þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Þunglyndir þriðjudagar...

Jess, það er kominn þriðjudagur en samt situr þetta litla þunglyndi ennþá í mér og röflið heldur áfram, ekki það að ég hafi ekki röflað nóg í gær, en ég er nú einusinni stelpa. Semsagt byggð fyrir að röfla eins mikið og ég get hugsanlega þangað til ég lippast niður af súrefnisskort. En já, ástæðan fyrir öllu þessu röfli er nú samt ósköp einföld, nefnilega líkindareikningur. Já... það má ekki kenna mér svoleiðis hluti, svartsýna manneskjan sem ég er. Það er nefnilega þannig í pottinn búið að ég er virkilega einmana, já...mjög sorglegt *snökt* og eftir að ég tók svona dóterí-próf á netinu um hvaða stjörnumerki ætti við mig fór ég að velta fyrir mér. 1/2 (semsagt helmingur mannkynsins, allir karlmenn) og 1/12 (stjörnumerkin eru 12) gera þetta: 1/2 x 1/12 eru 1/24.... semsagt eru 1/24 líkur á því að ég finni einhvern sem að ég passa við, og ekki batnar það. Við verðum einnig að taka til greina að ég sé ekki að deita neina gamlingja né gerast barnaníðingur (eins og sumir *hósthóst* hehe) þá minnka líkurnar enn meira, og það að ég bý á eyðieyju í miðju Atlantshafi sem gerir líkurnar enn minni, OG við verðum náttúrulega líka að taka það í reikninginn að ég sjálf er ótrúlega vandlát og oft á tíðum mannfælin (Æ mín læk, íew! Kúúúdís!). Með allt þetta tekið til greina kemst ég ekki hjá því að velta því fyrir mér hvort ég verði ekki bara ein allt mitt líf. *ém'meina* Hvar í anskotanum á ég að finna íslenskt karlkyns ljón á mínum aldri sem er skemmtilegur og aðlaðandi??? GETUR EINHVER SAGT MÉR ÞAÐ??? Nei, einmitt... hélt ekki! Og ef að sá kostagripur finnst, myndi hann alveg örugglega ekki hafa snefil af áhuga á svona everyday gelgju eins og mér. Gosh, I am so screwed. Á glaðværari nótum, mamma á afmæli í dag og það leiðir bara að einni niðurstöðu, að ég fæ köku í kvöld. Oh, bara ef ég væri alltaf svona einföld.

Dagurinn: Ágætur ef satt best skal segja. Stuttur og þæginlegur, svo slapp ég við leiðinlegustu tímana og horfði á eitthvað leikrit um Hrafnkell freysgoða í staðin. Svo var heldur ekki starfsfræðsla, vá...ég þurfti bara að mæta í 3 tíma í dag... ensku, náttúrufræði og leikfimi... MJÖG góður dagur! Svo fór ég heim í strætó með Sunzu minni en við vorum að skemmta okkur við að taka myndir í þokunni. Pabbi var veikur heima í dag, þannig að þegar ég kom heim gerði ég ekki það sem ég geri venjulega (sem er að fá mér súkkulaði og hanga í tölvunni) heldur kláraði ég verkefni fyrir Starfsfræðslu. Yes, I am oh soo sly. Nú halda foreldrar mínir að ég sé fyrirmyndar barn sem vinnur samviskusamlega heimalærdóminn sinn. Heheheehe..... vonandi veit mamma ekki slóðina á síðuna mína *smirk* Ojæja... í kvöld ætla ég líklega að fara með Jemenistum á kaffi Hljómalind að "tjilla" eða eitthvað. Ætla nú aðallega að fara afþví að Romance er að fara spila acoustic nokkur lög, og mig langar svo að heyra í þeim... orðið á götunni er að þeir ætli að taka 'Disarm' með Smashing Pumpkins og 'Pardon me' með Incubus og ég myndi aldrei vilja missa af því! Jæja, ég er farin að borða...

Pæling dagsins: Ég er í fílu út í þyngarlögmálið. It has taken my boobs! Well, if you could call them that... Ég veit að þetta hljómar fáránlega og yfirborðskennt en sannleikurinn er sá að brjóst skipta bara mjög miklu máli, þau eru valdatákn í samfélaginu ef svo mætti orða það. Og mér finnst eins og brjóstin á mér séu bara ekki hamingjusöm lengur, þau horfa bara í jörðina og þegja. Og afþví að það er vetur, og ég er komin af Aría-kynstofninum er ég hvítari en blöðin í prentaranum og renn nánast saman við þokuna sem hylur Kópavoginn... Æj, mér líður bara virkilega óaðlaðandi... ekki það að það skipti mig einhverju hjartansmáli en það getur enginn neitað því að vera ekki smávegis upptekin/n af sínu eigin útliti. Afhverju skiptir útlit svona miklu máli? Mér finnst það ekkert nema pirrandi, að vera þannig alin upp að útlit skipti mig svona miklu máli, og ég er ekki að segja að foreldrar mínir vilji bara eiga falleg börn, þvert á móti (eitt orð: Bensi) en samfélagið gerir bara svo miklar kröfur á að allir séu fallegir og grannir og með glansandi hár og guð veit hvað... Og afhverju má ekki vera svitalykt af fólki? Þetta er ósköp mannlegur hlutur, það svitna allir! Og ef einhver imbi hefði ekki fattað upp á því að reyna að hylja svitalyktina sína þá hefðu allir bara verið sveittir og enginn tekið eftir lyktinni hvort eð er. Æj, það er bara svo pirrandi að vera svo snertur af óskráðum reglum samfélagsins og njóta aldrei algjörs frelsis. Það getur enginn verið algjörlega frjáls, nema kannski þarna Gísli einbúinn... en voða fáir aðrir. Það er ekkert val lengur, og núna er ég komin í miklu stærri pælingar en venjulega. Ég meina, svona útskýrði Stebbi gítarleikari málið fyrir mér, það var bara amusing btw.... Ef þú ert ljón í frumskóginum, bara á vappi minding your own... þú sérð annað ljón. Ókey, þú ákveður að ráðast á hitt ljónið... af einhverju ástæðum sem koma málinu ekkert við. Þú ræðst á ljónið og drepur það. Gott mál, þetta er bara lögmál frumskógarins. Ljónið hafði val, við hinsvegar getum ekkert gert þetta, það kemur bara eitthvert yfirvald þegar þú ræðst á 'óvinaljónið' þitt og tekur í hnakkadrambinn á þér og dregur þig fyrir rétt. Ef þú vilt ekki fara í nám og neitar að ganga menntaveginn ertu bara dæmdur aumingi. Yfirvaldið bendir nánast á þig bara og segir "bleeeh, þú ert nú meiri hálvitinn, kannt ekki neitt... hérna, farðu á atvinnuleysingjabætur". Maður hefur ekki neitt val lengur... þetta á við í nánast öllum hugsanlegum hlutum! Lífið er spurning um val, en við höfum ekkert val.

Kv.Andrea

6 Comments:

Blogger Andrea said...

Móðgandi? á hvaða hátt hugsanlegann??? Ef ég er að móðga einhvern... látið mig vita, ég biðst innilegrara afsökunnar! En móðgandi hvernig þá? :O *gasp*

þriðjudagur, febrúar 22, 2005 7:25:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Oh... ég þoli ekki þegar fólk dleletar skoðununum sínum áður en ég næ að sjá þau... en já, ef þetta móðgaði þigg arnór :) þá soorrí... meint ekkert illt með þessu, þú ert indæll

þriðjudagur, febrúar 22, 2005 10:36:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

You can't just make these emotions boiling up inside of me just go away by words, man. I'm really hurting here.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005 10:51:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Mig minnir líka að ég hafi minnst á eitthvað í þessa áttina: Nei, einmitt... hélt ekki! Og ef að sá kostagripur finnst, myndi hann alveg örugglega ekki hafa snefil af áhuga á svona everyday gelgju eins og mér. (En kannski hef ég ekki rétt fyrir en ég veit nú ekki hvað málið er með þig að taka upp vettlinginn fyrir hann...En þegar ég hugsa um það passar hann alveg við profilið, fattaði það bara ekki þegar ég var að skrifa.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005 10:56:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

"Hvar í anskotanum á ég að finna íslenskt karlkyns ljón á mínum aldri sem er skemmtilegur og aðlaðandi???"

Á.S.L.A.N.D.I.Ð.

Ég, Jónsi, Bjöggi I og Ziggy Schneider eigum heima hérna. Fokkin studs, man.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005 10:19:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Var að spá...
Ef það eru 6 milljarðar fólks á jörðinni.. og helmingurinn karlkyn
ef þeir dreifast jafnd á 12 mánuði sem er þá 3.000.000.000 / 12 samtals:
250.000.000 karlar sem eru ljón...
Ef meðallíftími karla á jörðinni er 70 ár.. þá eru 250.000.000 /70
......
3.571.482 karlkyns í ljónsmerkinu á sama aldri og þú ... go fish!

fimmtudagur, febrúar 24, 2005 1:13:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home