fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Mistök...

Já, Hæ... ég gerði víst smávegis mistök með því að publisha sama postið tvisvar, en eins og ég hef greint frá áður er internettengingin mín ekki alveg sú besta og það var eitthvað 'fokk' í gangi þarna á góðri íslensku, en fyrst ég fékk komment á bæði postin ætla ég ekkert að vera að eyða öðru þeirra... ég nenni því eiginlega bara ekki en hmm... já! Fimmtudagur í dag... ekki sá vinsælasti.

Dagurinn: Vaknaði sjálf í morgun *klappar* á undan klukkunni og ég er óendanlega stolt af því, svo hringdi klukkan þegar ég var niðrí þvottahúsi að leita mér að spjörum og þar með vakti ég hálfa fjölskylduna, en þetta er einmitt alveg týpískt fyrir mitt líf, klukkan mín hringir eiginlega aldrei á réttum tíma sökum *hóst*óhóflega barsmíða*hóst* og svo þegar mér tekst að vakna á undan klukkunni þá ákveður hún að hringja á réttum tíma. Heimilistækin eru bara á móti mér, einu sinni var ég til dæmis að setja (troða) beygluna mína í brauðristina og þá slær ristavélin rafmagninu af húsinu, sú iiiiilla brauðrist, og þar sem að ég er bara kvekyns og kann ekki á rafmagnstöfluna dúsaði ég bara í myrkrinu þangað til að einhver kom heim. Videoið okkar kveikti líka í sér, örugglega bara til þess að valda mér geðshræringu, samsæri segi ég. En já, ég er víst komin ögn útfyrir efnið. Skóladagurinn var semsagt ekki skemmtilegur. Það er oftast ágætt að fara niður í Fífuna en neiiii, það var skellt á okkur þolpróf eða eitthvað í þá áttina og maður átti að hlaupa fram og til baka eins og eitthvað sirkusdýr. Hell nó, neyddist samt til þess að taka þátt og náði auðvitað ekkert 62 ferðum... hehe, vantaði bara heila 12 uppá. Það kom mér nú samt ekkert á óvart þar sem að ég hreifi mig ekki neitt, og þar fer ég ekki með ýkjur. Eftir Fífuna var enska og við fengum úr könnun sem við tókum um daginn, og ég fékk 6.8! Það lá við að ég fengi hjartaáfall en svo fékk ég að vita afhverju. Ég hafði gleymt 1/3 af prófinu. Bömmer!!! Ég varð nett fúl. Annars var skóladagurinn ágætur þangað til að ég þurfti að fara í Frönsku. KVÖÖÖL! Bergrós, kennarinn minn.... hún er svolítið spes :) ætla ekki að fara nánar útí þá sálma en já, franska 103 í MK er ekki skemmtileg. Eftir frönskuna fór ég beint heim og skellti mér í heita sturtu...mmm... *syngur Fresh n' clean* og ákvað að blogga síðan. Ég er samt að hugsa um að fara að finna mér eitthvað efnismeira en uuh.... handklæði.

Pæling dagsins: Hola er ekki til. Ég heyrði Sunnu og Erlu vera að tala um þetta, og þetta vakti smá pælingu í mér. Hola er ekki neitt, og afhverju ætti að vera nafn yfir ekki neitt? Hola er ekkert nema galli á efni, eða kostur eða eitthvað. En það er ekkert efni í holu, því ef það væri væri hún ekki hola lengur. Mér finnst þetta einhvernvegin of fáránlegt til að spá í þessu. En gat á efni td. er ekkert, það er ekki neitt. Hola í jörðinni er auðvitað úr jörðinni en það er ekki holan sjálf, það er meira svona það sem umkringir hana eða eitthvað. Holan sjálf er þá eiginlega orð yfir efnisleysi á ákveðnum stað. Ah, þetta er ruglandi, ég er farin að rífast við sjálfa mig í hausnum. Sjitt. Jæja, ég er farin að finna mér föt.

Kv.Andrea

2 Comments:

Blogger Andrea said...

Öftustu blaðsíðunni... þarna með vitleisunum...rugl :)

föstudagur, febrúar 18, 2005 2:29:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég las um þetta einhverstaðar (að hola sé ekki til) en það nennti enginn að hlusta á mig þegar ég var að tala þannig þegar ég sagði við erlu dóru "Hola er ekki til" sagði hún bara "fhdiosagnr" og nennti ekki að tala vi'ð mig meir...þannig þetta voru ekki ég og erla dóra að tala saman...en ég spyr...er þá til hálf hola (DUN DUN DUN)...

laugardagur, febrúar 19, 2005 10:28:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home