæðu. Mamma mín hinsvegar er mjög ánægð með þetta. Þar sem að ég er nú ekki mikið pólitísk get ég lítið tjáð mig um málið en ætli þetta sé ekki bara óbeinn vilji þjóðarinnar? Úff, ég nenni lítið að hugsa um stjórnmál í augnablikinu þar sem stjórnmál eru mér óviðkomandi með öllu, ég hef ekki kosningarétt, borga ekki skatta og held ekki með neinum sérstökum. Kannski að ég snúi mér bara að einhverju öðru? Jú, ég held að það sé sniðugt. Stundum er vandamálið bara að maður veit ekkert hvað maður á að skrifa um, svo ekki sé minnst á hvað maður skrifa um og hvað maður má ekki skrifa um. Um daginn fór ég til dæmis að dissa skólayfirvöld og var skömmuð af mömmu minni fyrir að steita hnefann í yfirvaldið. Stundum líst mér bara alls ekki á hvernig Lindaskóla er stjórnað, og helst ekki núna þar sem að ég var jú, rekin hérna um daginn. Daginn eftir að ég fékk að heyra tíðindin var ég miður mín og grenjaði inn í herbergi í 2 klukkutíma, haldandi að lífi mínu væri lokið og ég fengi ekki að útskrifast úr grunnskóla. Núna sé ég hinsvegar sólina aftur enda er búið að útskýra margt fyrir mér í sambandi við þetta litla "mál" mitt. Ég fæ að taka prófin, ég fæ að útskrifast úr grunnskóla, þetta kemur ekki niður á skólaeinkunn né prófskírteini og ég fæ ekki að mæta í skólann. What, are you kidding me? Er verið að segja við mig að ég fái að sleppa skóla og það komi ekkert niður á mér? Þetta er bara alls ekki eins slæmt og ég hafði ímyndað mér. Þetta er bara alveg ágætt. Einn er þó gallinn, að ég veit ekkert hvenær ég á að taka prófin. Þetta er einmitt taktíkin hans Gunnsteins skólastjóra, það sem hann notar til þess að refsa manni... að ég held. Þegar maður er sendur til skólastjórans er maður látinn sitja á einhverjum bekk í svona hálftíma, svo er maður kallaður inn og fær áminningu. Það gerist ekkert meira, nema það að maður þarf að sitja á þessum bekk í hálftíma. Ég held að þetta sé einmitt það sem er verið að gera við okkur núna... við sitjum heima og gerum voðalega lítið, sem er alveg gott og blessað. Ég sagði aldrei að það væri leiðinlegt að sitja á þessum blessaða bekk í hálftíma. Þvert á móti þá er ég fyrsta flokks dundari og tíminn líður aldrei hægt hjá mér afþví að ég finn mér alltaf eitthvað að gera. Þessi refsing er þessvegna ekkert heimsendir lengur, sem er auðvitað frábært. Andrea hefur tekið gleði sína á ný.

Dagurinn: Þar sem að mér er tímabundið vikið úr skóla fékk ég að sofa frameftir í morgun og ég nýtti mér þann rétt til fullnustu og svaf til klukkan rúmlega 1 með köttinn malandi við hliðin á mér. Aldeilis ágætur morgun. Svo fór ég til Írisar eftir stutt samtal við Árna fræðslustjóra sem að sagði mér að allt væri í gúddí. Ég og Íris skutumst niður í skóla til þess að skila bókum, óhræddar við þá ógn að verða hengdar eða brenndar. Við komum líka við hjá Kristínu og fengum borgað fyrir málverk... og með nýfengnum pening hlupum við auðvitað niður í Nettó og keyptum okkur pítsu og kók! Svo lærðum við fyrir prófin sem við vitum ekki hvenær eru... Núna er ósköp lítið að gera nema bíða. Held ég fari og máli smávegis, ég hef verið afspyrnu dugleg við að mála síðustu daga og er byrjuð á nýju málverki sem að inniheldur setninguna "Ég er ekkert ógeðslega ljótur"
Lol. Skemmtilegt ekki satt?

Pæling dagsins: Eins og það hljómar nú furðulega þá er ég orðin frekar spennt fyrir því að fá út úr samræmdu prófunum. Ekki það að mig hlakki neitt sérstaklega að sjá einkunninar, en það er örugglega betra en að lifa í þessarri óvissu. Þegar ég fæ þær get ég þó allaveganna reiknað meðaleinkunnina og fengið smjörþefinn af því sem gæti verið framhaldið af námi mínu. Hvort ég eigi sjens á MH til dæmis. En það er víst frekar langt í að við fáum nokkuð út úr prófum, og eflaust ennlengra þangað til að ég fæ lokaeinkunnir ef að Gunnsteinn ætlar að halda áfram að fresta próftöku minni. Ætli ég verði ekki að sætta mig við þetta? Ef ég held mig við þá kenningu að ég sé að fara að falla þá verður sjokkið minna þegar ég fæ einkunninar mínar. *Fjúff*... Jæja, ég er augljóslega að missa af einhverju þar sem að ég heyri hlátrasköll niðrí bílskúr og það er eflaust Stebbi að fara á kostum. Hér með lík ég þessarri afsökun fyrir færslu og fer að mála. Þarf samt eiginlega að finna einhverja kúl setningu til þess að enda þetta.

Kv.Andrea

föstudagur, maí 20, 2005

Banana co.

Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja, gera eða skrifa. Skömm, no doupt. Ég er heldur ekki frá því að tannburstinn minn sé ennþá í Eyjum. Mig langar að grenja, hlægja og grenja svo aðeins meira. Þyrfti samt eiginlega að fara í sturtu, kannski málið að sameina þetta og fara bara að grenja í sturtu? Sounds like a plan. Þeir sem að lesa þetta núna eiga líklega eftir að finnast þetta eins samhengislaust og titill bloggsins. En fólk sem hlustar á Radiohead gæti skilið titilinn... sem og þeir sem voru í Eyjum gætu hugsanlega botnað eitthvað í færslunni. Samt, í rauninni ekki. Núna væri ég til í að eiga tímavél, fara aftur um sirka einn dag og vinna aðeins betur úr honum og taka skynsamari ákvarðanir. Það er ALDREI, ekki undir neinum kringumstæðum skynsöm ákvörðun að fara drukkin að spranga.

Hausinn á mér er að springa. Þegar hann springur eiga hugsanirnar eftir að flæða yfir allt og það mun taka marga mánuði að þrífa þær upp. Ég er orðin svo "fucked up" í hausnum... Helst af öllu langar mig að yfirgefa samfélag manna og gerast einbúi. Eða fyrirfara mér. Það hljómar eins og góð lausn í augnarblikinu. Spekingar hafa hinsvegar sagt að sjálfsmorð sé aldrei lausn... Uss... hvað vita þeir? Ekki eins og þeir hafi prófað að deyja.

Glöggir hafa maske tekið eftir því að þetta er ekki hin hefðbundna uppfærsla á bloggi hjá mér, og þeir sem eru hræddir við breytingar verða bara að taka þessu eins og menn, en þetta er þó líklegast einsdæmi. Þótt blogginu sé ekki skipt niður er ég þó með pælingu. Tilfinningar.

Hvað er málið með tilfinningar? Mannkynið hefur komist að því að tilfinningar eru ekkert nema efnaskipti í hausnum á okkur, svo afhverju látum við þær hafa svona mikil áhrif á okkur? Í augnablikinu eru mínar eigin tilfinningar að eyðileggja líf mitt. Lærum við ekki af reynslunni? Brennt barn forðast eldinn... nema kannski svona hálfvitar eins og ég. Held alltaf áfram að brenna mig. Er þetta kannski bara ég, að vera unglingur með overflow af tilfinningum? Ætli þetta sé eitthvað niðurbælt þunglyndi eða er fullkomlega eðlilegt að fara að grenja þegar maður hlustar á Radiohead? Afhverju í andskotanum er ég að láta einhver fáránleg efnaskipti í heilanum á mér hafa svona mikil áhrif á mig? Mér finnst eins og ég valdi öllum vonbrigðum, alltaf. Ég reyni og reyni, en alltaf tekst mér að misheppnast. Enda er ég misheppnuð með meiru. Ok, það er nokkuð augljóst að þetta blogg er ekki að ganga upp og eiginlega komið í algerar ógöngur. Ég held ég drífi mig bara í sturtu.

P.s. - Mamma, gaman að segja frá því að ég notaði gönguskóna ekkert, lakið ekkert, peysuna góðu notaði ég ekkert og ekki heldur vindgolluna. "If I could be who you wanted. If I could be who you wanted, all the time." - Syngur Thom í græjunum mínum.

Kv.Andrea

miðvikudagur, maí 18, 2005

Can't take my mind...

Fyrst vil ég minnast á það að sökum ónefnds Kalla fór ég ekki að sofa fyrr en klukkan 4. Hélt að ég fengi þó alveg nokkurra tíma svefn þar sem að ég þarf ekkert að gera fyrr en kl.1 þegar ég fer í ferðina. Núna er klukkan 11:57

8:40 - Kötturinn vekur mig, mjálmar stanslaust í hálftíma. Ég gefst ekki upp og fer aftur að sofa.

9:15 - Kötturinn vekur mig aftur, hlammar sér á koddann minn og byrjar að sleikja á sér óæðri endann. Ég gefst ekki upp, hendi kettinum út og fer að sofa.

9:43 - Vakna við furðulegt hljóð að utan. Kemur í ljós að nágranni minn hefur ákveðið að slá grasið á miðvikudagsmorgni. Þetta vekur að sjálfsögðu keðjuverkun og hundurinn í næsta húsi vaknar líka og geltir óstjórnlega. Enn gefst ég ekki upp og fer aftur að sofa.

10:49 - Vakna af sjálfdáðum, hvað getur það verið nú? Jú, ég er komin með blóðnasir. Frábært. Eftir hálftíma baráttu við blóðnasirnar skríð ég aftur upp í rúm en get ekki sofnað. Ákveð að kveikja á sjónvarpinu í fyrsta sinn í viku. Ekkert spennandi þar og ég hugsa með mér að reyna einu sinni enn. Er að skríða undir sæng þegar móðir mín hringir í mig til þess að gá hvort ég sé ekki alveg örugglega vöknuð. Hún hringdi líka til þess að gá hvort ég væri ekki búin að sækja aukapeysuna... ooog hrökkbrauðið. Núna gefst ég algjörlega upp og játa mig sigraða.

Einhverra hluta vegna ákveð ég að sniðugt sé að kveikja á tölvunni og tjá mig um þennan martraðamorgun. Núna er klukkan 12:19 og á meðan ég skrifaði færsluna hefur síminn hringt 2 enn. Ég prísa mig sæla að hafa ekki reynt að sofna aftur því að þá væri ég sprungin núna og þetta yrði líklega haturspostur til heimsins. Núna þarf ég að fara frammúr og drösla mér og dótinu mínu niður í skóla þar sem að móðir mín ákvað að fara frekar í nudd en að skutla mér, og ég vil ómögulega ónáða ömmu mína. Farin.

Kv.Andrea

Bikini og hrökkbrauð.

Jæja, þá er mesta stressinu lokið. Get ekki sagt að ég sé sátt við frammistöðuna en það er víst lítið sem ég get gert í því núna, nema kannski sætt mig við hlutskipti mitt... sem er MK. Get ekki sagt að ég hlakki til þess að fara í þessa afsökun á skóla en -kannski- hefði ég átt að hugsa um það áður en ég ákvað að læra bara "hæfilega mikið" fyrir samræmdu prófin... sem var ekki mikið. Hver er sinnar gæfu smiður ey? Ég var aldrei það góð í Smíðum. Ég get ekki sagt að það eigi ekki eftir að vera sárt að sjá á eftir draumunum um að vera loksins með bestu vinkonu minni í skóla en það er svona þegar önnur er gáfaðari en hin. Hinir glöggu hafa kannski fattað núna að ég er auðvitað að tala um framistöðu mína í lokaprófinu, nefnilega samfélagsfræði. Landafræðin, fannst mér vera suddalega erfið og sé ekki fram á að ég fái mikið fyrir hana. Annars er ég mjög óviss með sögu og þjóðfélagsfræði. Allt í allt gekk mér ekki vel á prófunum og Kalli, ætli ég sjái þig þá ekki bara næsta vetur? ;) Yfir í önnur málefni... þá er ég að fara í vorferð á morgun. Búin að pakka, allt klappað og klárt, en einhverra hluta vegna er ég bara ekkert spennt fyrir ferðinni. Þetta átti í byrjun að vera svokölluð "óvissuferð" en það er svona þegar unglingar verða fullir og mæta í skólann, leyndamál læðast út. Samkvæmt þeim upplýsingum plús það sem lítill fugl hvíslaði að mér (lítill fugl sem stundar líkamsræktarstöðvar og byrjar á E og endar á rla Dóra Magnúsdóttir) erum við að fara að hreifa okkur mikið. Það er sjaldan vinsælt meðal unglinga. Fjallganga og ratleikur, sund og svona hlutir eiga víst að vera á dagskránni. Ég get nú ekki sagt að ég sé spennt fyrir fjallgöngu, en maður veit aldrei... kannski verður þetta skemmtileg og spennandi ferð. Eitt finnst mér þó pirrandi. Afhverju er ALLTAF sund í öllum svona ferðum??? Ekki það að ég hafi eitthvað á móti sundi, sund er ágætt. En svo er það allt annað að fara með 40 öðrum jafnöldum í sund. Spéhræðsla og ósætti við eigin líkama eiga náttúrulega stórann þátt þar, einnig það að ég á engin almennileg sundföt sökum fjárskorts. Svo er það líka annað. Mæður. Já mamma, ég veit að þú munt lesa þetta eeeen... Afhverju er það þannig að mömmur, eða kannski bara mamma mín, eru alltaf svona stressaðar fyrir skólaferðir? Mér, 15 ára stúlku er til dæmis ekki treyst til þess að pakka sjálf. Alltaf þarf hún móðir mína að pranga inn á mig fleiri og fleiri ónytsamlegum hlutum. Gott dæmi: Vindgolla. Rétt upp hönd sem VEIT hvað það er. Og svo þarf náttúrulega lak líka, auka peysu... hvað kemur næst? Áttaviti og hrökkbrauð??? Paranoia foreldra í hámarki. "HVAÐ EF ÞAÐ SNJÓAR SVO?!?" Í maí? "ÞAÐ GÆTI GERST!" Já, kannski örlítið ýkt... en þið náið punktinum right? Hvenær er maður orðinn nógu gamall til þess að fá að pakka niður sjálfur?

Dagurinn: Prófið var í dag. Í stuttu máli sagt *aftur* þá gekk mér illa. Eftir prófið fékk ég svo spennufall og eins og allir vita þá er fótbolti besta lausnin við spennufalli! :D Plataði svo Írisi til þess að koma niðrí skóla og vera "memm" í fótbolta. Í fótboltanum var mér hent í jörðina AFTUR af öðlingnum Guðmundi og það er líklega ástæðan fyrir því að ég er svona lengi að skrifa þennan póst, úlnliðurinn á mér er í fokki. Eftir fótboltann fórum við Íris og Brilli í Nettó og ég keypti mér eftirfarandi: 2l kók, Milka súkkulaðistykki, Paxo Rasp og kattamat. Þegar ég kom heim, færandi hendi, gaf ég kettinum kattamatinn sem ég keypti. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég gaf honum Whiskas og kötturinn trylltist algjörlega og skreið undir pallinn og var fastur þar í meira en klukkutíma. Núna er hann sofandi í kjöltunni á mér, þreittur eftir erfiðann dag.

Pæling dagsins: Hvernig það ætli sé að vera eins og Pési? Hafa engar skildur, enga ábyrgð og mega bara gera það sem hann vill allann daginn? Hann er nú líka alveg þroskaheftur köttur og mér finnst það ekkert skrítið því að ef ég hefði engum skildum að gegna væri ég örugglega alveg að flippa og hlaupa á húsgögn. Þá þætti fólki eflaust ekkert gaman að mér og örugglega bara þegar ég er sofandi, eins og hann er núna. Hann er bestur þegar hann er sofandi. Ungabörn haga sér líka svona. Þau hafa engar skildur og það er dekrað við þau, og þau haga sér eins og ég veit ekki hvað daginn út og daginn inn. Ælandi á frændsystkini sín, labbandi á húsgögn og sjúgandi á sér stóru tána... Guð einn veit hvað er að gerast inn í heilabúunum á þeim. Spurning hvort við viljum virkilega vita það? Eða þá dýrum... þá gætum við örugglega ekki drepið þau og étið lengur... ef við vissum hvað þau væru að spá. Jafnvel þótt að þau væru nautheimsk, þá hugsuðuðu þau samt og við gætum ekki étið þau frekar en við gætum étið Rut. Oh... nei, tek þetta til baka, Rut er fín. Ég legg til að allir verði góðir við Rut héðan í frá. :D NÚNA - er kominn tími til þess að fara að sofa.

Kv.Andrea

föstudagur, maí 13, 2005

Að eiga kósí augnablik í ringulreið heimsins.

vanda var ég óundirbúin með meiru fyrir prófið í dag. Hékk heima í gærdag og reyndi að læra, Addi gerði mér þann grikk að koma í heimsókn sem stuðlaði ekki beint að lærdóm og svo þegar ég loksins ætlaði að læra fóru allir með eitthvað vit fyrir stærðfræði úr húsinu. Ég sem ætlaði að læra út gegnum daginn. Fór reyndar í aukatíma en þar sem að stofan hennar Þóru var pökkuð neyddist ég til þess að deila stofu með bekkjarbræðrum mínum, Írisi og Rut. Örugglega óþarfi að segja frá því að allur vinnufriður var fyrir bý. Lærði semsagt ósköp lítið í þá 3 tíma sem ég var þar. Ég er farin að hafa áhyggjur af því að finna ekkert annað til þess að blogga um þar sem að um þessar mundir snýst líf mitt í hnotuskurn aðeins um þessi bésvítans samræmdu próf. Þegar ég hugsa út í það veit ég ekki einu sinni afhverju ég er að blogga, hafði enga löngun til þess. Þannig er það í pottinn búið að ég á nefnilega 3 vini á MSN sem að stytta mér oft stundir. En þar sem enginn af þeim getur tuskast til þess að koma inná hef ég lítið annað að gera en að hlusta á frumraun A Perfect Circle (hinn yndislega Mer De Noms - sannkallað konfekt fyrir eyrað) og klappað kettinum mínum, sem er svo næmur fyrir væntumþyggju að ég þarf bara að horfa á hann og þá byrjar hann að mala eins og ég veit ekki hvað. Frekar blogga ég - hugsaði undirrituð, án þess að fatta að ég hef ekkert til þess að skrifa um. Reyndar þá hef ég fullt að skrifa um en ég efa bara að nokkur vilji heyra það. Svo myndi ég ekki vita hvað ég ætti að setja greinaskil.

Dagurinn: Í morgun var ég svo stressuð að ég labbaði á dyrakarminn þegar ég var á leiðinni niður í eldhús. Það var sársaukafullt og gerði mig enn stressaðari og erfiðari. "Góð byrjun á deginum, Andrea!" hugsaði ég. Mjög illa undirbúin þreytti ég svo prófið sem hefur skelft mig óumdeilanlega í 2 ár, samræmda prófið í stærðfræði. Ég hef heyrt frá nokkuð mörgum að þetta próf hafi verið fremur auðvelt, sem undirstrikar bersýnilega hversu illa undirbúin ég var. Mér gekk, vægarast sagt hræðilega. Kannski er ég að stressa mig of mikið en ég er ekki að búast við meiru en 6,5... var reyndar að stefna á 7 en maður verður að vinna með gáfurnar sem maður fær. Ég sé ennfremur fram á að ég endi í MK næsta vetur sem mun líklega leiða til mikils þunglyndis og á endanum mun ég dangla niður úr gardínustönginni inn í stofu. Hinsvegar gæti ég verið að overcomplexa, en stelpur eiga það víst til, samkvæmt staðalímyndinni. Og kannski gekk mér bara illa afþví að ég er stelpa og stelpur segja alltaf að þeim hafi gengið illa á meðan strákar segja alltaf að þeim hafi gengið vel, sem gæti útskýrt afhverju svona mörgum þótti prófið auðvelt. Ef að staðalímyndir væri ekkert nema sannleikurinn gæti þetta staðist eeeen rökhugsunin vinnur í þetta sinn og ég játa mig sigraða. Stærðfræðin stakk mig í hjartastað. Ég notaði allann próftímann og þegar Gummi Kalli prófstjóri var farin að ota að mér fingri og segja mér að ég ætti 2 mínútur eftir skilaði ég inn prófinu mínu með trega í hjarta. Spennufallið eftir prófið var gífurlegt, en 2 tímar í fótbolta og ég var búin að hlaupa þetta af mér. Þegar ég kom heim, aðframkomin af þreitu... lét ég mig falla á rúmið og svaf í 2 klukkutíma. Það var rosalega gott, fyrsti kvíðalausi svefninn minn í langann tíma. Annars var annar hlutur að valda mér kvíða og heilabrotum. Addi bauð mér á endurrisutónleika Fabúlu í Borgarleikhúsinu þar sem að fjölskyldan hans átti að vera. Hann sótti mig kl. 8:15 og ég vissi eeekkert við hverju ég átti að búast enda hlusta ég ekki á Fabúlu.

Við fórum og sóttum stjúpsystur hans (sem að er notabene 1 ári yngri en ég) og keyrðum svo í Borgarleikhúsið. Þar sem að ég var náttúrulega svolítið stressuð að fara og hitta ömmu hans og afa, bræður og önnur skildmenni var hann búinn að vara mig við að amma hans gæti faðmað mig. Strax í anddyrinu föðmuðu mig 3 ókunnugar manneskjur og vissu hvað ég héti. Ég lét eins og þetta kæmi mér ekki spánskt fyrir sjónir en var örlítið brugðið. Þegar Addi var búinn að heilsa nánast ÖLLUM í Borgarleikhúsinu og kynna mig fyrir öllum mögulegum fórum við inn. Ljósmyndari frá Fréttablaðinu stöðvaði okkur og tók af okkur mynd, og mér varð ljóst að þetta varð það allt í einu ljóst að þetta væri með öllum líkindum einhver menningarlegur artí-fartí viðburður sem að allir með áhuga á íslenskri tónlist yrðu að fara á. Svo hitti ég bræður hans og meira varð um að faðma ókunnuga. Tónleikarnir sjálfir voru samt alveg geðveikir, festival fyrir skilningarvitin. Tónlistin alveg yndislega kósí og flott bara í heild sinni... fallegt samspil í röddum og gítarleikarinn var snillingur. Svo var alveg magnað ljósashow og mikið um litinn fjólubláann. Uppáhalds liturinn minn. Fabúla- söngkonan sjálf er líka svo seiðandi performer, mér fannst eins og hún væri að fá það í hvert skipti sem hún byrjaði nýtt lag. Þetta var alveg ferskt í æð eftir langan tónlistarlegan þurrk. Sári hluturinn við þetta er að meirihluti imbanna sem stunda DC hafa einhæfann tónlistarsmekk og það er ekkert áhlustanlegt þar að fá. JÆJA, núna er ég allaveganna aftur komin heim og ætti eiginlega að fá mér smá að sofa. Hugsa að ég geri það bara.

Pæling dagsins: Já, ég get ekki talist til þeirra sem að taka fjárhagslegann auð fram yfir annað og keppast mikið um að eiga sem flestar veraldlegar eigur enda hef ég ekki fjárhaginn í það. Veraldarlegur auður er semsagt ekki mínar ær og kýr. Hef aldrei haft gaman að því að safna að mér hlutum, versla föt og svoleiðis. Fæ heldur sjaldan þessa miklu löngun til þess að eiga þetta eða hitt sem er nýtt á markaðnum. Samt átti ég mér alltaf þann draum að búa á Smáratorgi. Þetta er nú eiginlega engin pæling, frekar svona gamall draumur frá barnæsku. Að búa á Smáratorgi var alltaf pottþétta planið. Ég gæti sofið í Rúmfatalagernum, fengið mér að borða á Jarlinum og leikið mér við að taka upp allt dótið í Hagkaup (sem var þar á tíma draumsins). Svo ef mér leiddist gæti ég alltaf skroppið í Elko og horft á sjónvarpið eða farið í Tekken! Ef ég yrði veik af öllu nammiátinu í Hagkaup gat ég alltaf farið á læknavaktina á annarri hæð. Já, þetta hljómaði andskoti skothelt á sínum tíma. Ég á mér ekki lengur svona drauma. Núna hugsa ég alltaf rökrétt og leyfi mér ekki að dreyma svona kjánalega hluti. Er þetta sá liður í mannsævi sem heitir "Að fullorðnast"...? Ef svo er verð ég fúl því að mig langar ekkert að fullornast, helst langar mig bara að flytja inn á Smáratorg og búa þar ein alla mína ævi, óháð heiminum fyrir utan. Segið mér svo að þetta sé ekki freistandi??? Nóg komið að blaðri, ég held ég fari bara að sofa. Diskurinn er líka að verða búinn.

Kv.Andrea

mánudagur, maí 09, 2005

Thoughts of a dying atheist...


Ég reyndi að blogga fyrr í dag, en skrambans kötturinn settist á lyklaborðið, slökkti á tölvunni og þar með var allt fyrir bý. Ég var meira að segja að hugsa um að sleppa því bara að blogga aftur í bráð. Eeeen þjarmað var að mér úr öllum áttum og loks gafst ég upp undan hópþrýsting. Undanfarna daga hef ég meira og minna haldið mig inná spjallforritinu MSN Messenger og veigrað mér við að læra fyrir prófið sem ég var í. Fyrir íslenskuprófið sem ég var að taka í dag það er að segja, lærði saman sem ekki neitt... potaði lítillega í bækurnar en fann mér ótrúlegt en satt, alltaf eitthvað annað að gera. Tók til dæmis loksins til í veskinu mínu! Og fann bíómiða frá 2002... ég hef greinilega farið og séð "The Transporter" í áttunda bekk. Skemmtilegt. Svo fór ég ekki einu sinni að sofa á réttum tíma, miðað við ráðleggingar kennara um að koma "vel upplögð" í prófið. Ég kom ekki vel upplögð í prófið, frekar þreitt ef satt best skal segja. Hefði kannski átt að fara í slökunina... hmmm... nei. Hefði ekki fyrir mitt litla líf farið í slökun. Svo er náttúrulega enskupróf á morgun. Ég er heldur ekki búin að taka upp bók fyrir það... enda eru þessi tvö próf þau léttustu, við sjáum bara hvað setur á fimmtudaginn. Það er kannski óþarfi að segja það, en ég er mjög svartsýn á málið. Nenni samt ekki að röfla endalaust um prófin. Fyndið þetta msn, það er eins og það sem gerist á msn sé ekkert til í raunveruleikanum. Þetta er svona aukaheimur þar sem allir eru vinir, þrátt fyrir útlit, aldur og félagslega stöðu. What happens on MSN, stays on MSN. Þetta ætti eiginlega að vera mottóið þeirra en það er víst frátekið af einhverri borg í Nevada.

Dagurinn: Eins og flestum er kunnugt var háð barátta góðs og ills í morgun - það er að segja á milli mín og mannsins á snældunni sem smjattar svo mikið að lítil taug í heilanum á mér fer að titra og mig langar ekkert meira en að þrífa geisladiskinn úr tækinu og stappa duglega á honum. Semsagt samræmda prófið í íslensku. Prófið var svona sæmilega erfitt, og ég spái sjálfri mér 6,5... hugsanlega slefa ég upp í 7 eða jafnvel 7,5 ef að fancy-smancy hugtök eins og "félagsmótunaraðilar" og "grunnmenntun" strýkur þeim sem fer yfir prófið mitt á réttann hátt. Vonandi næ ég að kjafta mig út úr þessu eins og svo mörgu öðru. Annars var prófið grútleiðinlegt og ég er ekki frá því að lesskilningurinn hafi drepið nokkrar heilasellur. Eftir prófið fórum við Íris heim að læra. Það gekk nú ekki alveg eftir og einhverra hluta vegna er ég með samviskubit yfir því... jafnvel þótt ég kunni ekki að læra fyrir enskupróf. Kannski ég fari meira að segja að sofa á "réttum" tíma núna... ef það er ekki orðið of seint. Þyrfti eiginlega að kötta þessu strax og drífa mig í háttinn en ég kemst ekki hjá því að spyrja einnar spurningar. Er eitthvað að því að vera dulítið svampkenndur? Mér finnst einhvernvegin að nú til dags snúist allt um það að vera með sem harðasta magavöðva og "buns of steel"... kannski er það bara leti í mér en ég hef ekki verið að sækjast eftir því. Mér finnst kökur betri en hlaupabretti. So sue me. Jæja, núna er ég farin að sofa... óska öllum góðs gengis og farsæls komandi árs.

Pæling dagsins: Hvað er eiginlega í gangi hérna? Af hverju er ég að missa? Er það ég, eða vantar bara eitthvað púsluspil til þess að fullkomna myndina? "Whadda Hell?" Mér finnst eins og ég sé að missa af einhverjum veigamiklum punkt. Ég er bara ekki að sjá heildarmyndina. HVER TÓK PÚSLUSPILIÐ SEM VANTAR!? Too much Radiohead makes my brain go numb.

Kv.Andrea

þriðjudagur, maí 03, 2005

Landafræði fyrir lengra komna

Eftir að móðir mín kær kómentaði í síðustu færslu fann ég mig knúna til þess að blogga aftur þrátt fyrir mikið tímaleysi því að eins og flestir hafa tekið eftir þá eru einungis fáeinir dagar í þessi bésvítans samræmdu próf og ég er ekki komin yfir helming námsefnisins. Ég sé einnig fram á að ég eigi ekkert eftir að læra fyrir íslensku og ensku, þar sem að ég er rétt núna að klára fyrstu landafræðibókina! Á eftir bróðurpartinn af landafræði plús allar glósur, alla söguna og alla þjóðfélagsfræðina. Svo ekki sé minnst á stærfræði. Det blev meget svært. Þessvegna ætti ég að láta "dygga lesendur" mína svelta af næringarríku bloggum fyrir hjarta og sál. Eeeen þar sem að ég er svo góðhjörtuð og komin með upp í kok af landafræði ákvað ég að taka mér smá frí til þess að röfla úr mér líftóruna. ÉG Á EFTIR AÐ FAAALLA!!! Jæja *fjúff* Got that off my back. Nei samt í alvörunni er ég alls ekki undirbúin fyrir þessi mikilvægustu próf lífs míns strax. Ég skil bara ómögulega afhverju þessi próf eru svona mikils metin, og vega á móti 10 ára skólaskyldu. Mér finnst að þau eigi ekki að skipta svona gífurlegu máli. Pollíönnuhugsunarhátturinn segir mér samt sem áður að það er bara rúmur mánuður eftir af grunnskóla! Og ég sem hélt ég kæmist ekki lifandi út úr þessum fjanda. Ekki það að sumarið sé eitthvert tilhlökkunnarefni, ég er ekki frá því að það sé búið að lækka launin í unglingavinnunni og þetta kaup jaðrar við barnaþrælkun. Maður hefði haldið að launin myndu hækka með öllu öðru í samfélaginu en neiiii, þetta er greinilega staðurinn sem að Kópavogsbær sker niður, það kemur allt niður á okkur unglingunum. Ég er farin að vera hrædd um að ALLUR peningurinn sem ég vinn mér inn í sumar eigi ekki eftir að duga fyrir skólabókum og gjöldum. Hvað þá að skrá köttinn minn, það eru víst allnokkrir þúsundkallar, sem og að gera hann "óvirkann". Mér persónulega finnst launinn í unglingavinnunni algjer svíííívirða en einhverra hluta vegna sætti ég mig þó við kaupið í veikri von um að enda á því að vinna kannski nálægt heimili mínu í góðra vina hóp. Annað fréttnæmt af nýliðnum dögum eeeer ekki mikið. Addi er veikur OG í prófum svo við getum búist við því að sjá hann ekki mikið í bráð, eða fyrr en á föstudag í minnsta lagi sem er reyndar í góðu því að þá næ ég kannski að einbeita mér meira að lærdómnum. Ég myndi segja frá helginni ef ég myndi hvað ég gerði um helgina, eða bara í gær en þegar heilinn minn er undir svona miklu álagi eins og nú á ég til að fá krónískt alzheimer og man stundum ekki einu sinni hvaða dagur er. Eins og maðurinn sagði: "I may have alzheimer..... but at least I don't have alzheimer!" Oh, þetta er cruel djókur... *smirk* sem gerir hann bara enn fyndnari. Þetta gerir mig að vondri manneskju right?

Dagurinn: Ég veit ekki hvað kom yfir mig í dag, eða morgun réttarast sagt því að ég vaknaði klukkan 6 og fór í sund með Örnu frænku í nýju lauginni, og notaði þar með sundkortið mitt sem ég vann fyrir búninginn minn á Kvikmyndaballinu, í fyrsta sinn. Laugin var nánast tóm, ef ekki eru talin með nokkur svamlandi gamalmenni. Við syntum einhverjar ferðir og "sókuðum morgunsólina" svo bara upp í þessum prýðis heitapottum sem að eru í lauginni. Eftir sundið tók ég minn tíma í að þurrka á mér hárið og búa til nýjann pleilista á Gúmmísvíninu. Svo LABBAÐI ég niður í skóla (áhersla á labba) og þegar ég kom þangað... fór ég að læra! This is so unlike me! Einhver hefur augljóslega laumast inn í herbergið mitt í nótt og stungið mig með valíumsprautu í rassinn, vegna þess að ég var óvenju hyper í allann dag... alveg hreint hoppandi og skoppandi. Eftir skóla fórum við Íris svo heim, með viðkomu í Nettó eins og venjulega... og lærðum af okkur litlu rassana. Lítil afköst voru í dag sökum handahófskennda kríublunda undirritaðar, en ég kláraði fyrsti bókina í landafræði, var ég ekki búin að minnast á það áður? Ég er mjög stolt, en svartsýn um leið... vissi ekki einu sinni að það mætti. Svo er ég að fara að læra meira eftir að ég lík þessu bloggi hérna. Fjölbreytni ey? Svo er listasýningin hans Skúla að opna á föstudaginn... klöppum fyrir því. Nei, ég skal ekki vera leiðinleg, en ég og Íris erum búnar að gera í því að "baktala" hann og sýninguna hans undanfarna daga... ætli það sé ekki bara eins og alltaf að litli maðurinn er öfundsjúkur út í þá sem eru betri en hann? Það væri kannski í lagi að skrifa þetta ef ég vissi ekki að hann læsi bloggið mitt eeeeen ég nenni ómögulega að stroka allt þetta út og finna eitthvað annað að tala um. Skil eiginlega ekki afhverju ég á að opna sýninguna... langar eiginlega bara ekki að búa til einhverja skitna ræðu... þetta kemur allt fram í sýningarskránni (sem Skúli gerði btw) hvort eð er. Ókey, núna er ég hætt þessu skítkasti. Skúli, þú ert frábær.

Pæling dagsins: Það er sjaldan sem ég man draumana mína en um daginn dreymdi mig tvo furðulega drauma í röð og vaknaði svo og var svo sniðug að skrifa þá niður svo ég gleymdi þeim ekki og pæla í þeim daginn eftir, því að þegar ég vaknaði þarna í svitabaði (þetta voru ekki góðir draumar) fannst mér virkilega eins og þeir meintu eitthvað. Kannski er þetta bara eins og sagan um konuna sem dreymdi að hún væri að segja heiminum eitthvað mjög mikilvægt, vaknaði og skrifaði það niður en daginn eftir las hún það og þá stóð bara einhver streypa á blaðinu. Anyways, þá var fyrri draumurinn frekar ljúfur. Það voru skólalok og útskriftin hjá 10 bekkjar árgangunum. Allir voru að faðmast og ég var mjög glöð. Ég faðmaði alla, jafnvel þá sem að mér líkaði ekki við. Svo átti ég að skrifa niður hverjir mér fannst faðma best... einhverra hluta vegna, ég veit ekki. Ég skrifaði Biggi og Arnór í bekknum mínum og Steinunn eða Silvía (man ekki hvor) og svo fengu þau verðlaun fyrir það. Það sem einkenndi drauminn var að allir voru rosalega hamingjusamir, eiginlega á einhverju furðulegu stigi svo það var heldur krípí. Seinni draumurinn gerðist heima hjá mér, og ég var að læra stærðfræði fyrir samræmdu prófin. Þá kemur Þóra stærðfræðikennari heim til mín og byrjar að fara yfir stærðfræðiglósurnar mínar (stærðfræðiglósur???) og þá var ég búin að skrifa að Þóra væri leiðinleg allstaðar. Hún heimtaði útskýringu og ég gat ekkert sagt. Allt í einu fattaði ég svo að ég var sofandi og þetta væri draumur, samt var ég ennþá sofandi. Þóra var byrjuð að pota í gagnaugun á mér eins og brjáluð væri og allt í einu var eins og ég væri alveg lömuð. Ég gat ekki hreyft mig og ekki sagt neitt, í mesta lagi umlað og ég umlaði og umlaði en enginn heyrði í mér... og Þóra hélt áfram að pota. Þetta er örugglega ein af ógeðslegari tilfinningum sem ég hef upplifað, að vera eins hjálparlaus og smábarn, geta ekki hreyft sig né talað hlítur að vera martröð. Loks vaknaði ég með andköfum, alveg sturluð af hræðslu því ég hélt ég væri í alvörunni orðin lömuð af potinu hennar Þóru... Veit ekkert hvað þessi draumur ætti að þýða, að ég sé lömuð af hræðslu við samræmda prófið í stærðfræði??? Endilega tjáið ykkur um málið, mig langar mikið að komast að botninum í þessum draumum, frekar furðulegir... eru draumar það ekki alltaf? Jæja... ætli ég snúi mér ekki að offjölgunarvandamálum?

Tónlistin:
Allur Fisherman's Woman diskurinn með Emilíönnu Torrini - snilld.
Atari - Ensími
Sick and Tired - The Cardigans (POTTÞÉTT 3! Need I say more?)
Nothing Better - Postal Service (All hail Ben!)

Kv.Andrea