laugardagur, febrúar 28, 2009

Æ, æ og ó.

Ég er með heimþrá. Ég get ekkert hamið hana. Það er ekki það að mér leiðist hérna í borginni sem aldrei sefur, né er föðurlandið gullvarma slegið í huga mér þessar stundirnar... svo best ég skil eru allir blankir og byrjaðir að borða tófú, mér finnst ég ekki vera að missa af miklu. Það er annað.

Mér finnst eins og borgin sé að kæfa mig. Hún liggur á mér eins og mara. Það eru háar byggingar allstaðar, maður sér ekki fóta sinna skil fyrir endalausum straum fólks og faratækja. Ég sakna hafsins. Ég sakna víðáttunnar og hráleikans. Borgin er vissulega hrá en ekki á sama hátt og Ísland er hrátt. Ég er skömmustulega mikill Íslendingur á köflum... hálf vandræðalegt. Ég sakna vina minna heima og fjölskyldunnar minnar sem er að þreyja þorra as we speak.

Kannski er ég bara stressuð útaf þessu portfólíódæmi... tíminn er að renna út og ég er ennþá ósátt. Jæja, það er laugardagur og ég er að fara á tónleika með David Byrne, vonandi get ég fengið mér einhvern bjór líka og kannski hætt að hugsa svona neikvætt.

Hlýja, Andrea

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég setti athugasemd hér í fyrradag og hún er horfin. Hún var ekki ósæmileg og ætti að vera hér. Svo man ég ekkert hvað ég skrifaði. Alla vega mér finnst ekki taka því að hafa heimþrá þegar maður getur farið á tónleika með Byrne.

kv. Mam

miðvikudagur, mars 04, 2009 9:52:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æji Andrea þú hefur núna algerlega misst af partýlestinni. Nú hef ég mætt í messu hjá Krossinum og er frelsuð undan ánauð brennivíns-djöfulsins. Íris líka. Við erum farnar í 12 skrefa prógram og gengur líka svona ljómandi vel. Vonandi lagar þetta heimþránna ?
Kv. Erla

föstudagur, mars 06, 2009 8:36:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home