miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Díógenes, faðir hippismans.

Já, hann bjó í tunnu. Þegar ég kom heim eftir skóla í dag helltist mikil þreyta yfir mig og ég fékk mér blund. Hann entist í 3-4 tíma. Núna get ég ekki sofnað fyrir mitt litla líf svo ég ákvað að nördast með iTunesið mitt. Ég ákvað að raða lögunum eftir svokölluðu "playcounti", upp á fjörið og svona til að sjá hvað ég hef hlustað oftast á. Það var nú skemmtilegt, og gaman að segja frá því að Ensími hafði vinningin með laginu Atari en það hef ég spilað 95 sinnum síðan um páskana, en þá fékk ég tölvuna. Uppúr þessum skemmtilegu vangaveltum ákvað ég svo að taka saman textabrot úr nokkrum mestspiluðu lögunum mínum og skella hérna inná, svona til að gá hversu vel þið eruð að ykkur í tónlistarfræðum sem og Andreu-fræðum. Ég ákvað að hafa þetta létt í þetta sinn, og ef það vekur lukku endurtek ég måske leikinn. Jæja, hér koma textabrotin! Og allir að fjölmenna í kómentgluggann. Ég blogga ekki aftur fyrr en öll svörin eru komin. Og ég hef mikla trú á ykkur, gott fólk!

“And when I see you
I really see you upside down
but my brain knows better
it picks you up and turns you around”

“God speed all the bakers at dawn may they all cut their thumbs,

and bleed into their buns 'till they melt away.”

“Not like you killed someone

It's not like you drove a spiteful spear into his side
Talk to Jesus Christ
As if he knows the reasons why
He did it all for you”

“Oh, sister, when I come to knock on your door,

don't turn away, you'll create sorrow.
Time is an ocean but it ends at the shore.
You may not see me tomorrow.”

“Flowers blossom

in the winter time
In your arms I feel
Sunshine”

“Walking like a giant crane and

with my x ray eyes i strip you naked
in a tight little world and are you on the list?”

“Older dancers gag at what new talent seems to mean.

Smaller tits and younger limbs can cause a fit of rivalry.”

“I'm so tired of playing,

Playing with this bow and arrow,
gonna give my heart away,
Leave it to the other girls to play,
For I've been a temptress too long.”

“And I've walked down life's lonely highways

Hand in hand with myself
And I realized how many paths have crossed between us”

“Now I know how Joan of Arc felt

As the flames rose to her roman nose
And her Walkman started to melt”

“I'm so hot to trot, I'm stealing all my beats from the blacks
and from all the young girls, is where i steal my act”

Núna þegar ég fer yfir þetta finnst mér sumt af þessu aðeins of auðvelt. Og það sést líka vel hvað fólkið í kringum mig inflúensar mig rosalega tónlistarlega séð. Ég vil benda á að öll notkun leitarforrita og annars swilndla er með öllu óleyfileg og ég verð þess vís að einhver swindli mun sá hinn sami fá flengingu á bossann. Það eru verðlaun. Fyrstu verðlaun eru: mikil ást frá mér, heimatilbúið armband og -kannski- jarðaberjasleikjó, ef fjárhagsaðstæður leyfa.

öðrum málefnum, þá held ég að ég sé komin með ofnæmi fyrir tölvunni minni. Þannig er það nú í pottinn búið að ég ligg alltaf í rúminu mínu með lappann á bumbunni, og upp á síðkastið hef ég verið að finna fyrir óþægilegum kláða við neðri maga og mjaðmabein. Þetta er alls ekki gott, vegna þess að mér finnst þessi staðsetning og ráðhagur einna bestur í heimi. Ég elska að liggja upp í rúmi, tengd umheiminum á meðan allir hinir (sem eiga ekki lappa eða eru plebbar) þurfa sitja í einhverjum fáránlegum stólum, við einhver asnaleg borð og halda að það sé "inn". Ég skal sko segja ykkur það að heimilistölvur fóru úr tísku sumarið 2002, skilru? L to the úðar! Vá, ég veit ekki hvaðan þetta kom. Ég hef greinilega verið að hlusta of mikið á Jamiroquai, ég verð oft skrítin af því.

Það barst upp í tal í dag (við aðila sem mun vera ónefndur um sinn) að ég baktalaði fólk mikið. Það hefur algerlega farið framhjá mér. Kannski er þetta einn af þessum persónugöllum sem fólk tekur ekki eftir í sjálfum sér, svona einskonar bjálki í auga mér. Kæru lesendur, er ég kannævíng, bakkstabbíng bidds? Hvað finnst ykkur? Baktala ég fólk mikið að staðaldri, svona meira en eðlilega gelgjan gerir? Því við erum nú öll sek um smá slúður og baktal, það getur enginn áfríað sér frá því steinakasti. Æi, ég bara veit ekki. Held ég fari að leggjast til hvílu áður en að þessi færsa fer út í einhverja helbera vitleysu.

Kv.Andrea

mánudagur, ágúst 29, 2005

Kannski ertu bara...

Jæja, þá er það búið. Ég, Andrea Björk Andrésdóttir er orðin 16 ára. Ekki 15 ára, ekki 17 ára heldur 16 ára. Því fylgja fríðindin að mamma má ekki lengur taka upp reikningana mína og... ég get menntað mig í svokölluðum aksturshæfileikum. Ég ætla að nýta mér hvorug forréttindin. Ég verð samt að viðurkenna að þetta afmæli hefur verið eitt það besta síðustu árin. Afmælisdaginn sjálfan hélt ég te-afmælisboð, sem var einstaklega ánægjulegt. Ég bauð mínum nánustu vinum í kökur og það var virkilega "kósí" ef ég segi sjálf frá. Um kveldið var svo sunnudagsmáltíð með ættingjum. Það sem kom mér mest á óvart var gjafafjöldi þessa afmælis. Venjan er að þegar maður eldist fái maður alltaf færri og færri gjafir, en í ár var ég beinlínis syndandi í gjöfum. Hér kemur svo upptalningin. Af tónlist fékk ég tvö þriggja diska söfn, annars vegar með Megasi og hinsvegar með Frank Sinatra. Það var hann faðir minn sem gaf mér Megas en Hildur Sinatra. Mamma og pabbi fóru í keppni hvor gæti fundið flottari gjöf handa mér, og eins og áður kom fram gaf pabbi mér þriggja diska sett með Megasi. Mamma gaf mér glermálningu, Eureka (eftir Edgar Allan Poe) og William Blake - The Complete Poems. What do you know, þau hlusta á mig eftir allt saman. Frá þeim báðum fékk ég svo Andrés Önd blöð. Ég ætlaði að kaupa mér safnið sjálf, en ég rakst á kvenmann í söluhugleiðingum á Huga og mig hefur lengi langað í fleiri Andrésblöð. Mamma og pabbi ákváðu svo að gefa mér það bara. Ég hef ekki tölu á öllum blöðunum, en við skulum bara segja að þau séu mörg. Frá ömmu og afa fékk ég gjiiiðveika olíumálningu, akrýlliti og tvo striga. Það var mjög vel metið, enda var ég að verða uppiskroppa með málningu. Bróðir minn gaf mér svo "The Art Of Downloading Music" og Arnór gaf mér "The Melancholy Death Of Oyster Boy & Other Stories" eftir Tim sjálfann Burton. Hún er l-o-v-e-l-y. Fleira sem ég fékk var ilmvatn, teiknibólur, koddi og brauð! Íris Gísladóttir gekk nú samt alveg út í öfgar. Ég fékk göfina mína frá henni í morgun. Fyrst rétti hún mér nammipoka með uppáhalds namminu mínu, svo henti hún í mig tíkall og sagði "hvað erum við búnar að þekkjast lengi?". Ég tjáði henni árafjöldann. Svo rétti hún mér umslag. Tíu krónur fyrir hvern dag sem við höfum þekkst. Við höfum þekkst í 3 ár. Þið megið reikna. Bunkinn af fimmhundruðkrónunum var freeeeekar þykkur. Það var erfitt að taka við gjöfinni. Úff, mér líður eins og litlu barni á jólunum. Spurning hvernig mér tekst að toppa þessa gjöf í desember.

Dagurinn: Dagarnir eru farnir að lengjast og ég er farin að vera ívið þreytt í tímum, eins og ég á að mér að vera. Eitt við menntaskóla, hann er flókinn. Ég ætlaði að kaupa mér skáp í dag afþví mér var sagt að það færi að byrja skápasala en neiii, það er víst bara auglýst á einhverjum skjá. Þegar einhver segir við ykkur "það verður bara auglýst á skjánum í þessarri viku" hvað mynduð' þið álykta, því ég er engu nær. Svo er þetta með busadaginn, ég veit ekki hvenær hann er, og hvenær ég get sótt um í ráð eða nefndir eða hvað þetta heitir nú... þetta er allt í óvissu. Ég komst að því í dag hvenær busaferðin er þó. Ég á að koma með sundföt... *grettir sig* Ég á ekki sundföt! Ljóta klandrið. Það gerðist annars ekkert markvert í dag. Mig langar rosalega að fara bara að sofa núna. Kannski ég geri það bara.

Unaður Dagsins: Að skríða undir sæng með iPodinn og hlusta á tónlist algerlega lokuð frá umheiminum og angri hans. Það er hreinn unaður. Gott ef maður sofnar ekki bara frá því, þá er stundin fullkomnuð. Einnig hef ég uppgötvað að gott te getur verið alger unaður.

Kv.Andrea

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Yfir minn dauða líkama!

Já, ég hef ekkert að gera svo ég ætla bara að spinna eitthvað upp. Ég hef eiginlega ekki frá neinu markverðu að segja svo ég ætla bara að gleðja Hildi ólýsanlega. Hún hefur líklegast gert þetta einhvertíman sjálf, en hverjum er ekki sama. EN, getur einhver annar en Hildur sagt mér hvað þetta er?

Eitthvað fyrir tusku og beinamanninn
“Fyrr mun ég dauð liggja”
Eitthvað stórt á eftir að gerast
“Fyrr mun ég dauð liggja”

Einhvers sonur eða einhvers dóttir
“Fyrr mun ég dauð liggja”
Svona enda ég á að vera sogin inn
“Fyrr mun ég dauð liggja”

Ég ætla að fara að sofa
Láta þetta skvettast yfir mig alla

Við viljum ekki að vökuskrímslin taki yfir
“Blátáast um binda hann niður”
Við viljum ekki að vitfirringarnir taki yfir
“Blátáast um binda þau niður”

Megi fallegir hestar
Vitja þín
Þegar þú sefur
Ég ætla að fara að sofa
Láta þetta skvettast yfir mig alla.

Annars hafa dagarnir þrír í Hamrahlíðinni liðið alveg hreint ágætlega. Flestir tímarnir sem ég hef farið í hingað til voru biti úr böku, enskutíminn var reyndar hrútleiðinlegur en engan vegin krefjandi. Ég er að hugsa um að segja mig bara úr þeim áfanga. Í frönskutíma rak mér nú samt í rogastans (mamma, vinsamlegast leiðréttu mig ef þetta er vitlaust málfar) því að kennarinn talaði einungis á frönsku! Ég veit ekki um ykkur en mér finnst of mikils af mér mælst að kunna frönsku í áfanga 203. Hún skipaði mér að toga í vinstri eyrnasnepilinn á mér. Á frönsku. Ég hélt ég yrði ekki eldri. Svo bað hún mig að segja sér hvað heillaði mig mest í fari karlmanna, á frönsku. Og -ég- átti að svara á frönsku! Mér líst ekki á blikuna. En ég hef aldrei verið góð í tungumálum hvort eð er svo þetta kemur mér faktískt ekkert á óvart. Svona lærir maður víst endalaust. Annars megið þið vænta eðlilegrar gelgjufærslu einhvertíman í kring um afmælið mitt, sem er á sunnudaginn næstkomandi. Mig langar í plötuspilara, olíumálningu og Ævisögu Jóakims Aðalandar. Einnig hefði ég ekkert á móti því að fá His Dark Materials trilogíuna á ensku. Spilastokkur væri líka vel þeginn. Hvað er ég að rugla? Ég yrði ánægð með hvað sem er. Ég þarf eiginlega ekkert svo já. Bleh! Ég þyrfti samt að fara að baka bráðlega. Svo ætla ég að halda afmælis-teboð. Það er samt bara hugmynd í mótun. Jæja, best að ég fari bara og finni mér eitthvað annað að gera. Góðar stundir.

Kv.Andrea

Kv.Andrea

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Að kunna ekki að tjá sig.

Misheppnuð tjáningarþörf unglingsins eins og hún gerist best.

Ég er eins og gróðurhúsaáhrifin.
Það fer allt inn en það er engin leið út,
bráðum grillast sálin hægt í eigin hugarórum.
Því ég get ekki og kann ekki og mun aldrei
getað komið hlutunum út eins og þeir eru inni.

Djöfull er óbundið mál fokking leiðinlegt!

Kv.Andrea sem getur ekki tjáð sig í máli né myndum.

Ánægð og fokkin lífsglöð

Ég er. Veit ekki alveg hvað er í gangi í hausnum á mér. Allt í einu er ég farin að vera ýkt tortryggin og erfið og ég veit ekki hvort fólk nenni að umgangast mig þegar ég er með svona stæla eins og mamma mín kallar það. Ég hélt það væri góð hugmynd að blogga aðeins, ekki veit ég þó afhverju. Ég er svo fokking óskiljanleg að ég skil ekki einu sinni sjálfa mig. Hvað ég gæfi ekki fyrir að gera bloggað hnitmiðað og fallega svo að allir skildu mig og ættu ekki erfitt með að komast í gengum allann textann sem er þó, orðinn nokkrar línur.

Ég ætlaði að kíkja til Arnórs, þar er barnaafmæli og við vitum öll hversu skemmtileg þannig afmæli eru. Ekkert áfengi... Ég hætti við á ögurstundu og ákvað að vera heima, tölvulaus og ómöguleg. Bróðir minn stal tölvunni minni og þessvegna sit ég við heimilistölvuna og hef ekkert betra að gera en að blogga um alls ekki neitt. Mér finnst eins og allt sem ég skrifa fari í band og biðu sem ekki er lesanleg. Svona eins og lesblinda... "Dyslexias are fnu." Núna er Íris hinsvegar á leiðinni til mín og við ætlum að skella okkur í bíó.

Ég er líka öll út í marblettum og exemi. Handleggirnir á mér eru aumir eftir óhóflega mikinn húsgagnaburð og almennt púl, því ég er svo dugleg. Svo er ég líka frekar þreytt og mér er kalt á táslunum. Kannski er ég bara að búa mér til þunglyndi, af gömlum vana... en það er svo erfitt að vera alltaf glöð. Þetta ástand er farið að hræða mig. Það er einfaldlega ekkert að og ég hef engar áhyggjur. Það sýgur!

Ég held að þessi færsla hafi verið sú arfaslakasta í langann tíma, ef ekki frá byrjun bloggsins sem var í byrjun árs 2002, en þá var ég nú alveg óþolandi og leiðinleg. Mér finnst bloggmenningin okkar vera að fara í kúk, því þarf að bjarga. Málið er bara að til að allir verði aktífir aftur verða einhverir þrír að byrja að blogga reglulega svo að fólk taki þau sér til fyrirmyndar og vilji blogga sjálf. Ef þið nennið því þá mun ég byrja að blogga aftur sem og fleiri, tel ég víst. Ef þessi sjálfselski póstur hræddi ykkur örvæntið ekki, eðlileg færsla kemur vonbráðar. Skólinn byrjar eftir viku og þá hef ég kannski eitthvað að tala um... En þangað til er ég út. ÚT! DJÖFULLINN!

Kv.Andrea - ps. ef þú átt gömul húsgögn sem þú þarf að losna við, talaðu við mig!

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Hamagangur og heimamundur

Mín hvunndagslegu pistlaskrif eru farin að pirra mig óheyrilega mikið. Skólaleysið er farið að hafa áhrif á málfræði- og stafsetningarnotkun mína og mér finnst ég vart getað talað lengur. Það er líka einn hlutur sem fer í taugarnar á mér. Ég get ekki gert málsgreinar í réttri lengd. Annaðhvort verða þær alveg herfilega langar með allt upp í fjórar setningar eða þær verða allt of stuttar með aðeins einni setningu. Horfið td. á undanfarna málsgrein. Stundum fer líka ofnotkun á stuttum orðum í mínar fínustu. Hjá mér það er að segja. Aftur, undanfarin málsgrein inniheldur ekki eitt tveggja atkvæða orð. Ég klúðra líka orðtökum allt of oft, og er móðir mín iðin við að leiðrétta mig. Mér finnst líka eins og mín eigin skrif séu eitthvað svo viðvaningsleg miðað við bloggóða vini mína. Ég get heldur aldrei verið málefnaleg eða skrifað frá hjartanu, og í sannleikann sagt finnst mér BLOGGHORN ANDREU eigi að flokkast undir hina ívið skemmtilegu katagoríu "gelgjublogg". Af upptöldum ástæðum finn ég ekki lengur mikla löngun til pistlaskrifa og hef þessvegna ekki bloggað í eina og hálfa viku. Þetta er ein af lengri, ef ekki lengsta afsökun sem ég hef gubbað út úr mér í langann tíma.

Á döfinni er ekkert. Ég er komin í frí og ég ætla að nýta það í nákvæmlega ekki neitt. Að sofa langt fram eftir degi og gera ekkert er það sem ég sækist eftir. Nú styttist líka í skólabókakaup, og það er alltaf skemmtilegt. Í rauninni hef ég ekkert að tala um, frá því á föstudaginn hef ég ekki gert neitt markvert... og þegar ég hugsa um það þá gerði ég heldur ekkert markvert alla daga fyrir föstudaginn og auðvitað föstudaginn sjálfann. Ég geri bara aldrei neitt markvert. Jú annars, þá fór ég í skrúðgöngu í gær. Ég hef ekki farið í skrúðgöngu í langann tíma, og þessi var mjög litrík og skemmtileg. Ég hitti líka fullt af fólki, sumt skemmtilegt og annað miður skemmtilegt.

Unaður Dagsins: Heit sæng að skríða undir þegar maður kemur inn úr ísköldu og leiðinlegu veðri. Sérstaklega indælt þegar kötturinn skríður síðan uppí og kúrir með þér... Mætti náttúrulega líka alltaf vera maki en ég leyfi sjálfri mér að fullyrða að flestir sem lesa þetta blogg séu ekki komnir með lífsförunaut til að deila rúmi með. Heit sæng er æði á köldum dögum.

Tónlistin: Ég nenni eiginlega ekki að skrifa neitt um tónlist núna, en þar sem ég ætla að sleppa bæði "Deginum" og "Pælingu Dagsins" neyði ég sjálfa mig til þess. Ég keypti mér tónlistina úr Le Fabuleux Destin D'Amélie Poulain á einungis 999 kr. í Bónus um daginn. Þetta finnst mér alger fásinna með meiru þar sem um er að ræða klassíska snillinginn Yann Tiersen og snilligáfa hans ætti að vera verðsett á meira en aumar þúsund krónur. En þessi kostakaup lágu þarna fyrir framan mig og ég stökk til og tryggði mér eintak. Diskurinn gerir mann hamingjusamann, svo mikið get ég sagt. Löngunin til þess að kunna Vínarvals er einnig mjög sterk og þrúgandi. Svo bíða mín tveir diskar heima hjá Skúla sem var að koma frá Úsanu. You'll Rebel To Anything með Mindless Self Indulgence, og Dresden Dolls frumraunina. Kannski fjalla ég um þá seinna, þegar ég fæ þá. JIBBÍ! Magnað ekki satt? Jæja. Förum nú að setja punkt í enda málsgreinarinnar.

Kv.Andrea