laugardagur, febrúar 19, 2005

Svefnsýki er ekki æskileg.

Laugardagur er genginn í garð og já, nánast búinn en ég vaknaði einungis fyrir 3 tímum, en ég fór að sofa um 7 leitið. Ástæðan fyrir þeim fáránleik er að árlega náttfataballið í skólanum mínum var haldið með pompi og prakt í gærnótt. Eins og jákvæða sálin mín á nú til að gera var ég viss um að þetta yrði besta náttfataballið til þessa. Allt er þegar þrennt er segir orðtakið en það átti nú kannski ekki alveg við í þetta sinn. Ballið var í sjálfu sér alveg hreint ágætt, það var fín danstónlist og ég hafði óvenjulega mikið af vinum til þess að dansa við. En ballið stóð bara til klukkan 1 og þá voru enn 6 tímar eftir. Þar sem að undirrituð er formaður nemendaráðs hélt ég að ég ætti einhvern þátt í því að skipuleggja nóttina og nemendaráðið var búið að ákveða í sameiningu að það ætti að vera svokallað Monty Python maraþon sem byrjaði kl.2 eftir að allir væru búnir að fá flatbökurnar sínar. Það var augljóslega ekki áformað og það var líka eitthvert 'fokk' í gangi með myndinar og eitthvað... nenni ekki að vera að velta þessu fyrir mér. Ballið var þessvegna ágætt en ekkert til þess að stökkva hæð sína yfir af gleði. Nóg um það.

Dagurinn: er búinn að vera ansi stuttur. Ég kom heim um 7 leitið og fór vitaskuld tafarlaust að sofa, enda var ég komin með óhugnarlega dökkbláa bauga undir augun. Svo vaknaði ég um 15:00 GMT og var dregin út af sadísku móður minni til þess að þvo bílinn hennar, en ég er einmitt á móti bílaeignum og fannst þetta í hæsta móti ósættanlegt. En móður minni finnst svefnsýki allt annað en æskileg, sérstaklega í kjarnorkufjölskyldunni okkar og ég endaði á því að þrífa innréttinguna í Hondunni okkar, óendanlega mikið mót mínum eigin vilja en minn vilji skipti móðurina engu máli svo lengi sem mælaborðið var glansandi eins og nýfægð silfurhnífapör. Ég afsakaði mig með þeirri algengu afsökuna að svengdin væri að fara með mig en satt best skal segja var ég ekkert svöng... og nartaði þessvegna virkilega áhugalaus í núðlurnar mínar í 'sirkabát' hálftíma og blaðaði í gegnum slúðurtímaritið DV. Núna eru Benedikta og Ingibjörg í heimsókn og eins og ég er nú góður gestgjafi ákvað ég að blogga í staðin fyrir að sinna gestum mínum, sem sínir sig einatt þar sem að þær eru að fara. Stundum efast ég um mitt eigið vinsældagildi, hehe... afhverju skildi það vera? Jæja, ég hef ekkert að gera í kvöld svo ég er að hugsa um að kúra mig bara undir sæng og bíða eftir riddaranum á hvíta hestinum eins og venjulega. Benedikta var að koma með komment um að ég myndi aldrei finna hann ef ég hengi alltaf heima en ég nenni ekkert að fara að leita að honum, hann á að koma að bjarga mér frá einfaldleika hversdagsleikans. Jæja, þetta er farið að líta út eins og tilgangslaust, þunglynt blaður þannig að ég ætla að bara að binda enda á það.

Pæling dagsins: Oh, ég er orðin svo léleg í þessum bésvítans pælingum að ég hef tekið þann möguleika í umhugsun að leggja liðinn bara niður. Ég efa að nokkur eigi eftir að sakna hans, ég neyði mig hálfpartin til þess að pæla í hinu og þessu en það eru engar náttúrulegar pælingar sem spretta upp í hausnum mínum sem rata hingað inn. Hvað er eiginlega málið með trúna? Hún er svo stór og margbrugðin en í rauninni getur vel verið að trúin sé stærsta lygi mannkynssögunar. Já, þetta er það sem gerist þegar ég hef ekkert að pæla í, ég fer að spá í trúarbrögð. Lowest of all low I say. Ég þyrfti alvarlega mikið að fara á einhverjar heila-hormóna sprautur til þess að rækta betur hugsunina í sjálfri mér. Wishful thinking... Heeee..... jæja, þessi færsla er nú alveg komin út um þúfur.

Kv.Andrea

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já ég er líka á móti bílum... óþurftar asnaskapur.

Reyndar er ég líka á móti ærumeiðandi blaðinu DV og mæli eindregið með því að allir hætti að lesa þetta rusl...

Kv
Hildur... nenni ekki alltaf að skrifa nafnið þegar þú fattar hvort eð er að þetta er ég ;)

"I can't get no satisfaction" lalalalalalalalala!

laugardagur, febrúar 19, 2005 7:09:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Já, Dagblaðið hefur alveg farið út um þúfur... það er eiginlega sorglegt, en mér er eiginlega sama því við erum ekki einu sinni áskrifendur... veit ekki hvernig þetta blað komst á eldhúsborðið, samsæri kannski?

laugardagur, febrúar 19, 2005 7:31:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Vil bara afsaka brottför mína og "inigbjargar" öðru nafni immu... hún var ekki sökum sinnuleysis gestgjafans (sem var þó talsvert, en við þurfum ekki mikið til að komast af, myndavél var það sem bjargaði okkur tveim í þetta skiptið, og í tilfelli immu, kom einnig idol-rubix kubburinn að góðum notum) en við þurftum nauðsynlega að mæta heim í snæðing fjölskyldna okkar..
Kv.Benedikta -sem er farin að blogga, að skipun andreu...

laugardagur, febrúar 19, 2005 9:11:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home