þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Þá vitum við það.

Það er mánudagur. Ég er ölvuð. Mér þykir það leitt.

Ég er samt ekki fyllibytta eða neitt þannig, þá má sjá á stafsetningunni (það fer náttúrulega eftir því hvernig maður skilgreinir fyllibyttu). Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig ég er. Það gerist oft þegar ég er í annarlegu ástandi að mér finnst ég ómerkileg manneskja. Asnaleg, í rauninni. Af því að á meðan ég hef galla, vissulega, eins og allir hafa galla, þá veit ég alltaf af mínum göllum. Ég er sjálfselsk og óumburðarlynd. Ég geri grín að heimsku fólki. Ég á fleiri siðferðislega glæpi í hugarfylgsnum mínum, en mér er alveg sama. Stundum finnst mér ég vera of vægðarlaus, mér þykir það leiðinlegt. Mitt vandamál er í rauninni að ég brýt hluti of fljótt til mergjar og álykta. Gerir það mig að vondri manneskju? Endilega deilið skoðun ykkar.

Já, það á svo sannarlega enginn eftir að botna í þessum texta.

Kv. Andrea