mánudagur, febrúar 28, 2005

Into the void

Kæra dagbók, nei vá... þetta er allt of formlegt... svo er þetta eiginlega ekkert dagbók. Ókey, jú reyndar en samt finnst mér einhvernvegin eins og þetta sé það ekki. Frekar bara staður þar sem ég skrifa, það væri víst kannski aðeins of langur byrjunnartitill "Kæri staður þar sem ég skrifa" og það hljómar líka nokkuð kjánalega. Afhverju ætti hann að vera mér kær? Æi, nenni ekki að spá meira í þessu. Á morgun er ég að fara að tapa í Getkó á móti Igló... svo týpískt að lenda á móti þeim, ég býst bara við því að okkur sé ekki ætlað að komast langt. Well, so be it.

Dagurinn: Það gerðist nákvæmlega ekki neitt spennandi í dag. Bara venjulegur mánudagur, frekar leiðinlegur en ég og Einar börðumst hetjulega í gegnum 2faldann samfélagsfræðitíma með rosalega lélegum bröndurum og athugasemdir á hárið hennar Birnu. Í íslensku fékk ég hinsvegar að vita einkunnina mína fyrir Tristam og Ísond verkefnið sem við náðum að tjasla saman á ögurstundu. Við vorum með 9,5 og vorum einmitt hæstar í bekknum. Það gerði daginn aðeins líflegri. Þegar ég kom heim hafði ég enn minna að gera... ég hugsaði um að læra heimalærdóminn minn í eina millisekúntu en hristi það af mér og fann mér eitthvað gagnlegra að gera. Um 6 leitið fór ég svo heim til Gerðar þar sem vinkonur mínar höfðu ákveðið að hittast. Við horfðum á eina ömurlegustu mynd sem ég hef séð allt mitt líf, en Gerði fannst myndin algjör draumur svo að ég ákvað að tjá mig ekkert um málið. Þær voru ótrúlega cheesy og pöntuðu sé kínamat... en ég ákvað að vera 'svööl' og sofna á sófanum í 2 klukktíma. Það hafði enginn haft fyrir því að vekja mig svo að ég kom aftur til meðvitundar um 10 leitið og fann stelpurnar að syngja inn í herbergi, *sigh* þetta endar ekki fallega. Ég var semsagt neydd til þess að syngja á árshátíðinni, en þeir sem þekkja mig vita að ég myndi aldrei, aldrei syngja á almannafæri. Me and singing... most definitely a good combination. Ég mun að öllum líkindum fá mig lausa úr þessu fyrir næsta blogg. If not... then well, I guess I'm just gonna have to kill myself. Jæja, ég var allaveganna að koma heim núna... frekar þreitt eftir að hafa vakið til 4 í fyrranótt... ég gafst upp um það leiti og steinsofnaði. Ég hef ósköp lítið til þess að tala um, nema bara þetta venjulega (hversu einmana ég er, stress fyrir samræmdu og svo framvegis) og ég nenni ekki að vera að drekkja ykkur í leiðinlegu nöldri. *syngur* "Can you feel it, love is here"... well, obviously not here! Ég er svo einmana að það er sorglegt.

Pæling dagsins: Hvað er málið með staðalímyndir? Afhverju þarf fólk að hafa staðalímynd á öllu? Það er svo heftandi að vita að þessu og þessu er búist við af þér og þú þarft eiginlega að vera eins og fólk vill að þú sért. Jafnvel þótt að staðalímynd manns sé ekkert það slæm þá langar mann einhvervegin alltaf að stökkva aðeins út fyrir hversdagsleikann og gera eitthvað out of the ordinary. Eins og ég til dæmis geri aldrei ákveðna hluti (eða sjaldan þá) afþví að það er ekki búist við því af mér. Eins og að skrópa í tíma... ég geri það aldrei, aldrei viljandi allaveganna. Það er heldur aldrei búist við því af mér að vera algjör drusla, ég fékk svo sannarlega að vita það í kvöld. Gerður var nefnilega að koma að utan og gaf okkur öllum eitt staupglas, uppbyggjandi ég veit :) Allaveganna, þá stóð alltaf eitthvað á þeim sem lýsti manneskjunni vel. Jórunn fékk t.d. Kinky girl, Sunza fékk Horny girl og Íris G. fékk Easy girl (hehe) og hvað fékk ég.... Good girl. Lýsandi dæmi um staðalímyndina mína, gefur í skin að ég geti verið vel í glasi en samt hagað mér vel, eins og "dömu" sæmir. Ég þáði gjöfina en var smávegis fúl inn í mér og langaði helst af öllu að vera argasta drusla á því augnarbliki. Sunza öfundar mig yfir þessarri "stöðu minni" eins og hún kallar það... þetta var ágætt í nokkur ár en núna er ég farin að verða andskoti desperate og ég veit ekkert hvað ég á að gera. Þetta leiðir líka að miklum sjálfshugleiðingum... svona spurningar eins og... "er ég bara svona feit/ljót/pirrandi að enginn vill mig?" ég get vel ímyndað mér að þetta sé bara eitthvað rugl hjá mér, það hlítur einhver að blessa sig yfir mig áður en yfir líkur. Vona það allaveganna áður en ég dey úr einsemd og volæði. Jesus, I've done it again... breitti fullkomlega eðlilegri pælingu í volæðiskjaftæði um sjálfa mig. Hope you can forgive me! *vandræðalegt bros...*

Tónlistin:
Smashing Pumpkins - Galapogos
Hreimur - Súra Reyjavík
Starsailor - Love is here
Ensími - Brighter
Sigur Rós - Rafmagnið búið

Kv.Andrea

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

in to the void .... be a lovely song ...
ef þú sérð þetta comment fyriri Getkó í kveld þá ætlar héðinn víst að sækja mig og hidli í spar kl 8 ... bara svo að þú vitir það ... þannig ... okei ... yfir og út ... vona að þú fáir þetta jamm og óvissuferðin ... hehehehh það kemur í ljós ....

þriðjudagur, mars 01, 2005 2:45:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home