mánudagur, febrúar 14, 2005

Karma police, arrest this man....

Halló þarna, núna er komið að mánudagsbloggi Andreu Bjarkar sem um helgina fór með öllu sínu hafurtaksi upp í sumarbústað að 'þreyja' þorrann með fjölskyldunni. Upptök fjölskyldunnar eiga sér stað á um það bil 4. áratug 20. aldar að ég held þegar Kiddi kaldi (min morfar) flutti til borgarinnar í leit að betra lífi. Þar hitti hann Dúnu (min mormor) og allt frá því hefur fjölskyldan mín stækkað. Eitt sem að einkennir fjölskylduna mína er mikil samheldni, og þá meina ég MIKIL samheldni. Minnir kannski smávegis á ítalskar fjölskyldur, við erum allaveganna með sameiginlegann sunnudagskvöldmat í hverri viku, 13 manns. Ég hef líka búið undir sama þaki og frænka mín allt mitt líf og nú bý ég líka hliðiná ömmu og afa. Ég get líka þakkað samheldninni að ég þekki frændsystkini mín sem eru skild mér í 3 ættlið. Eitt annað sem að einkennir fjölskylduna mína er að þau eru svokallaðir "áfengis áhugamenn", alls ekki háð því en MJÖG tengd því. Þeim finnst líka virkilega gaman að koma saman af allskonar fáránlegum ástæðum til þess eins að borða vondan mat, drekka og syngja illa undir gítarleik. Til þess var nú sumarbústaðurinn gerður. Að þreyja þorrann er orðin ákveðin hefð í fjölskyldunni og það er eitthvað sem við gerum á hverju ári. Það er líkega eina skiptið (fyrir utan áramótin) sem ég drekk með fjölskyldunni minni. Eins og venjulega heppnaðist helgin alveg hreint ágætlega, sérstaklega þar sem að vélsleðinn okkar var kominn í lag og brjálaðingurinn hann bróðir minn var við stýrið. Við buttum stígasleða aftaní og létum draga okkur. Það var geeeðveikt! Það var líka svo mikill snjór að ég fann ekkert til þegar ég flaug aftan af sleðanum. Þetta er orðin smá hefð hjá mér, oftast þegar ég fer upp í bústað enda ég á því að henda mér af einhverju... skútunni, golfbílnum og núna vélsleðanum. Svo tróðum við líka eina brekku og fórum á bretti, það var mjög gaman *sólheimabros* hehe. Allt í allt var helgin mjög skemmtileg og jamm... fjölskyldan mín verður alltaf fjölskyldan mín. Jesús.

Dagurinn: Í dag var bara venjulegur mánudagur, ógeðslega leiðinlegur... fékk reyndar útúr stærðfræðiprófinu mínu... 8.1 var lokaniðurstaðan, og jamm... þótt að þetta sé frábær árangur ætla ég að taka mig á í stærðfræðinni, ég er eitthvað svo óörugg og þótt ég hafi ekki fengið falleinkunn þá fannst mér eins og mér hafi gengið illa og það er aldrei gott. Jamm... stress, þessi samræmdu próf eru bara djöfull. Annars rann skóladagurinn ljúflega í gegn og af einskærri leti tók ég strætó heim, frekar slöpp sem er gott því þá hef ég afsökun fyrir því að liggja uppí rúmi :) Ég býst við því að í kvöld verði kúrikvöld. Á morgun er ég að fara að keppa í Getkó... ég vona að við dettum út í fyrstu umferð því ég nenni einfaldlega ekki að keppa oftar en einu sinni... ég meina, við komumst í 3. sæti í Vizkunni, er það ekki nóg? Jeez...

Pæling dagsins: Ég er ekki alveg viss um pælingu dagsins... stundum finnst mér ég vera svo þurrausin! Í íslensku framhald í dag var ritun og við áttum að gera samræmduprófs ritgerð um stöðu okkar á því máli að skólaskylda yrði lögð niður. Ég skrifað þanga til að ég fékk stífkrampa í hendina og ég nenni bara voðalega lítið að vera að pæla meira í dag. Mig vantar heilafóður. Borgar það sig að vera að ganga menntaveginn? Ég meina...við eigum mjög líklega eftir að deyja um það bil 30 ára hvort eð er útaf öllum þessum ragnaraka spám og náum örugglega aldrei að komast almennilega inná atvinnumarkaðinn. Til hvers að vera að leggja allann metnað sinn í þetta rugl? Afhverju ekki bara að eyða tímanum í að gera eitthvað skemmtilegt! Þetta eru áhrifin sem að ég fæ af því að hlusta of mikið á Emilíönnu Torrini.... *unemployed in summertime* lalala....syng ég, hehe þetta lag á svolítið við mig.

Kv.Andrea

5 Comments:

Blogger Benedikta said...

Samdi hún það um þig máske ástin? en jáh, þú verður skoh ekki unemployed í sumar! ónei! sem minnir mig á það.. ég þarf að draga þig niðurí franska sendiráðið við tækifæri tli að ná í þessa bæklinga.. :D en tala betur við þig á morgun, gleðilegan valentínusardag my luv *stór koss á kinn og faðmlag* I luff you!

mánudagur, febrúar 14, 2005 9:56:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

... Arrest this man
he talks in math
he buzzes like a fridge
he's like a detuned radio

Karma Police
Arrest this girl
her Hitler hairdo Is making me feel ill
And we have crashed her party

This is what you get...
This is what you get...
This is what you get
When you mes with us!

Er þetta ekki nokkurnvegin svona ;)
mmmmmmm...
aaahhhhhh...

þriðjudagur, febrúar 15, 2005 11:04:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

æi það eru tvö ess í mess... úpsí!

þriðjudagur, febrúar 15, 2005 11:04:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Heheh, jamm... ég gat ekki skrifað allann textann í titilinn svo að ég ákvað að sleppa því bara alfarið en er þetta ekki Hildur? Just a wild guess...

þriðjudagur, febrúar 15, 2005 11:24:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Yes...

miðvikudagur, febrúar 16, 2005 1:04:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home