þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Vetrarfrí!

Jess! Loksins loksins mitt verðskuldaða frí. Mér finnst nú alveg ótrúlega asnalegt hversu lengi prófatíminn stóð yfir, ég alveg í kleinu af stressi í 3 vikur eða svo. En núna er þetta allt búið og á morgun er öskudagur. Enginn skóli, svo vetrarfrí og helgi. La vita è bella! Reyndar, þó svo að ég sé í fríi í skólanum hefur Benediktan mín heimtað að ég komi í heimsókn upp í hennar skóla (MH) fyrst að ég hef ekkert betra við tímann að gera. Ég veit nú ekki um það.....sofa til dæmis..... en ég geri það þó líklega þar sem ég fæ ekkert of mikinn tíma með elskunni minni :o) Annars er ég búin að fá úr nokkrum prófum, eftirfarandi = Enska - 9 Danska - 7 Íslenska - 9 Samfélagsfræði - 10 og svo á ég eftir að fá úr stærðfræði og náttúrufræði. Ég er allt annað en sátt við þessar niðurstöður, og ég veit að ég hljóma líklega eins og argasti hrokagikkur en með þessar tölur í huga verð ég að viðurkenna þá staðreynd að meðaleinkunin mín hefur lækkað, en hún var 9.3 og ég veit ég fæ ekki gott í stærðfræði svo að hún gæti þess vegna lækkað um heilann. Það getur enginn sagt að það sé ekki bömmer. Jæja, ég krossa bara fingurnar, vona það besta en býst við því versta.

Dagurinn: Hann rann fremur rólega í gegn, á þriðjudögum slepp ég við fyrsta tíma, kom seint í annan tíma og þar var einungis verið að horfa á Friends þætti. Svo voru næstu tímar felldir niður sökum kökudagsins, sem var haldinn hátíðlega með tilheyrandi matvælum í dag. Ég kom þó ekki með köku sjálf, lét mér nægja að sníkja frá öðrum afþví að ég er svo góð í því. Hehe. Svo var horft á alveg hreint ööömurlega bíómynd sem er einmitt hin Bandaríska útgáfan af Luc Besson myndinni Taxi. Alltaf þurfa Bandaríkjamenn að eyðileggja allt. Ég meina... afhverju er Daniel allt í einu orðin kona? Og feit svört kona for that matter! Og afhverju New York, sko... mér finnst að hún eigi að gerast í Boston eða einhverri svoleiðis borg, jafnvel þótt að það sé major Taxi-kúltúr í NYC passar það bara ekki. Sko, samhliða NYC er París, en myndin gerðist í Marseille (minnir mig) og ætti því einnig að gerast í aðeins minni borg en NYC í bandarísku útgáfunni. En aftur á móti vita Bandaríkjamenn ekkert í sinn haus svo að ég ætla ekkert að vera að rífa mig meira. Americans be stupido, we all know that! :) Já, ég var semsagt ekkert að fylgjast með, og fór fram í sófa að sofa eftir misheppnaða leit að geislaspilaranum mínum. Þá var ég grýtt með snjó og gafst þar með upp á því. Þar sem að ég hafði ekkert betra að gera fór ég að elta hópinn eins og sönnu hópdýri ber að gera (unglingnum þá) og fékk að vita það að ég, Íris og Rut (rurr) vorum að fara til Brilla að sjá einhvern kettling. Mér fannst eitthvað virkilega random við þetta en komst þá að því að það var mikið af strákum heima hjá Brilla. Kettlingar my ass, þessi þráhyggja Írisar og Rutar á greyið drengjunum er farið að jaðra við geðveiki (ekki vera móðguð ef þú lest þetta Íris, but it is quite obvious) Jæja, ég elti þær þó, hafði voðalega lítið annað að gera þarna hvort eð er og þessi litla fer endaði bara á því að vera alveg hrikalega lame og frekar leiðinleg. Kettlingurinn var þó sætur, en mér finnst alltaf jafn fyndið að heyra svona "aaww" bylgjur yfir einhverju litlu loðnu, 2 mánaða. Ég hélt þó flissinu fyrir sjálfa mig þar sem að þær stúlkurnar voru alveg með tárin í augunum yfir kettlingnum (and its fluffness). Síðan fékk ég að komast að því að það voru tímar eftir hádegi. Það eyðilagði alveg daginn, plús það að ég var kynferðislega áreitt 2 á sama degi, og mig langar ekkert sérstaklega að fara nánar út í þá sálma, við skulum bara segja að sá sem fer yfir myndirnar hennar Hildar í ljósmyndun eigi líklega eftir að roðna smá, en ég var einfaldlega of löt eftir leikfimitíma til þess að mótmæla/hafa eitthvað á móti því. Eftir leikfimi hékk ég aðeins á skólasvæðinu, of löt til þess að labba heim eins og venjulega. Endaði á því að taka strætó. Núna er ég komin heim. Jibbí. Gerður var að koma áðan að fá lánað snjóbrettið mitt. Hún kann ekkert á snjóbretti... djöful vona ég að hún fótbrotni. Úbs, þetta má maður víst ekki segja um vini sína. Eeeh.... hef ekki þrótt til þess að taka það til baka... oh well. Hún les þetta örugglega ekki hvort eð er. EN ef svo er, Gerður þú ert yndæl :D Jæja, nenni ekki að röfla meira.

Pæling dagsins: Öööh, ég veit ekki... er voðalega heilalaus eitthvað í dag, hef engar sérstakar pælingar. Afhverju ætli þjóðernishyggja gangi út á ást á tungumáli, menningu og sögu þjóðar en þjóðernisdýrkun einkennir þjóðir með enga sérstaka tungu, menningu, sögu eða þjóð yfirleitt (skot á USA-ið) ??? Maður hefði haldið að þjóernishyggja og þjóðernisdýrkun væru eitthvað skild hugtök en þau eru einmitt andstæður. Eða hvað? Ég er eiginlega ekki alveg að botna í þessari pælingu sjálf en þið megið endilega tjá ykkur um þetta rugl sem stendur hérna fyrir ofan. Like I care, vá hvað ég er eitthvað pisst off, oh þessir hormónar þeir rugla mann í ríminu. *Bleeh*

Kv.Andrea

5 Comments:

Blogger Gummi said...

Ég hefði nú ekkert á móti því að sjá þessar myndir hennar Hildar...hvað er annars msn-ið hennar? :)
Já, þessar stelpukindur virðast sækja óskaplega mikið í litla hópinn okkar. Ég held nú samt að það sé aðallega hann Skúli. Hann er svo mikill sjarmör. Ég hef haldið því fram lengi að Rut hafi eitthvað thing fyrir Skúla. Rut, ef þú ert að lesa þetta(sem ég býst ekki við)ekki reyna að neita þessu. Ég VEIT það!

miðvikudagur, febrúar 09, 2005 12:04:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, Pæling...of víðamikil fyrir minn krullóttahaus en pæling samt sem áður! Andrea þú veist að mín gamla(and yet not so old) sora blogg síða er löngu orðin úreltari en úrelt og það er ekkert á þeirri síðu í réttum hlutföllum því ef svo væri værir þú nátla á toppnum á vinafólkinu!(ekkert endilega bara útaf það vill svo heppilega til að nafnið þitt byrji á A...) Þú ættir að vita betur!
Ahhh....snjóbretti....merkileg fyrirbæri. Hef ekki haft þá reynslu að stíga fæti á eitt svoleiðis (okei ég hef kannski stigið á það en samt sem áður hef ég aldrei farið niður neitt á svoleiðis...ekki heldur upp...) en það er aldrei hægt að vita hvað framtíðin bet í skauti sér...(hahaha ég var að sjá fyrir mér fólk standandi á höndum rennandi sér niður brekku á rassaþotum).
Þó að ég sé nú svo svartsýn gagngvart mannkyninu og skilji alveg afhverju plánetan okkar litla er að útrýma sjálfri sér einungis til þess að ná þessu ógeði (manninum) af sér get ég ekki neitað að mennirnir hafa nú fundið upp stórmerkilega hluti. Til dæmis tónlist! ég meina hver í ósköpunum fattaði að það var hægt að beyta röddinni þannig að hún myndaði lag úr texta? Við eigum okkar eigið ritmál og talmál (ekki aðeins eitt heldur mörg) og svo eigum við líka táknmál sem er tjáð með líkamanum. Flestir hlutir sem maðurinn hefur upp fundið er yfirleytt til dægrastyttinga eða til að auka þægindi sem er alveg raunhæft því öll viljum við lifa góðu og þægilegu lifi (þó það sé ekert alltaf svoleiðis). En hvar værum við án allra þessara hluta s.s. sjónvarps, kvikmynda, bóka o.s.frv. En þó finnst mér mest merkilegt að við höfum stofnað kerfi sem svarar spuringum sem við myndum eflaust einhverntímann velta fyrir okkur, ég er að tala um skólann. Ég væri nú bara ekkert sátt við það að vera punktur! Ég mundi vilja vita hvernig við urðum til og hvað er búin að gerast áður en ég varð til o.s.frv. Þó að það sem við lærum um heiminn í skólanum sé ekkert endilega rétt þá þykir mér samt þæginlegra að það eru fleiri sem velta þessum spurningum fyrir sér og hafa komið með kenningar um hvernig allt hófst og hvernig allt endar. Er ekki endirinn samt bara ný byrjun? Oh jæja nú er ég alveg dottin úr samhengi....það er svona að fá munnræpu (fyndið...ég er samt ekki búin að mæla orð á meðan ég skrifaði þetta..) en ég er bara farin í háttinn...
Lifið Heil...eða hálf eftir því sem ykkur hentar...
Kveðja
Sú sem vill vita allt a.k.a.
Sunnan Með Krullurnar (sem hafa einungis 2svar verið sléttar)

miðvikudagur, febrúar 09, 2005 12:58:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

andrea ! Þú ert alvitur ... viðurkenndu það !
að vera ósátt við einkannir sendir þér spark í rassinn á mörgum levelum (ask sunna ! )

miðvikudagur, febrúar 09, 2005 3:56:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Ehm.... vá hvað það eru margir búnir að kommenta! JEIII! ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja...hmm... kjúklingur? Ahm, om með Luc, þá vissi ég að hann væri að framleiða hana og hann féll langt niður virðingastigann hjá mér... en þúst, Leon er æði og Joan of Arc er auðvitað svona nett Frakklands-tribute og Fifth element er háklassa skemmtun, jafnvel þótt hún sé svolítið í anda peningagráðura hollywood leikstjóra, en samt sem áður finnst mér hún með mjög gott skemmtanagildi, mér er sama hvað þið þarna kvikmyndaspekúlerantar segið! Leon gerði mig líka ástfangna af Natalie, sem er gott. Elle est belle. Ehm... ég veit ekki hvað ég á meira að segja en...uh... HEY! myndin hans skúla er í nýjasta kópavogspóst!!!

miðvikudagur, febrúar 09, 2005 7:58:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahah Andrea mín... engar áhyggjur út af myndinni. Þetta er svarthvít mynd tekin á venjulega canon (ekki stafræna) myndavél. Myndin kom bara vel út by the way.
Annars finnst mér þetta með einkunnirnar bara kjánalegt. Auðvitað er þetta erfiðara í 10. bekk (muahaha ég fékk hærra en þú örugglega á stærðfr.... nei,nei) svo þú skalt bara hafa gaman og e-ð. Annars er Leon geðveik mynd (langt síðan ég sá hana)... elskaði hana þegar ég var lítil...
Have a nice day...
lalalala Riders on the storm...

fimmtudagur, febrúar 10, 2005 3:15:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home