mánudagur, desember 03, 2007

Sturtuhugleiðingar á prófatíma.

Við hugleiðingar í sturtu komst ég að þeirri niðurstöðu að málshættinum "sá vægir sem vitið hefur meira" fylgir óhjákvæmilega sú leiðindarniðurstaða að heiminum sé þá í raun stjórnað af óvitum.

Samhliða þessu sá ég í gær stuttmyndina Zeitgeist, sem ég mæli nú reyndar ekki með en hefur aukið bölsýni mína til muna. Fyrst það, nú þetta. Er mér ekki ætlað að eiga gott jólafrí?

Kv. Andrea