mánudagur, febrúar 21, 2005

Mánudagsþunglyndið

Já, þá er vikan byrjuð á ný því ver og miður. Það er nú mikið að ég elska lífið, verð alltaf jafn þunglynd á mánudögum eftir erfiðan skóladag, mig langar helst ekki að lifa gegn vikuna, þó svo að þessi vika sé með eindæmum upplífgandi. Ég er nefnilega að fara að skoða MH á miðvikudaginn og mig hlakkar alveg til þess, hitta Benediktu og svona. Hún er víst búin að búa til 'plan' til þess að hræða hitt fólkið frá því að koma í MH. Hún og Helgi ætla að elta hópinn okkar og láta furðulega *sigh* við alla nema mig auðvitað. Og þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af samkeppninni! :) hehe, þau eru soddan kjánar. Aftur á móti er ég að fara að keppa í Getkó á fimmtudaginn, og mig minnir að ég hafi skrifað það áður vegna misskilnings en vegna þess að ég er svo hyskin nennti ég ekki að leiðrétta það fyrr en nú. Ég er ekkert virkilega spennt fyrir Getkó, fólk er víst að búast við því að við stúlkurnar, eina stúlknaliðið eigi að standa sig og með mínum frábæru liðsmönnum(stúlkum?) munum við líklega gera það...eeen, maður veit aldrei. Ég þoli ekki þegar gerðar eru væntingar til mín. I dont handle pressure all that well. Svo eru styrktartónleikar á föstudaginn, Jan Mayen og læti... hehe. Í gær gekk ég hinsvegar í hús og seldi armbönd í góðgerðarskini. Ég varð rennandi blaut, það var ekkert brjálað gaman.

Dagurinn: Mánudagar, þarf ég að segja meira? Afhverju hata allir mánudaga... maður gæti dregið þá ályktun á málinu að það væru bara meira og minna allir með skammdegisþunglyndi. Sem kemur mér ekkert á óvart ef þessir allir búa á Íslandi. Has somebody got a case of the mondays??? *ég hlæ inní mér* En já, dagurinn í dag var leiðinlegur, ég var síðust út úr samfélagsfræði framhald, ég bara nennti svo innilega ekki að gera þessar heimskulegu spurningar, algjör fáránleiki. Jæja, ég náði þó rútunni heim annars hefði ég þurft að hreyfa mig. God forbid. Einn daginn á ég eftir að vakna og vera akfeit, ég er viss um það. Já, þið sem eruð að taka bakföll af hlátri yfir mér að spá í fitu og svoleiðis stöffi þá bara, mér finnst ég útundan að vera eina stúlkan norðan Aplafjalla sem hefur ekki farið í megrun og ég er einfaldlega að reyna að halda 'kúlinu' ef svo mætti segja. Haha, djöful rugla ég mikið í sjálfri mér...merde! En allaveganna þá á ég örugglega eftir að vakna akfeit einn daginn, svona eins og í Hamskiptum eftir Franz Kafka, nema ég verð ekki skordýr... bara viðbjóðsleg. Og ég veit að Gregor gat ekkert í því gert að hann var skordýr allt í einu... en ég á líklega ekki eftir að gera neitt í því heldur svo að...ég bara vorkenni þeim sem þekkja mig þá og þurfa að keyra míg útum allt á lyftara. Lol, ég þarf að redda mér húmor á svartamarkað eða eitthvað því að þetta er svo innilega ekki að virka, ég er farin að verða engu betri en Gunnar í bekknum mínum húmor-wise og það er eitthvað sem enginn vill. Já, af þessu bloggi að dæma er ég í djúpum skít í öllum mínum málum. Oh, ég fer svo klént með málefnið, alveg makalaust.

Pæling dagsins: Afhverju er gull svona verðmætt? Og demantar? Afþví að þetta er glansandi frumefni, ég meina það. Það er svo margt annað sem glansar að ég gæti ekki gert mér töluna í hugarlund. Ókey, demantar þeir eru fallegir ég viðurkenni það alveg... en þeir eru ekkert svona rosalega sjalfgæfir eins og maður gæti haldið. Mig langar í bleikann demant, sem er reyndar frekar fúlt þar sem að þeir eru fágætastir allra demanta sem skerðir möguleikana gígvænlega, og jafnvel þótt ég hafi einhvern sjarma, mun ég líklega aldrei verða nógu ómótsæðileg til þess að veiða mér eitt stykki auðjöfur sem er tilbúinn að gefa mér bleikan demantshring. Eða bara veiða mér einhvern for that matter, en það er ekki pælingin í dag, ég er ekki ÞAÐ þunglind, allaveganna ekki strax, tjekkið inn á mér eftir 2 ár og ef ég verð ennþá ein gerið mér greiða og sneiðið af mér höfuðið. En gull, mér finnst silfur mikið flottara en gull sem sérst kannski á mér, þar sem ég gegn nær eingöngu með silfurskartgripi, og þó ég eigi nokkur gullhálsmen nota ég þau gott sem aldrei. Þau bara passa ekki við mig, finnst mér. Gull er heldur ekkert það magnað, maður sér það heldur eiginlega aldrei í það miklu magni að manni langi eitthvað mikið í það. Ég hef aldrei séð gullstöng á ævinni og mér er líka slétt sama! Jæja, nóg komið um skartgripapælingar, ég efa að einhverjum hafi fundist þær áhugaverðar. Æj, ég veit ekki... finnst það bara skrítið að þetta sé gjaldeyrir heimsins.

Kv.Andrea

2 Comments:

Blogger Benedikta said...

Humm... eigum við að vera næs við Ívar líka? hann er nú svo duglegur við að commenta á bloggin þín ^.^ og þetta eru ekki bara við Helgi, og alls ekki mín hugmynd... t.d. var það arna trukkur sem sagði að við ættum að "tríta þig sem prinsessu" <-ójá, orðrétt! þetta er held ég aðallega plan alls borðsins (borðanna) til þess að fá ekki hrúgu af lindskælingum yfir sig á næstu önn... ágætis fólk þarna, en... the table is fully booked...

mánudagur, febrúar 21, 2005 11:09:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hallú...
"looks like someone's got a case of the mondays" ;)

Umumm ég veit að ég er ógeðslega leiðinleg en ég verð bara að láta þig vita hvað mér finnst það sárt þegar fólk segir "og mig hlakkar"
Sorry...
Kv.
Getkófélaginn Hildur M.

Uhumm já ég er bara í þessu upp á gamanið... engar væntingar... það var ekkert gaman þegar við fórum í síðustu keppnina því við hættum að leika okkur og tókum þetta alvarlega (ojjbara)

þriðjudagur, febrúar 22, 2005 4:02:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home