þriðjudagur, apríl 26, 2005

"Frumlegur titill"

beiðni Benediktu sný ég aftur eftir nónokkra fjarveru. Ég nenni í rauninni ekkert að babla eitthvað tilgangslaust hérna inná hvort eð er, vegna aldurs undirritaðar er ég bara stimpluð gelgja með athyglissýki hvort eð er. Annars er ekkert mikið búið að gerast hjá mér upp á síðkastið... reyndar er einmanaleikinn farinn en ég ætla ekki að verða enn gelgjulegri og fara að röfla stanslaust um Adda hérna svo ég sleppi því bara alveg og segi einfaldlega... helgin var ágæt. Í gær þurfti ég hinsvegar að bera út einhver ógeðsleg blöð fyrir Guðrúnu Soffíu sem þröngvaði þeim upp á mig óviljugri. Svo kom ég heim til þess eins að taka allt til því að mamma og pabbi komu heim í dag. Sem betur fer (einhverra hluta vegna) blessaði Íris mig með náveru sinni og hjálpaði okkur að þrífa... :D Ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þennan engil... Aaallavanna, hún ætlaði að koma eftir mat líka að læra með mér en neiii... sund var vitanlega mikilvægara. Mér var hálfpartin sama, ég horfði bara á Fight Club með Adda, frekar sátt... enda er þetta náttúrulega snilldar mynd. Ég er ekki búin að vera dugleg við að læra upp á síðkastið og verð, augljóslega að fara að taka mig á enda er óhugnarlega stutt í þessi fjandans próf. Ætti til dæmis að læra núna í staðin fyrir að blogga svona tilgangslausu röfli.

Dagurinn: Öh... ég mætti of seint í skólann í dag. Ég veit ekki alveg hvernig það gerðist, annaðhvort ég eða Addi höfum greinilega slökkt á vekjaraklukkunni afþví að ég vaknaði kl. 9, þegar orðin of sein. Sem betur fer skutlaði hann mér í skúlen, annars hefði ég fengið fyrsta skrópið mitt á árinu... ég trúi reyndar ekki að ég sé ekki með neitt skróp, og samt svona marga punkta.. að mínu mati allt of marga. Kannski ég prófi þetta punktalækkunnardót áður en ég hætti. Góð mætingareinkunn skaðar engann, er mér sagt. Annars fékk ég út úr lokaprófinu mínu í íslensku í dag. 8,5 var lokaniðurstaðan og fyrst var ég auðvitað ekki sátt við það enda fékk ég 9 síðast en þegar ég frétti að þetta var hæsta einkunnin í bekknum ákvað ég að þegja. Mér gekk hræðilega á málfræðinni, fékk ekki nema 7,5 sem var svolítið skrítið vegna þess að ég fékk 9.5 á málfræðinni á síðasta prófinu. Ég skiil ekki afhverju ég er svona óskeikul í íslensku... einkunnirnar hjá mér eru aldrei eins. Kom mér hinsvegar mest á óvart að ég fékk 9,8 í ritun og Hrefna (kennarinn minn) sagði einmitt að það hafi verið lakasti parturinn hjá árgangnum. 10 hefði samt alltaf verið betra en ég sætti mig vel við 9.8.. munar eiiinu skitnu stigi. Eftir skóla fórum við Íris aftur heim, staðráðnar í því að læra! Öh... það gekk ekki alveg eftir, þar sem að við steinsofnuðum og byrjðuðum ekki að læra fyrr en um 6 leitið (er það ekki annars með venjulegu þegar átt er við tíma? Þetta er alveg dottið úr mér!) ... Min mor og far komu heim í dag, færandi hendi og ég fékk fleiri boli í safnið! Jeiiii... persónulega hefði ég vel sætt mig við súkkulaði en greinilega eru föt mikilvægari :P Jæja... núna er ég hætt. Það er nákvæmlega ekkert meira til þess að blogga um.

Pæling dagsins: Ég var að velta því fyrir mér hvort að rekja mætti lífsviljaleysi unglinga til þess hversu rosalega ofdekruð við erum hérna, krakkarnir á Íslandi. Ég er náttúrulega ekki að segja að hvert og eitt okkar sé ofdekrað og leiðinleg, en það er óneitanlega mikið af lífsleiðum unglingum út um allt. Ætli það sé vegna þess að við fáum allt upp í hendurnar og þurfum ekki að hafa fyrir neinu. Krakkar eru alveg hættir að lesa bækur til dæmis, maður þarf bara að kveikja á sjónvarpinu eða skella sér í bíó og maður er mataður af einhverri þvælu... ok, ég er ekki að fullyrða að allt sem sést í bíóhúsum og sjónvarpi sé þvæla en það er vissulega stór partur. Við þurfum heldur ekki að hafa áhyggjur af atvinnu, það getur hvaða hálfviti sem er fengið vinnu hjá sveitafélaginu.. það er að segja í hinni mjög svo skemmtilegu unglingavinnu. Ég þarf jafnvel ekki að glósa lengur í skólanum! Mér eru bara gefin nokkur hefti með útprentuðum glósum og ég þarf ekkert að hafa fyrir því... Mér finnst eins og það sé engin hvatning lengur til þess að maður fari nú og geri eitthvað. Er þetta kannski bara eintómt agaleysi hjá mér eða er ég ekki að ímynda mér þetta? Æj... ég veit ekki... kannski ég fari bara og lesi eitthvað.

Kv.Andrea

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gelgjublogg #43

Hef ekkert að gera, ætla þessvegna að æfa fingrasetninguna og blogga. Sem stendur ligg ég upp í rúmi, þreitt, að veigra mér við að fara á fætur og læra. Það hefurekki mikið gerst síðan ég bloggaði síðast. Reyndar gerist eiginlega aldrei neitt á milli blogga. Ég tók íslenskupróf, og gekk ekkert sérlega vel. Ég er búin að vera dugleg að læra... ja, eða svona "dugleg"... ég veit vel að ég get lært meira en þar sem að fólk (nefni engin nöfn) er alltaf að bæta sér otomatískt inn í lærdómshópinn okkar Írisar þá get ég ekkert einbeitt mér. Frekar læri ég ein. Eeeeen já, foreldrar mínir eru farnir til Danmerkur og ég er búin að vera ein heima í 2 daga. Einhvernvegin hefur bróður mínum og vinum hans tekist að klára allann matinn og rústa húsinu á þessum stutta tíma sem bætir nokkrum hlutum við á listann minn yfir hluti til þess að gera. Ekki gaman. Í gær var svo aukatími í olíumálun og ég ætlaði að klára eina mynd sem ég er að gera... mér tókst það ekki, gerði við 2 aðrar myndir en EKKERT við þessa sem ég ætlaði að klára. Í gær eldaði ég líka svínalundir fyrir Sunnu Rós og Bensa... þær heppnuðust ágætlega (vá... þessi síða ætti að vera bönnuð... sem og önnur gelgjublogg). Og svo röltum við niðrí Smára að hitta Kalla (og yndislega samkynhneigðu kettina hans *tíst*)... svo fórum við út einhvertíman um kvöldið... ööh.. sonna hálf 12 or sum. Allt í einu, þegar við vorum bara að labba eftir þarna götunni í Smáranum (einhver gata, þessi sem að 18 keyrir um :P) og kemur þá ekki bara hestur brokkandi inn götuna í mesta tjilli. Alveg laus, með lögreglufylgd. Okkur Sunnu fannst þetta geðveikt súrealískt og asnalegt og hlógum eins og vitleysingar á meðan Kalla fannst þetta greiiinilega bara old news og ekkert spennandi. Löggan króaði hann af inná leikskóla og fór svo. Svooo vorum við bara eitthvað að tjilla og róla okkur á umræddum leikskóla og þá var hesturinn þar ennþá :D Méééér fannst það gaman. Annars er ekki mikið frásögum færandi um gærkveldið nema ég vann bróðir minn og Kára í Popppunkt. Svo fór ég að sofa kl. 5 í nótt og vaknaði kl.11 í morgun! Það er fuuurðulegt.

Dagurinn: Í dag er Sumardagurinn fyrsti. Eins og öllum sönnum Íslendingum sæmir ætti ég að vera að labba niður einhverja götu í tilgangslausri mannþröng með blöðru, helst í vondu veðri að velta fyrir mér hvenær skrúðgöngunni lyki, eeen þar sem að ég er latari en allt sem latt er þá ákvað ég að hanga bara frekar heima... Mig langar samt í helíumblöðru. Og lakkríssnuð. Í stað þess ligg ég bara hérna í volæði með ákvörðunakvíða og velti fyrir mér hvað allir séu. Mér var lofað miklum félagsskap í dag en enginn hefur hringt eða talað við mig svo að ég held að fólk sé bara sofandi eða eitthvað. Það gæti ekki verið að fólk sé að beila á mér er það? :P Vona ekki... Þessvegna ligg ég bara og horfi á ofsóknarbrjálaða köttinn minn fleygja sér á húsgögn og hlusta á My Own Summer með Deftones. Ég þá, ekki kötturinn, hann er of upptekinn við að verjast stanslausum árásum frá húsgögnum. Á maður ekki alltaf að gera eitthvað skemmtilegt á Sumardaginn fyrst? Ég veit... mér finnst skemmtilegt að borða! Ég er svo mikill snilli.. búin að bjarga deginum, ég ætla að fara niður og fá mér að borða. Oooog fyrst enginn er að hafa fyrir því að tala við mig ætla ég bara að fara í sturtu líka og hugsanlega læra. Og svo þarf ég að fara að tala við Benediktu... er ekki búin að tala við hana í aldir... veit ekki einu sinni hvort hún tekur eftir því, allur þessi urmull af vinum sem hún á. Ég skil ekki hvernig ég kemst ennþá inná skedúalið hjá henni. Ætli ég reyni ekki að tala við hana í dag þá? Jæja... ég er farin að hafa ógeð á sjálfri mér fyrir að halda alltaf áfram að blogga... þar sem að ég er bara að röfla um hversu rosalega erfitt það sé að vera ofdekraður krakki í ríkari hverfum StórKópavogssvæðisins. Ég á svo bágt.

Pæling dagsins: Hvað varð um allann sjálfsagann minn? Er hann alveg horfinn? Ég man eftir því t.d. í fyrra vaknaði ég alltaf kl.7 og aldrei seinna... í ár sef ég æ oftar yfir mig og nenni sjaldan sem aldrei að fara framúr kl.7... snooze takkinn er upplitaður af notkun. Ég á alveg fleiri dæmi um týnda sjálfsagann minn í pokahorninu en ég nenni ekki að telja upp. Ég hef reyndar aldrei haft neinn sjálfsaga í sambandi við lærdóm og vantar mikið núna. Ég bara er ekki drifin af fítonskraft sem áður. Smá taminn sjálfsagi er alltaf nauðsynlegur fyrir geðheilsuna, en alltaf þegar ég fæ verkefni til þess að leysa eða mín bíða væntingar fer ég alltaf í kerfi og slæ hlutunum á frest. Afhverju geri ég það? Þetta er svo mikið bull... ég held ég fari bara og fái mér að borða... og læri! Ég þarf þess og í andartak ætla ég bara að ímynda mér að ég hafi smá snefil af sjálfsaga og læra. Sæl að sinni.

Kv.Andrea

mánudagur, apríl 18, 2005

Það eru litlu hlutirnir...

Hæhó, komin aftur til þess að blogga úr ykkur allt vit... því að ég hef svo gaman að því. Nei reyndar... þá bara hef ég verið óvenju dugleg að læra og fannst því rétt að umbuna sjálfri mér fyrir það. Þetta meloncholíska tímabil mitt sem hefur verið að ganga yfir hmm... síðustu ár, ég veit ekki... ég finn á mér að því sé að fara að ljúka. Það er bara einhver carefree fílingur í loftinu, vitneskjan um að þessu samræmda stressi fer að ljúka og ekkert stress... no more! :D Ekki misskilja mig, ég á mjög líklega eftir að fá svona unglinga-þunglyndisköst af og til, og ég er ennþá rosalega einmana og í þörf fyrir blíðu en eftir helgina fékk ég einhvernvegin betri sín á lífið og tókst að vinna úr litla veggnum af áhyggjum sem ég var búin að múra svo fallega í kring um mig með rauðum múrsteinum. Um helgina fékk ég nefnilega mestu útrás sem ég hef fengið í langann tíma. Ég veit nú ekki hvort eða hvernig ég á að segja frá þessu, en ég hmm... (ætli fullorðnir lesi þetta og sjokkerist?) lenti ærlega á rassgatinu. Það var rooosalega gaman, þrátt fyrir að vera mjög óplanað, misheppnað og vandræðalegt daginn eftir þá fékk ég alveg kikk út úr því að loksins gera eitthvað. Ég veit ekki hvort nokkur hérna skilur þetta. Ég fann allaveganna fyrir miklum létti. Á sunnudaginn og einnig í dag hef ég svo ekkert gert nema lært staaanslaust. Og mér líður líka mikið betur fyrir vikið. Það er ekkert nagandi samviskubit frá samræmduprófa draugnum. Ég var líka að uppgötva að litlu hlutirnir skipta svo miklu máli til þess að verða ekki geðveik. Eins og Amélie Poulain þeytti kerlingar á stíflunni þá er ég farin að njóta lítilla asnalegra hluta meira en venjulega. Eins og... þegar ég er í sturtu og vatnið er geðveikt heitt finnst mér gaman að skrúfa hitann alveg niður og láta fossa á mig ískalt vatn í smá stund og svissa svo aftur. Fæ alltaf hroll frá helvíti... það er samt eitthvað svo skemmtilegt! Eins og að stökkvar í djúpu laugina í fyrsta skipti. Ég gæti talið áfram en ég nenni því ekki... klukkan er orðin svo margt og ég er að fara í lokapróf í íslensku á morgun.

Dagurinn: Var mjög svo venjulegur... slapp reyndar við íslensku framhald sem var frekar svít og eyddi hléinu í almennt sjoppu og sófatjill með Írisi Gje. Eftir samfélagsfræði valhoppuðum við glaðar í bragði beina leið heim... ok, með smá útúrtúr í Nettó en já.. við enduðum allaveganna heima. Lærðum svo til kl.7 og eftir mat líka ;) Well... það fór svolítið mikill tími í að flissa, spjalla og gretta sig en já... maður uppsker víst eftir því sem maður sáir... Ojæja... svo fór ég í sturtu áðan og ætti að fara að sofa en er að berjast við bleika Gúmmísvínið (það er nafnið á poddaranum mínum). Hann vill einfaldlega ekki samþyggja nýju lögin... Hann er alveg í steypu. Ég var nefnilega að uppgötva snilldina við gamla Pottþétt diska og er orðin heilluð af Pottþétt 3 og Pottþétt 13, hver elskar ekki næntís tónlist? Gömlu góðu dagarnir. Það er ekki annað hægt en að sakna þeirra... ég meina... KoolAid og Children með Robert Miles, ef það öskrar ekki nostalgía, hvað gerir það þá? Jæja, best að slútta þessu... ætti í raun að skella mér í háttinn og gefa baráttu mína við bleika plastsvínið.

Pæling dagsins: Eða ætti eiginlega að vera kveldsins... langt síðan ég hef bloggað svona seint.. ó, vell! Get ekki mikið við því gert úr þessu. Hef enga sérstaka pælingu í pokahorninu... og ég nenni bara ekkert að bulla eitthvað upp, hvað er málið með þessar skeiðar allstaðar?
Hvernig getur litur látið mann líða öðruvísi? Ég meina... þetta kemur líka fyrir mig. Er búin að vera í smá litapælingum, og já...hverju skipta litir máli? Ég er ekki að segja að þeir skipti ekki máli því þeir skeika mjög svo tilveru manna en já... td. þá hafa kannski ákveðnir litir ákveðna merkingu, eins og svartur dauði... en afhverju er svartur einkennandi fyrir dauðann? Og líka með hárliti... fólk hrífst af mismunandi hárlitum, ég td. hrífst af dökkhærðum strákum... Er einhver leynd meining í því? Eða eitthvað svoleiðis..? Veit iggi... svo vorum við Kalli að tala saman um daginn og hann sagði mér að þegar hann sagði Andrea hugsaði hann grænt, og að það væri gott því að greinilega í hans hugarheimi er grænn góður hlutur. Ég skildi það ekki... en já, afhverju er litur svona merkingarmikill? Svo á hann víst að stjórna skapinu mikið... síðast þegar ég vissi var fjólublár róandi litur og að maður yrði síður svangur í fjólubláu herbergi en nýfengnar upplýsingar gefa allt annað til kynna (sjá í komment á fyrra bloggi). Úff, ég er alveg blank á þetta... orðin svona nett þreitt líka. Hugsanlega farin að sofa.

Kv.Andrea

föstudagur, apríl 15, 2005

Hmm... kannski ég bloggi smá.

Já... mér leiðist smá, kannski ég ætti að blogga fyrst enginn annar gerir það. Æj ég veit ekki... bleh. Ég er í fílu út í sjálfa mig mér gengur svo illa í skólanum... ég nenni þessu ekki lengur, mig langar bara að vinna í lottóinu og læsa sjálfa mig inni, burt frá umheiminum þar sem ég get fengið að vera ógeðsleg, heimsk og atvinnulaus í friði fyrir öllum. Væri það ekki indælt? Að finna sér bara afskekkta íbúð útí rassgati og taka sjónvarpið og tölvuna með... leggjast svo bara í leti með fullt af nammi og horfa á bíómyndir? Svo gæti ég skrifað á bloggið mitt að ég sé að ferðast um heiminn í leit af sjálfsviðurkenningu eða merkingu lífsins... eða eitthvað og fólk myndi pottþétt trúa mér! :D Enginn hefði áhyggjur af henni Andreu, hún er útí heimi að lifa lífinu :P En nei, ég myndi aldrei vinna í lottóinu... mitt mesta afrek var að vinna rafknúinn kartöfluskerara á bingói með ömmu minni... hann kom að góóóðum notum. Nei annars, amma ákvað að hirða hann...

Dagurinn: Ég veit ekki einu sinni afhverju ég er að blogga, ég hef eeeekkert að segja. Dagurinn gekk smoothly, hann var ákaflega leiðinlegur en var búinn fljótt... jafnvel olíumálunin náði ekki að hressa mig við. Við fórum í kynfræðslu í dag, þá bekkurinn minn... ég var alveg að sofna þetta var svo ótrúlega leiðinlegt og tilgangslaust. Svo í endann spurði hjúkrunarfræðingurinn hvort það væru einhverjar spurningar og enginn sagði neitt, og þá fór hún að segja okkur að þetta væri sniðugt ef við hefðum spurt af þessu! Við spurðum ekki! Oh... hún fer stundum í taugarnar á mér þessi hjúkka... lét mig fara í aukasprautu! Oj... eins og það sé eitthvað að mér??? *augnablik þar sem ótrúlegt sjálfsegóið brýst út* ÉGERFULLKOMIN! Það er ekkert að mér!!! *hósthóst* Vá...hvað var þetta?... Þetta er örugglega svona minn innri Hulk. Mér finnst rosalega leiðinlegt að vera alltaf að bauna á sjálfa mig, þegar ég er ekkert svona misheppnuð eins og mér finnst ég stundum vera. Stundum trúi ég því alveg að ég sé mesti hálvitinn á jörðinni en á öðrum, hamingjusamari stundum er ég bara....hey, ég er ekkert svo slæm. Þetta fer alveg rosalega í taugarnar á mér hvað ég er mikið skitsó og ekki trú sjálfri mér. Ætli ég þurfi bara ekki einhverja heví-barnasálfræðimeðferð? Nei... mér finnst það svo fyndið hversu ótrúlega margir unglingar ganga til sálfræðings yfir smá unglingaþunglyndi... Sérstaklega stelpur, alltaf að hóta að drepa sig og svona... allt of mikið drama... "jáh *dregur andann* ég var hjá sálfræðingnum í dag.... hann sagði að ég væri roooosalega þunglyndi... ég er að hugsa um að fara út og drekka mig fulla í kvöld. " Svona samtöl vorum mér daglegt brauð fyrir ekki svo löngu... það voru nánast allar vinkonur mínar á barmi taugaáfalls og sjálfsmorði með meiru. "Mamma, *sýnir útskornar hendur* Svooona líður mér! *snökt*..." gerði ein vinkona mín, og mamma hennar var bara"...hmm, ókey... frábært!" Hehe... sniðug hún. Oh æji... ég veit ekkert hvað ég er að röfla um. Átti ég ekki að fjalla um daginn??? Ójá, skóladeginum lauk og ég fór heim í sturtu... og ég sofnaði í sturtunni. Ég er alveg rosalega misheppnuð stundum. Svo vaknaði ég áðan...vó, hvar er ég??? Svo eru engin plön í kvöld að ég viti... nema hitta Íris or sum... æj ég veit ekki. Mig vantar testasteron. Þessu sjálfsvorkunnartímabili hjá mér verður að enda bráðlega. Annars sver ég að ég á eftir að missa vitið. Mig vaaantar blíðu! (Er ekki einhver þarna úti sem les þetta og stekkur til, fer inná e-bay og kaupir sér hvítann hest? Ég ætla að lifa í þeirri von, ekki eyðileggja þetta fyrir mér.)

Pæling dagsins: Þegar ég byrjaði að blogga hugsaði ég með mér að ég ætlaði ekki að láta það sjást hversu rosalega einmana ég er. Það hefur augljóslega ekki gengið upp, svo þetta skiptir ekki máli. Nei annars... ég ætlaði að skrifa nokkur þunglyndisleg orð um hversu asnaleg ást sé og svona en ég hef ákveðið að sleppa því og þá skulda ég ykkur bara pælingu.
Hvenær ætlaru að hætta þessum barnaskap? Ég nenni þessu ekki lengur... Ég held ég sé bara hætt að bíða eftir þér. Vá mér tókst ekki einu sinni að sleppa því að vera pirruð í garð ástarinnar. Man am I a failure.

I'm so tired of playing,
playing with this bow and arrow...
I'm gonna give my heart away,
leave it to the other girls to play.

Kv.Andrea

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Lasagniað bubblandi og lífið í plús... um sinn.

Hæhó, Andrea ákvað að blogga þar sem að hún er komin í sumarskap sökum nýlegs veðurfars. Núna er ég pottþétt á því að sumarið sé komið til að vera, og ef það kemur snjór aftur verð ég mjög sár útí Golfstrauminn. Ekki það að dagurinn hafi verið með eindæmum hamingjusamur, hann var bara eins og allir aðrir miðvikudagar, vá... mér finnst ég bara vera að endurtaka allt sem ég segi frá öðrum færslum, ég er aldrei að segja eitthvað nýtt... rosalega tilgangslaust eitthvað en þetta er eina útrásarleiðin mín sem stendur, so try to live with it. Á morgun er Fífan lokuð og við eigum að fara á skauta í staðin. Planið var sko eiginlega að fara í pils á morgun til að fagna sumrinu... Æj, fokkit... ég reyni bara að detta ekki. Hef aldrei verið voðalega elegant á skautum og síðast þegar ég fór var ég svona...hvernig á að orða það. Nett ölvuð, og endaði kvöldið með mjög svo tígulegu splitti, afþví að einhver plammaði risa leðurfrakka á axlirnar á mér. I'm oh so graceful. Ég var að fatta það að þegar ég skrifa bloggin mín reyni ég að ímynda mér að enginn lesi það svo ég þori að segja allt sem að liggur mér í hjartastað. Satt best að segja veit ég eiginlega ekkert hverjir lesa þetta, fyrir utan þessa nokkru sem þora að kommenta og það er þeim að þakka að ég held áfram að blogga :) danko. Svo ef ykkur bíður við íslamískum skriftum mínum um lífið og tilveruna hættið þá bara að kommenta. Hehe... darn, var að gefa ykkur hugmynd. Annars er ég mjög þakklát fyrir góða veðrið sem við erum að fá þessa dagana (guð, ég er farin að tala um veðrið) en aðal vandamálið er bara að hugsa til þess að á meðan þetta góða veður brýst út þarf ég að hanga inni að læra. Nema ég læri bara úti! Hehe... alltaf að hugsa eins og Pollíanna! Maður reynir...

Dagurinn: Já, dagurinn í dag gekk ágætlega... frekar stuttur ef maður telur ekki félagsmálafræðina með en einhverra hluta vegna var hann bara góður. Eftir skólann fór ég niður í sjoppu og við fórum uppá svalir í sólbað/reykingapásu... Þar sem að ég reyki ekki gekk þetta aðallega út á að dýrka sólina en þetta minnti mig svo á sumarið eftir áttunda bekk, þá vorum við alltaf á umræddum svölum. Það voru yndislegir dagar, allt var svo... carefree. Núna þjappast skildurnar að mér hægri vinstri og ég veit varla hvað skal gera. Ég talaði samt við Héðin í dag um að vinna á leikjanámskeiði í sumar... Ég veit ekkert hvar ég er í þeim málum svo ég hef ákveðið að líta neikvætt á málið til þess að verða ekki fyrir vonbrigðum sem gerist oftar en ekki þegar Andrea ákveður að dýfa stóru tá í ólgandi sundlaug vinnumarkaðsins. Brennt barn forðast eldinn. Annars reyti ég bara arfa í staðin... kannski ég gerist bara grænmetisæta og þá þarf ég ekki einu sinni að koma með nesti! (Pollíannan að kikka inn) Svo ætlaði ég að vera úber virkur nemandi og fara upp á bókasafn að læra en neiii... ég bara get ekki haldið einbeitingu við stærðfræði. Svo ég fór að teikna, og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að hæfileikar mínir á því sviði eru horfnir. Mig skortir andagift og er alltof löt við að sjálfmennta mig í teikningu. Það var misheppnað. Félagsmálafræði var...hmm.... ekki skemmtileg, stundum finnst mér ég vera vaxin upp úr öllum í kring um mig. Ég vil ekki hljóma eins og eitthver sem stendur á stól og horfir niður á hina en ég bara samsama mig ekki við skólafélaga mína lengur, sem er ósköp hvimleitt því að það gerir mig bara enn þunglyndari að vera alltaf í þessarri litlu vítisholu. Æj, núna líður mér eins og algjörum hálfvita að segja svona hluti... Nóg um það. Eins og venjulega kom skólarútan ekki svo ég ákvað bara að labba í sólkskininu heim. Núna sit ég niðri í eldhúsi og er að fylgjast með lasagnianu mínu að bubbla inní ofni, japlandi á jarðaberjum. Mér fannst alveg tilvalið að nota þennann situtíma í að bloggast smá. Allt nema lærdóm. Þegar ég kom heim var ég eitthvað svo yfirdrifin af hamingju (guð einn veit afhverju) að ég skellti mér í pils og tiplaði út í sólskinið með Pésa og kynnti hann fyrir náttúrunni. Hann var sko ekki að fíla grasið sem náði honum upp á mitt bak og var eiginlega hálfhræddur. Ég ælta að vona að hann venjist náttúrunni því ég nenni ekki alltaf að hafa hann inni, hann er svo ótrúlega hyper. Oh hvað ég hlakka til þegar lúpínurnar blómstra og ég get horft út á fjólublátt heiman frá. Yes... I'm a bit of a tree hugger.

Pæling dagsins: Núna ætla ég að koma með dæmisögu. Héðinn sagði frá henni í félagsmálafræði og ég fór að velta fyrir mér, maður getur í rauninni kynnst fólki mjög vel með niðurstöðum þeirra í þessu. Ekki svona þúst "Hæ ég heiti Andrea" kynnst... en bara fattað hvernig hugsanagangur þess er. Jæja... sagan. Þar sem að ég er ekki með töflu get ég ekki teiknað þetta upp. En það er fljót (ímyndið ykkur) og einu megin við ána eru 2 hús. Hinumegin eru líka 2 hús. Öðru megin býr Abingale (eitthvað svoleiðis) og Jóhannes. Hinumeginn býr kærasti Abingale, Phil (ööh... held ég að hann heiti) og maður að nafni Tommi. Nú, þessi á er mjög straumhörð og eina (EINA) leiðin er að fara yfir hana á bát en greyjið Abingale á ekki bát. Jóhannes á hinsvegar bát. Abingale vill endilega komast til kærastans síns og fer þessvegna yfir til Jóhannesar og biður hann um að fá lánaðann bátinn. Það vill Jóhannes ekki gera nema hún sofi hjá honum. Það finnst Abingale fáránlegt... en hana langar svo mikið að komast yfir að hún gefst upp og sefur hjá Jóhannesi og kemst loks yfir. Þegar hún er komin yfir er hún samt með svo rosalegt samviskubit að hún segir Phil frá því. Phil trompast, lemur hana og hendir henni út. Abingale fer þá til Tomma og segir honum sólarsöguna. Tommi verður alveg bálreiður og ríkur yfir til Phil og lemur hann til óbóta. Núna er sögunni lokið... og spurningin sem var borin fyrir mig var eftirfarandi: Hver af þeim var verst? Abingale er nr.1, Jóhannes er nr.2, Phil er nr.3 og Tommi er nr.4.... veltið þessu fyrir ykkur og svarið svo endilega í kommentunum, sá sem var verstur fyrst og sá sem var skástur síðast. Mitt svar var til dæmis öh.... vá, ég er alveg búin að gleyma því! Úff... allaveganna... Þetta er svolítið spes saga og uhmm... já :) verið nú aktív í guðanna bænum.

And when i see you, I really see you upside down
But my brain knows better
It picks you up and turns you around.

Smá krúttlegur partur úr laginu A lack of color með Death cab for cutie. Fann bara löngun til þess að koma þessu að :P

Kv.Andrea

mánudagur, apríl 11, 2005

Ég er fokking runni.


Já,
ég er ekki búin að vera í góðu skapi í dag... eiginlega bara inní hausnum samt... ég er eitthvað skrítin. Þegar ég er ekkert rosalega reið læt ég það sjást og er leiðinleg við alla... en þegar ég er reið og pirruð fyrir alvöru segi ég ekkert og rífst hálfpartin við sjálfa mig. Er búin að vera þannig í mestallan dag, frekar utan við mig og alveg ómöguleg. Hvað er eiginlega málið með stráka? Flestir, ef ekki allir strákar sem ég þekki eru búnir að vera alveg undarlega pirrandi og erfiðir uppá síðkastið, eða kannski er það bara ég sem er svo ótrúlega frústreruð og erfið af blíðuleysi. Ég hérmeð bið alla sem ég er búin að vera á einhvern hátt leiðinleg við upp á síðkastið afsökunar. It's those bloody hormones. Stundum vil ég bara að allir láti mig í friði, en samt ekki... æj ég veit ekki hvað ég er að segja... að ég sé með athyglisþörf á háu stigi sem jaðrar við geðveiki?

Dagurinn:
Óðurinn til mánudaga... er ekkert nema harmavein. Vá hvað ég er mikið skitsó, afþví að það er mánudagur í dag fór ég að hugsa um byrjunina í Office Space... sú snilldarmynd... á mánudeginum og leiðinlega kellingin er að spyrja hann hvort hann sé í "mánudagaskapi" eða eitthvað í þá áttina... og afþví að myndin heitir Office Space fór ég að hugsa um auglýsingu sem ég sá á Comedy Central stöðinni í USA af þætti sem heitir The Office... oh, þetta var svo mikil snilldarauglýsing... Now this is our receptionist, Jenny... If you think she's hot now... you should have seen her a few years ago...wraaawrrr! (Hún stendur hliðiná gaurnum og er bara...what! ...ah... Priceless.) Oh, mig langar svo að sjá þessa þætti!!! Merde! En já...mánudagurinn. Alveg eins og hver annar mánudagur nema það að Bjössi, samfélagsfræðikennarinn okkar ákvað bara að mæta ekkert til þess að kenna okkur þannig að ég náði að klára heimalærdóm... sem er sjaldgæft. Svo áður en ég labbaði heim (oh... svo dugleg!) fann ég myndina hennar Hildar í skápnum mínum. Sunza hafði þá skilið hana þar eftir allt saman... ég var rosa hrædd um að einhver perri hafi stolið henni....samt ekki, hvað ætti perri að vera að gera með þessa mynd? Æhj, bleh... bara ánægð að hún komst í leitirnar. Annars er skapið að batna núna... er búin að hlusta svo mikið á Postal Service að ég er orðin semi-glöð aftur. Ég er að hugsa um að fara bara að læra smávegis, ætli ég hafi ekki bara gott af því.

Pæling dagsins: Ein af aðal ástæðunum fyrir litla melancholiukastinu í dag var að ég uppgötva að 10 skólaárið mitt er að verða búið innan skamms. Mér finnst eins og fyrsti skóladagurinn hafi verið í gær. Ekki það að ég hlakki ekki til þess að komast út úr þessarri vítisholu þar sem takmarkaður fjöldi skilur mig, alls ekki.... ég hlakka mjög til þess, en mér finnst eins og ég hafi ekki atorkað neinu þetta árið... eða bara öll árin ef ég hugsa út í það. Þau eru bara svo fjót að líða þótt það gerist aldrei neitt. Allir dagar eru eins, vikan gengur hring eftir hring og fyrr en þú veist er heill mánuður búinn og ég man aldrei hvað ég gerði þennan mánuðinn. Eins og td. þessi mánudagur er alveg eins og allir hinir mánudagarnir og á morgun verður þriðjudagur... alveg eins og allir hinir. Maður tekur ekki eftir því, en tímin rennur stanslaust út í sandinn og á augnabliki verð ég örugglega gömul bitur kona með gassilljón ketti út um allt. Spurningar renna yfir augu mín stanslaust.... hvað er ég að gera við líf mitt? Hverju hef ég atorkað? Hvert stefni ég? Hvað er ég að gera hérna? Ég finn ekki svarið, og ég er hrædd. Hrædd við að finna ef til vill aldrei svarið. Hvað ef ég lifi í óvissu allt mitt líf? Ég gæti ekki lifað með ákvarðanafælni, engann stöðugleika yfir ævina... gæti ég það? Oh... stundum vildi ég bara að ég gæti skrúfað fyrir hugsannaflæðið í nokkrar sekúntur og lifað í algjörri óvissu. Hugsanir... well, veit ekki um ykkur en mínar eru nefnilega oftast frekar neikvæðar og niðurdrepandi. Það á víst ekki að vera uppbyggjandi fyrir sálina. Hvað þarf ég að gera til þess að fá að hugsa ekki og lifa í algjöru algleymi? Hvort viljum við hugsa eða ekki? Afsakið þessu þunglyndislegu færslu.

Where are you? I am finally seeing why I was one worth leaving.

Just say you love me now
And forget this whole row
Just save your energy
For making up with me


Kv.Andrea

sunnudagur, apríl 10, 2005

Her green plastic watering can...

Jæja, þar sem að ég er alltaf jafn óð í að fullnægja þörfum Erlu Dóru hef ég ákveðið að blogga agnarlítið um frekar annamikla helgi. Á fimmtudaginn fór ég í bíó (eftir að hafa verið misþyrmt af ákveðnum aðilum, ég er með stóóóra marbletti) með föður mínum á opnunarsýningu IIFF í Háskólabíói. Myndin heitir Motorcicle diaries og jamm... ég var ekki búin að heyra neitt svakalega mikið um hana nema það að hún væri hugsanlega nokkuð langdregin en jamm... ég fékk semsagt boðsmiða á þessa sýningu sem átti að vera eitthvað sérstök sökum þess að leikstjórinn opnaði hátíðina og svona og jújú, það var alveg fínt. Hann talaði bara um gerð myndarinnar og allt það prósess... var alveg gaman að vita en þar sem að ég er svo ótrúlega "ókúltúræsuð" (ef það mætti kalla bíómyndir löglegann kúltúr) var ég með störu á fléttu konunnar fyrir framan mig á meðan ræðunni stóð. Pimpslap me if you wanna. Myndin sjálf var mjög góð... ég nenni ekki að útskýra söguþráðinn en í stuttu máli er þetta Ernesto Guevara og Alfredo vinur hans (man ekki alveg hvað hann hét) að ferðast um Suður-Ameríku á nettu tjilli. Persónulega fannst mér hún ekki langdregin, en hver veit, kannski er ég bara með hærri bordomþröskul heldur en annað fólk.. ég hef allaveganna aldrei upplifað mjög langdregna kvikmynd. Fyrri hluti myndarinnar var rosalega flottur myndrænt séð... myndatökur af líðandi ökrum og spil með skugga og sól og svona... rosalega flott. Þar sem að myndin var sannsöguleg var enginn sérstakur söguþráður en ja, mér fannst hún allaveganna góð. Jæja, nóg um boring kvikmyndagagnríni. Á föstudaginn varð ég fyrir miklum bömmer þegar olíumálningu var aflýst, well... það saug. Ég man ekki alveg hvað ég gerði á föstudeginum svo að.... Jú annars! Ég fór niður í bæ að hitta Benediktu og Agga og einhverja vini þeirra. Það var ágætt... mikið um strætóferðir. Not much to it, en svo kom ég heim og hékk á msn að tala vi Kalla til kl. hálf fimm. Á laugardeginum vaknaði ég kl.2 og mamma var ekki í góðu skapi. Verandi hamingjusama manneskjan sem ég er reyndi ég að koma til móts við þarfir hennar og þreif klósettin, þurrkaði af, ryksugaði, skipti um á rúminu mínu og lærði 2 kafla í náttúrufræði... en það var ekki nógu gott... ég átti auðvitað að læra stærðfræði því ég er svo léleg í henni! Kjáninn ég *slaps self* ... ég var orðin nett pirruð á greijið konunni svo ég lagði bara af stað til Gerðar, en við stelpurnar ætluðum að hittast þar og fá okkur að borða saman og spila póker. Þetta var vitaskuld mestallt hugmynd Írisar, sem að mætti síðan ekki einu sinni því að greinilegra er mikilvægara að passa fyrir skemmtanafíkil en að hitta okkur. Það gerði Gerði (hehe) frekar pirraða og erfiða. En já... það var samt ágætt að hitta þær og ég kom heldur ekki illa út úr pókernum svo að já, það heppnaðist ágætlega. Svo fór Sunza með mér heim og og við gerðum ekki neitt til kl. svona tólf þegar við ákváðum að halda partí! Well... málin þróuðust bara þannig að Hildi útvarpshaus leiddist mjög og vildi fara út að leika. Hún plataði okkur til þess en við fórum og sóttum hana á leikskólann afþví að... as we all know þá er Salahverfið eitt stórt labyrinth. Við ætluðum svo út í snúsnú en það var blindhríð úti svo það gekk ekki alveg upp. Þá ákváðum við að halda Natural Born Killers partí en neiii.... Skúli var að passa og gat ekki komið *Sigh* svo að það vorum bara við þrjár og Pési að slefa yfir Mickey (ok, kannski var það bara ég en það má ekki dæma mig... ég er einmana!!!) Það var alveg indælt.

Dagurinn: Ótrúlegt en satt þá vaknaði ég kl.11! Og Sunza var ennþá hjá mér... þetta verður bara furðulegra og furðulegra. Þar sem að dagurinn er ekki allur liðinn er voðalega lítið um hann að segja en að ég fékk mér að borða... svo fór Sunza og núna ligg ég uppi í rúmi á nærfötunum og kvíði þess að fara í fermingarveislu. Ég þoli ekki fermingaveislur... svo leiðinleeegar! Soul slaying I tell ya. Núna þarf ég víst að fara í fín föt... væri það ekki kúl ef ég mætti bara eins og ég er núna (grænum nærbuxum og stórum subway bol)? Það myndi sjokkera nokkuð marga... og pottþétt brjóta upp þessa leiðinlegu fermingastemmingu. Veistu... ég er að hugsa um að gera það bara! Darn... gleymdi mömmu....best að fara að rappa þessu upp.

Pæling dagsins: Hmm... Tilhvers eru fermingar? Hvaða tilgangi gegna þær? Hvort sem að maður er heittrúaður eða trúleysingi sem vill bara gjafirnar þá skil ég ekkert til hvers ferming er. Maður kemur þarna uppklæddur og fínn, fer með nokkur vers úr Biblíunni og fær fullt af gjöfum fyrir það? Hvað er eiginlega málið með það? Er maður að endurlífga trúna? Endurákveða? Vega og meta stöðuna.... hvað hefur guð nokkurtíman gert fyrir mig? Ekki mikið skal ég segja ykkur. Eiginlega ekki neitt ef satt best skal segja. Ok, ég lifi mjög góðu lífi og það deyr aldrei neinn í kringum mig en afhverju er það guð að þakka? Mér finnst þetta guð-konsept svolítið skrítið. Það er alveg gott mál að trúa á eitthvað... en réttlætir það virkilega allt í heiminum? Ef að einhver deyr... þá var það bara plan guðs. Ef einhver eignast vangefið barn, þá er það guð að refsa foreldrunum. Ef einhver hálfviti í Bandaríkjunum ákveður að drepa skólafélaga sína þá er það guðs... nei, afsakið... þá er það Marilyn Mansons sök. Vá, þessi pæling er komin útí ógöngur og ég þarf að klæða mig í fín föt svo að ég kveð ykkur að sinni.

Tónlistin:
Fake plastic trees - Radiohead (það er svo sætt! *grenj*)
Postal Service - Brand new colony
Killing Heidi - Superman/supergirl
Snow patrol - Grazed Knees

Kv.Andrea

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Bloggin' est goooood


Ég er nú búin að fá að heyra það að það sé ekki æskilegt að ég hafi ekki bloggað í 3 daga og að það megi ekki gerast. 3 DAGA! Guð minn góður, hún hefur eignast sér líf! Svo brjótast út óeirðir og fólk veit ekki hvað á að gera við sjálft sig. Nei, en aðalástæðan (fyrir utan leti) er annríki. Já, ég er nefnilega búin að eignast barn (allir fara að spyrja sig...er það mitt??? og byrja að telja mánuði). Já, hann heitir Pétur... Svarti-Pétur. Og hann er köttur. Hmmm... ég fékk hann á mánudaginn. Hann er pííínulítill og svartur og er strax farinn að telja sig karlmann heimilisins. Stundum skil ég ekki hvað strákar hafa á móti köttum því þeir eru bara svo yndislegir! Mér persónulega finnst kettir mikið skemmtilegri dýr en hundar. Hundar eru bara heimskir, sama hversu mikið af kúnstum þeir kunna þá eru þeir alltaf heimskir og slefandi. Þeir fylgja bara eiganda sínum og spá ekkert í afhverju. Svo þarf að sjá svo mikið fyrir þeim. Kettir eru gæludýr lötu manneskjunar. Æj, mér finnst þetta allaveganna næs tilbreyting, að hafa einhver upp í rúmi að kúra á milli brjóstana á mér (uppáhalds staðurinn hans, hann gerir mikið að því... að sofa á mér) líka þar sem að ég er búin að breyta herberginu mínu svo að allt tækjadót er í einni hillu HLIÐINÁ rúminu mínu svo að basically þá þarf ég ekkert að fara framúr, og með nýju tölvuna mína getur ekkert stöðvað mig. Jamm... annars, eins og allir vita þá styttist í Samræmda-djöfulinn og ég er well... svona næstum því byrjuð að læra. Arg! Ég veit ekki hvað er að mér, en ég held alltaf áfram að fresta þessu! Einhver verður bara að slappa mig aðeins til og neyða mig til þess að læra, annars geri ég það ekkert. Þetta er indeed þvílík krísa. Hey vá... ANTM er byrjað, ég klára þetta eftir það.

Dagurinn: Það eru flestir dagar eins hjá mér, og þessi var engin undantekning. Ég svaf reyndar yfir mig og kom allt of seint í náttúrufræði, en náttúrufræðikennarinn kippti sér lítið upp við það. Svo fór ég upp á bókasafn og reyndi að læra í gatinu mínu... það gekk ekki alveg eftir óskum, ég náði að klára mestallt stærðfræðiheftið en lítið annað en það. Kannski ég ætti bara að hætta að blogga þanga til að prófin eru búin. Ég ætla nú ekki að staðhæfa neitt en færslunum mínum mun líklega fækka héðan í frá. En já... svo var umræðutími í félagsmálafræði og ég var að fatta að strákar, eins vel og þeir reyna að fela það eru með rosalega hommaphobiu. Well, auðvitað ekki allir strákar en það var alveg áberandi hversu margir strákar í félagsmálafræði voru með mikla hommaphobiu. Hvað varð um opnari huga á 21 öldinni? Oh, hvað veit ég... Well, anyways. Þaaað er ekkert að taaaala um. Jú, reyndar er full til þess að blogga um en ég veit ekki... ætli ég verði ekki bara leiðinleg við það?

Pæling dagsins: Jámm... Fyrr í dag var ég hvött til þess að hugsa jákvæðara og vera ekki alltaf svona reið út í heiminn. Mig langar rosalega að vita hvernig ég geri það? Hvernig á ég að breyta allri þessarri innbyrgðu reiði og pirringi í jákvæða orku sem að gæti td. fengið mig til þess að læra(?!) eða eitthvað annað uppbyggilegt. En er það bara ég sem er svona reið? Í gær ætlaði ég til dæmis að eyða smá qualitytime með vinkonum mínum og fyrst var Íris G. svo pirruð að hún gat nánast ekki talað við mig í tíma... *hóst*strákamál*hóst* og svo varð Sunza alveg furious þegar það sprakk jógúrt í töskunni hennar og hún var alveg miður sín hálfann daginn yfir því, sem að ég held að hafi verið dulbúin afsökun fyrir því að vera reið út í heiminn. Í þessu nútímasamfélagi er finnst mér einhvervegin svo mikil áhersla á því að vera fullkomlega eðlilegur og hamingjusamur daginn út og daginn inn að það eru bara ekkert allir sem geta "kópað" við svoleiðis álagi sem gerir það að verkum að það eru miklu fleirri þunglyndir en í den. Sérstaklega þegar öll "unglingareiðin" og skammdegisþunglyndis sem herjar óðum á okkur Íslendingana er á sínum hápunkti. En sem betur fer er dagurinn farinn að styttast og ég veit ekki um ykkur en ég er farin að bíða eftir afsökun til þess að ganga í pilsi alla daga. Mig langar bara ekki að hafa snjóinn lengur, og "íslenskar sumarnætur" eru óneitanlega skemmtilegar (í réttum félagsskap þá)... En jámm, þó svo að ég sé ekki komin með vinnu fyrir sumarið eða hafi nokkur plön vott só ever þá hlakka ég mikið til þess að fá smá sól inní í líf mitt. Úh... og ein spurning til allra sem lesa þetta, hvað ætliði að gera í sumar??? Fyrir þá yndislegu sem nenna að svara, you know the drill.

Kv.Andrea

sunnudagur, apríl 03, 2005

McDonalds í morgunmat!

Oh, hið frjálsa líferni... í gær fór ég á ball í Jemen... sem Sally the Ragdoll úr mynd Tim Burtons, The Nightmare Before Christmas. Eftir skóla í gær kom ég heim... ekki enn búin að ákveða mig hvað ég ætlaði að vera...og svo ákvað ég þetta bara allt í einu eftir að Sunza ákvað að vera Eddi Klippikrulla. Ég saumaði kjól á mettíma og mér fannst hann koma bara...frekar vel út miða við að þetta var frumraun mín í fatahönnun og ég var ekki einu sinni með snið eða neitt :D Eníveis þá mynduðum við hið ofurkúlaða Tim Burton Gengi... Sunza lenti í fyrsta sæti á ballinu... hún var mjög mjög flott... og svo var ég í 2 sæti og ég vann 10 frí skipti í Sundlaug Kópavogs... Whooopdy fucking do. En annars var gaman og eftir ballið fór ég til Benediktu og ég, hún, Anna og Aggi horfðum á Pulp Fiction, og svo fórum við að lúlla. Núna er ég heima hjá Benediktu að gista aftur...afþví að mamma mín gat ekk pantað 5 manna leigubíl *sigh* og jamm, við erum bara búnar að vera að nördast heima að glápa á Friends. Svo leiddist mér smá og ég bjó til próf um mig á netinu... það er mjöööög erfitt, enda eru frááábær verðlaun. http://www.quizyourfriends.com/yourquiz.php?quizname=050402202913-533946 Þetta er linkurinn... endilega takið það!!! Mjöööög skemmtilegt (that was a lie btw. but it would make me very happy) Sá sem nær yfir 60% rétt er annaðhvort vinur minn...eða stalker. Anyways... klukkan er kannski orðin smá mikið núna... what do I care! Ég var líka að fá þær fréttir að bróðir minn hafi verið laminn í kvöld af son Geira Maxim....well, he kinda had it coming en ég á víst að finna til með honum *small amount of sympathy*...

Dagurinn: Við vöknuðum í dag í mjög jolly feeling... well, Anna og Benedikta vöknuðu 2 klukkutímum á undan mér og gáfust svo upp á að bíða og vöktu mig (þakkir btw.) og við fórum á McDonalds og fengum okkur staðgóðann morgunverð. Svo fórum við að máta sófa í Rúmfatalagernum. Mamma ákvað að vera kúkur og segja mér að fara heim að læra en þegar ég kom heim vildi hún fá mig með á mjööög prógressíva nýmóderníska jasstónleika á Nasa, semsagt 2 brjálaðslega góðir franskir gítarleikarar að spila Django Reinhart stuff og fleira álíka skemmtilegt. Ég neyddi Benediktu til þess að koma með mér og greijinu leiddist ótúlega mikið. Benedikta ætlaði síðan að fara í eitthvað lítið einkapartí en gaf það upp fyrir mig :) en ég er með geðveikt samviskubit og Aggi hlítur að hata mig núna... en *dæs* ég þarf líka smá Benediktu tíma... Annars verð ég að fara að læra fyrir samræmduprófin bráðum...strax helst, er orðin svolítið stressuð. Jæja, klukkan er kannski orðin svolítið margt... og ég hef eiginlega ekkert meira til þess að blogga um.

Pæling dagsins: Samræmduprófin!!! Afhverju erum við að láta þau skipta svona miklu máli??? Þetta eru bara ein heimskuleg próf, og þau eiga víst að marka allt okkar líf. Ég skil ekki alveg hvað er málið með það, þurfum við endilega að hafa þau? Þau eru búin að búa til stórann hnút í magann á mér sem ég er búin að ganga með í 2 fokkíng ár. Samt hef ég enga ábyrgðartilfinningu fyrir því að læra og svona, er ég algjörlega ábyrgðarlaus? Oh jæja... það verður bara betra þegar þau eru búin... ekkert stress lengur, nema kannski fyrir niðurstöðunum. Mig hlakkar til þess að þetta verði allt búið og hafa ekkert til þess að stoppa sig yfir. Ef mig langar td. að fara að skemmta mér núna, fara í partí eða eitthva...hugsa ég alltaf "neiiii, ekki gera þetta.. þú verður að vera undirbúin fyrir samræmdu prófiiiin!" það er óþolandi. Jæja, ég er farin að sofa áður en ég fæ svefngalsa og held Benediktu vakandi í alla nótt.

Kv.Andrea