mánudagur, janúar 31, 2005

Mánudagar...þarf að segja meira?

, afhverju eru mánudagar svona rosalega erfðiðir... þótt þeir séu það í rauninni ekki, afhverju eru þeir þá svona hvimleiðir eitthvað? Er þetta einhver Íslenskur vinnufíkla kúltúr sem hefur verið skapaður í kring um mánudaginn í einhverju skemmdegisþunglyndiskasti? (vá langt orð þetta) Jæja, þessi mánudagur var frekar erfiður.

Dagurinn: Ég vaknaði við klukkuna í morgnu! Stórt húrra fyrir því :D hehe, aftur á móti þá held ég, að þar sem ég fór að sofa kl.3 að ég hafi bara aldrei sokkið almennilega í svefninum og einfaldlega ekkert sofið yfir nóttina... bara lúllað í 4 tíma... eða eitthvað þannig....oh ég veiit ekki, ég kýs það helst að vita bara ekki neitt á mánudögum. Okkar stórmerkilega skólakerfi tókst af einhverjum virkilega fáránlegum ástæðum að gera stundarskrána mína þannig að ég byrja í 2földum íslenskutíma á mánudögum, kannski ekki besta fagið fyrir svona morgunfúla manneskju eins og mig, en sem betur fer var Hrefna íslenskukennari ómeðvitað góð og fór yfir námsefnið mestallann tímann, og svo fórum við víst líka í ljóð, sem eru nú bara svo fáránlega létt að það telst varla sem námsefni. Dagurinn leið og fyrr en varði var aðeins einn tími í íslensku framhald, þar sem ég, Karen og Karen áttum eftir að klára verkefnið okkar. Okkur tókst það með naumindum en þegar það var komið að því lesa upp úrdráttinn úr sögunni okkar var ég penlega uppfrædd um að ég ætti að lesa hálfann textann! Það er að segja mestallt sem ég skrifaði, sem var nú alveg absúrd með meiru og ég gat ómögulega komið því uppúr mér, það var svo bullandi í einkahúmor að á ákveðnum tímapunkti lamaðist ég algjörlega í hláturskrampa og hrundi í jörðina, á meðan ég var að fara með LOKAverkefnið okkar í íslensku framhaldi. Veit ekki hvernig mér tekst að koma mér í svona aðstöður, ég hreinlega horfði á verkefnið okkar molast í sundur, á meðan ég lá með hláturskrampa á gólfinu yfir því ó-fyndna hugtaki "mjög svo hálfdauður". Á þeim tímapunkti vorum við allar farnar að grenja úr hlátri, Karen A. var búin að skríða undir borð og greyið bekkurinn hefur mjög líklega ekki skilið eitt orð af því sem ég var að reyna að segja. Ég er bara að giska á þetta, en ég held að okkur hafi ekki gengið vel. Á eftir íslensku var svo Samfélagsfræði val, og ég var bara svo örmagna af þreitu og svengd að ég bara rotaðist niður á borðið mitt og missti af nánast öllu. Vaknaði svo, og fékk ábendingu frá Erlu Dóru að ég væri með stórann rauðann blett á enninu, og þar kenni ég nýju borðunum um. Frábært Andrea! Þið getið eflaust ýmindað ykkur hversu pirruð ég var orðin. Svo þurfti ég að taka strætó heim afþví að Lindaskóli suckar. En þegar ég kom heim fékk ég mér pizzu og núna er allt betra. Ég er að hugsa um að fá mér að lúlla smávegis. Eða fara í sturtu... ég sé alveg hvernig hægt er að smella þessu tvennu saman. Jæja, nóg af röfli í dag.

Pæling dagsins: Hvað er afturkreisingur? (ég veit alveg hvað það þýðir en ég er að velta því fyrir mér hvort allir viti það) og þótt þið vitið það... hvað kemur fyrst upp í hugann þegar einhver segir við þig: Oh, þegiðu afturkreistingurinn þinn! Bara pæling. Og líka orðið Örverpi! Það hljómar frekar neikvætt... en er það það? Hmm... Jæja, ég er farin í sturtu!

Tónlistin: Sigur Rós: Viðrar vel til loftárása (hehe....flott lag ;) þeir eru krútt)

sunnudagur, janúar 30, 2005

How predictable...Helgin!

Halló allir! (eða Benedikta og Ívar, ef þið viljið fara útí smáatriðin)... Jæja, kominn tími til þess að blogga smávegis um "atburðaríku" helgina mína. Í stuttu máli þá var ég hjá Benediktu alla helgina... og þar sem að ég bloggaði síðast í gær, þá vitið þið það örugglega... en þar sem ég skildi við ykkur síðast þar sem ég....uuhh... var að fá mér köku! Já, kakan var mjög góð og ég át eiginlega yfir mig. Svo fórum við í Hvammsval og keyptum okkur nammi og gos, og héldum heim til þess að byrja sukk-frönsku-maraþonið. Við kláruðum semi-splatter myndina Serial lover, og ætluðum að setja aðra mynd í tækið þegar okkur var óvænt boðið í partí. So much for the marathon. Þar sem að ég er kannski ekki beint mest social manneskjan af öllum langaði mig ekkert ótrúlega mikið í menntskælingateiti þar sem ég myndi ekki þekkja neinn og vera þriðja hjólið (já, Aggi, kærastinn hennar Benediktu var að bjóða okkur...) en Benedikta bugaðist ekki og jafnvel þótt ég væri hálfveik þurfti ég að fara, ég átti engann pening, ekkert áfengi og ég var með hausverk OG Benedikta sjálf var veik en nóg um það. Bróðurparturinn af kvöldinu félst í því að hanga heima hjá Agga, eða labba í hringi í Fossvoginum, nei annars... einhverstaðar í Reyjavík væri meira í áttina þar sem ég vissi EKKERT hvar ég var, og ég var orðin rennblaut í fæturnar. En svo um 11 leitið komu Soffía og Imma (sem var edrú ótrúlegt en satt) sem voru á bíl. Hallelúja!!! Allt í einu vorum við komin niður á tjörn aka. miðbæ og þá fékk ég að vita að umrætt partí var semsagt einhverstaðar þar á svæðinu. Við eyddum dágóðum tíma í það að bakka í stæði, en þar sem að Soffía er (infact) kvenkyns gáfumst við upp og fundum okkur annað stæði. Partíið var í MJÖG lítilli kjallaríbúð og ég var ekkert alveg að fíla mig þarna svona fyrst um sinn. Ég og Soffía eyddum meira að segja frekar löngum tíma í það að hlægja að því hversu rosalega 'lame' þetta partí væri. Þess má geta að á þessum tímapunkti var ekkert áfengi komið til sögunar. Svo kom Aggi færandi hendi með bjór og eitthvað í flösku sem ég ákvað að vita ekki hvað var. Ég get samt ekki sagt að ég hafi drukkið mikið, eða borðað mikið for that matter, afþví að ég smakkaði jelloshots í fyrsta skipti og get samviskulega sagt að það var mjög gott (fyrir þá sem ekki vita þá er jelloshots áfengi í hlaupformi). Allaveganna þá varð partíið allt í einu helmingi skemmtilegra... ég fór að hitta alskonar skemmtilegt fólk og talaði aðeins meira, var farin að finna svolítið á mér... sem að opnar óneitanlega fleiri möguleika við að kynnast fólki... sem ég gerði. Um stund var ég bara að flækjast á milli herbergja að leita að manneskjunni sem átti heima þarna (ég var með smá samviskubit að þekkja hana/hann ekki) og endaði í elshúsinu að reykja eitthvað brúnt og vafið sem ég hafði ekki hugmynd um hvað var, en sómadrengurinn sem gaf mér það sagði að það væri ekki ólöglegt og hann ætti heima hérna. Loksins fann ég eigandann! Eníveis, þá gafst ég uppá þessu eldhúspartí og fór fram að 'mingla' og hitti þar alveg hreint yndislegt par, þar sem strákurinn var úr Kvennó og stelpan MR (fyndið, líklegra að það væri öfugt) sem voru forfallnir tónlistarunnendur. Ég komst að því að þau hlustuðu á Smashing Pumpkins og ræddi um stund við þau snilld Mellon Collie Infinite sadness og fleira í þeim dúr. Þau voruuu yndæl! Við Benedikta vorum búnar að planleggja að gista bara hjá Agga og vera í partíinu lengur en foreldrar Benediktu voru ekki aaaaalveg á þeim dúr þar sem að það var minor (ég) í för með 'menntskælingunum' (þeim sem erun nokkrum mánuðum eldri en ég) svo að við fórum heim um 2 leitið, Smashing Pumpkins parinu til mikils ama, þau buðust til þess að ættleiða mig en ég þurfti að fara heim með Diktu, sem við gerðum... Og steinsofnuðum strax og við komum heim.

Dagurinn: Það er nákvæmlega ekkert búið að gerast í dag, ég vaknaði seint heima hjá Benediktu, tók strætó heim og kom heim... skipti um föt og fór í tölvuna. Núna er ég svöng og ég er að hugsa um að fara að finna mér eitthvað að narta í.

Pæling dagsins: Ég nenni ómögulega að skrifa áhugaverða pælingu núna svo ég ætla að skilja ykkur eftir með eina litla spurningu... Breitir áfengi skemmtanagildi manns? Afhverju? (ok,ok, ég held að það geta kannski ekki allir sem lesa bloggið mitt svarað þessu en þúst... þetta telst sem pæling right? Og btw. þegar ég byð ykkur um að kommenta þá meina ég það alveg. Eina fólkið sem nennir því eru Benedikta (auðvitað) og Íbbi (góóður, mikill plús :D hehe) en ég veit að það hafa fleiri séð bloggið því samkvæmt counternum hafa 60 tölvur skoðað þessa síðu. Mér finnst þetta ekki nógu gott. Ég er bara að biðja um smá viðurkenningu hérna?! Er það of mikils mælst? *sniffle* I just wanna feel looooved!! Nei ókey... þarna er ég aðeins farin út fyrir efnið en allaveganna... Have a nice day ppl!

Kv.Andrea

laugardagur, janúar 29, 2005

Bloggað í öðrum heimi

Ekki beint en... Já, ég er semsagt heima hjá minni heitt elskuðu að skrifa blogg, því að mér leiðist, við ætluðum að vera frekar heiladauðar og fara á einhverja chick flick á 300 kall og sofna í bíó en þar sem ég er að ganga í gegn um fjárhagslega kreppu (eins og ávalt) og á nákvæmlega 250 krónur og enga strætómiða... þetta mun víst vera aleiga mín þessa stundina. Svo við höfum ákveðið að halda okkur heima, éta kökur og hofta á franskar bíómyndir, og við ætlum að byrja á Serial lover, og svo kannski vinna okkur yfir í Wasabi sem er víst fönsk-japönsk. Svo er náttúrulega alltaf hægt að leigja Battle royal ef við erum komnar í japanskt stuð. Í þeirri bíómynd má meðal annars finna leikonuna sem sumir muna kannski eftir sem BRJÁLUÐU skólastelpunni í Kill Bill v.1 en ég man ekki alveg hvað hún heitir þessa stundina. En já, það verður lítil peningaeyðsla í kvöld.

Dagurinn: Nú, klukkan er einungis hálf 4 svo það er lítið hægt að segja um daginn í dag. Í gærkvöldi fór ég til Benediktu og við vorum bara að kúra og hlusta á tónlist, horfðum reyndar á Monsters.inc. og smá hluta úr Alvin and the chipmunks - þvílík nostralgía! Annars eyddum við kvöldinu í að hlusta á tónlist og spjalla - as we all do. Á laugardagsmorgnum finnst okkur gott að vakna mjög sein, helst ekki vakna yfirleitt. Eins ótrúlegt og það hljómar komumst við þó fram úr á endanum, rúlluðum væri meira í áttina. Ég drattaðist í sturtu, þar sem að ég var með málningu frá olíumálun í hárinu, frekar ógeðfellt ég veit, enda lít ég út eins og versti afturkreistingur á morgnanna. Sturtan var yndæl, mér finnst alveg endalaust þæginlegt að hanga í sturtu...mmm... og svo á hún Benedikta svo góð sjampó að núna ilma ég eins og jarðaber :D Síðan hringdi móðir mín í mig, sem er stundum gott, en stundum ekki. Í þetta sinn endaði samtalið í illum athugsemdum og almennu óðagoti, ég gat ekki meira og skellti þess vegna á hana. Ég get ekki ímyndað mér að hún sé í góðu skapi núna. Ja, ég er þó ekki jafn erfið og bróðir minn... hún getur prísað sig sæla! Vanþakkláta *orð sem maður má aldrei segja um móður sína* Hphf! Jæja, kakan er að verða tilbúin og og allt á sinn endir.

Pæling dagsins: Er bringuholufólk minnihlutahópur? Mér finnst það, og samkvæmt nýjasta Beneventum blaðinu er það minnihlutahópur, og þar get ég sagt með fullri samvisku að ég tilheyri minnihlutahóp. Ég get ekki sagt að þessi vansköpun mín hrjái mig á einhver hátt, þvert á móti tek ég ekkert eftir henni og enginn annar ef við förum út í þá sálma þar sem það er enginn neitt sérstaklega að skoða á mér bringuna þessa dagana og kenni ég þar 'significant other' leysi um. En hvað þarf til þess að viðurkenna minnihlutahóp? Þarf maður einungis að vera í minnhluta? Þá get ég sagt ykkur að ég á heima í allnokkrum minnihlutahópum, ekki að ég fari neitt nánar út í það. Uppáhalds minnihlutahópurinn minn eru eskimóar. Hver er ykkar yndlings minnihlutahópur? Koma svo og gefa mér nokkrar skoðanir... ég veit það er mikils mælt af mér að biðja um margar skoðanir á svona nýrri síðu en mér þætti vænt um að fólk nennti að skrifa eitthvað, bara hæ þessvegna, svo ég viti að það lesi þetta einhver... annars nenni ég varla að blogga lengur... ég meina, ef það les þetta enginn afhverju að vera að publisha þetta, ég gæti alveg eins bara skrifað í word. Til hvers er fólk með blogg yfirleitt? Er það einhver svona lúmsk leið til þess að láta ljós sitt skína? Æj, droppum þessu söbbjekti bara... það er kúl að blogga. (punktur)

Tónlistin: Þar sem ég er ekki í minni heimatölvu er ég bara að hlusta á það sem til boðanna bíst.
Joga - Björk (fallegt lag)
Schism og The patient - Tool (Maynard er náttúrulega bara snillingur, og allt sem hann tekur þátt í.)
Anne Claire - Guano Apes (eitt af þeirra aðeins hörðuru en samt mjög flott.)

Kv.Andrea - I am not falling down drunk! I am accidentally horizontal.

föstudagur, janúar 28, 2005

Föstudagar.

Hæ. Föstudagar eiga að vera skemmtilegir dagar, en föstudagurinn í dag hefur ekkert verið sérstakur. Mér leiðist óumdeilanlega og það hefur enginn reynt að hafa samband við mig svo ég ákvað bara að gera ávaxtarétt með pabba mínum. Hann var góður. Annars hef ég ekkert að gera... einhver? hugmyndir?

Dagurinn: Í dag gerðist voðalega lítið, jújú... ég fór í skólann og allt það, og föstudagar eru nú frekar auðveldir og skemmtilegir (aðallega útaf olíumálun þó) og stuttir! Smá breiting í hversdagsleikanum var að það komu einhverjir 2 ofvirkir gaurar úr Verzló að kynna nýja leikritið, sem ber nafnið Velkomin í frumskóginn. Frumlegt, haha. Ég fæ víst frítt á generalprufuna afþví að ég er formaður. Samt sem áður fékk ég ekki að vita neitt um leikritið sjálft, en ég fékk að vita um rútuferðir og miðaverð...sppeees. Anyways, þá var gaman í olíumálun, þó að það sem ég er að gera núna er ekki að ganga neitt svakalega vel, og mér finnst það eitthvað svo "venjulegt" eða sko... svona eitthvað týpíst sem að14 ára unglingsstelpa myndi gera svo að ég ætla að reyna að gera það eitthvað öðruvísi, og bara prófa mig áfram. Oh, ég vildi að það væri olíumálun á hverjum degi! Vá, annars þá... ekki að ég hafi ekki vitað það áður en Skúli, sem er strákur í bekknum mínum, hann er eitthvað ofvirkur í höndum.. hann er betri að teikna heldur en alvöru listamenn og þúst... æj vá... mig langar að geta teiknað! *frustration* Mig langar líka alveg að fara í teikniskóla en ég bara hef enga löngun til þess að vera í barnahóp, eða unglingahóp sem er eiginlega bara það nákvæmlega sama, því að þá lendir maður bara í því að gera eitthvað ótrúlega leiðinlegt í heila önn sem á víst að búa mann undir frekari námskeið... ég efa að einhver hafi farið á annað námskeið eftir að hafa verið með kennarann sem að ég var með. Ég var actually hrædd í tímum, þvílík skessa sem þessi kennari er. En nóg um það... (ég hef hvort eð er ekki efni á einhverjum fancy smancy námskeiðum) þá fór ég bara heim eftir olíumálun og sofnaði óvart í 4 tíma... og var svo að vakna áðan og fékk mér að borða... mamma er í bjór-keilu með vinnufélugum, og Bensi er að vinna svo að kvöldið ætti að vera frekar hljóðlátt. OHRAGH! Mig langar að fara að gera eitthvað! Rurr... Oh, jæja... nenni ekki að skrifa meir.

Pæling dagsins: Hvað ef popptónlist væri bönnuð á Íslandi? Myndu FM hnakkar deyja úr andlegum næringarskort? Haha... nei þetta er bara rugl, ég finn enga skemmtilega pælingu núna, sooo sue me! Það er ekkert að popptónlist, mér finnst reyndar nýja lagið með Britney bara frekar skemmtilegt... aðeins öðruvísi en þetta nýja rugl sem hún er að gera... ef þú spyrð mig þá finnst mér blómaskeið hennar vera liðið undir lok en með þessu lagi gæti hún gert góða tilraun til krúnu poppheimsins aftur. Svo tók ég eftir því að í myndbandinu að hún hefur grennst allsvakalega, kannski er ég bara að ímynda mér þetta... en hún var orðin svolítið þrýstin, ekki feit eða neitt, en samt búin að ná á sig nokkrum kílóum og núna er hún bara grennri sem aldrei fyrr! Ég opnaði eyrun fyrir slúðri sem aldrei fyrr og heyrði það einhverstaðar að hún væri komin á Atkins kúrinn sem er víst frekar frægur, en þar sem ég stunda ekki megrunir veit ég ekki alveg útá hvað hann gengur en hann hefur greinilega virkað! Bottomline er að Britney hefur fengið "kúlið" aftur, allaveganna hvað mig varðar. (Note to self: mikið hljóma ég grunn eitthvað.)

Tónlist:
Dresden dolls - Half Jack (þetta er mesta snilldar gothic kabaret tónlist sem fyrirfinnst!)
Voltaire - When your evil (smá kabaret/Jack the pumpkin king fílingur, snilld)
Damien Rice -Amie (Snilldar lag, þar ekkert að segja meir)
Daft Punk - Something about us (mér er sama hvað aðrir segja, Daft punk gerir sæta tónlist!)
Fleetwood Mac - Little lies (Stevie Nicks er kúl! Ekki reyna að segja annað)
Weezer - Sweater song (aka. Undone) (Varð að setja eitthvað hérna með smá rokkfíling, ég er farin að verða svo soft! Jiiisús...)
Bubbi - Brotin loforð (JIBBÍ! baraa skemmtilegt lag!)

Kv.Andrea

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Frostrósirnar eru farnar.

Hæ. Ég hef það á tilfinningunni að veturinn sé að fara að kveðja okkur bráðlega. Þetta hefur verið frekar langur snjóvetur miðað við veturnar á undan og hefur mér þótt snjóbrettafærið mjög ákjósnalegur kostur. Sumir þola ekki veturnar, og allann kuldann sem fylgir honum en mér finnst veturinn skemmtilegur, góð afsökun til þess að ganga með flotta trefla (og svo getur maður alltaf kennt svellinu um ef maður dettur á rassinn ;) hehe) En það sem ég ætlaði að segja er að ég sá engar frostrósir á rúðunni í morgun svo að nú hlítur veturinn að fara að lúta í lægra haldi fyrir golstraumnum. En kannski ekki, maður veit aldrei...

Dagurinn: Venjulegur skóladagur í dag, vaknaði óvenju seint, klukkan var nákvæmlega 7:52 þegar ég fór á fætur. Ég var búin að ákveða að vera þvílíkt dugleg þegar klukkan hrindi kl. 7 og þegar hún gerði það þá náði ég að kveikja ljósið og svo rotaðist ég aftur. Í skólanum var ágætt, fyrir utan eitt lítið syndsamlegt skyndipróf í stærðfræði, en ég held mér hafi bara gengið ágætlega í því. Nóg um það, síðan fór ég heim og er heima hjá mér núna. Jíbbí! Félagsmálafræði féll niður og ég var þessvegna búin í skólanum kl. 12:10 sem er meira en frábært, það er hmm, sterkt lýsingarorð? Stórfenglegt! Ég hef ekki ráðgert neitt í dag, nema ég ætla að fara í sturtu og kannski elda kvöldmat ef ég er í skapi, svo hlýtur að vera eitthvað að læra... annars fer ég bara og hözzla hana Sunzu mína :) Þar sem að dagurinn er eigi búinn get ég ekki sagt meira í bili svo þetta verður síðasta setningin. Arg, ég gleymdi pælingunni.

Pæling dagsins: Hvað ef það væru ekki til neinir blýantar? Ef þeir hefðu aldrei verið fundnir upp? Hvernig væri heimurinn? Ef það ætti eftir að finna upp blýantinn hefði Leonardo da Vinci til dæmis aldrei skilið eftir sig alla þessa urmull af teikningum sem hann gerði... minnir að þær séu um 4000 eða svo, en allaveganna... þá væru skærin kannski ekki einu sinni til! Eða jú, örugglega... hann hefði bara skrifað með einhverju öðru. En td. Uppkast engilsins í Madonnan á klettunum sem er rómað fyrir fullkomnun sína og fegurð sem silfuroddsteikning (minnir mig, það þarf ekki að vera...) væri kannski ekki til! Þegar maður les fyrstu setninguna, þá koma ákveðnir hlutir upp í hausinn á manni, þetta kom hjá mér... en hvað kemur hjá ykkur??? Endurkastar það sjálfinu í ykkur... smá pæling bara, spáið í essu ;) hehe...

Kv.Andrea

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Þegar ég fór í dýragarðinn

Halló. Í rauninni fór ég ekki í neinn dýragarð, þetta hljómaði bara svo spennandi byrjunartitill á bloggi. Ég hef þó farið í dýragarð! En nóg um það, dýragarðssögur eru heilaskemmandi. Chewits rúúúla btw! Þar sem ég hef óumdeilanlega ekkert að segja frá skulum við einfaldlega bara vinda okkur að deginum.

Dagurinn: Ósköp venjulegur skóladagur í lífi Andreu Bjarkar. Andrea veit þó ekki hversvegna hún talar um sjálfa sig í 3. persónu en henni er líka svolítið mikið sama. Andrea fór í próf í dag, í náttúrufræði. Hún gleymdi að læra fyrir prófið... en ef hún hefði vitað að það væri próf hefði hún heldur ekki lært hvort eð er svo það skiptir hana engu. Hún fékk eina villu, og fékk lokaeinkunina 9.5 sem var algjör bullskítur og fjarstæða því að bæksli á hval og mannshönd eru eðlislík líffæri og hvalir og menn eru bara nánast ekkert skyldir! Henni finnst þetta ruglspurning, alltof tvíræð. Stundum finnst Andreu 9.5 ekki fullnægjandi einkunn, sérstaklega í einhverju svona léttu eins og líffræði. Andreu fannst þetta próf kjaftæði og ekkert annað. Annars fékk ég að heyra það að ég væri engu betri en einhver drusla, ég væri svo mikil glenna... bara afþví að ég var í pilsi, sem er einmitt orsökin af því að fötin mín eru skítug og ég vildi frekar fara í pils en að vera í skítugum gallabuxum. Ég skil eiginlega ekki alveg afhverju því að það koma fullt af stelpum koma í pilsum í skólann og þar má nefna Erlu Rún sem á bleikt, stutt GEGNSÆTT pils (mjög flott pils, engar móðganir hérna hjá mér, Erla er fín stelpa) en ekki fær hún neinar athugasemdir, neeei... bara afþví að ég er í sokkum er það eitthvað athugunarvert, segja að ég sé glenna, þau eru bara helvítis perrar að vera alltaf að kíkja það er málið! Málið er EKKI ég, það er aldrei ég *smirk* En nóg um það... Svo púlaði ég rassinn minn af í leikfimi og fór heim.

Pæling dagsins: Hvers vegna halda norðurlandabúar, eða bara vestur-Evrópu búar yfirleitt að þeir séu eitthvað æðri en annað fólk? OG Bandaríkjamenn, auðvitað... það má nú ekki gleyma þeim en ég ætla að halda þeim útúr umræðunni því að þeir líta svo stórt á sig að það er ekki einu sinni vert að tala um það. En pæling dagsins gengur aðallega út á það að Svíar, sem komu svo illa út úr hamförunum í Asíu, eru auðvitað í miklu sjokki en afhverju eru allir aðrir að finna svona mikið til með Svíunum? Af þessu mætti draga þá áliktun að td. okkur Íslendinga skipti meira máli hversu margir (eða fáir) Svíar deyja frekar heldur en allir þessir Asíubúar sem hafa flest allir misst heimili sín, ef ekki fjölskylduna líka! Og okkur er samt svo virkilega umhugað um greyjið Svíana! Og ekki misskilja mig þar sem að ég finn alveg til með þeim og allt það en þeir lentu nú samt ekkert illa í þessu miða við Asíu sjálfa. Mér finnst eins og verið sé að horfa framhjá vandamálinu, sem er Asían sjálf. Bara svona smá pæling, og hún meikar örugglega ekki mikið sens en já, þegar þið hugsið um Asíu hamfarirnar reynið að hugsa framhjá ljóshærða fólkinu í blautu fötunum. Og ég veit ekkert hvernig þið hugsið en ég hef heyrt nokkuð marga tala um 'greyjið svíana' og það pirrar mig smá. Jæja, nóg af þessu hamfara-þunglyndis rugli, hér kemur eitthvað ferskt! (Er samt ekki viss hvort þetta verði daglegur liður.)

Brandari dagsins: Afhverju bjargaði Superman ekki Twintowers? ......Afþví að hann var í hjólastól! HAHAHAHAHAHAHAHAHA *ok, ok, kannski smá illkvittið en samt, hver getur ekki sagt að þetta sé húmor???*

Kv.Andrea

mánudagur, janúar 24, 2005

Við munum öll deyja, það er staðreynd

Halló... Í dag verður bara lítið blogg, þar sem að einungis hefur liðið einn dagur síðan ég bloggaði síðast og það var ekki einu sinni einhver sérstakur dagur sem vert er að blogga um, heldur var þetta bara einn annar dagur í húsi þrældómsins.

Dagurinn: Ég vaknaði ekki einu sinni á réttum tíma! Ég skil þetta ekki alveg. Fyrir ári vaknaði ég alltaf klukkan 7 og það var ekkert mál, en núna sofna ég alltaf aftur, ég er meira að segja farin að taka klukkuna úr sambandi á mjög erfiðum morgnum! Er lífið virkilega það erfitt? Jæja, allaveganna... ég vaknaði semsagt seint og um síðir... og hárið á mér var ennþá blautt frá því ég fór í sturtu kvöldið áður! *Dont ask, I have nooo idea* og ég átti engin hrein föt... ekki það að það skipti mig miklu máli en þúst... samt sem áður. Ég fór í törles bolinn minn (oohh, sweet nostralgia) - Turtles! Fresh from the sewer! - ok, ok, ég viðurkenni það... ég stal honum af litlum strák... en Erla Dóra sagði að það væri allt í lagi! Ég eeelskaði Turtles þegar ég var lítil, ég var alltaf Donotello afþví hann var fjólublár... nema þegar bróðir minn var eikkað að ibba sig... þá þurfti ég oftast að vera rottan *sigh* Allaveganna... þá var skóladagurinn bara frekar auðveldur, sérstaklega þar sem íslenska framhald féll niður og við vorum ekki búnar með verkefnið svo við fengum semsagt viku í viðbót :) Annars voru bara virkilega niðurdrepandi tímar til kl. 4 og þegar klukkan var orðin 4 fór ég heim... það var alveg jafn niðurdrepandi. Oh, mig langar að grenja ég er svo vonlaus eitthvað, alveg hreint hræðileg þegar kemur að því að blogga um skemmtilega og fallega hluti, ég bara hef það greinilega ekki lengur í mér. Ég hlít að vera að hlusta of mikið á Sigurrós og múm... *looks up MSI* thats more like it! (komin í stuuuð, sultustuð!) *I-HATE-JIMMY-PAGE! - GET THAT FAGGOT OF THE STAGE! - FIGHT THE FUTURE AND FUCK THE PAST!* -does a little jig- Eníveis, þá gerðis mjög lítið annað í dag.. ég fékk fisk í kvöldmatinn *yuck* og svo sofnaði ég, og var að vakna, reyndi að selja klósettpappír en það gekk frekar brösulega... ég veit ekki hvort mér á eftir að takast það yfirleitt, við sjáum til. Lítið annað búið að gerast í dag. Segjum þetta nóg í bili, þið fáið þó eina stutta pælingu... my aren't you lucky?

Pæling dagsins: Í landafræði tíma í dag sagði Karen mér frá frétt sem hún hafði lesið um að ef ekki yrði tjónkað við gróðurhúsaáhrifin þá verður jörðin okkar nánast ólifanleg eftir einungis 10 ár eða svo! TÍU ÁR!!!!!!! What have I been saying for 2 fuckin years with nobody listening??? WEEEEREEE DOOOOOOOOMMED! Eftir 10 ár verðum við, semsagt minn aldur... um 25-26 ára, kannski nýbúin að klára menntaveginn eða farin að stofna fjölskyldu... en neiii, ekki alveg. Mér datt það alltaf í hug að ég myndi ekki fá að lifa allt mitt lífsskeið en vá, þetta er aðeins minni tími en ég hafði reiknað með. *panikk* Ég er seriously frekar hrædd. Vitur maður sagði eitt sinn: Búðu þig undir það versta en vonaðu það besta. Ég er ekki einu sinni búin að sjá Day after Tomorrow og ég er samt alveg að skííta á mig hérna. Ok, ég veit hvað þið eruð að hugsa núna: paranoid beeeatch! Feh-rikeh! Veit hún ekki að allar þessar spár eru bara bull og vitleysa? Það rætist ekkert úr þess. Newsflash ppl, þetta er vísindalega sannað. Ég ætla bara að vona að fólk fari að fatta þetta bráðum og noti bílana sína minna eða eitthvað því ég er ekki að fíla það í botn að framtíð mín sé í höndum einhvers karlrembu jeppaeiganda með minnimáttarkennd í sambandi við you-know-what. OG allar þessar beljur, hvað eigum við að gera við þær?! Allt þetta metangas! Korktappar? hehe *smirk* ... annaveganna þarf fólk að fara að hugsa sinn gang því að jafnvel þótt að þetta 10 ára deadline sé KANNSKI ofurlítið ýkt (en það þarf ekki að vera) þá á þetta eftir að gerast vonbráðar, vitið til! -and when your yard has turned into a desert I'll be laughing at you and your stupidity.-

Kv.Andrea

Ps. Mér leiðist svo ég ætla að setja svona smá counter hérna líka, þannig að ég veit hversu margir lesa þetta og ef þið commentið ekki þá.. þá! *ruurr* Það væri gaman að fá nokkur comment allaveganna, hafið það í huga...

Free Web Counter

Free Hit Counter <- Consider yourself counted!

sunnudagur, janúar 23, 2005

Dugleg, það er ég.


Jæja! Ég ætla að vera mjög dugleg og skrifa ANNAÐ blogg í þessarri viku! Þetta er sjaldséð gæti fólk hugsað, því að hún Andrea er frekar sínk á bloggin, Haaaa? Ég ætla nú bara aðeins að fara yfir helgina sem var nú síður afdrifarík. Á föstudaginn.... uhh, hékk ég í tölvunni eins og hinn íslenski unglingur gerir óspart. Á laugardaginn var ég hinsvegar óhemju dugleg og vaknaði um hálf 11 leitið (sem gerist ekki oft) og fór á bretti uppí Skálafelli. Það var fullt af fólki þar, og ég fékk að hitta Agga, kærastann hennar Benediktu í fyrsta skipti, og hann er alveg sómanáungi... Annars var mjög gott færi og ég var þar í 6 tíma. Jibbíjei. Um kvöldið ætlaði ég að fara í partí með Benediktu en svo kom í ljós að partíið var á Seltjarnarnesi... sem var bara aðeins of langt fyrir mig að nenna að fara svo ég ákvað bara að leigja spólu með Örnu frænku minni sem að er brettasnillingur. Allaveganna, eins góð og hún er á bretti er hún með ömurlegann kvikmyndasmekk (ég meina... hún spólaði yfir söngatriðin í Moulin Rouge!) og við enduðum á því að leigja einhverjar hörmulegar vasaklútamyndir... ok, ég var ekki í stuði fyrir það svo að ég afsakaði mig bara eftir 20 mín og hún Arna mín er svo skilningsrík :) Ég ákvað að fara bara heim í tölvuna sem er alltaf jafn gaman, en hljómsveit bróður míns var í heimsókn, og svo var reyndar líka eikkað annað fólk... en jamm, við fórum í Popppunkt, og ég þurfti að vera með Adda, sem er trommarinn í liði, og hann hefur örugglega lélegasta áfengisþol sem ég veit um. Þegar hann var farinn að leika sér með bjórtappa og reyndi að sannfæra okkur um að þetta væri gjaldeyrir gáfumst við upp og jamm... það var bara almennt tjill til kl. 3 eftir það, eins og gengur og gerist og bara uhm... já það var fínt :) Reyndi í nokkurn tíma að útskýra fyrir vinum Bensa að ég væri ekki lessa sem er greinilega það sem flestir ef ekki allir eru farnir að halda... og þá fékk ég bara voðalega neikvæðar athugasemdir svo ég gafst bara upp. Mér er svosem sama. En allaveganna þá er komið að deginum í dag.

Dagurinn: Vaknaði í dag eftir 8 tíma svefn kl.12, you do the math. Var í tölvunni í smá tíma, seldi smá klósettpattír, og horfði á smá part af How do you like Iceland? sem var endursýndur, en svo hringdi Benedikta og vildi hitta mig. Ég nennti ekki að gera mig sæta svo ég fór bara beint niður í Liminn eftir þáttinn og hitti hana elskulegu Benediktu... við vorum bara að skoða, tjilla og spjalla í nokkurn tíma. Ég fann ekkert sérstakt nema kannski í Zöru þá var mjög sætur sumarkjóll og jamm... ég þurfti náttúrulega að prófa hann með brjóstahaldara og þessvegna fann ég bara einn í búðinni og jamm.. ég varð bara eiginlega þunglind af söknuð! uughg... ég saakna þeirra! sko brjóstahaldaranna... ég leit bara á mig þarna í speglinum og þúst... they were all up and pretty n' stuff... this is not fair! Eníveis... þá fórum við síðan bara heim til hennar og vorum bara að tjilla. Eftir skamma stund þurfi móðir mín endilega að fá mig heim og þar sem ég er svo góðhjörtuð hafði ég það ekki í mér að segja nei og fékk góðfúslega far hjá föður mínum. Þegar heim var komið fór ég í sturtu, sem ég geri óspart og það var þææægilegt. Ég sofnaði nánast. Annars er voðalega lítið búið að gerast í dag. Þessi helvítis klósettpappír á bara eftir að vera fyrir mér, mér á aldrei eftir að takast að selja allt þetta! Náttúrulega bara rugl...En já, on with the blog. Eftir sturtuna er ég bara búin að hanga fyrir framan tölvuna, en það er svo rosalega kalt hérna að ég er búin að vera í stanslausri leit að niðurstöðu þessarar hvimleiðu stöðu, sótti fyrst teppi, en það var ekki nóg... tjekkaði á ofninum en hann var stilltur á 4 svo það var víst ekki sökin. Að lokum fann ég sökudólginn sem var galopinn gluggi sem var vandlega falinn bak við púðana og gardínuna... og núna er loksins að hlýna hérna og ég er loksins að verða búin með bloggið.

Pæling dagsins: Nú á dögunum var verið að opna Nautilíus líkamsræktarstöð hérna í Salahverfi og þá fór ég á spá og spekúlera afhverju fólk fer í líkamsræktarstöðvar og hreifir sig? Afhverju borgar það morðfjár í einhver árskort og svoleiðis rugl til þess eins að svitna óhóflega mikið í kring um fullt af fólki? Ég skil auðvitað að fólk vilji losna við kíló eða koma sér í form en afhverju ekki bara að fara út að hlaupa? Það er sagt að fólk sem hreyfir sig meira sé með meira endorfín flæði í heilanum en þegar ég er búin í Píp testi í skólanum líður mér bara frekar illa, eiginlega er ég oftast bara alveg miður mín og að niðurlotum komin. En samkvæmt þessum vísindalega sönnuðu staðreyndum að það er meira endorfín flæði í heilsugúrúum en letingjum og þeir séu þar af leiðandi hamingjusamari á sér engann grunn í minni persónulegu vitneskju. Ég þekki til dæmis eina manneskju sem er alltaf í ræktinni, ókey... hún er alveg hamingjusöm en það var mjög líklega ekki afþví að hún var alltaf í ræktinni, heldur fannst mér meira eins og hún hafði ræktað með sér mikilmennskubrjálæði frekar en hamingju, og treystið mér þegar ég segi að mikilmennskubrjálæði á alls ekki við þar sem umrædd manneskja er bara ekkert mikil (í stærð og ef þú fattar þetta 'skan þá er þetta ekkert illa meint heldur bara smá grín) Hinsvegar, er fólkið sem stundar líkamsræktarstöðvarnar af kappi oftast með ákveðin markmið í huga og eftir minni bestu vitneskju verður fólk hamingjusamt þegar því tekst að uppfylla markmið sín svo að það er nú ekki mikil niðurstaða í þessum texta nema kannski að ég á það til að andmæla sjálfri mér. Jæja, þið getið velt ykkur upp úr þessu... en það er ein staðreynd sem stendur alltaf og hún er: Það er alltaf gott að hreyfa sig!

Kv.Andrea

föstudagur, janúar 21, 2005

Halló! Ég ætla aðeins að fikta mig áfram hérna... gá hvað þessi vefur getur gert og svonaa....

http://photos.heremy.com/andreab/index.php?goto=showphoto&photo_id=942687&srt=1">


http://wossname.thingy.com/full/Knit%20e%20Kat.jpg">

Testing

Testing testing 1, 2, 1, 2,...... ætli það virki??? Ég er að reyna að koma ummæladálkinum í gang en það gengur eitthvað stirðlega hérna hjá mér... og mig langar líka að breita útlitinu á síðunni... ég er bara eitthvað aðeins að rugla í þessum imbaproof stillingum... vonandi virkar þetta!

Kv.Andrea

I'm back *hóst*

Hæhæ... ef það les þetta einhver. Já, orðrómarnir eru sannir, ég er komin aftur í ham fyrir skemmtileg og "upbeat" blogg! Ólíkt fólk blogginu mínu ætla ég að fjalla um líf mitt á hamingjusamari nótum hér, og reyna að vera aðeins jákvæðari. Ég var alveg búin að gleyma því að fyrir löngu síðan átti ég hér blogg sem rúllaði sér upp úr húmor (ok, mínum húmor) eins og svín í sjálfsmorðshugleiðingum rúllar sér upp úr villisveppasósu. Ég verð að viðurkenna að í þessum heimi sem við lifum í er voðalega lítið skemmtilegt og fallegt að blogga um svo ég blogga líklega ekki á hverjum degi en það er hvort eð er enginn að búast við þvílíkum framförum frá mér svo þetta verður líklega allt í fína lagi. Ég byrjaði áðan á því að búa til profile-ið mitt og ætlaði líka að reyna að breita útliti síðunnar en augljóslega gekk það ekki alveg upp svo ég geri það líklega bara seinna undir hjálp einhvers sem kann á tölvur, því að eins og við öll vitum þá kann ég mjög lítið á þessi fyrirbæri. Jæja, eins og ég gerði alltaf ætla ég að byrja á því að segja frá deginum mínum.

Dagurinn: Ég vaknaði með hjálp móður minnar í morgun því að greinilega hefur klukkan mín farið í verkfall og er algjörlega hætt að hringja á tilsettum tíma. Eða þá að ég er búin að rækta með mér "natural reflex" í undirmeðvitundinni að taka af alarm þegar hún byrjar að hringja kl.7 á morgnanna. Ég held að seinni möguleikinn sé líklegri nema klukkan mín hafi kennt sjálfri sér að að afstilla sig sjálf líka. Maður veit aldrei, klukkan mín gæti verið fyrsta dæmið í heiminum um gervigreind. Jæja, aftur að deginum. Þá hafði ég rúmlega 20 mínútur til að gera mig tilbúna. Ok, þetta ætti að hafast, hugsaði ég 'vongóð' með sjálfri mér og rúllaði mig lausa úr fjólubláu rúmfötunum mínum. Það tók nokkurn tíma að finna eitthvað sem ég má klæða mig í þökk sé helvítis exeminu, ég get sagt ykkur það að það er ekkert grín að mega ekki vera í brjóstahaldara á veturnar á Íslandi, seriusly, *mah nipples could cut glass* og þar að auki má ég ekki vera í hlírabolum, og bara helst ekki í ermalausum bolum yfirleitt sem er frekar erfitt fyrir mig þar sem að fataskápurinn minn skiptist í hlíraboli, pils og afgang. Ég endaði í bol og gallabuxum, uuh...vá þetta hljómar erfitt. Svo tók við sú athöfn allra stúlkna að setja upp andlitið. Það tók 2 mínútur, enda var ég grútmygluð í skólanum. Ég fór niður í eldhús og fékk mér beyglu með Philadephia ost. Hún var góð. Vá, mér bara tekst ekki að sjóða neitt fyndið upp, ég á bara greinilega voðalega niðurdrepandi líf. Kannski er maður bara fyndnari á hápunkti gelgjunnar?... gæti það verið?? Jæja, síðan var mér skutlað í skólann og jamm... það er bara ekkert svakalega skemmtilegt að tala um skólann, ég fór í tímana mína og það var ágætt. Er annars í smá krísu með það að ég á að gera verkefni með Karenunum um Tristam og Ísönd sem er drepleiðinlega riddarasaga um brjálað fólk sem býr í Kornbretland (btw. hvað í anskotanum er Kornbretland??? hefur EINHVER heyrt um þetta land?) og við fáum hvergi að komast í tölvu í skólanum svo við náum ekkert í verkefnið okkar og getum voðalega lítið gert sem að er ekki gott því að við þurfum að skila því á mánudag. Það er nú mikið ólán. Svo var ég líka í lífsleikni hjá Sigurbirni sem eru virkilega tilgangslausir tímar, og greyjið hann Söh reynir að skapa umræðuefni og þar sem ég finn til með honum reyni ég líka stundum að svara en það endar oftast með því að ég, Gerður, Íris og Jórunn erum einar að tala fyrir utan stöku sinnum opna sómadrengirnir (framtíð samfélagsins, guð hjálpi oss) kjaftinn en einungis ef kvikmyndir koma fyrir eða ef það er skotið á þá virkilega ærumeiðandi athugasemd. Annars tala þeir mestmegnis bara innan hópsins síns. Það er til dæmis eitt af þeim hlutum sem mig langar rosalega að vita, hvað strákar tala um, og ég mun örugglega einhvertíman á lífstíðinni klæða mig upp sem dreng og lauma mér (yes, I am oh so sly) inn í hið mikifenglega karlaveldi. Sem verður létt fyrir mig þar sem ég er þegar allt kemur til alls frekar karlmannlega vaxin. Svo mun ég taka samtölin upp og skrifa bók, verða fræg og kaupa mér hús á Ibiza! Allaveganna, hvar var ég? já, lífsleikni! Við ræddum nú um ósköp fátt og það vildi enginn segja neitt, sérstaklega ekki strákarnir því að umræðuefnið var meðal annars rómantík. Skríííítið. Og dúkkulísurnar sátu bara og voru sætar fyrir Einar, afgangurinn af stelpunum héldu kjafti eins og þær væru með flygill fastann í óæðri endanum, sem er reyndar frekar líklegt þegar maður hugsar um það. Oh, þarna koma þessar vondu hugsanir! Ég er nánast búin að baktala alla í bekknum mínum. *alter ego talkin* Vá, það skiptir engu, þau hafa líklega öll baktalað þig hvort eð er! *ég* ok, ok... trúlega... Allaveganna þá var olíumálun eftir þennan tíma og eins og venjulega var það skemmtilegasti tími vikunnar. Ég gleymi mér alltaf í olíumálun, það er svo gaman. Núna er ég að byrja á nýju málverki, sem er titlað Le vent nous portera eða eitthvað í þá vegu (ekki skamma mig ef þetta er vitlaust Benedikta, ég er að skrifa eftir minni hérna) og er semsagt mynd af pari að faðmast í vindinum. Ok,ok... vissulega frekar EMO og vonleysislega rómantískt en hvað get ég sagt? Ég ER einmana og rómantískur hugsuður. Sue me. Ég ætla allaveganna að leggja mig alla í þetta verk en svo ætla ég að snúa mér að einhverju aðeins stærra og mig vantar hugmynd, látið mig vita ef þið hafið eitthvað áhugavert til málanna að leggja. Eftir olíumálun fór ég heim og hékk heima, og af því að ég er svo hlýðin dóttir ryksugaði ég húsið líka. Í gær eldaði ég líka kvöldmat... vá mér líður eins og bældri eiginkonu....shiiiet! Jæja, svo er núna komið kvöld og ég hef ekkert að gera, þar sem að Benedikta hefur voða lítinn tíma fyrir mig, enda þarf hún að sinna skólanum, vinnunni, kærastanum og svona u.þ.b. 2000 nýjum vinum sínum, ég bíð bara þolinmóð eftir mínum tíma. Annars eru allar aðrar vinkonur mína virkilega uppteknar af A. real life romance B. on-line romance C. drunken and in love with guys romance eða D. All of the above.... *biturleiki* jafnvel Erla Dóra er búin að finna sér einhvern! Mér líður illa að vera ekki með bónda á bóndadaginn... *lítur í kring um sig og fattar svo* AAH! ég lofaði sjálfri mér að þetta yrði jákvætt blogg!!! Ah, damn meee! ...ok, þið bara ímyndið ykkur bara að þetta hafi allt verið jákvætt þarna fyrir ofan... Jæja, ég ætla að finna mér eitthvað annað að gera... fara á bretti á morgun? hmm... ég verð mjög líklega ein en það verður bara að hafa það.

Pæling dagsins: Hvað ef húsgögn hefðu tilfinningar? Myndu þau hafa verkalýðsfélag? Myndu þau eiga íbúðir og hvað myndu þau geyma í þeim? Væri það eins ef ríka fólkið myndi nota fátæka fólkið sem húsgögn? Hvernig myndi heimurinn vera ef sófinn væri tilfinningavera? *hlær með sjálfri sér* Ég veit að þetta er ekki athyglisverðasta pælingin mín en ég ræð ekkert við þær og stundum koma góðar pælingar og stundum ekki... og svo eitt mjög handahófskennt í lokin. Ég var að skila spólu og á leiðinni var ég umkringd glimmeri. Snjórinn var glimmeraður, það gerði mig hamingjusama að sjá það fallega í lífinu.

Kv.Andrea