Cookie master!
Reyndar er ég ekki smákökumeistari... en mér finnst smákökur samt góðar. Ég ætlaði að vera dugleg að blogga, og fattaði að ég hef ekki bloggað í 2 eða 3 daga, úbsí :P Svo ég ákvað að blogga smávegis. Í gær var hippaball í Jemen og ég mætti auðvitað, og ákvað... bara svona upp á tilbreitinguna að fara samferða einhverjum. Í rauninni nennti enginn að skutla mér, ég fann ekki geislaspilarann minn og ég ákvað að það yrði leiðinlegt að labba ein með enga tónlist, svo að ég hringja í Írisi. Hún var með Rut *sigh* en ég lét það ekki á mig fá. Eins og Íris gerir stundum þá var hún að vera óþolandi lengi og ég var alveg að missa það þegar ég þurfti að bíða með Rut í lyftunni. Ef Íris hefði verið einni mínútu lengur hefði ég örugglega einhvernvegin hent Rut niður lyftustokkinn *hmmm* Jæja, up side var að við hittum Skúla á leiðinni. Hann er indæll. Jæja... Ballið sökkaði, en ég verð að viðurkenna að það var mjög gaman að klæða sig svona, kannski ég taki það upp. Síðan fór ég á Hard Rock í afmæli Danna og Kisa... þegar ég kom var Danni að fara með Verzló kærustunni sinni og Bæring(maðurinn er allstaðar, krípí as hell) svo að ég gaf bara skít í þá og fór með afgangnum af ammlinu í partí eikkerstaðar nirrí bæ. Það var ágætt... reyndar þá fékk ég smávegis áfengi sem gerir mig "hreyfiglaða" og þar sem partíið var aðallega samkynhneigt eða á föstu endaði ég á því að dansa við Haffa, yndislegan homma sem ótrúlegt en satt kann mjög vel að losa brjóstahaldara... ég veit ekki afhverju! Hvernig ætti það að koma honum í góðar þarfir??? Jæja... það var ágætt kvöld og voðalega lítið meira um það að segja.
Dagurinn: Þar sem ég er að fara í stærðfræðipróf á mánudag fannst okkur Sunzu það vera þjóðráð að hittast og læra saman. Þegar Sunza kemur í heimsókn eyðum við deginum EINGÖNGU í það að bakatala fólk og klæmast, stundum dansa líka. Já... þessi dagur var engin undantekning. Mjög skemmtilegur dagur en ég býst ekki við því að ég eigi eftir að læra mikið fyrir prófið. Sunza var að fara heim áðan... þrátt fyrir mótmæli mín, talaði eitthvað um íþróttablys og sjálfsfróun en ég náði ekki að stoppa hana í tæka tíð, hún var faaarin*sniffle* Jæja, hugsaði ég með sjálfri mér... nú blogga ég. Og er enn að... jibbí, það er ekkert annað búið að gerast í dag nema núna, ætla ég að fara að sækja mér súkkulaði og eplasider. Hey! Mask of Zorro er í Imbanum.... Antonio Banderas *He est seexksí, yes* Did I say that outloud? What?! I HAVE NEEEDS!
Pæling dagsins: Mér leiðist. Afhverju er allt gott slæmt? Eins og súkkulaði? Er það bara fitandi afþví að það er gott á bragðið? Eða virkar mannshugurinn bara þannig að það sem er gott í lífinu er gert slæmt af samfélaginu, því að ef allir væru hamingjusamir myndu þeir einfaldlega ekki nenna að fara að kjósa? Er þetta ekki bara spurning um val? Ég vel að súkkulaði sé gott, er það þá bara otomatisklí slæmt og fitandi? Þetta á ekki bara við um súkkulaði... heldur bara næstum allt! Eins og að liggja í leti... það er slæmt, en mjög gott. Spáið í þessu.
Kv.Andrea
Dagurinn: Þar sem ég er að fara í stærðfræðipróf á mánudag fannst okkur Sunzu það vera þjóðráð að hittast og læra saman. Þegar Sunza kemur í heimsókn eyðum við deginum EINGÖNGU í það að bakatala fólk og klæmast, stundum dansa líka. Já... þessi dagur var engin undantekning. Mjög skemmtilegur dagur en ég býst ekki við því að ég eigi eftir að læra mikið fyrir prófið. Sunza var að fara heim áðan... þrátt fyrir mótmæli mín, talaði eitthvað um íþróttablys og sjálfsfróun en ég náði ekki að stoppa hana í tæka tíð, hún var faaarin*sniffle* Jæja, hugsaði ég með sjálfri mér... nú blogga ég. Og er enn að... jibbí, það er ekkert annað búið að gerast í dag nema núna, ætla ég að fara að sækja mér súkkulaði og eplasider. Hey! Mask of Zorro er í Imbanum.... Antonio Banderas *He est seexksí, yes* Did I say that outloud? What?! I HAVE NEEEDS!
Pæling dagsins: Mér leiðist. Afhverju er allt gott slæmt? Eins og súkkulaði? Er það bara fitandi afþví að það er gott á bragðið? Eða virkar mannshugurinn bara þannig að það sem er gott í lífinu er gert slæmt af samfélaginu, því að ef allir væru hamingjusamir myndu þeir einfaldlega ekki nenna að fara að kjósa? Er þetta ekki bara spurning um val? Ég vel að súkkulaði sé gott, er það þá bara otomatisklí slæmt og fitandi? Þetta á ekki bara við um súkkulaði... heldur bara næstum allt! Eins og að liggja í leti... það er slæmt, en mjög gott. Spáið í þessu.
Kv.Andrea
3 Comments:
Öss.... þú misstir af skemmtilegsta partinum af ammlinu til þess að fara á eitthvað hippaball sem var svo ekkert sérstakt.. nee annars... skil það alveg að þú þurftir að mæta, varst það ekki þú sem reifst fyrir því að þetta ball yrði haldið, en það var nú samt fínt að fá þig ^.^ gott að þú misstir ekki af helíum-blöðru fjörinu :D
Já, ég hef kynnst því hvað súkkulaði er "slæmt". Alltaf þegar maður er í góðum fíling með súkkulaði/súkkulaðiköku þá er manni alltaf sagt að hætta :(. Ég er líka búinn að bæta svolitlu á mig undanfarið og mér finnst það alls ekkert skrýtið þar sem ég er farinn að borða miklu meira nammi. Ég held hreinlega að ég sé haldinn ofáti. Ég borða þangað til það sem ég er að borða klárast! Fjölskyldan mín virðist einnig farin að kaupa óvenjulega mikið af sætindum. Pabbi hefur einstaklega sterka þörf fyrir snakkát, sem ég virðist líka hafa þrátt fyrir að mér finnist það eiginlega ekkert það gott lengur. Eftir kökudaginn í skólanum(sem er á morgun (þriðjudag)) ætla ég að reyn að taka mig á. Það er þó hægara sagt en gert því að ég hef sagt þetta oftar en ég get talið. Alltaf þegar ég er búinn að borða mikið af óhollum mat líður mér alltaf eins og ég sé svo mikill óþverri, eins og ég hafi gert eitthvað verulega slæmt. Ég verð bara að biðja mömmu um að læsa allt svona inni í skáp, það ætti að virka. Ég læt þetta gott heita. Hefði alveg eins getað bloggað um þetta, en ég nenni því ekki.
HEHE, ég var ekki búinn að sjá þetta komment og var einmitt að blogga um það nákvæmlega sama! Great minds think alike segi ég nú bara. Þú hefur það þó fram yfir mig að þú hreifir þig líka, sem ég geri alveg rosalega lítið af og borða samt yfirskammta. Og já... súkkulaði er verkfæri djöfulsins... mín mesta freisting hinað til, en ég hef ekki rekist á stórann rauðann takka ennþá.
Skrifa ummæli
<< Home