miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Aufi! Kallið eigi Blankiflúr pútu!

Ókey, titillinn er auðvitað bara einhver virkilega handahófskennd tilvitnun úr riddarasögunni Flórens og Blankiflúr, og tengist á engan hátt þessu ósköp venjulega miðvikudagsposti, en ég varð einfaldlega að koma því að... ekki veit ég þó afhverju. Í gær var ég virkilega hamingjusöm yfir því hversu gott veðrið hafði verið um daginn og nú væri vorið loksins komið. Í dag var ógeðfellt veður úti, vindur og kuldi með stöku haglélsskúrum. Og þar sem að ég lánaði Gerði seinasta strætómiðann minn þurfti ég að labba heim. Á leiðinni sá ég Smokey the fluffster (Reykingarkötturinn) og DonVito Kiseh (Mafíósakötturinn) sitja í glugga, þeir horfðu á mig með grimmd í augum. Kannski er kattarmafían á eftir mér, þótt ég hafi nú ekki gert þessum elskum neitt. Smokey er þó vinur minn, hann er krúttlegur furball sem fékk nafnið Smokey the furball afþví að hann situr alltaf með Sunnu þegar hún fer út að reykja á rólónum í Haukalind. Þeir eiga nefnilega heima þar. Hinsvegar er ég hrædd við Doninn, hef reyndar aldrei orðið fyrir barðinu á honum vegna þess að hann er of feitur til þess að komast út um gluggann sem gerir það að verkum að hann er virkilega sjaldan úti. Sem er gott því að ég er ansi smeik við hann. Ég hitti hann einu sinni og ætlaði að klappa honum(því að ég er svolítið veik fyrir feitum köttum) en hann sat bara hliðin á Árna-Grundavíkur-stein-listaverkinu og hvæsti. Síðan þá hafa kettirnir í götunni verið að sniglast um í garðinum mínum. En í dag horfðu þeir bara á mig, sem og fleiri kettir sem ég mætti á leiðinni heim, og það var svo vont veður að ég komst naumlega.

Dagurinn: Í dag er miðvikudagur og miðvikudagar eru ekki skemmtilegustu dagarnir mínir. Dagurinn byrjaði á íslenskuprófi, og mér gekk allt annað en vel, bara virkilega illa ef farið er nánar út í það og mér finnst það frekar kjánalegt þar sem íslenska er nú einu sinni móðurmálið mitt og það er í rauninni alveg týpískt ég að fá betri einkunn í dönsku eða eitthvað í þá áttina. Eftir að próftímanum var lokið var aðeins einn tími eftir, nefnilega íslenska. Og við fórum í leik :D Hann heitir minnir mig Land, borg, bíll eða eitthvað þannig og virkar þannig að það eru valdar ákveðnar "katagoríur" og svo á maður að finna eitthvað í hverri "katagoríu" sem byrjar á sama staf á ákveðið miklum tíma. Í leikjum eins og þessum flýgur keppnisskap mitt upp úr öllu valdi og ég legg allan metnað minn í að vinna. Og okkar hópur vann með miklum yfirburðum (ok Andrea mín, þetta eru kannski smá ýkjur) eins og ég bjóst við...hehe... og þetta er skemmtilegasti íslenskutími sem ég hef farið í, í langann tíma. Eftir íslenskutíma er ég í nánast endalausri eyðu sem ég eyði venjulega í ekki neitt. Í dag ætlaði ég hinsvegar að vera dugleg, fara upp á bókasafn og læra fyrir náttúrufræðipróf en ég gat bara ómögulega einbeitt mér að bókunum sem lágu þarna í hrúgu fyrir framan mig. Svo gátu stelpurnar ekki hætt að tala um kynlíf, og ég gat ekki einbeitt mér svo ég ákvað að fara niður í sjoppu. Sniðug, Andrea. *sigh* Ekki það að ég eigi mikinn pening fyrir, þá þarf ég alltaf að fara niður í sjoppið vegna minnar verzlings fíknar (sem er kók, ef þið þekkið mig ekki) og stenst aldrei freistingar hvunndagsins. Núna á ég 250 krónur til að lifa út vikuna. Good job. Svo var félagsmálafræði og næsta föstudag verður HIPPABALL! og allir að mæta sem vettling geta valdið! Loksins loksins, tækifæri til þess að hrista af sér jólakeppina. Jæja, ég veit ekkert hvað ég á að blogga núna... nenni bara alls ekki að fara að læra og þessvegna er ég að blogga.

Pæling dagsins: Oh, þessar pælingar eru alltaf svo erfiðar! Ég er með fullt af pælingum, en sumar þeirra eru bara svo "absúrd" að ég kem þeim ekki niður á blað, eða skjá í þessu tilfelli. Vegna þess að ég var að taka íslenskupróf í dag hef ég verið að spá aðeins í íslenskunni og kunnáttu (eða skort af) minni í henni. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu, eftir miklar vangaveltur og spegúlerasjónir, að við Íslendinar verandi stolta þjóðin sem við erum, erum að glata málinu okkar. Aðaláhrifavaldar þessa vandamáls eru ofnotkun tölvumáls, meiri innflytjendastraumur og auðvitað áhrif frá Bandaríkjunum. Þessum heittelskuðu Bandaríkjum. ÞAU SJÚGA! á fallegri íslensku. Það er allaveganna mitt álit. Þau minna mig of mikið á Gísla Rúnar. Halda að þau stjórni öllu, en það hata þau allir í laumi en enginn þorir að standa upp á móti þeim af einhverri óútskýranlegri ástæðu þar sem þau eru bara um 1.67 á hæð. Ókey... þarna er ég kannski bara búin að rugla 2 ömurlegum "hlutum" saman. Það er reyndar gaman að versla þar, í Bandaríkjunum það er að segja, ekki Gísla. Annars finnst mér asnalegt að það sé "kúl" að sletta á ensku, en það er allt of lítið gert af því á öðrum málum, svo sem dönsku, frönsku, sænsku og svo framleiðis. Ég hef reyndar verið að breita til upp á síðkastið og reyni að sletta á öðrum málum, og þess má geta að þegar ég sletti eru sletturnar nær eingöngu neikvæð orð, blótsyrði og svoleiðis. Hér meðfylgjandi eru nokkur orð sem fólk gæti lagt í vana sinn að nota í staðin fyrir "fokk" "sjitt" "ó mæ good" og allt þetta. (franska) merde: skítur/shit - c'est con: þetta er asnalegt - con: hálviti - c'est grave: þýðir í raun alvarlegt en er notað sem brjálað (reyndar smá outdated er mér sagt) - (sænska) fy fan: helvítis - Jävla skid: djöfulsins skítur! - Herre gud: guð minn góður! og svo er náttúrulega alltaf þetta íslenska eins og jeremías minn! og fleiri sígildar upphrópanir. Ég man ekkert sérstakt úr dönsku enda er ég alveg rosalega léleg í henni. Það þykir samt alveg jafn flott að sletta úr dönsku samkvæmt nýjustu upplýsingum mínum frá tískulöggunni mömmu. Jæja, þá er nóg komið af röfli í dag.

Brandari dagsins: Er frekar ljótur þannig að ef þið eruð viðkvæmar sálir ekki halda áfram að lesa.

Hvað er fyndnara en dautt barn í ruslatunnu? ....dautt barn í trúðagalla í ruslatunnu. (mér fannst þetta fyndið, gerir það mig að vondri manneskju? Mamma segir: Já! Rotinn hugsunarháttur.)

Tónlistin:
Deftones - Changes (Takk kærlega ERLA!)
Van Morrison - Brown eyed girl (er það ekki Van Morrison eða er ég að rugla, það stendur allavegana hjá mér)
Pulp - Disco 2000

Kv.Andrea

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

yesssssssss................. erla 1 stig aðrir pirrandi aðilar = 0 múhahhahahhahah
ég sá þig breytast
í flugu !!!!

í hausnum á þér ! í hausnum á þér uppvakningur uppvakningur uppvakningur!

ó guð vors lands , ó land vors guð ! vér lofum þitt heilaga , heilaga nafn . Úr sólkerfum himnanna hníta þér krans þínir herskarar, tímana safn . Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár , og þúsund ár dagur ei meir .Ísland þúsund ár , ísland þúsund ár ! Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár sem tilbiður guð sinn og deyr .

jamm ég man þetta svona norkkurn veginn svo að þjóerniskennd mín er í nokkuð góðum vegum núna höfð að minni hálfu !!

miðvikudagur, febrúar 02, 2005 9:58:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

erla aftur
MUGISON ROKKAR !!!!!!!!!!!
var að horfa á íslensku tónlistarverðlaunin :)):):):):
murr murr ¨!!!!!!!!!!! please win ... must go and see !!! smell you later

miðvikudagur, febrúar 02, 2005 10:00:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Nei, ívar.... deftones eru held ég ekki mikið í því að covera bowie... þetta er örugglega ekki lag sem þú fílar anyways... en hmm, mér finnst það sætt

föstudagur, febrúar 04, 2005 3:55:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Ég elska Change og jáh ekkert "s" andrea mín, en jáh Change (in the house of flies) er geðveikt lag... ég get ekki hlustað nógu oft á það! og uhm... íslenskan er að deyja út....

föstudagur, febrúar 04, 2005 6:47:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

já... s-ið var óvart :P ég var að fatta það áðan :S var heldur ekki að skilja þetta með David Bowie... en hmm, síðan hvenær hlustaðir þú á Deftones Benedikta?

laugardagur, febrúar 05, 2005 6:36:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Var nú bara að uppgötva þá fyrir alvöru núna.. ein af uppáhalds hljómsveitum Agga :P ég hef alveg hlustað á þá áður.. er að stúdera þá smá núna ^.^ its fun!

laugardagur, febrúar 05, 2005 10:26:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jamm, Æ NÓ! Be quiet and drive er líka gegt flott lag :D

laugardagur, febrúar 05, 2005 11:11:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home