sunnudagur, september 19, 2010

Andrea, mundu að andreaba@internet.is er adressan sem þú skrifar inn þegar þú ætlar að logga þig inn hingað aftur.

Stundum þegar ég er búin að eyða of löngum tíma (segjum t.d. 5 dögum) í að gera ekkert af viti, þá fæ ég stundum samviskubit. Ekki það að ég sé eitthvað sérstaklega sett á þessa plánetu til þess að gera eitthvað af viti, ég hef einfaldlega verið alin upp við þá lensku frá blautu barnsbeini að ég þurfi stanslaust að vera að gera eitthvað af viti. Ekki bara af blessuðum foreldrum mínum, sem gegn öllum rökréttum vísbendingum trúa að ég hafi í raun eitthvað með það að gera að gera eitthvað af viti, heldur einnig blessuðu samfélaginu sem hreinlega reiknar með því að ég hafi hvöt til að gera eitthvað af viti. Ef þetta á að vera svona blæðandi augljóst, svo ég íslenski nú hugsanir mínar, hvers vegna reynist það vera svona óskaplega erfitt að halda sér við efnið og gera eitthvað af viti? Til að mynda sit ég og skrifa þetta drekkandi bjór á sunnudegi í stað þess að læra fyrir tímann í fyrramálið. Afsökunin: Ég er of hrjáð þessa stundina til að geta lesið 19. aldar rómantíkusa. Hreinlega.

Afhverju er ég svona óskaplega hrjáð? Guð einn veit. Upp úr þessu þarf ég að taka inn þunglyndislegt skemmtiefni (svo sem bíómynd, bók eða tónlist) til þess að minna sjálfa mig á að í fylgsnum huga míns hef ég grafið neikvæðan spíral narkisissma sem ég reyni ítrekað að fela fyrir lífsglaðri sjálfri mér. Því miður rifjaðist þessi leiðinlegi raunveruleiki upp fyrir mér í dag og ég hef því eyðilagt allar vonir sjálfrar minnar að læra eitthvað á þessum guðsyfirgefna degi. Upp úr þessu get ég bara vafist um fætur huga míns og verið fúl og nöldrað og pirrað sjálfa mig um að hafa ekki ennþá skipt um ljósaperu í svefnherberginu vegna þess að það er að gera mig þunglynda, þó kannski sé öryggið farið og ég þori í rauninni ekki að skipta um peru til þess eins að komast að því að öryggið sé farið. Ég vildi að kötturinn minn myndi deyja eða eitthvað, bíómyndatilfinningar virðast ekki gera það lengur fyrir mig. Æ, djók. Sorrí, Pétur, ég meinti þetta ekki. Nema smá. Línan hljómaði bara vel svona í hugsanaflæðinu sem ég kasta á intervefinn í von um að einhver af þeim örfáu sem skilja íslensku í heiminum skildu ramba hérna inn og kannski skella upp úr við tilhugsunina af því að einhver stelpa út í bæ vilji köttinn sinn feigan svo hún geti fundið til.

Hlýja, Andrea

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það eru til lyf við þessu. Ég held að Pétur væri hrifnari af því en að farga sér fyrir einn þungan sunnudag hjá þér..
xM

fimmtudagur, febrúar 03, 2011 11:45:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home