fimmtudagur, janúar 22, 2009

Cold Feet

Loksins þegar ég var komin með eitthvað plan, einhverjar horfur, götu sem ég gæti litið fyrir hornið á, fer ég að fá bakþanka.

Hvað ef ég kemst ekki inn í neina skóla? Ég er ekki með neinar fokking 35 listnámseiningar. Ég á ekki 300.000 krónur. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Er ég bara sjálfselsk og leiðinleg? Ætti ég að sækja um skóla í London og sætta mig við ævilangar námsáraskuldir sem ég á örugglega aldrei eftir að geta borgað upp? Langar mig yfir höfuð í listnám?

Æ, fokk itt. Ég ætla í háttinn. Á morgun segir sá lati.

Kv. Andrea

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

EKKI FARA TIL LONDON
eða þú veist þú mátt það ef þú vilt. En þú varst búin að sverja eið að taka aldrei lán. Ég seifaði það inn á símann minn því ég vissi vel að það er óhjákvæmanlegt.
En ef þú ákveður að fara þá bið ég þig vel að lifa. Kemstu ekki inn í listháskólann ef þú ert ekki með 35 einingar í listardrasli ? Er ekki svipað um farið með aðra listaskóla einst og t.d. í London.
Nú þarf ég að kynna mér þetta.

kv. frá klakanum kalda
Erla Dóra

föstudagur, janúar 23, 2009 9:29:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home