laugardagur, febrúar 26, 2005

7, 9 13 -ið virkaði ekki í þetta sinn...

Hæ "allir", ég er ekki þreitt og ætla þessvegna að blogga smávegis, kannski róar það mig eitthvað. Í gær tók ég þátt í Getkó (fyrir þá grunlausu, þá er það Spurningakeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi) með fögru föruneyti... semsagt Hildi Maríu og Erlu Dóru... og Héðinn var sá eini sem mætti til þess að hvetja okkur, sem er ósköp venjulegt fyrir okkur svo við kipptum okkur ekkert upp við það. Til þess að gera stutta sögu enn styttri þá unnum við 9. bekkinga séní frá Fönix með fáránlega litlum mun, og að mínu mati var of mikið um íþróttaspurningar. En við unnum samt sem áður á íþróttaspurningu, ótrúlegt en satt... já, hver segir að það borgi sig ekki að safna Man. United fótboltaspilum þegar maður var lítill?! Nákvæmlega... við fengum semsagt spurninguna "Hvað heitir heimavöllur Man. United og hvað heitir framkvæmdarstjóri þeirra?" og við ákváðum að vera þvílíkt flippaðar og dingla bjöllunni á undan og vera bara happy-go-lucky... og jámm... við náðum því rétt! Gaman að því... En þá var komið að því að draga í 4. liða úrslit og þar sem að ég er óheppin með eindæmum vorum við dregnar með Igló... sem eru ekkert nema séní, og þeir sem ekki vita það þá töpuðum við bara fyrir þeim í Vizkunni, sem var frekar fúlt og við enduðum í 3 sæti...Og svo lendum við aftur á móti þeim! Ótrúlegt... ég er ekki bjartsýn á málið.

Dagurinn: Í dag var myndataka hjá bekknum okkar... alveg besti dagurinn fyrir mig að vera myglaðari en allt myglað sem fyrirfinnst í allri Vetrarbrautinni. Svo vorum við fyrsti bekkurinn, snemma um morguninn og jamm... það var ágææætt... hmm, annars gerðist voðalega lítið í skólanum... olíumálun var skemmtileg, kláraði alveg hræðilegt málverk ef það má kalla það það... ég er ekki stolt og ég vil ekki hafa það á vorsýningunni. Ég er bara ekki með neinar hugmyndir, sem er alls ekki gott! Hvað á ég að gera!?! Eftir olíumálun fórum við Sunna að fagna vorinu og skruppum út ú móa til þess að taka nokkrar myndir... það var mjög fínt þó svo að grasið væri hlandblautt... vorið er semsagt ekki aaaalveg komið, með annan fótinn innum þröskuldinn. Fór heim eftir það og hékk í tölvunni allnokkurn tíma... ekkert furðulegt við það neiii. Þurfti svo að fara að selja einhverja skítna boli á fjölskylduskemmtun í skólanum... það var hvimleitt, en eftir það voru styrktartónleikar á vegum Jemen, með slatta af hljómsveitum... meðal annars Romance hans Einars og Noise sem ég veit ekkert hvaðan eru en þeir voru rooosalega góðir og tóku t.d. Them bones með Alice in Chains, og það var ótrúlega flott hjá þeim. Svo spillti það alls ekki fyrir að söngvarinn var alveg virkilega aðlaðandi á svona furðulega-grunch legann hátt... Romance voru líka sætir... ég veit ekki hvað það er, en það kveikir bara eitthvað í mér að sjá stráka leika vel á hljóðfærin sín... og það var slatti af þeim í kvöld... needless to say, vorum við Sunza að unna okkur vel þarna og það var allaveganna einróma samþyggi um Noise söngvarann og fallegu flauels buxurnar hans. Svo labbaði ég heim og sá VIRKILEGA furðulegann hlut hanga í lausu lofti en ég get ekki talað um það núna því klukkan er orðin eitt og þar af leiðandi þarf ég að hætta. Best ég fari bara að kúra ein...í 2 manna rúminu mínu (do I sense a little tiny bit of bitterness???).

Pæling dagsins: Afhverju er grasið grænt?! Ég veit reyndar alveg svarið við þessu en eins og ég sagði áðan þarf ég að fara og hef þar af leiðandi ekki tíma til þess að skrifa neina pælingu. En endilega svarið spurningunni... tjekka hversu vel þið munið náttúrufræðina ykkar! :)

Kv.Andrea

11 Comments:

Blogger Andrea said...

legend? mee..? why? And if you understood my post than, you know Iclandic very well. Good for you! :)

laugardagur, febrúar 26, 2005 5:07:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Rétt hjá Skúla... það eru grænukornin.
Annars er ég rosa dugleg núna að lesa bók um bestu fótboltalið Evrópu *klapp fyrir Hildi*... æi höfum bara geðveikt gaman að þessu kjötsleykipinninn þinn;) Annars gerði ég í fyrsta skipti bara svona crazy caos málverk þú ÞARFT að prófa það... málverkið er ógeðslega ljótt en þetta var voða gaman:)... Uuuu... búin að gleyma hvað ég ætlaði að segja til að byrja með...
Have a nice day!

laugardagur, febrúar 26, 2005 7:05:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki -h í chaos??

laugardagur, febrúar 26, 2005 7:05:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vá þetta er væntanlega ein af þeim léttustu spurningum í heimi með Manchester Utd (ef þú ert strákur) skil ekki afhverju það er ekki strákur í liðinnu ykkar til að svara íþróttaspurningonum.

laugardagur, febrúar 26, 2005 8:35:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jamm liðinu sárvantar strák .... bíð mig fram til aðvíkja !!!!!!!!!!!!! þessir tónleikar voru nu ekkert til að hrópa húrra fyrir ... romance góðir og noise fagrir og hæfileikaríkir en mættingin gerði mig niðurdregna og einig skortur á ´góðum móral

laugardagur, febrúar 26, 2005 9:23:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Liðið vantar strák ætti þetta að vera :P. Hrefna yrði ekki ánægð með þetta. Heavy.

laugardagur, febrúar 26, 2005 11:22:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki láta þér bregða... það er magnað hvað Erla er léleg í málfræði í eigin persónu miðað við frammistöðu sína í prófunum...
ÉG ER NÚ AÐ LÆRA UM FÓTBOLTALIÐIN OG VISSI SPURNINGUNA... HVAÐ VILTU MEIRA ERLA MÍN???

sunnudagur, febrúar 27, 2005 12:29:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki láta þér bregða... það er magnað hvað Erla er léleg í málfræði í eigin persónu miðað við frammistöðu sína í prófunum...
ÉG ER NÚ AÐ LÆRA UM FÓTBOLTALIÐIN OG VISSI SPURNINGUNA... HVAÐ VILTU MEIRA ERLA MÍN???

sunnudagur, febrúar 27, 2005 12:30:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki láta þér bregða... það er magnað hvað Erla er léleg í málfræði í eigin persónu miðað við frammistöðu sína í prófunum...
ÉG ER NÚ AÐ LÆRA UM FÓTBOLTALIÐIN OG VISSI SPURNINGUNA... HVAÐ VILTU MEIRA ERLA MÍN???

sunnudagur, febrúar 27, 2005 12:30:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki láta þér bregða... það er magnað hvað Erla er léleg í málfræði í eigin persónu miðað við frammistöðu sína í prófunum...
ÉG ER NÚ AÐ LÆRA UM FÓTBOLTALIÐIN OG VISSI SPURNINGUNA... HVAÐ VILTU MEIRA ERLA MÍN???

sunnudagur, febrúar 27, 2005 12:30:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ÚPS!!!!!!

sunnudagur, febrúar 27, 2005 12:31:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home