-something clever to say-
Vá, ég hef bara ekkert spennandi að segja. Ákvað samt sem áður að blogga, þar sem ég hef ekkert betra að gera. Það lítur út fyrir að þetta blogg verði eins tilgangs og innihaldslaust og þau gerast, ef þið hafið ekki áhuga á svoleiðis bloggum þá getið þið talið þetta viðvörun. Skil nú samt ekkert í sjálfri mér að hafa fyrir því að skrifa þetta. Ætli þetta sé ekki bara einhver útrásaraðferð, og endalaus eltingarleikur við sitt eigið egó. Það ætti að fara mér ágætlega þar sem ég er alveg ótrúlega föst á mínu eigin. Þetta á víst ekki að vera gott persónueinkenni en ég get voðalega lítið í því gert, ég nenni einfaldlega ekki að vera að klína mér upp á einhvern unglingasálfræðing og ímynda mér að ég eigi við einhver stórfengleg vandamál að stríða í þessu fullkomna samfélagi sem Ísland er. Ég er þá bara sjálfselsk og hvað með það? Ja, ég veit þó ekki hver viðmiðunin er, en mér sjálfri finnst ég hugsa of mikið um sjálfa mig. Skrítið hvað ég get bara ekkert stjórnar hugsunum mínum.
Dagurinn: Í dag var síðasta prófið, nefnilega stærðfræðiprófið sem var alveg svífirðilega erfitt. Ég er ef satt best skal segja alveg að fara yfir um af hræðslu við samræmdaprófið í stærðfræði, miðað við frammistöðu mína á þessu prófi. Svo var það líka svo langt að ég var eiginlega bara búin að gefast upp á síðasta kaflanum og bullaði bara eitthvað í lokin. Ekki sniðugt það Andrea mín. En nú er þeim þó allaveganna lokið og við tekur kökudagur og vetrarfrí! Ég er þakklát fyrir það. Ég ætti þó ekki að vera úða í mig kökum ef ég ætla einhvertíman að dratta mér út í þennan svokallaða "deitheim" þar sem að líkami minn hefur loksins ákveðið að taka við öllum þessum ógrynnum af kaloríum sem ég torga dag hvern og ég er farin að safna mér smávegis bumbu og undirhöku. Ekki fallegt að segja, og núna eru eflaust ein stúlka að taka bakföll af hlátri yfir þessarri yfirlýsingu minni en þetta er bara dagsatt! Bróðir minn er meira að segja farinn að taka eftir því. Í gær stoppaði hann við hjá mér þar sem ég sat, blásaklaus og lærði stærfræði og byrjaði að pota í bumbuna á mér og sagði mér að ég væri orðin jussa. Þegar ég góðlátlega benti honum á að hann væri sjálfur með allnokkuð stóra bjórvömb hló hann bara og sagði að það væri bara æsandi að strákar væru með bjórvömb. Þar get ég nú ekki verið alveg sammála. Ekki það að ég sé eitthvað mikið að spá í þyngd minni sem ég er auðvitað ekki að gera þar sem að ég veit bara ekki hversu þung ég er, þá gæti þetta orðið vandamál í náinni framtíð og ég er að hugsa um að fara að "passa" mig á öllu þessu óholla. Þess má geta að ég á með öllum líkindum ekki eftir að standa við þetta. Annað á dagskrá er öskudagur! Afþví að mér finnst svo gaman að klæða mig upp í búningar hef ég verið að velta fyrir mér hvað ég skal vera í ár og eins og hugmyndaflugið mitt er nú stundum frjótt er það bara alveg dautt þessa dagana og ég hef ekki fengið neina frumlegri hugmynd en að vera norn. Það gengur nú ekki. Ef þið eruð með hugmyndir endilega komið með athugasemdir, you know the drill. Jæja, nú er víst nóg komið að blaðri, ég ætla bara að fara að snúa mér aftur að "The illustrated encyclopedia of Divination" sem ég fékk í jólagjöf frá Benediktu. Það er áhugaverð lesning, þar sem að ég hef alltaf verið frekar hrifin af shamanisma og hann fær sérstakann kafla í þessarri sætu litlu bók.
Pæling dagsins: er stutt í þetta sinn. Trúið þið á dauga? Ekki þá drauga kannski, en bara að það sér eitthvað meira, æðri máttarvöld, andaheimar eða bara eitthvað annað en að við, mannskepnuarnar séum bara eðlileg dýr með ákveðin efnaskipti í heilanum sem láta okkur halda, draga ályktanir að það sé eitthvað meira? Fyrir lítilfjörlegar sálir sem þurfa að trúa á æðri máttarvöld til þess að komast í gegn um lífið með sitt litla sálarlíf. Er eitthvað meira þarna úti eða erum við eingöngu dýr með efnaskiptis-tilfinningar?
Kv.Andrea
Dagurinn: Í dag var síðasta prófið, nefnilega stærðfræðiprófið sem var alveg svífirðilega erfitt. Ég er ef satt best skal segja alveg að fara yfir um af hræðslu við samræmdaprófið í stærðfræði, miðað við frammistöðu mína á þessu prófi. Svo var það líka svo langt að ég var eiginlega bara búin að gefast upp á síðasta kaflanum og bullaði bara eitthvað í lokin. Ekki sniðugt það Andrea mín. En nú er þeim þó allaveganna lokið og við tekur kökudagur og vetrarfrí! Ég er þakklát fyrir það. Ég ætti þó ekki að vera úða í mig kökum ef ég ætla einhvertíman að dratta mér út í þennan svokallaða "deitheim" þar sem að líkami minn hefur loksins ákveðið að taka við öllum þessum ógrynnum af kaloríum sem ég torga dag hvern og ég er farin að safna mér smávegis bumbu og undirhöku. Ekki fallegt að segja, og núna eru eflaust ein stúlka að taka bakföll af hlátri yfir þessarri yfirlýsingu minni en þetta er bara dagsatt! Bróðir minn er meira að segja farinn að taka eftir því. Í gær stoppaði hann við hjá mér þar sem ég sat, blásaklaus og lærði stærfræði og byrjaði að pota í bumbuna á mér og sagði mér að ég væri orðin jussa. Þegar ég góðlátlega benti honum á að hann væri sjálfur með allnokkuð stóra bjórvömb hló hann bara og sagði að það væri bara æsandi að strákar væru með bjórvömb. Þar get ég nú ekki verið alveg sammála. Ekki það að ég sé eitthvað mikið að spá í þyngd minni sem ég er auðvitað ekki að gera þar sem að ég veit bara ekki hversu þung ég er, þá gæti þetta orðið vandamál í náinni framtíð og ég er að hugsa um að fara að "passa" mig á öllu þessu óholla. Þess má geta að ég á með öllum líkindum ekki eftir að standa við þetta. Annað á dagskrá er öskudagur! Afþví að mér finnst svo gaman að klæða mig upp í búningar hef ég verið að velta fyrir mér hvað ég skal vera í ár og eins og hugmyndaflugið mitt er nú stundum frjótt er það bara alveg dautt þessa dagana og ég hef ekki fengið neina frumlegri hugmynd en að vera norn. Það gengur nú ekki. Ef þið eruð með hugmyndir endilega komið með athugasemdir, you know the drill. Jæja, nú er víst nóg komið að blaðri, ég ætla bara að fara að snúa mér aftur að "The illustrated encyclopedia of Divination" sem ég fékk í jólagjöf frá Benediktu. Það er áhugaverð lesning, þar sem að ég hef alltaf verið frekar hrifin af shamanisma og hann fær sérstakann kafla í þessarri sætu litlu bók.
Pæling dagsins: er stutt í þetta sinn. Trúið þið á dauga? Ekki þá drauga kannski, en bara að það sér eitthvað meira, æðri máttarvöld, andaheimar eða bara eitthvað annað en að við, mannskepnuarnar séum bara eðlileg dýr með ákveðin efnaskipti í heilanum sem láta okkur halda, draga ályktanir að það sé eitthvað meira? Fyrir lítilfjörlegar sálir sem þurfa að trúa á æðri máttarvöld til þess að komast í gegn um lífið með sitt litla sálarlíf. Er eitthvað meira þarna úti eða erum við eingöngu dýr með efnaskiptis-tilfinningar?
Kv.Andrea
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home