fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Jess! Fleiri teyjur!

Oh, hamingja... mamma ákvað að vera sniðug og keypti teyjur og spennur handa mér *sigh* ég hef verið að ganga í gegnum ákveðinn teyjuogspennu skort undanfarið sem er andskoti hvimleitt þar sem að hárið mitt er alltaf í flækju. Ég skil það eiginlega ekki, hvað hárið á mér er bandbrjáðlað stundum. Ókey, ég viðurkenni það að ég er ekki svona manneskja sem sminkar sig 4 sinnum á dag og greiðir hárið á sér... á morgnanna og svoleiðis stöff, það kemur alveg fyrir en mér finnst bara svo leiðinlegt að sjá um útlitið mitt... sérstaklega að greiða í gegnum hárið á mér. Ekki láta það blekkja ykkur fólk, þetta ljósa saklausa þunna hár er í raun afsprengi djöfulsins! Það á það til að flækjast svooo illilega að ég tárast við að greiða það. Stundum, og hér er ég ekki með neinar skreytingar, stundum ef ég gleymi að greiða á mér hárið í nokkra daga myndast DREDDAR aftan á hausnum. Og það þarf nánast að rífa þá úr og tekur endalausann tíma að greiða í gegnum þennan úfna hænurass. Svo fann ég líka einu sinni grein í hárinu á mér... það var... sjokkerandi. Nóg um hárpælingar, þær eru eflaust eitt af því óáhugaverðasta sem hefur ratað inná þetta blogg.

Dagurinn: Jæja, í dag fór ég í MR að skoðileggja. En skóladagurinn sjálfur var ágætur, meira vídjó í náttúrufræði og svo sofnaði ég óvart í leikfimi... það tók held ég enginn eftir því svo ég er algjörlega safe. Svo slapp ég við að fara í frönsku afþví að ég skráði mig óvart í MR kynninguna, sem var alveg ágætt... flestir sem fóru voru einmitt bara að fara til þess að sleppa við frönsku eða ensku. En já, ég fór að skoðileggja í MR og ég hef nánast engann áhuga á þessum skóla... ég meina, hann hefur ekki einu sinni félagsfræðideild! Félagslífið vakti þó nokkurn áhuga hjá mér... en skólinn saman sem engann, það var ótrúlega takmarkað val, bara 2 greinar til að velja um og hef ég heyrt... endalaus próf í öllu mögulegu. Mér fannst líka vottur af monti í fólkinu sem var að kynna skólann, eins og MR væri bara besti og virtasti skólinn í allri Skandinavíu. Ég heillaðist ekki af neinu sérstöku í fari skólans, nema kannski fiðluballinu, get ekkert að því gert... ég er bara prinsessa af hjarta og sál. Mig dreymir í raun og veru að dansa Vínarvals í stórum kjól við draumaprinsinn. *hósthóst* Vá, þetta var nú aðeins yfir limmið að vera klisjukennd gelgja. Annars heillaði MR mig ekki neitt, var aðallega að einbeita mér af skökkum römmum allann fyrirlesturinn, en hey... slapp þó við frönsku! Svo er ég núna komin heim... ætla að skreppa í sturtu og undirbúa mig fyrir Getkó... hmm, þarf ekkert að undirbúa mig, mér er nákvæmlega sama um þetta. En jæja..farin í sturtu, wish me luck!

Pæling dagsins: Ég var að heyra það frá móður minni að hún er að fara á árshátíð um helgina... ekki hjá vinnunni, ekki hjá vinnunni hans pabba....neeiiii! Þetta 'fyrirbæri' sem hún er að fara á heitir víst "Árshátíð fyrrverandi Strengsmanna" og fyrir þá sem ekki vita þá er Strengur fyrrverandi vinnustaður móður minnar. Hún hætti þar fyrir rúmlega 4 árum, en er greinilega ennþá í liðsheild fyrrverandi vinnustaðarins, ástamt öllum hinum fyrrverandi starfsmönnunum, sem hittast mjög líklega sjaldan sem aldrei í amstri hvunndagsins. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti því að fólk komi saman og eigi góða kvöldstund í skemmtilegum hópi, þvert á móti finnst mér það frábært. En undir allskonar yfirskynum, eins og árshátíðum, jólaböllum, afmælum, erfidrykkjum og öllum andskotanum. Afhverju ekki bara að koma saman undir því yfirskyni að hittast og eiga góðann dag? Afhverju alltaf þessar skreytingar? (sorrý, var að læra orðið...verð therefor að nota það!) Afhverju er fólk yfirleitt alltaf að breyta meiningu hluta og ljúga? Það er mikið betra að koma bara undir réttum forsendum og þá eru engar málalengingar á alltsaman. Það yrði líka mikið minna um rifrildi og skilnaði, svik og pretti. En þetta er víst bara einn af þeim hlutum sem mannfólkið getur bara ómögulega gert, að segja sannleikann. Lygar geta reyndar verið andskoti skemmtilegar en þetta er vondur ávani. Hér með lofa ég *hósthóst* að reyna hugsanleg mööögulega að minnka lygar mínar. *fjúff* Got that off my back. Hehe... seriously, this humor thing... gotta work on it!

Kv.Andrea

3 Comments:

Blogger Gummi said...

Já, ég held ég stefni bara á að komast inn í MH. Mig langar á félagsfræðabraut og greinar sem henta mér vel.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005 9:04:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá þetta er svo ömurlegt blogg!!! Ætla ekki að kíkja aftur!

Kv. Baldur

föstudagur, febrúar 25, 2005 12:17:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

VEEEE VON HEEHEEEHEEE...!

föstudagur, febrúar 25, 2005 2:41:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home