fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Downtown, everythings gonna be alright noooow!

Hæhæ, ólíkt ÖLLUM öðrum bloggurum sem ég þekki ætla ég að vera dugleg og blogga aðeins um ó svo skemmtilega vetrarfríið mitt hingaði til. Sunzan mín er sofandi inn í herbergi en ég ákvað að bæta henni vinaleysið upp í dag því að ég hef verið að vanrækja hana upp á síðkastið. Í gær var öskudagur og auðvitað hélt ég hann hátíðlegann og klæddi mig upp. Mér finnst voðalega gaman að klæða mig í búninga og nota hvert tækifæri til þess. Í ár, vegna gígvænlegs hugmyndaskorts var ég prinsessa. Frumlegt, ég veit. En það vill bara svo vel til að ég á stórann svartann prinsessukjól og kórónu. Mér finnst skrítið hvað fólk sleppir snemma af barnæskunni og hættir að klæða sig í búninga. Jæja, ég fór og hitti Benediktu sem var klædd upp sem hermaður (go figure) og það fer henni óumdeilanlega vel. Við ætluðum að fara á Series of unfortunate events (man ekki alveg hvað hún heitir, held það sé þetta) en það var uppselt. Þótt ég beri ekki mikla virðingu fyrir Jim hefur mig lengi langað að sjá hana þar sem að ég er búin að lesa 1 bókina... það var reyndar fyrir 2 árum en samt, bókin var góð... frekar þunglind en góð... Já, en semsagt var uppselt og við enduðum á því að ráfa um Kringluna með Helga og Auði/Unni (man ekki alveg hvað hún heitir :S) en síðan fór ég niður á Laugarveg að hitta Sunzu, Karó, Írisi og Jórunni á 10 dropum, sem er yndælt lítið kaffihús. Svo fór ég heim og hékk heima. Uhh, skemmtilegur dagur? Suuure, ég fékk að vera í fancy kjól.

Dagurinn: Ég svaf út og það var mjög gott, svo hringdi Sunza í mig um 12 leitið og við hittumst á Salagrilli. Við ætluðum að leigja 'dívídí' en það var allt leiðinleg á leigunni svo að við enduðum á því að kaupa óhóflega mikinn skammt af kóki og súkkulaði eins og einmana unglingsstúlkur eiga til að gera. Svo óðum við snjóinn heim, lögðumst upp í rúm með allann sykurinn og horfðum á How to lose a guy in 10 days sem að Arna frænka mín var svo væn að lána mér. Við höfðum gott af því að horfa á eitthvað svona heilalaust, finnst mér allaveganna. Kate Hudson er líka svo sæææt *grenj* Afhverju geta ekki allir verið svoleiðis? Jæja, eftir það tókum við okkur smá pásu, en afþví að við vorum búnar að ákveða að kúra uppí rúmi á litlu sætu kjólunum okkar allann daginn þá fundum við eitthvað annað til þess að horfa á. Girl, Interupted fannst okkur eiga meira við okkur enda erum við alveg smá skrítnar þegar við eyðum svona miklum tíma saman. Ótrúlega góð mynd (finnst mér) en það er samt alltaf eitthvað við Winonu sem fer í mig. Angelina bjargaði samt myndinni svo vel, og æj, bara flestir karakterarnir eru svo yndælir eitthvað, eins og t.d. hjúkkan sem Whoopy Goldberg leikur, oftast þegar það eru svona fólk í vinnum sér maður bara karakterinn sem hjúkku, en afþví að það kemur fram að hún á 2 börn og svoleiðis stöff horfir maður einhvervegin öðruvísi á hana. Æj, það finnst mér allaveganna, en hvað veit ég? Mér finnst myndin góð og við skulum bara segja það nóg. Þar sem að Sunza er sofandi þá ákvað ég að blogga smávegis en hmm... ég er að hugsa um að fara í föt (já btw. ég er búin að vera á náttfötunum í allan dag) en ég veit ekki hvort það taki því, klukkan er nú einu sinni orðin 8:00... Jæja, ég ætti að fara að vekja hana Sunzu, hún er búin að fá nægann svefn *englabros* ... :D Hehe.

Pæling dagsins: Bitrar fyrrverandi eiginkonur. Afhverju eru nánast allar fyrrverandi eiginkonur bitrar? Ok, kannski ekki allar, en þúst... ef maðurinn þinn væri að skilja við þig fyrir einhverja unga ríka gellu er maður auðvitað bitur yfir því. En aftur á móti þegar maðurinn þinn er að skilja við þig fyrir einhverja heimska eða gamla, eða bæði þá spyr maður sjálfan sig auðvitað, afhverju er hún betri kostur en ég? Þetta er eins með áreitni á vinnustöðum, auðvitað er maður reiður ef maður er kynferðistlega áreittur á vinnustað, en segjum svo að svona 8 konur séu áreittar og ekki þú... yrði maður ekki soldið sár yfir því líka? Afhverju eru konur svona ótrúlega komplex? Steríótýpíska konan er kona sem ekki er hægt að gera hamingjusama, alltaf með einhverja kenningar og komplexa yfir hinu kyninu og getur aldrei verið sátt. Well, mér langar ekkert að vera þannig stelpa og ætli ég geri mitt besta að verða ekki þannig. Ef þið þekkið mig og sjáið mig verða þannig í framtíðinni endilega skjótið mig því að þetta er eitt af þeim hlutum sem mér finnst mest pirrandi í heiminum, einhverja hágrátandi gellur með komplexa frá helvíti. Einhverra hluta vegna hef ég þó á tilfinningunni að ég eigi eftir að verða svona, og fylgja bara flæðinu. Oh, god forbid! Jæja, nóg komið af röfli í daaag.

Tónlistin:
Smashing pumpkins - Galapagos (Ah, Billy is god.)
Bob Dylan - Sara (Uppáhald móður minnar, flott lag...)
Beck - Loser (Man eftir þessu lagi frá því að ég var lítil, hehe)
Depeche mode - People are people (Gotta love it, einnig með mjög fallega meiningu)
Nine inch nails - Into the void (fæ einfaldlega ekki nóg af því)
Björk - Play dead (já, Björk has a special place in my.... elbow, hehe...vá hvað ég er húmorslaus)

Kv.Andrea

2 Comments:

Blogger Andrea said...

Hmm. já, smekkur manna er misjafn. HAHA! ég á líka Desire á vinyl :D Er reyndar frekar óheppilegt þar sem ég get ekki dregið plötuspilarann með mér hvert sem er... en samt :D :D :D

fimmtudagur, febrúar 10, 2005 10:05:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Girl interrupted rokkar... en how to lose a guy in 10 days.. er uhm... ekkert alltof góð.. samt sniðug svona liggjandiveikurheimanennirogekkiaðhugsa mynd... ugh.. nenni ekki að tjá mig meira.. er bara desperately að reyna að finna eitthvað annað til að gera í stærðfræði....
Kv.Benedikta-sem leiðist í stæ...

föstudagur, febrúar 11, 2005 1:00:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home