sunnudagur, mars 14, 2010

Deyr fé, deyja frændur

Gerðist meiriháttar svikari og landráðsmaður í gær, með smá djammviskubit.

Búin að vera að myrða mitt fé á helstu knæpum borgarinnar undanfarið. Skemmtilegt og spennandi en niðurdrepandi og mannskemmandi er að vera á lausu, hef ég komist að. Á dauða mínum átti ég von, en að ég skildi stjórnast af tilfinningum mínum og leyfa þeim að hlaupa með mig í gönur! Ég þekkti eitt sinn Andreu en hún er víðsfjarri. Klisjan að fylla upp tómið ógurlega með stærðfræðikennurum eða slaufuberandi "listamönnum" er að éta mig smátt, treysti heldur engum fyrir mér, varla sjálfri mér... samt smá, ef það er camenbert í spilinu.

Ofan á allt þetta volæði þarf ég svo að fara að horfast á við raunveruleikann. Þann fyrsta maí verður undirrituð að pakka sínum föggum í rauðköflóttan klút og festa á prik og hafa sig á brott, en hvert? Afhverju vilja leigusalar ekki leyfa litlu mjúku blómi eins og mér að búa frítt gegn hlýju brosi? Ég rusla lítið, aðallega flöskur, gæti jafnvel borgað leigu í áldósum?
Ég gæti líka frestað raunveruleikanum og fengið mér námslán.

Mmm, silfurbarkinn Scott Walker að bræða mig hér og nú.

Að öðru. Hversu smekklaust er að vitna í BA-ritgerð án samþykkis höfundar ef umræddur höfundur er 70 ára og allskosta óljóst hvort hann sé meðlimur í samfélagi manna þessa dagana? Ritgerð skilist á mánudag, smá vandamál.

Hlýja, Andrea

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hann er mögulega dáinn....annars er honum sama, konan hans var að halda framhjá honum.

Fátt sem gleður jafn mikið og deyjandi frændur eða sjálfur ið sama.
Leigumarkaðurinn er satann og áldósin dugar þegar henni/öllu er á botninn hvolft.

Brostu

fimmtudagur, mars 25, 2010 2:55:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home