Mig vantar nýja tónlist! DC elskar mig ekki lengur.
Dagurinn: Eins og ég minntist á áðan þá er fimmtudagur langur að því leiti að ég sæki í viskubrunn sem er ekki fyrir mitt þroskastig, með öðrum orðum Menntaskólann í Kópavogi. Frönskutími var ekki skemmtilegur... mér finnst ég vera að detta afturúr, sem er reyndar alveg eðlilegt þar sem að ég sit hliðin á Erlu Dóru úbersjení. Það líður örugglega öllum þannig sem sitja hliðin á henni en ég meina, hvað hef ég uppúr því að geta pantað mér ommilettu á frönsku? Ég borða ekki einu sinni ommilettu! Hvað þá með sveppum. Aux champignons. Þar hafiði það. Skóladagurinn var ágætur... ég og Íris skemmtum okkur í leikfimi... *fliss* Við ákváðum að vera geðveikt austur-þýskar og fórum í svona hmm.... semi-rúbbí... veit ekki alveg hvernig á að útskýra það en fyrst vorum við bara að kasta á milli og einhvernvegin þróaðist það útí einhverskonar leik. Já... það var ágætt. En vá, þarf að drífa mig... er búin að skrá mig í eitthvað óvissubíó með félagsmiðstöðinni, þarf víst að fara að mæta. Ég er að hugsa um að klára postinn bara þegar ég kem heim, það kemur einhvervegin aldrei vel út þegar ég reyni að vera fljót að klára færsluna á mettíma og 3 mínútur eru bara enganvegin nóg. Þá er ég farin.
Jæja, ég kom heim fyrir hálftíma eða svo... íííísköld. Mér er ógeðslega kaaalt! Það er meira að segja erfitt að skrifa. Myndin sem að við fórum á var hmm... ekkert sérstök. Snérist mainly um að gera grín af sérstöku fólki (for the slow ones, þroskaheftum og mongólítum) og já, kannski var einhver góð meining í myndinni en sumt fólk í salnum var eiginlega bara grimmt og fór td. að hlægja að því þegar það kom mongólíti inn um dyrnar og fór með eina virkilega eðlilega, ófyndna línu. Mér fannst það asnalegt. Johnny Knoxville var samt ekkert hræææðilegur, var samt pirrandi hvað hann datt oft, aðallega af því að hann þolir sársaukann en ókey, ég skal hætta að tala um eitthvað sem ég veit ekkert um. Allaveganna þá tók endalausann tíma að labba heim afþví að ég þurfti að ræða svo mikið við Sunzu og Erlu, kom að lokum hálffrosin heim. Ég ætla svo að eyða afgangnum af kveldinu í að þiðna.
Pæling dagsins: Hmm... Einhver djúsí pæling... Æj ég veit ekki. Sökum reynslu... eða eiginlega skort af reynslu veit ég ekki hvort ég hafi rétt á að velta þessu málefni fyrir mér en ég og Erla Dóra vorum að velta fyrir okkur. Þegar maður er í sambandi, hvað á maður að bíða lengi þanga til að... hmm, hvernig á ég að orða þetta? Æj þúst... sambandið gengur lengra (vá þetta hljómar kjánalega, kennum Örnu frænku um þetta) oh, þið vitið vel hvað ég er að tala um. Gengur lengar, alla leið þá. Oh, screw censorship. Hvað á maður að bíða lengi með að ríða? Svo að maður sé nú ekki algjör hóra. Sunna Rós segir 2 ár... ég veit nú ekki alveg um það, ég myndi vorkenna greijið drengnum. Guðný segir hálft ár og Erla Dóra 2-3 mánuði. Arna frænka mín segir 3-4 vikur... Sko, ef Sunnar Rós er með siðferðiskennd í lagi er ég ekki með NEINA siðferðiskennd... hvað þá Arna frænka :) Tíhí... Þetta er svolítið skondið. Hvað er svona um það bil nógu langur tími til þess að vera ekki algjör drusla??? Mig langar að komast að niðurstöðu, endilega tjáið ykkur í skoðunum. Ekki það að ég þurfi að hafa þetta allt á hreinu, ég er bara að tjekka á siðferði lýðsins. Annars er ein önnur smá pæling... það er ball á morgun í félagsmiðstöðinni... bíómyndaball. Maður á semsagt að klæða sig upp eins og uppáhalds karakter úr bíómynd eða eitthvað svoleiðis... en ég bara veit ekkert hvað ég á að vera! Ég þarf hjálp með það, mig vantar auðveldar hugmyndir!!! Helst fyrir morgundaginn :D Okey, that about raps it up. Ég var reyndar búin að hugsa um fullt af hlutum til þess að skrifa en eins og svo margt annað þá hurfu þessar hugmyndir í djúpa afkima götótta minnisins míns. Well... ég er farin í sturtu að þiðna. Það er ekkert eins gott og 40 gráðu heit sturta....uuh... nema kannski súkkulaði.... og fullnægingar.... og ískalt kók...og, æj forget it.
Kv.Andrea