föstudagur, september 30, 2005

Hann Einar frændi minn...

Þarf að gera eitthvað frönskuverkefni sem að ég skil ekki. Ég ákvað að blogga bara í staðin. Ég hef verið að reyna að breyta prófælinu mínu hérna en ekkert gengur að óskum. Það er vesen. Kannski ég Babelfiski það bara.



Ætli þetta virki? Maður spyr sjálfan sig.

"I dont want the world, I want you"...

Sá sem veit úr hvaða lagi þetta er fær eitthvað fallegt og frábært og heimurinn mun elska hann eða hana!!!

Kv.Andrea

fimmtudagur, september 29, 2005

Klukkuð... eða klikkuð?

Já, kannski kominn tími á að ég láti verða að þessu klukkstandi sem ég á víst að framfylgja. Mér skilst að ég eigi að segja frá einhverjum fimm hlutum um sjálfa mig. Að eigin vali... held ég. Ef ekki er ykkur frjálst að lemja mig með priki. Jæja, hefjumst handa.

Nafnið mitt: Já. Andrea Björk Andrésdóttir. Ég hef skrifað um það svo oft að ég kann ræðuna utanbókar. Andrea þýðir hugrökk og karlmannleg, tekið af nafninu Andrés, sem er, eins og glöggir hafa kannski tekið eftir, nafn föður míns! Ég veit ekki hvernig þetta nafn á við mig en einhvernvegin fannst foreldrum mínum það. Ég er þó fremur karlmannleg með mínar stóru hendur og djúpu rödd. Björk þýðir ekkert mikið nema bara já... björk, byrkitré. Þið skiljið. Ég bjó samt aldrei í Byrkihvammi. Ég átti sko að heita Víðir ef ég hefði fæðst með typpi. En neiiii, það gerðist ekki. Annars finnst mér Andrea alveg skítsæmilegt nafn... ekkert prinsessunafn en ég heiti allaveganna ekki Jófríður eða Jakobína. Það myndi sko ekki fara mér vel.

Kækirnir mínir: Ég er voðalega pirrandi manneskja og hef nokkra misskemmtilega kæki. Ég braka rosalega mikið í fingrunum og ja, bara allstaðar þar sem hægt er að braka. Sumum finnst það rosa kúl en öðrum pirrandi. Svo hef ég tekið upp þá áráttu að slökkva alltaf í öllum sígarettustubbum sem verða á vegi mínum. Stundum hleyp ég meira að segja á eftir þeim eins og óð manneskja. Ég er með fleiri rosalega leiðinlega kæki en ég man ekki eftir neinum fleiri núna. Jú... ég raða koddunum mínum alltaf eins. Annars verð ég leið.

Legghlífarnar mínar: Já, ég á legghlífar. Ég á tvær gerðir af fjólubláum legghlífum. Einar eru úr Hagkaupum en hinar úr Spútnik, sem er eini staðurinn sem hægt er að fá legghlífar nú til dags vegna minnkandi vinsælda þeirra. Svo á ég einar röndóttar, rauðar og svartar, sem ég fékk í afmælisgjöf. Ég nota þær ekki mikið. Ég á líka einar hvítar úr Spútnik sem eru frekar nýjar. Þær eru rosa fínar. Ég átti einu sinni bleikar legghlífar líka. Svo á ég rosalega stóra ullarsokka sem mætti telja með en amma mín prjónaði þá handa mér. Þeir eru rosa þægilegir.

Andrésblöðin mín: Ég á fullt af Andrésblöðum. Ég á yfir 1000 Andrésblöð. Ég fékk þau í afmælisgjöf frá mömmu um daginn þegar ég varð 16 ára. Ég átti nú slatta fyrir en mig langaði í fleiri. Núna á ég of mikið. Ég þyrfti að fara að flokka þetta bráðum og þarf einhvern með mikinn viljastyrk í að hjálpa mér. Hver þorir? Anyone?

Augun mín: Já, ég er með augu. Sumir eru ekki með augu eins og ég. Mér finnst ég heppin að vera með augu því að sumir eru ekki með augu. Mín eru samt svoldið gölluð sko. Já... ég get ekki kafað með opin augun, þá svíður mig. Svo þarf ég alltaf að ganga með gleraugu, því annars sé ég ekkert og þá gæti ég kannski labbað á eitthvað og meitt mig. Það viljum við sko ekki. Annars virka þau fínt, fyrir utan þetta nærsýnis-thing. Augun mín eru líka blá og gul. Sumir vilja meina að þau séu græn en þau eru blá og gul. Stundum ímynda ég mér að ég sé af ætt Ísfólksins. Mikið væri það nú gaman. Jæja, núna eru komnir fimm hlutir. Húrra! Ég þakka þeim sem höfðu þrautseigjuna í að lesa þetta. Takk.

Pæling dagsins: Ég verð að koma með eina tillögu. Fram líða stundir og sannarlega eru tímarnir breyttir. Fólk er lausgirt og frjálslynt og mér sýnist allir vera með öllum. Eitt finnst mér vanta í þessu samhengi og það er orðsamband sem lýsir því þegar karlmaður hefur fengið annan karlmann í bossann í fyrsta skiptið og er þá svona eiginlega afmeyjaður. En þar sem að karlmenn eru karlmenn gengur auðvitað ekki að "afmeyja" þá. Þessvegna legg ég til að fundið verði annað orðsamband sem gæti átt við þegar karlmaður er "afmeyjaður".

Karlmaður að missa "meydóminn" = Að missa sápuna

Grípandi, ekki satt? "Já, hann Jón var nú að missa sápuna á fimmtudaginn og er allur helaumur í bossanum" gæti verið dæmi um notkun orðsambandsins. Mér finnst þetta rosa flott og sniðugt. Mér finnst að allir ættu að byrja að nota þetta orðsamband því það er rosa kúl. Svo mega auðvitað allir falla á knén og tilbiðja mig ef þeir vilja... ég myndi ekkert skyrpa á ykkur...

Kv. Andrea

laugardagur, september 24, 2005

RÚV að representa Yann Tiersen!

, það er satt. Einnig þarf ég að koma á framfæri einhverju klukk-thingeríi. Veit ekki alveg hvernig það gengur fyrir sig svo að ég ætla að geyma það fram í næstu blogfærslu, key? Þessi verður stutt og (vonandi) hnitmiðuð.

Í dag tókst Hildi að plata mig með sér á eitthvert opnunarhóf í boði Hugleiks Dagsonar sökum einhvers leikrits og útgáfu einhverra bóka. Mér skilst að hann sé að fara að gefa út fyrstu bækurnar sínar 3 í einu bindi og líka einhverja nýja bók. Svo er einhver leiksýning líka á stúfunum. Hvað sem því líður, þá var hófið haldið í Borgarleikhúsinu. Ekki var mikið um manninn en mér til mikillar gleði var búið að hengja aragrúga af myndum úr nýrri bók frá honum upp á vegg. Jæja, við Hildur tókum eftir litlum miða hliðin á myndunum sem stóð á "Myndir eftir Hugleik Dagsson á 15.000 kr. stykkið." Þar brá okkur svo sannarlega. Hvað? Afhverju eru þessir blekkrotuðu bréfsnifsi svo ógurlega dýr, spurðum við sjálfa okkur. Hví leggst Hugleikur svo lágt? Ekki einu sinni Skúli hefði gert þetta! Eftir miklar vangaveltur kom okkur til hugar að þar væri brandari á ferð. Ég kann ekki að segja frá þessu svo hér er bara samtalið:

Við: Ha! Á þetta að vera brandari?
Hugleikur: Já, reyndar.
Við: En afhverju er þá rauður límmiði við sumar myndirnar?
Hugleikur: Það eru hálfvitarnir sem föttuðu ekki brandarann! HAHAHAHA!
Við: HAHAHAHAHAHAHAHAHA!

(Þetta gerðist ekki í alvöru, en hefði það ekki verið fyndið?)...

Hvað um það. Ég vil einnig lýsa óánægju minni yfir veitingastaðnum Mekong í Bæjarlind. Það er bara kjánalegur staður með kjánalegum yfirmanni! Kjánalegum segi ég! Hafa ekki einu sinni kúlurnar í það að tala bara við mig. Kjánalegur. Ég held ég sé bara dæmd til þess að vera atvinnulaus að eilífu. Oi, vei.

Unaður Dagsins: Sólstafir og norðurljós. Fallegast í heimi! Verst að það er sjaldan hægt að ná því á mynd. En já, ég elska að ganga heim og taka eftir sólstöfum gægjast á milli skýjanna eins og englarnir séu að horfa niður til manns. Ég elska líka norðurljósin. Fylgjast með þeim hreyfast hægt og seiðandi, að gleyma sér algjörlega og glápa út í tómið langtímunum saman. Stundum finnst mér eins og norðurljósin séu endalausar raðir sála á leið til Himnaríkis. Vá, hvað þessi dálkur er orðinn trúaður! Englar, Sálir og Himnaríki... Úff, ég meika þetta ekki. Farin að kjammsa á nautalundum.

Kv.Andrea

miðvikudagur, september 21, 2005

Scootin' scooter Sprite



"On Butterfly Island, there’s so much to do, a pony needs a pretty scooter just to get around!"

Til hvers þarf hestur hlaupahjól?
Nú, auðvitað til að komast sem fyrst á áfangastað.

Mig langar svolítið í Scootin' scooter Sprite í afmælisgjöf. Því ver og miður á ég afmæli næst eftir... langan tíma. Vesalings ég.

Kv.Andrea

sunnudagur, september 18, 2005

Hugsanlega Mögulega

Kannski ég bloggi bara smá. Helgin er nánast á enda og ég ligg upp í rúmi og soga að mér súrefni í gríð og erg. Ég nenni ekki að standa upp en svengdartilfinningin herjar að. Svo næ ég heldur ekki í fötin mín, sem að eru einhverra hluta vegna í hrúgu hinum megin í herberginu. Rosalega er kalt hérna. Ég held ég haldi mig bara undir sænginni. Ég vildi að ég væri bara með svona langan krók hjá rúminu, þá þyrfti ég aldrei að standa upp. Á föstudagskvöldið fékk ég lánaðan sumarbústað afa míns. Það vill svo vel til að afi minn er kapitalisti með meiru og þessvegna er sumarbústaðurinn uppfullur af veraldarlegum gæðum. Ég prufukeyrði djakúsíinn um kvöldið, hann er meget fæn, með nuddstútum og læti. Sökum áfengisneyslu varð ég svo ofurölvi og fékk mér lúr á amerískri spring-dýnu. Ég á ekki einu sinni svona góða dýnu í mínu eigin rúmi! Á laugardaginn tókum við svo út trampólínið. Svo tóku strákarnir smá spin á golfbílnum (sem að ákveðinn margverðlaunaður leikstjóri hefur setið í btw... *mont*) þó ég viti ekki alveg hvort það hafi verið leyft. Well þeir fóru ekki langt, mamma! Vistin í sumarbústaðnum var frekar skemmtileg, enda í übergóðum félagsskap. Well, helgin hefur liðið frekar fljótt fyrir utan það. Íris, bjórinn þinn er ennþá heima hjá mér! Ef þú drekkur hann ekki bráðlega geri ég það.

Dagurinn: Ég ligg ennþá upp í rúmi. Veit ekki hvernig deginu skal eyða. Mig langar í kók en ég veit að við eigum ekkert. Á laugardaginn hinsvegar vaknaði ég útfrá því að dreyma um kók og það var mjög gleðilegur morgun afþví að ég vissi að við ættum kók. Ætli heimalærdómur bíði mín ekki bara... á morgun er Franska, Íslenska og Stærðfræði sem eru einmitt allt tímar þar sem að ofvirkir kennarar gefa allt of mikinn heimalærdóm. Ég nenni þessu ekki, vá. Kannski ég byrji daginn bara á því að fá mér að borða. Ég er svöng.

Pæling dagsins: Það er í sjálfu sér ákvörðun að taka ekki ákvörðun, rétt? Er þá í sjálfu sér pæling að pæla í því að sleppa pælingu dagsins? Ég held að Harvey Cox hafi verið skakkur þegar hann tók þessa ákvörðun. Annars veit ég ekkert hvað ég á að pælast í. Stjórnmál? Ne... aðeins of þungmelt fyrir sunnudagsmorgun. Svo veit ég ekkert um stjórnmál hvort eð er. Það virðist bara vera svo hip og kúl eitthvað núna. Mér finnst það asnalegt. Afhverju getum við ekki bara verið börn að eilífu? Þarf ég að fullorðnast, og verða bara algjör plebbi fyrir vikið? Ég nenni ekki að hugsa, spá, spekúlera og meika mér skoðanir. Það hljómar bara leiðinlega. Er ég þá geðveikt ó-hipp og kúl? So be it.

Kv.Andrea

mánudagur, september 12, 2005

Gleði, gleði, gleði...

Uppskrift að sjálfsmorði. Ég vaknaði í morgun spræk og kát, tilbúin til þess að smæla framan í heiminn. Trallaði mér út á stoppustöð einungis til þess að bíða í kuldanum í 10 mínútur. Strætó kom seint, eins og venjulega. Ég lét það ekki á mig fá vegna þess að ég komst á réttum tíma í frönsku hvort eð er. Í frönsku var einhver forfallakennari sem talaði BARA frönsku og ég skildi vitanlega ekki orð. Frönskutíminn var ekkert rosalega skemmtilegur. Í hádeginu ákvað ég að vera gjafmild og örlát og gaf Dóra kók og keypti skúffuköku handa Hannesi... Hannes át ekki einu sinni kökuna. Ég varð lítillega móðguð, sérstaklega þar sem að nú átti ég engan pening til þess að kaupa mat handa sjálfri mér. Ég fékk það staðfest í dag að ég komst ekki inn í Listafélagið. Ég vissi það reyndar allan tímann en maður er stundum svo heimskur að leyfa sér að vona. Afþví að ég fékk að vita þetta svona seint var ég ekki búin að borga leikfélagsgjöldin svo að ég er ekki lengur í Leikfélaginu heldur. Sumsé algerlega útskúfuð úr öllu félagslífi, sem að ég er alls ekki vön. Það kætti mig alls ekki að strætó kom seint, aftur þegar ég ætlaði heim úr skólanum. Heima var ekki til neitt gott að borða, ekki einu sinni kók. Algert volæði þetta líf. Ég lét mér leiðast um tíma en ákvað svo að skrá mig á ræðunámskeið Málfundafélagsins, svona til þess að vera ekki alveg félagslega dauð. Tók strætó upp í MH, strætó kom seint eins og venjulega og ég kom of seint á námskeiðið. Til þess að toppa þetta allt saman vissi ég ekki að maður átti að vera með ræðu tilbúna svo ð ég skáldaði eitt stykki hræðilega ræðu á púltinu og gerði mig að þvílíku fífli fyrir framan hópinn minn. Á þeim tímapunkti langaði mig helst að fleygja mér í jörðina og grenja. Ég tók síðan strætó heim, sem ótrúlegt en satt kom ekki seint. Æpoddinn varð batteríislaus á leiðinni, það kætti mig ekki. Núna ætla ég svo að fara að sofa og vona að ég vakni ekki aftur fyrr en eftir nokkra mánuði.

Á tímum sem þessum finn ég mjög sterka löngun í áfengi. Þetta er vafalaust einn af ömurlegri dögum sem ég hef gengið í gengum og sem betur fer er hann búinn eftir 25 mínútur. Ég þakka áheyrnina meðan ég jós úr skálum reiði minnar og vonbrigðum.

Kv.Andrea

sunnudagur, september 11, 2005

Guð býr í garðslöngunni, amma...

Jæja, ég ákvað að senda inn smá blogg í staðin fyrir að vera ábyrgðarfullur nemi og læra mig til dauða. Ég er búin að vera rosalega löt við bloggræktun. Afhverju ætli það sé, spyr ég sjálfa mig. Seint verður fundið svar við leti minni, svo að sinni verðið þið kæru lesendur að bíða óþreyjufull eftir næsta bloggi í viku eða tvær. Annars var ég í réttum um helgina og hafði þar af leiðandi engann tíma fyrir blogg og þess háttar dót. Ég er dauðþreytt eftir helgina og nenni varla að skrifa eitthvað af viti hérna. Ein spurning þó.

Lagið All Of Me, hvor útgáfan er betri. Frank Sinatra eða Megas? Mér þótti einstaklega fyndið þegar ég fattaði að lagið er á báðum 3diska söfnunum sem ég fékk í afmælisgjöf. Kannið málið og svarið svo... ég get ekki ákveðið sjálf. Mér finnst Megasar útgáfan passa betur við textann því að Frank er einhvernvegin alltaf svo rosalega glaður í öllu sem hann syngur, jafnvel þótt það sé angurvær ástartexti. En Frank syngur óneitanlega betur en Magnús. Ég hallast samt sem áður að Megasar útgáfunni. Veit ekki... bleh. Kannski ég fari bara að sofa, svo ég vakni nú alveg örugglega á morgun.

Unaður Dagsins: Að keyra um sveitir Íslands og horfa á landslagið í Borgarfirðinum með Loksins erum við engin diskinn í eyrunum. Gott að vera með kodda við hendina líka, einstaklega þæginlegt og drepur tíma óvenjuvel þegar maður situr í bíl í 4 klukkutíma.

Kv.Andrea