laugardagur, nóvember 19, 2005

And If You Believe in Dreams...

Fórnarlamb kvöldsins er Andrea Björk Andrésdóttir, ung snót með stórann vanda á öxlum sér. Afhverju er hún fórnarlamb? Jú, hún á við þann gífurlega vanda að stríða að hún er með mjög misstórar nasir. Já, herrar mínir og frúr, hún er viðundur! Í æsku kýldi nefnilega frænka hennar hana í nefið í hatrömmu rifrildi yfir barbiepilsi, að niðurstöðu sveigist miðnesið hennar langt til vinstri. Vesalings stúlkan grætur sig í svefn nótt eftir nótt sem leiðir til þess að önnur nösin stíflast þrálátlega, og þá grætur hún enn meira. Greyið stúlkan, hvernig er hægt að hjálpa henni með svona ofvaxið vandamál?

Sendið þetta skeiti áfram og ef að 10.000 manns senda það áfram fær hún að koma fram hjá Opruh sem mun fjármagna bráðnauðsynlega lýtaraðgerð á nefi Andreu. Þetta mun gleðja Andreu óstjórnlega og hún mun geta lifað eðlilegu lífi aftur, eignast eðlilega vini og gengið í eðlilegan skóla. Kannski taka foreldrar hennar við henni aftur, jafnvel! Gerið henni þennan greiða og þið munuð sofa rólega í nótt. Og fá sendann ávaxtablandara frá Harpo ehf.

Með von um gott samstarf,
Kv.Andrea

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Hefur þú einhvertíman...

... upplifað það að ganga heim og fundið jörðina hreifast undir þér? Uppgötvað að malbikið er eitt stórt svell og að þú kemst ekki upp brekkuna sem liggur heim til þín? Reynt að ganga mjög hratt en bara endað á því að renna niður aftur? Dottið í hug að labba frekar á grasinu en gert þér það ljóst að einhver uppskafningur hafi breytt grasinu í svell líka!? Reynt að krafsa þig lengra upp brekkuna með höndunum, dottið á bossan og endað með andlitið í poll? Fundið fyrir undrun, sorg og sjálfseyðingarhvöt þegar þú finnur að misgáfað laufblað hefur ratað upp í kjaftin á þér? Híft þig aftur upp og skautað meðfram runnunum, komist upp að gangstéttarbrúninni móður og másandi? Velt því fyrir þér hvað í ósköpunum þú sért að gera í ókunnugum garði klukkan 3:27 á laugardagsnóttu? Byrjað að ganga, eða öllu heldur skauta hraðar þegar þér fannst einhver vera að elta þig? Komist að því að þetta væri einungis skugginn þinn? Stigið í skítugan poll og blotnað í fæturna? Orgað eins og Dr. Gonzo í baði þegar ipodinn þinn varð batteríslaus? Hlaupið síðasta spölinn heim til þín því að himininn ákvað skyndilega að rigna á þig? Opnað hurðina vígalega og strunsað inn eins og versti barbari, til þess eins að detta um köttinn þinn? Skriðið volandi upp í herbergið þitt með sárt enni og kaldan bossa, klöngrast upp í rúm, gripið um loðna fjólubláa koddann þinn og hjúfrað þig í fósturstellingu óskandi þess eins að vakna ekki morgunin eftir svo að þú þurfir ekki að klára ritgerð fyrir félagsfræði og fara í vinnuna? Fundið fyrir stingandi sársauka þegar ofsóknaróður kötturinn þinn glefsar í tána á þér? Glaðvaknað við það og skrifað blogg um hamfarir þínar kl. 4.13 að nóttu til? Velt fyrir þér afhverju? Afhverju þú sért að gera þetta?

Ég hef. (Rosalega er ég artí þegar ég get ekki sofið).

Kv.Andrea

laugardagur, nóvember 12, 2005

hvað sagði litli sæti sköllótti strákurinn við gamla sköllótta manninn?
-neih, ert þú líka með hvítblæði afi?


þetta var tileinkað öllum sem eiga við einhverskonar veikndi að stríða. þið eruð öll aumingjar.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Spáðu í Bolla!

Topp 5 lög sem ég væri til í að kunna á píanó.

1. Moonlight Sonata - Beethoven.
2. La Valse D'Amélie (piano version) - Yann Tiersen.
3. Clair De Lune - Debussy.
4. Í skotgröfinni - Megas
5. 1eme Gymnopedie - Eric Satie

Topp 5 sorglegustu bækur sem ég hef lesið.

1. Skuggasjónaukinn - Philip Pullman
2. Óskar og Helga - Gunnar Gunnarsson
3. Bankabókin mín (hún er voða sorgleg)
4. Ung hjörtu í Yukon - Don Rosa (Andrés Önd 4, 5 og 6 tölublað, 14. árgangur)
5. The Melancholy Death of Oyster Boy - Tim Burton

Sorrý, en ég nenni ekki að skrifa eitthvað voða langt. Klukkan er líka orðin svo margt og ég þarf að strauja skyrtuna mína!

Kv.Andrea