laugardagur, nóvember 29, 2003

Mumumussse!

, hvað mig hlakkar til! Mí­nir allra fyrstu tónleikar í Laugardalshöll! Og með þessari lí­ka massa hljómsveit! Vá, þarna verður múgur og margmenni og allt morandi í mönnum sem ég man eftir á Muse, og hvað eru mörg EMM í því­???

Jæja...hef nú ekki mikið að skrifa um nema óánægju mína yfir öllu mögulegu, heimsins vandamál og brennda poppið mitt. Skrí­tið að það eina sem fólki dettur í hug að segja er eitthvað slæmt, eða vont eða eyðileggjandi. Einnig lítur lí­ka út fyrir að það sé það eina sem fólki langar að gera í lí­finu! Aðallega í­ Bandaríkjunum samt sem áður, þar eru ví­st allir svo dauðskelkaðr að þeir hafa fengiðnóg af því­ að skjóta svarta, rauða og gula, eru þeir farnir að skjóta sjálfa sig ( fengið úr hinni stórgóðu bowling for columbine ) og nú nýlega hafa þeir tekið upp á því­ að ráðast á aðrar þjóðir, aka. Afganistan, Irak og fleiri skemmtileg lönd í mið-así­u. Og ættu nú­ eiginlega að kenna sjálfum sér að hafa fengið nokkrar flugvélar upp í­ rassgatið (twintowers) með því­ að beita alltaf neitunarvaldi fyrir forrí­ka gyðinga sem komu illa út úr seinni heimstyrjöld, en nóg um það! Allir eru í­ soranum, svo ekki sé minnst á eyðileggingu heimsins, og við heimska mannfólkið erum meðvituð um að við séum að grilla okkur lifandi eins og franskar á McDonalds af völdum gróðurhúsaáhrifana. Svo tala ég nú ekki um hvað allt sem kemst í­ fréttir er annahvort hótanir, morð, nauðganir eða stríð! Þetta er nú samt líka á Íslandi,allir eru eitthvað rosa nastí og vondir við litla manninn, ekki það að ég sé undir neinu áreiti gagnvart vondu fólki ( ein í­ afneitun ). Jæja, ég er farin að hljóma eins og versta kjaftatí­k, best að fara bara að útdeila reiði minni á heiminum í­ púðann :o) kveð að sinni.

Kv. Andrea

mánudagur, nóvember 24, 2003

Verið sanngjörn við sjálfa ykkur!

Komin aftur! Vona að þið eða þú, sért ekki búin að fá guðsoss leið á röflinu í honum mér, því hér er ég með annann hneykslisskammt, að þessu sinni beinist hann að mér sjálfri, því að ég er eittthvað að hneykslast og sonna og er orðin lifandisleið á hvað ég er löt og ætla þess vegna að krítssera sjálfa mig!

1. Alltaf að vakna kl.7 og ekki fara að sofa aftur (nema um helgar er etta ekki í gildi).

2. Borða ávallt staðgóðann morgunmat og borða svo reglulega um daginn.

3. Drekka ekki meira en 2 dósir af gosi á dag. (Má breita til t.d. 1 dós í dag, 3 á morgun)

4. Vera stundvís og læra heima samviskusamlega.

5. Eyða einungis 300 kr. á dag og aldrei lána meira en 300 kr. nema annað komi uppá.

6. Vera ávallt á varðbergi gagnvart vinnum og öðrum gjaldeyrislindum.

7. Aldrei vaka lengur en til kl. 2 á nóttunni, sama hvað gerist.

8. Vera sanngjörn við alla "vini" mína og ekki fara í fílu útaf minni eigin frekju.

9. Stunda félagsmiðstöðina, búrið og nemendaráðið af miklum krafti eftir bestu getu.

10. Ekki ergja fólk, ekki drepa fólk, ekki ergja sjálfa þig og EKKI drepa sjálfa þig.

Þar með er það komið, og þótt ég efi stórlega að ég eigi eftir að framfylgja þessum punktum ætla ég að reyna eins og ég get. Það þarf ekki að nefna það að þessi bönn eiga ekki við um helgar, sem eru heilagar fyrir mér. Vona að þetta virki og nú er ég farin að grúska í stærðfræðinni... peace out!

Kv. Andrea

Halló!

Sorry, hvað ég er ekkert búin að skrifa leng, elsku áhangendur, en ég er bara svo löt.

anyways... margt búið að gerast hjá mér...eða ekki...

Jú, ég fékk miða í Laugardalshöllina á hina stórgóðu hljómsveit Muse og hlakka ekkkert lítið til 10.des (en fyrir þá sem ættu að skammast sín fyrir að vita ekki þá eru tónleikarnir haldnir þá). Gaman að því. Annars er það eina sem ég get röflað um hvað lífið er óréttlátt og svívirðilegt í minn garð. Ég á mér nú orðið engann frítíma aflögu fyrir mín áhugamál og iðulega kosta þessi áhugamál einhvern helling svo að ég verð víst að leggja þau niður endanlega til þess að eiga fyrir jólagjöfum fyrir þessa gelgjuhjörð sem kalla sig vini mína og hringja síðan aldrei í mig og tala yfirleitt aldrei við mig nema í tímum eða sundi (ég á ekki við þig elskan ;o) þú veis það sjálf) ónei! síðan þurfa kennarnarnir líka að leggja mig í einelti með margendurteknum tilraunum til að drekkja mér í heimalærdóm, en ég er sterk og kann að synda ( er samt farin að efast um það ) og öllu sem því fylgir, ég tala nú ekki um hvað skólinn er orðinn langur hjá mér á daginn, ég er bókstaflega lengur í vinnunni en mamma! og hún fær borgað fyrir það, er það nú meiri vitleisan. En er það nú ekki allt talið upp, heldur er strætókerfi kópavogs og reykjavíkur líka með eitthvern pirring í minn garð ( gvöð veit nú af hverju ) og eru nú farin að heimta að ég hendi heilli kókdós fyrir það eitt að borga 220 krónur fyrir að sitja í hráköldu gulu ferlíki! held nú ekki, varð því að bíða í 20 mínútur í viðbót í sjöppunni minni í félagskap Steikts og Skíts. Og þegar ég kem heim eftir erfiðann og langann vinnudag bíður mín ekkkert annað en volæði á pönnu (gamalt hakk) sem ég á víst að þvinga oní mig til þessa að minn ástkæri kvenkyns foreldri verði ekki reiður , en verð þá að fara niður í kveldmat núna, Kv. ANDREA