þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Hann er hálviti!

Hæhæ, loksins komst ég í tölvuna, þreitt og reið eftir að hafa þurft að hlusta á bróður minn, hálvitann að reyna að telja mér trú um að samfélagið sé ekki byggt af háskólamenntuðu fólki og að maður þurfi ekki stútentspróf til að komast í háskólann. Já, var ég búin að minnast á það að hann trúir því ekki að maður verði gáfaður á því að lesa bækur?! Yes, those were his exact words. Ég bara get ómmögulega skilið hvernig svona gáfað fólk (mamma og pabbi væntanlega) gat eignast svona fæðingarhálvita eins og hann er. Ætli hann sé ættleiddur? Vá hvað það væri indælt, því þá gæti ég actually afneitað honum sem bróður mínum og haft rökstuðning fyrir máli mínu. Hann er bara svo heimskur að það er pirrandi, og svo þarf hann alltaf að vera að nota tölvuna mína, þótt hann eigi 2 tölvur sjálfur.... en neeeiiii, þannig virkar hann ekki, hann verður bara nánast þunglindur ef hann pirrar ekki einhvern á hverjum degi, uhm... minntist ég á það að ég bý með honum!"#!$%%/@%$&!! Svo var ég að koma heim... og mig langar bara að fara aftur.

Dagurinn: Var ósköp venjulegur, skólinn rann óvenju ljúflega í gegn... fyrir utan eina ónefnda manneskju sem lyktaði eins og ruslahaugur... og hagar sér stundum í samræmi við það líka... en nóg um það! Ég var óvenju hamingjusöm í dag, það var svona vorlykt í loftinu og ég fylltist bara af lífsgleði! Einnig þusti endorfín flæðið líka upp þegar það var dodgeball í leikfimi og já, baráttugleði Jórunnar kom einnig mjög mikið fram í þeim tíma. Eftir leikfimi ákváðum við Sunza og Gerður að vera ótrúlega duglegar og fara upp á bókasafn og læra fyrir íslenskuprófið semer á morgun, og við lærðum (ótrúlegt en satt) alveg þanga til það lokaði... sem var um 7 leitið... Þetta hef ég aldrei gert áður. Ætla samt að reyna að endurtaka það. Allaveganna þá labbaði ég svo heim, en kom að bróður mínum (þessum heilalausa) sem gerði mig pirraða og núna ætla ég bara að fara á opið hús og horfa á Monty Python mynd.

Pæling dagsins: Afhverju þar ég að eiga svona leiðinlegann bróðuuuur?!?!?!?!? Ef þið lásuð þetta fyrir ofan, eða þekkið hann skiljið þið mig kannski... en ég meina, hvað er að honum? Var ekki nóg að ljúga um mig við allla vini sína að ég væri lessa, svo þarf hann að taka yfir tölvuna mína líka! Fokking hálviti þessi drengur er. Urr.

Kv. Andrea

1 Comments:

Blogger Benedikta said...

Jáh... hann er uhm... sérstakur... en jáh, veistu hvað ég var dugleg í gær?? ég fór í baðhúsið með eddu og ég hljóp 2km!!! O_O uppgötvaði það bara þegar ég steig af hlaupabrettinu... og svo fór ég of lyfti eins og motherfucker... er að borga fyrir það núna með harðsperrum... en já, það var fun :P Þú verður bara að sýna umburðarlyndi gagnvart bróður þínum... með nægri heppni ættirðu bara að þurfa að þola hann í 1-2 ár í viðbót, ef hann verður ekki fluttur út þá, munt þú ábyggilega vera flutt :P

miðvikudagur, febrúar 02, 2005 4:00:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home