fimmtudagur, mars 31, 2005

Mig vantar nýja tónlist! DC elskar mig ekki lengur.

Hmm, núna er ágætur tími til þess að blogga agnarlítið. Þetta er einn af þessu "bissí" dögum. Ég var að koma úr frönsku sem var búin kl. 4... og ég var að koma heim fyrir svona 20 mínútum... Þetta er einn af kostunum við að taka strætó. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það lesi einhver bloggin mín lengur. Gæði færslanna minna hefur minnkað stórlega í gegnum vikurnar, eins og flestir hafa kannski tekið eftir. Og ég er líka farin að minnka við mig... það er að segja, ég blogga ekki daglega lengur. Í náinni framtíð býst ég við því að það minnki... um sinn, eftir sirka 5 vikur og 1 dag get ég örugglega byrjað að blogga af fullum kraft, en fyrir það þarf ég víst að læra eitthvað smá líka. Ég segist alltaf vera að fara að læra en ég geri það aldrei. Án gríns, þá er ég búin að læra heima svona fjóru sinnum á þessu ári. Skólaári. Ég er greinilega ein af þeim sem þykist vera rosalega vel undirbúin en skítfell svo á samræmdu. En eins og nútímaunglingurinn myndi segja... érr bra ekki að kópa við þessu bressjuri *dæs* Ég er orðin ansi hrædd um að þetta blogghorn sé orðið svona seríótýpískt gelgjublogg sem hefur ekkert áhugavert fram að færa. En hvað get ég gert? Ég er steríótýpísk... aðalsteríótýpan í dag er þessi artífartí-wannabí rokkara/indí gella með smá dassi af hippa í sér... einhver sem reynir vonleysislega að skera sig útúr. Ef það að vera öðruvísi er í tísku... hvernig er hægt að vera öðruvísi? Með því að vera venjulegur þá? Og hvað er þá venjulegt, fyrst að vera öðruvísi er orðið venjulegt? Hmm... vá, þetta er smá pæling og ég er ekki einu sinni komin að þeim part.

Dagurinn: Eins og ég minntist á áðan þá er fimmtudagur langur að því leiti að ég sæki í viskubrunn sem er ekki fyrir mitt þroskastig, með öðrum orðum Menntaskólann í Kópavogi. Frönskutími var ekki skemmtilegur... mér finnst ég vera að detta afturúr, sem er reyndar alveg eðlilegt þar sem að ég sit hliðin á Erlu Dóru úbersjení. Það líður örugglega öllum þannig sem sitja hliðin á henni en ég meina, hvað hef ég uppúr því að geta pantað mér ommilettu á frönsku? Ég borða ekki einu sinni ommilettu! Hvað þá með sveppum. Aux champignons. Þar hafiði það. Skóladagurinn var ágætur... ég og Íris skemmtum okkur í leikfimi... *fliss* Við ákváðum að vera geðveikt austur-þýskar og fórum í svona hmm.... semi-rúbbí... veit ekki alveg hvernig á að útskýra það en fyrst vorum við bara að kasta á milli og einhvernvegin þróaðist það útí einhverskonar leik. Já... það var ágætt. En vá, þarf að drífa mig... er búin að skrá mig í eitthvað óvissubíó með félagsmiðstöðinni, þarf víst að fara að mæta. Ég er að hugsa um að klára postinn bara þegar ég kem heim, það kemur einhvervegin aldrei vel út þegar ég reyni að vera fljót að klára færsluna á mettíma og 3 mínútur eru bara enganvegin nóg. Þá er ég farin.
Jæja, ég kom heim fyrir hálftíma eða svo... íííísköld. Mér er ógeðslega kaaalt! Það er meira að segja erfitt að skrifa. Myndin sem að við fórum á var hmm... ekkert sérstök. Snérist mainly um að gera grín af sérstöku fólki (for the slow ones, þroskaheftum og mongólítum) og já, kannski var einhver góð meining í myndinni en sumt fólk í salnum var eiginlega bara grimmt og fór td. að hlægja að því þegar það kom mongólíti inn um dyrnar og fór með eina virkilega eðlilega, ófyndna línu. Mér fannst það asnalegt. Johnny Knoxville var samt ekkert hræææðilegur, var samt pirrandi hvað hann datt oft, aðallega af því að hann þolir sársaukann en ókey, ég skal hætta að tala um eitthvað sem ég veit ekkert um. Allaveganna þá tók endalausann tíma að labba heim afþví að ég þurfti að ræða svo mikið við Sunzu og Erlu, kom að lokum hálffrosin heim. Ég ætla svo að eyða afgangnum af kveldinu í að þiðna.

Pæling dagsins: Hmm... Einhver djúsí pæling... Æj ég veit ekki. Sökum reynslu... eða eiginlega skort af reynslu veit ég ekki hvort ég hafi rétt á að velta þessu málefni fyrir mér en ég og Erla Dóra vorum að velta fyrir okkur. Þegar maður er í sambandi, hvað á maður að bíða lengi þanga til að... hmm, hvernig á ég að orða þetta? Æj þúst... sambandið gengur lengra (vá þetta hljómar kjánalega, kennum Örnu frænku um þetta) oh, þið vitið vel hvað ég er að tala um. Gengur lengar, alla leið þá. Oh, screw censorship. Hvað á maður að bíða lengi með að ríða? Svo að maður sé nú ekki algjör hóra. Sunna Rós segir 2 ár... ég veit nú ekki alveg um það, ég myndi vorkenna greijið drengnum. Guðný segir hálft ár og Erla Dóra 2-3 mánuði. Arna frænka mín segir 3-4 vikur... Sko, ef Sunnar Rós er með siðferðiskennd í lagi er ég ekki með NEINA siðferðiskennd... hvað þá Arna frænka :) Tíhí... Þetta er svolítið skondið. Hvað er svona um það bil nógu langur tími til þess að vera ekki algjör drusla??? Mig langar að komast að niðurstöðu, endilega tjáið ykkur í skoðunum. Ekki það að ég þurfi að hafa þetta allt á hreinu, ég er bara að tjekka á siðferði lýðsins. Annars er ein önnur smá pæling... það er ball á morgun í félagsmiðstöðinni... bíómyndaball. Maður á semsagt að klæða sig upp eins og uppáhalds karakter úr bíómynd eða eitthvað svoleiðis... en ég bara veit ekkert hvað ég á að vera! Ég þarf hjálp með það, mig vantar auðveldar hugmyndir!!! Helst fyrir morgundaginn :D Okey, that about raps it up. Ég var reyndar búin að hugsa um fullt af hlutum til þess að skrifa en eins og svo margt annað þá hurfu þessar hugmyndir í djúpa afkima götótta minnisins míns. Well... ég er farin í sturtu að þiðna. Það er ekkert eins gott og 40 gráðu heit sturta....uuh... nema kannski súkkulaði.... og fullnægingar.... og ískalt kók...og, æj forget it.

Kv.Andrea

miðvikudagur, mars 30, 2005

Two words: Jet lag.

Yebbyebbyebb, sætuhjarta Íslands er komin aftur á klakann eftir mjög svo langt og þreitandi flug frá Raleigh-NC, fjögurra tíma bið í Baltimore og enn lengra flug til Keflavíkur. Já, fjölskyldan í Hásölum 11 lagði upp í langför fyrir 10 dögum og álíka löng ferð beið þeirra. Við komum í hús Erlu og Terry Sheffer um 12 leitið á sunnudeginum. Fríið gekk aðallega út á það að hanga heima og horfa á sólbrúna krakka skemmta sér á Spring Break Cancun á MTV, og óþarfi að benda á það að lukkan lék við mig, það var rigning og vont veður mestallann tímann. Ég átti heldur engann pening svo að ég verslaði heldur lítið sjálf, en mamma fékk sínu framgengt og keypti nokkrar virðulegar flíkur á mig... ekki Coheed and Cambria bolinn sem mig langaði í. Annars fékk ég líka Ipod mp3 spilara afþví að mamma mín elskar mig. Hann er bleikur og ég skírði hann Rubber Piggy. Ég fékk líka fartölvu, which is quite the beauty btw. og ég skírði hana "Litla mússímússið hennar mömmu sinnar" í smá flippkasti... og alltaf þegar ég kveiki á tölvunni kemur svona "Litla mússímússið hennar mömmu sinnar is starting up" ... cracks me up eeeevery time. En grínslaust þá var þetta ekki draumapáskafríið. Mamma og pabbi spiluðu golf á einhverjum uppagolfvöllum alla daga og ég gerði voða lítið annað en að horfa á imbann og lesa. Svo voru það kvöldverðirnir. Þar sem að við vorum staðsett í upphverfi frá helvíti var það allt uppfullt af hvítum uppagamlingjum sem voru alveg óðir í að bjóða okkur í kvöldmat og kepptust nánast um það. Það voru stórar uppa-máltíðir. Ég hef aldrei orðið saddari. Og ég var aldrei svöng í Bandaríkjunu. Highlightið af ferðinni var svo þegar við fórum á Pine Hurst golfvöllinn sem er víst eitthver einn besti völlur í USA. Það var merkileg upplifun. Stærsta samansafn af uppum sem ég hef séð á ævinni. Og þau klæddust öll í hvítu! OG það voru krikketvellir... Glimpse of hell. Annars gerðist mjög lítið. Svo var langa ferðin heim. Við lentum á Keflavíkurflugvelli klukkan 06:06 í morgun og flíttum okkur heim.

Dagurinn: Dagurinn byrjar eins og flestir dagar gera, ég fór í skólann. Hálftíma eftir að ég kom heim fór ég í skólann... grútmygluð og ómöguleg... ég er algjör labbakútur á morgnanna. Venjulega eru miðvikudagar langir og leiðinlegir, en ég fékk að sleppa við félagsmálafræði tíma sökum meintrar flugþreitu. Ég var þó orðin frekar þreitt um 4 leitið þegar ég og Sunza rotuðumst algjörlega á rúmminu. Já, þegar ég kom heim fannst Benediktu og Sunzu alveg nauðsynlegt að koma í heimsókn sem fyrst! Svo þurfti Dikta að fara að vinna og þá sofnuðum við... story of my life. Það er nú ekki mikið annað sem gerðist í dag... ehm... ég bloggaði? Iduunnooooo... Farin að finna mér eitthvað að éta.

Pælingar Dagsins: Á ég að vekja Sunzu? Rrrr... ég er ekki viss, ég ætti þó líklega að gera það. Hmm. . . . . . . (Þetta er ég að hugsa btw.) . . . . . Afhverju eru naglaþjalir teknar af manni í tollinum? Er virkilega búist við því að fólk fari að taka yfir flugvél.... með naglaþjöl? Hún er pínulítil og nánast bitlaus... hvað ætti maður að gera með henni, stinga fólk? það yrði eins og að pota í barn, meikar ekkert sens. Kannski hafa Bandaríkin eitthvað á móti fallegum "evrópskum" nöglum... hver veit! Jæja... núna er ég seriously farin að fylla á tankinn (vá þetta hljómaði trukkalessu-ish) Leiter bíads? Úff... the inner "hnakk" is taking over.

Kv.Andrea

laugardagur, mars 19, 2005

We could kill them all!

Amh, þetta verður víst síðasta bloggið í nokkurn tíma en ég er, eins og sumir vita að fara til Usa. Brátt tekur við laaangt flug til Minnapólís og svo til Norður Karólínu með öðru flugi *sigh* Ég nenni því engan vegin. Ég er eiginlega ekkert súber spennt fyrir ferðinni. Ókey, auðvitað er náttla smá fiðringur í manni en það er rigning í NC, ég á engann pening til þess að verzla og ég þarf að öllum líkindum að læra allann tímann fyrir þessi blessuðu samræmdu próf. Í gær fór ég til Agga (kærastinn hennar Benediktu) í pönnukökupartí. Hann gerir indælar pönnukökur. Pönnukökupartíið lengdist fram eftir kveldi en við nenntum ekki að taka strætó heim, og fengum um 2 leitið far hjá pabba hennar sem var að spila á trommur með Fræbblunum á Grand Rokk held ég. Þegar við komum heim fór ég að lúlla.

Dagurinn: Svo í morgun var ég bara að "tjilla" á góðri íslensku á meðan hún tæmdi herbergið sitt fyrir yfirvofandi fermingu. Min mor kom og sótti mig og við fórum og fengum okkur einn hressandi McOstborgara, It was swwweeeeet. Svona rétt að undirbúa sig fyrir land skyndifæðisins. Svo kom ég heim og stökk beint í það að búa til köku fyrir kökubasarinn sem skólinn minn er að halda í Smáralind á morgun, ég veit ekkert hvenær hann er og ef þið vitið það... please inform mee! Ég ákvað að búa til uppáhalds kökuna mína, Djöflatertu... mmm, hún er svo góóð. Það var bara frekar kósí að búa til köku, ég var ein heima og með Mars Volta í tækinu að dilla mér. Kakan kom vel út.. og ef ég finn ekki kökubasarinn á morgun, so be it... þá ét ég hana bara sjálf :) Svo kom Sunza til mín í ástarsorg (dont ask) og ég fór að pakka... það var fljótt að hræða hana í burtu og dvöl hennar thus stutt. Svo horfði ég á seinni helming Boondock saints með vinum hans Bensa og fékk svo loksins að komast að og blogga smávegis. Fjölskyldunnimáltíðinni var flýtt um einn dag sökum brottfarar okkar. Ég þarf þessvegna að (hér vitna ég beint í æðra yfirvald) drulla mér úr tölvunna og fara yfir og búa til salat. If I must, I must...

Pæling dagsins: Ég lofa alltaf að koma með krassandi pælingu, en kannski hafa glöggir séð að ég er ekkert svakalega góð í því að efna loforð. Ég hugsaði með mér að núna þyrfti ég virkilega á góðri pælingu að halda þar sem að ég blogga ekkert í bráð en mér bara kemur ekkert í hug nema ein, en hún er svo asnaleg að það er ekki einu sinni fyndið. Sko, afhverju eru hamborgararnir á American style svona stórir? Það er ekkert american style. Einu hamborgararnir sem ég fékk úti voru svona míní-borgarar eins og McDonalds borgararnir eru! Það er enginn matur í svoleiðis borgurum. "American style" hamborgararnir hinsvegar eru mjög matmiklir og góðir en eins og ég nefndi áður þá fann ég enga svoleiðis hamborgara í USA-nu. Og fyrst einu hamborgararnir þar eru svona petite afhverju eru kanarnir þá svona rosalega feitir upp til hópa? Æj, þeetta er rooosalega slöpp pæling. Þarf víst að fara yfir að gera salat. Kannski ég taki mér bara langt frí frá bloggheiminum og safni smá styrk? Það hljómar ágætlega... ég ætla að hugsa málið.

Kv.Andrea

föstudagur, mars 18, 2005

Árshátíðarslúður dauðans.

Bleh... ég gæti ekki orðið úldnari. Í gær var nefnilega árshátíð Lindaskóla 2005 og ef satt best skal segja þá fannst mér hún hafa heppnast frekar vel. Jebbjebbjebb... undirbúningurinn var brjálaður en einhvernvegin tókst okkur að tjasla þessu saman á síðustu stundu. Ég fór líka í klippingu í gær og það er slatti farinn af hárinu mínu en það er allt í lagi, því allt kom vel út í endann. Svo var það árshátíðin... Ég var kynnir með Erlu Rún, og við vorum ekki búnar að undibúa neitt þannig að við spunnum bara eitthvað upp á staðnum... kom ehh... ekkert svakalega vel út en hey, við vorum þó í flottum kjólum :) Svo kom ég mér fyrir á borði með vinkonum mínum. Leikritið í ár var geðveikt gott, mikil framför frá því í fyrra, en í ár voru ekki eins margir í leiklist svo að það var auðveldara að hafa það styttra. Þau gerðu nútíma útgáfu af Öskubusku sögunni og jamm... I had my laughs. Ég vann ekkert í happdrættinu, sem að var algjör bömmer... fyrsta skipti sem ég tek þátt, já ég hef aldrei borgað mig inná árshátíð áður (híhí) og þar af leiðandi aldrei unnið neitt. En mig langaði rooosalega að vinna páskaegg... en svo fór sem fór, það er og. Úrslit kosninganna voru líka, og ég var tilnefnd í 3 flokkum held ég... vann ekki neitt, sem kom mér ekkert á óvart en ég skammaðist mín ótrúlega þegar Rut byrjaði að öskra nafnið mitt í tilnefningunum fyrir Ungfrú 10 bekkur... nei, leiðrétting, Tíundibekkingurinn KVK! Ég skildi ekki alveg hvað málið með það var... heldur ekki hver vann það, ég vissi ekki um eina manneskju sem kaus hana... Mér fannst að Guðný ætti að vinna. En já, ég var tilnefnd Týpan sem ég skildi ekki alveg, I'm as ordinary as they come, og Fallegasta brosið... því náði ég eiginlega ekki heldur, og Tíundibekkingurinn kvk... hehe... fáránlegt. En allaveganna þá var ég frekar móðguð að vera eina manneskjan í spurningarliðinu sem var ekki tilnefnd Gáfnaljósið... ég kenni hárinu um, en kannski er ég bara ekkert gáfuð...gæti það verið? Tilgáta er líkleg lausn á ráðgátu fólk. Erla Dóra vann þann titil, og átti það vel skilið. Sunza hreppti Týpuna þriðja árið í röð, klapp á bakið fyrir hana. Annars er voða lítið um kosningarnar að segja... nema Sigurbjörn kennarninn minn var valinn Skemmtilegasti kennarinn, hann átti það vel skilið. Persónulega og prívat er ég vaxin upp úr þessum kosningum, er virkilega æskilegt að sækjast eftir svona hégóma? Svo var það hljómsveitin, hún skipti miklu máli. Í svörtum fötum lék fyrir dansi.. og ef ég man rétt var enginn þeirra í svörtum fötum, en þeir voru mjög góðir og Jónsi er náttúrulega svo rosalegur "steidspríformer" að hann gæti fyllt heilann sal einn og sér með öllum sjarmanum sem hann á, enda voru dömurnar fremst alveg að swoona fyrir honum, og þar ber að nefna Erlu Dóru sem að tók dans með honum og Hildi sem gerði sér lítið fyrir og kleip í hans vel skapaða afturenda. Ég skemmti mér semsagt konunglega á ballinu, og ég dansaði meira að segja við strák! *Fliss og roðn* Híhí...Já, ég vil bara benda á það að hann Gummi er indæll dansherra, en eina ástæðan fyrir þessum punkti er að gera Erlu Dóru afbrýðissama. Oh, I am such the bitch, Muhahaha. Hljómsveitin stóð sig líka massavel og þeir tóku meira að segja System of a down lag, og voru ekki að þröngva sínum eigin lögum mikið upp á okkur. Svo eftir ballið þá ætlaði ég, bjartsýn að labba heim... það gekk ekki upp og pabbi var svo vænn að sækja mig. Þegar ég kom heim var ég ekkert þreitt og sofnaði loksins þegar klukkan var að ganga 3.

Oj, ég held ég hafi náð hámarki úldnunar í morgun... hárið á mér stóð 10 cm upp í loftið, ég var rauð í augunum og stóð nánast ekki í fæturnar fyrir verkjum, ég dansaði kannski heldur harkalega kveldið áður. Ég fór þó í skólann, en kennararnir voru góðir við okkur og ég þurfti ekkert að reyna á heilasellurnar. Ég fékk líka bekkjarmyndina í dag, my god... ég lít út eins og einhver jussa á henni. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti jussum but I have no desire to be one. Myndin sjálf er líka bara frekar slöpp... eða þá fólkið er bara svona slappt... að mínu mati komu bara 3 manneskjur vel út á myndinni... Skúli (afþví að hann er dúlla), Silvía (hún er alltaf eins, therefor kemur hún alltaf vel út á myndum) og Sigurbjörn (hann er með krúttlegt frekjuskarð). Ég skil ekki afhverju skólinn ræður alltaf sama manninn til að taka myndirnar þar sem að þær koma sjaldan sem aldrei vel út hjá honum, æj... kannski er þetta bara ég. Well... svo trallaði ég mér heim eftir olíumálun og ætla að skreppa í sturtu núna... gera heiðarlega tilraun til þess að ná hárinu aftur niður. Engin sérstök plön í kvöld, ætla bara að hitta Benediktu og við finnum okkur eflaust eitthvað skemmtilegt að gera.

Pæling dagsins: Hmm...... það er tveir dagar þanga til ég fer út. Hvað á ég að kaupa mér? Þetta er eina pælingin sem ég á sem stendur... bömmer ekki satt? Yes, the chicken was put on this earth to entertain mankind.

Kv.Andrea

miðvikudagur, mars 16, 2005

I am the passenger... and I ride and I ride...

Jæja, þetta verður stuttur póstur, þarf að skella mér í sturtu fyrir kvöldmat. Ég ætlaði ekki einu sinni að blogga í dag, en síðan tók ég svo ótrúlega sætt og fyndið próf á Quizilla að ég neiddist til þess að deila því með umheiminum.
"What operating system are you?" - Results:
You're WINDOWS 98! Fine, you aren't incredibly technological, but at least you have a real life away from hard drives. You view computers as convenient ways of communicating and entertaining. They are not life, and you know that. Good for you!
-- Híhíhí... er maður nörd eða nörd? Ef þið hafið áhuga á að taka það er slóðin... http://quizilla.com/users/silvervine/quizzes/What%20operating%20system%20are%20you? Jæja... fyrst ég er nú byrjuð ætli ég klári þetta ekki bara... sturtan getur beðið.

Dagurinn: Oftast þoli ég ekki miðvikudaga sökum þess að það er smá hola í stundarskránni minni... ekki hola reyndar... meira svona abyss! Minnir að það sé 3 og hálfur klukkutími. Ég myndi fara heim í eyðunni en ég bý bara svo langt í burtu! og hef enga löngun til þess að hreyfa mig mikið. En í dag... vegna árshátíðarinnar, fáum við salinn og þá myndum við einungis vera að teppaleggja hann og setja upp svið í félagsmálafræði og ég myndi líklega ekki koma að neinum notum hvort eð er... svo ég ákvað að það besta í stöðunni væri bara að fara heim :D Þegar ég kom heim var ég eitthvað svo undarlega þreitt að ég fór að horfa á sjónvarpið... Það var eitthvað svo hlýtt og kósí að ég steinsofnaði... enda var mér búið að vera kalt allann daginn, Lindaskóli er nefnilega á því að hiti sé fyrir aumingja og nei, skólinn okkar er ekki upphitaður. Hef heldur aldrei verið sátt við lýsinguna þar... (Oh... Erla snilli...) En nóg um það... ég semsagt vaknaði svo fyrir klukkutíma, eftir þennann þriggja tíma kríublund. Og svo er ég að fara í sturtu núna og hmm... jeij! America's next top model í kvöld... þá hef ég allaveganna eitthvað að gera. Get étið ís uppúr boxi og öfundað þáttakendurna. Það er samt sagt að fegurð sé birgði... HAHA! Gott á sæta fólkið *gerir sigurdansinn* Oh... pósturinn er orðinn mikið lengri en hann átti að vera... gosh darn!

Pæling dagsins: Afhverju erum við stúlkurnar þannig gerðar að ef við verðum reiðar út í einhvern verðum við að tala fyrst við ALLAR vinkonur okkar áður en við horfumst í augu við gerandann og segjum honum hvernig okkur líður, sem endar oftar en ekki með illkvittnum athugasemdum. Og í sumum tilfellum fær gerandinn ekki einu sinni að vita frá þessu baktali og allt í einu eru allir komnir á móti gerandanum og hann veit ekkert afhverju enginn talar við hann lengur... Þetta er svona týpískur klíkuskapur og hef ég fengið að kenna á honum nokkuð oft... einu sinni átti meira að segja að berja mig... viljiði vita fyrir hvað? Ég sagði að Íris og Thelma væru lauslátar... SEM ÞÆR VORU! Dont get me wrong... þær voru vinkonur mínar og allt það... en þær voru frekar lauslátar 8-bekkjar gelgjur og aðspurð sagði ég ekkert nema sannleikann. Þetta var víst alveg dauðasök og varð til þess að allar vinkonur mínar snerust gegn mér á augnabliki. Eftir svona 2 mánuði vorum við svon aftur like this *flækir fingurnar saman...yæks!* Þetta hélt þó áfram að gerast við mig alveg fram í miðjan 9 bekk... kannski gerist það ennþá, en þá er ég orðin immune fyrir því. Svona athæfi hélt ég þó að væri alveg hætt í vinahópnum en fyrir stuttu gerðist þetta með Írisi... og það var svo lúmskt að ég fattaði það ekki einu sinni fyrr en eftir á! Og ég, algjör hræsnari tók óvitandi þátt í því... það er að segja að trúa öllu sem mér er sagt og varð þessvegna frekar neikvæð í garð hennar... *hheee* en já, svo sér maður þetta gerast aftur og aftur og reynir aldrei að stoppa það... hvað er að mér? Sko, þetta er án efa eitt af því versta sem hefur komið fyrir mig og samt stoppa ég það ekki? Æj, veistu... Hún er svo mikil dramadrottning að hún notar sér þetta örugglega til þess eins að gera sig að enn meira fórnarlambi. Ég er samt ekki að segja að þetta athæfi takmarkist aðeins við stúlkur, til dæmis Haffi minn fyrrverandi, afþví að ég vildi ekkert með hann hafa þá ákvað hann að ljúga út í eitt um mig við alla mögulega, en neiii... ég fékk ekkert að vita um það fyrr en Karen Rut sagði mér frá því mánuði seinna... Karen Rut??? Hún þekkti hann ekki einu sinni... Djöful var ég reið. Am I not just the worst in picking men ever? Þvílíkur bömmer af fyrsta kærasta, en bleh... nenni ekki að eyða orðum í þetta skítseyði. Jæja... sturtan bíður mín :D Orðið allt of langur póstur...

Kv.Andrea

þriðjudagur, mars 15, 2005

Dell latitude D610!!!!!!

Ó, svo lítið að segja, fannst ég samt knúin, enn og aftur til þess að blogga smávegis. Þetta var óvenju langur þriðjudagur og það styttist óðum í árshátíðina! Núna tveir dagar... og þá væntanlega 2 dagar í klippingu líka... man ekki hvort ég sé búin að skrifa um það hérna en ég er jú að fara í klippingu á fimmtudaginn. Vonandi gerist ekki eitthvað drastískt, ætla rétt að vona það. Svo afþví að ég er nú einu sinni í klippingu á árshátíðardaginn fannst mömmu þjóðráð að senda mig í hárgreiðslu í leiðinni. Ég hafið voðalega lítið á móti því... ákvað bara að þetta yrði árshátíðin þar sem ég læt mig skipta máli líka. Hin 2 skiptin hef ég alltaf verið á fullu í skreitingum og svoleiðis stöffi. Var að koma úr Liminum áðan, fór með mor að kaupa slæðu í stíl við skóna mína, það tók sinn tíma og miklar pælingar um litbrigðin á skónum og sjalinu og hvort það væri nú ekki alveg örugglega í samræmi við kjólinn og þetta endaði á því að helmingur staffsins í Hygea var komin til mömmu að spá í efni og áferð... *sigh* Endaði á því að ég greip eitthvað bleikt og ákvað að þetta væri slæðan! Sem betur fer greip ég rétt sjal því ég var prísuð í bak og fyrir fyrir val mitt, það var greinilega eina rétta slæðan. Jæja, nóg um það.

Dagurinn: Dagurinn var frekar langur af þriðjudegi að vera. Hann byrjaði á grútleiðinlegu prófi sem varði í 3 tíma þó svo að ég hefði geta komist út á einum tíma... leyfið mér að útskýra. Þetta var alþjóðalegt staðlað próf, á sama tíma í fjölmörgum löndum. Í fyrsta lagi, það er ekki staðlað að því leiti að vera á sama tíma því eflaust eru ekki öll löndin í sama tímabelti og ég efa að krakkarnir í hinum löndunum séu að taka prófið um nóttina eða kvöldmataleitið. En já, þetta var svona ósköp venjulegt próf með spurningum úr náttúrufr. stærðfr. og íslensku. Þegar ég var búin með fyrsta hlutann var mér svo sagt að ég þyrfti að bíða í klukkutíma eftir seinni helming. Þá var ég orðin svolítið pirruð. Svo þegar ég komið var að seinni hlutanum var okkur tjáð að við mættum ekki fara þegar við værum búin með hann. Einhverra hluta vegna mátti það ekki... ??? ekki spyra mig, þetta er einhver aðferðafræði sem enginn skildi eða vildi útskýra fyrir mér. Þá var ég búin að missa alla þolinmæði og fór að hnakkrífast við aðstoðarskólastýruna sem stóð bara þarna eins og hálviti og sagði að "svona væri þetta bara"! Ef það er engin útskýring fyrir þessu, afhverju var mér þá skilt að fara eftir því?? Því gat hún ekki svarað... enda algjör hálviti, ég hef óbeit á þessarri konu... langaði helst að kyrkja hana, en kommon sensið sagði mér að það væri ekki viturlegt... hún væri nú einu sinni að borga servíetturnar fyrir árshátíðina. Já, aðstoðarskólastýran sér um allt sem tengist...skólanum, þar sem að Gunnsteinn skólastjóri er svo ótrúlega "upptekinn" maður. Svo best er ég veit hangir hann inná skrifstofu allann daginn og útbýtir strætómiðum. Það mætti segja að hann hefði engin bein tengls við skólann... nema kannski að skrifstofan hans er staðsett þar. Fokking sjálfstæðismaður... og skáti! Hver gaf honum völd??? Fáránleiki. Ojæja... Eftir prófið sendi Guðrún Soffía Erlu Dóru og Sunnu niður í sjoppu til þess að "laga" mig áður en við færum að versla fyrir árshátíðina... "laga mig"? Ég var löguð (það rann af mér reiðin) og við fórum að versla... flotter... fundum næstum allt og mér til einskærrar ánægju tókst okkur að pirra Guðrúnu það mikið að hún var alveg að gefast upp... VICTORY! Hehe... ég? barnaleg? Haaa? Svo þegar við komum aftur í skólann hófst dauðaleit að Stílkjól í Mango poka. Útskýring= kjóllinn sem vann Stíl 2002, blár og hvítur... á að vera í skólanum en eftir árangurslausa leit erum við alveg að gefast upp... afhverju ég þarf kjólinn fáið þið ekki að vita en ef þið lumið á honum... endilega bjallið í mig! Og já... þeir sem voru kannski að velta fyrir sér titlinum... AAAAHHH!!! Mamma er búin að panta tölvu... Dell Latitude D610! Og ég fæ hana í USA! Jeiiiii! Ég er ekkert smá spennt :D Spáið í því... Andrea með tölvu, það verður skrautlegt.

Pæling dagsins: Afhverju erum við svona háð Bandaríkjunum? Samkvæmt nútíma heimspeki kemur allt gott og gilt frá Bandaríkjunum... Sjónvarpsefni, bíómyndir, matur, föt og ég get talið endalaust áfram... allt kemur þetta frá Bandaríkjunum. Hvað haldiði að gerist ef að við lokum alveg á innfluttning frá USA? Það yrði fokking glundroði í landinu. Allir yrðu miður sín og skjálfandi af hræðslu... sé alveg fyrir mér lítið barn skjálfandi út í horni á meðan móðir þess deyr úr fráhvarfseinkennum frá McDonalds. Eina sjónvarpsefnið yrði heimagerðir pallsmíðaþættir og Jói Fel... og þarna... hvað hét þetta aftur... Sigla himins fley yrðu endursýnt vikulega í Ríkissjónvarpinu. Eina kvikmyndin sem sýnd væri yrði líklega Festen á Rúv og Örninn einu sakamálaþættirnir. Þetta gæti allt gerst ef einhver vitfirrtur kæmist til valda... Væri ekki bara málið að drögga Halldór í að drepa strengjabrúðumeistarann sinn og taka yfir fyrir alvöru? Hann og Jóhannes í bónus gætu "tímað upp"! En í alvöru... hvað myndi gerast? Myndum við fara aftur í þróuninni eða myndum við njóta góðs af þessum drastísku breytingum? Já... þetta er smá pæling... Hmm...

Kv.Andrea

mánudagur, mars 14, 2005

Kastaníubrúnar valhnetur.

Æj, ég veit eiginlega ekki hvað skal skrifa um. Ég hef bara ósköp lítið annað að gera svo ég ákvað að skrifa nokkrar línur í staðin fyrir að draga ísur. Þetta á víst að vera meira uppbyggjandi, en ég sé það bara ekki. Á morgun eigum við að fara í 3 tíma próf í stærðfræði, lesskilning og náttúrufræði. Já... ég er nú ekki alveg viss um hversu spennt ég er fyrir því. Svo fær maður ekki einu sinni einkunn, sem stelur allri skemmtuninni úr þessu. Ég er að hugsa um að svara bara einhverju, fyrst ég fæ ekki einkunn fyrir þetta þá skeikar það varla miklu. Annars styttist óðum í árshátíðina og í dag leyfði Íris Gerði að eyðileggja á sér hárið... seriously, hún var EKKI sátt. Ég skil bara einfaldlega ekki málið með að leyfa einhverri heimskri gelgju, sem er ekki með neitt próf eða neitt í hárgreiðslu að rugla í hárinu á sér, ég veit ég myndi aldrei gera það. Og svo tekur hún pening fyrir það... Æj, þeirra ákvarðanir... ég nenni ekki að velta mér uppúr þessu. Íris er náttúrulega í geeeðveikri fílu og ætlar líklega ekki á árshátíðina... *sigh*

Dagurinn: Við vitum öll hvernig mánudagar eru. Ekki skemmtilegir. Lífið gengur bara sinn vanagang, það gerðist ekkert sérstakt. Ég fór með Búlúlala í íslensku framhald... við dræmar undirtektir. Ég bjóst nú hálfpartin við því... mér fannst ég samt ekki hafa gert þetta nógu vel. Það skipti samt eiginlega engu máli þar sem fólkið í tímanum var jafn hljóðlátt og Sigurrós í viðtali. Í samfélagsfræði var próf... ég klúðraði því smá... og býst við því að einkunnin mín (10) lækki eitthvað (9,5) sem ég er allt annað en sátt við. Skil samt ekki afhverju ég klúðraði spurningunni... ég vissi vel að konum var veitt inngöngu í Lærðraskólann 1904 en einhver leiðinleg rödd í hausnum á mér sagði mér að svara öðru. *Snap!* Annars gerðist ekkert spes. Tók strætó heim vegna þess að veðrið úti er ógeðslegt... ekki svona rok eða þannig... nei, það lítur út fyrir að vera gott og þæginlegt en svo þegar maður kemur út er nístingskuldi sem frystir þig inn að beini! Lúmska veður! Ég mótmælti og strætóaðist heim á leið.

Pæling dagsins: Hvað er eiginlega málið með heiminn? Afhverju vitum við, Íslendingar um allt sem er að gerast í Asíu með smávægis fyrirhöfn? Afhverju er heimurinn allur svona tengdur, allir vita af öllum og jafnvel minnstu eyjur í Atlantshafinu eru með allt á tæru um heimsmálin, jafnvel þótt að þjóðin tengist þeim á engann hátt. Ég skil það á meginlandinu, þar sem að allir eiga landamæri að öllum og svoleiðis... en hvaða samleið höfum við með heiminum? Afhverju getum við ekki bara verið pólitíkusar-wice lokuð fyrir umheiminum? Myndi það ekki vera miklu auðveldara? Eflaust ekki... við þurfum víst að fá sent sjónvarpsefni frá Bandaríkjunum*sigh* Jæja... ég hef enga löngun til þess að blogga núna... fer frekar og fæ mér kríublund eins og ég talaði um fyrst. Ef ég hefði fattað það fyrr hefði ég fengið mikið lengri svefn... Darn...

Kv.Andrea

sunnudagur, mars 13, 2005

Hæ! Þú skalt deyja.

Helgin hefur ekki verið viðburðarík. Á föstudaginn hékk ég heima allann daginn, Íris kom reyndar í heimsókn til mín er þar sem að móðir hennar er nett klikkuð ólétt kona með þrútna ökkla er ekkert ákaflega gaman að díla við hana svo að í þetta sinn gisti Íris ekki. Á laugardaginn fór mamma í vorhreingerningarstuð og auðvitað var ég, saklaus sem blóm...dregin inn í allann glundroðann og tók til fram eftir degi. Núna er ég hinsvegar ánægð með útkomuna því það er allt svo skínandi fínt inní herbergi ^_^ Jeii... Eftir mat fór ég til Sunzu í smá stund og hún sagði mér, mjööög spennt frá því að hún væri orðin háð Ebay og gæti vart slitið sig frá því... Við fórum á æfingu hjá stelpunum í bílskúrnum hennar Jórunnar... needless to say var það eins og að ganga á vegg, en í stuttu máli eru þetta 5 reykingarmenn sem ætla að vera með atriði á árshátíðinni. Eftir að hafa setið á þessari æfingu í svona um það bil klukkutíma var Íris að fara heim og ég ákvað að vera samferða henni... Og við enduðum á því að gista saman. Við puursveijuðum mömmu hennar á undraverðann hátt með því að gefa það í skyn að það væri algjörlega nauðsynlegt að horfa á Alfie í kvöld. Mér fannst hún alveg hreint ágæt sama hvað aðrir segja. Ég ætla bara að vona að ekki allir karlmenn hugsi svona... þótt ég þekki nokkra sem væru alveg vísir til þess, nefni engin nöfn. Svo fórum við alveg á massa trúnó til klukkan 4 um nóttina enda kominn tími til, ég var ekki búin að ræða lífið og tilveruna í langann tíma. Update fyrir þá sem ekki skilja: Stelpur ÞURFA einfaldlega trúnó á svona 3 mánaða fresti, annars verða þær bara bitchy og leiðinlegar. Þessi nótt heppnaðist alveg ágætlega og ég ég skil ekki afhverju ég var alltaf svona pirruð út í hana á tímabilum... ég á margar verri vinkonur (og reiði mín beinist nú einbeitt að þeim, enn og aftur... nefni engin nöfn). Hvað er þetta með okkur stelpurnar að þurfa alltaf að hafa einhvern til þess að þola ekki? Einhver blóraböggul fyrir lífsins vandamál? Oh... skil vel að karlmenn skilji okkur ekki, ég á erfitt með það sjálf.

Dagurinn: Afþví að við vöktum fram eftir nóttu vöknuðum við um 12 leitið, frekar myglaðar... Ákváðum að vera geeeðveikt superficial og fórum í ljós! Það heppnaðist ekkert svakalega vel... ég hef ákveðið að fara ekki oftar í ljós, það er ekki fyrir mig... frekar verð ég hvít eins og vofa. Svo komum við heim og til þess að bæta upp fyrir þetta karma-lestarslys urðum við að gera eitthvað uppbyggjandi og tókum bók í hönd. Translation: Við fórum að læra. Seint og um síðir hringdi mon péré í moi og ráðlagði mér það að halda heim á leið að undirbúa sunnudagsmáltíðina. Já í þetta sinn erum við með hana, það er lamb í matinn... og allir eru á leiðinni *sigh* Ókey... það er allt í lagi að vera í sambandi við alla stórfjölskylduna... en hver einasti sunnudagur? Farið að minna óhugnarlega mikið á Sikileyska fjölskyldu, svona háværa með mat á heilanum... afi er líka seriously frekar don-legur. Á sitt eigið fyrirtæki, með ráma rödd og hardcore sjálfstæðismaður, svo ekki sé minnst á að hann reykir vindla! Og hann á líka skrifstofu í mahonylitum... need I say more? Hef líka heyrt frá því að karlarnir giftir inn í ættina hafi verið frekar smeikir á að hitta hann í fyrsta skiptið... *gúlp* Ég get rétt ímyndað mér. Æskuvinkonur mínar voru alltaf frekar hræddar við hann. En já, verð víst að fara að hjálpa til.

Pæling dagsins: Vá, ég er nánast dáleidd hérna. Sólin endurkastast í glugganum beint á vegginn sem gerir mér það kleift að sjá vindinn á veggnum... geðveikt flott... sameindir á flugi, í bylgjulaga formum svífa um. Svona eins og svampaður veggur, þar sem málningin er á hreifingu. Náttúran er alveg endalaust áhugaverð, finnst mér... samt ætla ég ekki á náttúrufræðibraut...hmm...Ég hef enga sérstaka pælingu í pokahorninu núna svo að ég ætla bara að sleppa því.
Blóm
Ég svaf, ég svaf
í óvitund allra.
Og sótthiti dagsins
suðaði óráðsins
ómvana ljóð
yfir blöðin mín.
Svo varð dimmt,
svo varð hljótt.
Og annarleg hönd
snart mig
og hvíslaði:
Hæ!
Þú skalt deyja.
Ég er ekki enn búin að ákveða hvaða ljóð eftir Stein Steinarr ég ætla að nota... verð víst að ákveða mig fyrir morgundaginn....hmm.... ég þarf hjálp! Loksins að verða búin með þessa færslu, tók þónokkurn tíma með Bjögga og Stebba, vini hans bróður míns yfir mér að lesa ljóð og rífast með samheitaorðabók. *sigh* They just never grow up, do they?
Kv.Andrea

föstudagur, mars 11, 2005

Such a perfect day...

Já, þessi botnlausa melancholia var svo ekkert botnlaus, eins og sjá má á titilinum. Ég er komin aftur í gott skap... algjör heppni en dagurinn var frábær. Svo keypti ég mér kjól í gær, það var reyndar ekkert rosalega gaman... að versla þá en við fundum á endanum svona sæmilegann bleikann kjól. Bara eitt vandamál... hann er baklaus :S Veit ekki alveg hvað ég á að gera í því, þar sem að *lítur niður* eru oft mjög hamingjusamar og vilja sjást, sem gæti orðið vandamál...eina hugmyndin hingað til er að teipa þær niður... en það hljómar bara allt annað en gott. Ja... ég finn útúr þessu vandamáli seinna...lol... ég get alltaf skilað honum right? Heehee...*vandræðaleg* Annars er vorið í hámarki núna og það gerir mig mjög hamingjusama... Helgarplön ekki ákveðin ennþá...býst við því að ég rotni bara hérna heima.

Dagurinn: Dagurinn í dag var frábær, dró mig uppúr þessu litla þunglyndiskasti sem helltist yfir mig um daginn. Skóladagurinn var auðveldur, umræðutímar og video... jafnvel stærðfræðin var pís off keik. Svo var olíumálun... minnist á það enn og aftur hvað þessir tímar róa mig mikið niður og gera mig glaða. Hlakka til þeirra alla vikuna. Svo var ég að labba heim... sólargeislarnir dönsuðu á rúðunum og það angaði allt af vorinu. Einhverstaðar í Lindahverfinu byrjaði lítill kettlingur að elta mig og vildi láta klappa sér og hann elti mig alla leið upp í Salirnar... ótrúlega krúttlegur ^_^ Ég kann að meta fallegu hlutina í lífinu og kannski var þetta endorfínið að kikka inn en það var bara allt svo yfirþyrmandi fallegt og gott í kringum mig að hjarta mitt fylltist gleði og ég valhoppaði glöð í bragði heim og kláraði heimalærdóminn minn (ég veit...what's up with that?) ... Svo voru litlir strákar í götunni minni úti í fótbolta... krúttlegt, minnirm mig á blómaskeiðið í Hlíðarhjalla... ah, I miss the old days... Ég er greinilega svona mislynd manneskja, stundum yfirþyrmandi hamingjusöm og stundum virkilega þunglynd... fer þannig fólk ekki á lyf? *gúlp* vona ekki... Ég sá einfaldlega ekkert svart við daginn... við sjáum samt til hvernig kvöldið verður... Benedikta er í fylleríis-brettaferð á Akureyri svo ég verð líklega ekkert með henni um helgina... ég þverneita að sitja heima og horfa á Ædolið með mömmu....what to do, what to do? Mmmm... gonna think about that *Hugshugs eins og Bangsímon* híhí...

Pæling dagsins: Afhverju þar maður alltaf að vera að fylla upp í hverja auða tímaeyðu? Ef maður á of mikinn frítíma er einhverra hluta vegna nausynlegt að fylla upp í hann með einhverju eins asnalegu og..... uhmm..... keramiknámsskeiði. Þegar ég hef ekkert að gera nenni ég ekkert alltaf að finna mér eitthvað að gera... stundum ligg ég bara og stari út í bláinn og hugsa eða hlusta á tónlist eða eitthvað svona sem kallast "tímaeyðsla". Er ég þá að eyða tíma, sem ég fæ aldrei aftur? Hvað er tími og afhverju erum við svona gagntekin af honum? Mömmu minni finnst til dæmis mjög margt vera tímaeyðsla... nenni ekki að fara að telja það upp en þegar ég er bara að gera "ekki neitt" kemur hún alltaf og segir mér að fara að gera "eitthvað"... eins og að taka úr vélinni, ryksuga og þvo klósett svo eitthvað sé nefnt. Ég viðurkenni alveg að það eru hlutir sem þarf að gera en má maður ekki fá smá "tilgangslausa" tímaeyðslu af og til?

Kv.Andrea

miðvikudagur, mars 09, 2005

Botnlaus melancholia

Miðvikudagar... *sigh* allt of langir fyrir minn smekk. Fór samt í Stóra liminn í stóru eyðunni og leitaði mér að kjól fyrir árshátíðina... það var ekki skemmtilegt. Ég get ekki höndlað verslunarferðir í miklu magni... og ef við tökum það með í reikninginn að ég er að fara til USA nánast einungis til að versla, þá er þetta mér um ofviða. Ég fann auðvitað ekkert sem passaði mér í búðunum þarna og endaði á því að skoða borðskreitingar fyrir árshátíðina og varð of sein í tíma. Jess! Skiptir svosem voðalega litlu máli hvort ég fer í 20.000 króna galakjól eða ruslapoka á árshátíðina, ég á alltaf eftir að vera jafn ógeðsleg. Ég hef tildæmis endalausa komplexa á rassinn á mér (af mjög skiljanlegum ástæðum, it's hideous!) Og í dag, bara í dag fékk ég 2 neikvæð komment á hann...já, sjálfsálit mitt er hérna núna *gerir ýkta handahreifingu í átt að góflinu* Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er ég alveg bullandi reið út í umheiminn! Ok, kannski ekki óútskýranlegum... mjög skýranlegum. Það virðast allir vera á móti mér uppá síðkastið, ég lít hörmulega út og hef enga löngun til þess að læra. Basically I'm screwed. Mín elskulega móðir, alltaf með sitt írafár, gerir veður úr minnstu hlutum... er alltaf með svo mikinn þrýsting á mér endalaus... Gerðu þetta, gerðu hitt, farðu að vinna, fáðu góðar einkunnir og vertu fullkomlega stillt. Svo þarf ég auðvitað að standa mig vel á samræmdu prófunum og de hele... ég er bara ekki að höndla allt þetta álag. Ég er reyndar að laumast til þess að blogga einmitt núna, mamma ákvað að það væri rosalega sniðugt og hvetjandi að banna mér að nota tölvu fyrr en ég væri búin að selja helvítis pappírinn... það er og. Svo er líka 1 vika í árshátíðina og ég, formaður nemendaráðs vitaskuld föst í öllum undirbúningnum... Á hamingjusamari nótum... gengi krónunnar hefur lækkað!!! ^_^ Ya'll know what that means... a pink Ipod all for meee! Yubbyubb... Tónlist er örugglega það eina sem heldur mér gangandi um þessar mundir. Sem minnir mig á það. Iron Maiden tónleikarnir... en sú steypa! My god, hef aldrei þolað Iron Maiden, Ozzy Osbourne og allt þetta ruuugl. Mér finnst þetta bara ekki vera þess vert að hlusta á. Á sunnudaginn var ég í skakleysi mínu að bíða eftir strætó í Smáranum þegar 4 þybbnir gaurar með sítt, fitugt hár stökkva fyrir augum mér út á götu og öskra "YEEEEAAAHHHHH!!!! FOOKKING ÆRON MEIDEN MIÐAAAAARRRR!!!!"... óþarft að segja frá því að ég gat vitanlega ekki haldið niðri hlátrinum og byrjaði að flissa óstjórnlega, og fékk nokkrar illilegar augngotur. Að lokum hættu þeir að dansa um götuna og spurðu mig hvort að það stoppaði strætó hérna sem færi í miðbæinn.... hver hefði haldið? Fyrst um sinn ákvað ég að hunsa þá og hækkaði í The Noose... en svo fóru þeir að færa sig nær og ég vildi ekki fá þá nálægt mér, svo ég gafst upp og lét heyrnatólin síga. Óviturlegt. Einn þeirra hætti ekki að tala hversu spenntur hann væri, á meðan annar hélt utan um ljósastaur og raulaði "ruun to the hiiillls"... það lá við að mér yrði ómótt. Það endaði með því að ég flúði strætóskýlið og gekk frekar að næsta frekar en að þola þessa aðdáendur mikið lengur. Ég myndi ekki fara á Iron Maiden þótt ég fengi borgað fyrir það, líka fáránlega dýrt miðaverð við "stórfengleika" hljómsveitarinnar. En nóg um það...

Dagurinn: Oh, ég hef svo lítið að tala um... byrjaði óvart að tala um daginn í vitlausum dálk, kjáninn ég... Það er vissulega ekkert til þess að segja frá... ég labbaði heim *snaps for me* sem telst eflaust sem smá hreifing... ég hreifi mig aldrei, svo að tæknilega séð er það out of the ordinary. Ég vildi óska að ég hefði eitthvað annað að tala um en sjálfa mig en ég bara hef egnin sérstök áhugamál sem ég get blaðrað endalaust um, fyrir utan APC... ég skal gefa ykkur forsmekk af því sem ég er tilbúin að röfla um þá, það er ekki skemmtilegt. Ég er rosalega spennt fyrir að fara til USA því að þá get ég einmitt farið og keypt mér meistaraverkið Mer de noms aftur, bróðir minn týndi nefnilega fyrsta disknum mínum... þá ætla ég líka að kaupa mér Emotive, nýja diskinn og DVDið... sem er algjör snilld! Hver vill ekki sjá Maynard, Billy og Jeordie að gera luftgítar við 8o's rokk??? Ég er einmitt að hlusta á Passive núna, algjört snilldarlag, sá fyrst myndbandið fyrir frekar löngu og komst þannig á snoðið um myndina Constantine, lagið er nefnilega í myndinni og kemur slatti úr henni í myndbandinu góða. Fyrir þá sem hafa séð hana þá er það lagið sem er þegar Constantine er að fara inná undergroundbarinn sem svarti gaurinn átti. Ég er alveg rosalega léleg í að muna nöfn... man ekkert hvað hann hét! Eníveis, þá er ég smá fúl yfir vaxandi vinsældum A perfect circle á Íslandi eftir að coverið þeirra af Imagine fór í spilun á Popptíví. Það er svo langt frá því að vera eitt af þeirra betri lögum og ég held að fólk hafi fengið vitlausa ímynd á þeim... Þannig er það nefnilega í pottinn búið að ég byrjaði að hlusta á þá fyrir lifandis löngu (sirka 2 ár býst ég við) og svo eru einhverjir metalhnakkar sem þykjast vera "aðdáendur" og hafa í mestalagi heyrt 2 lög með þeim... The Noose og Imagine vegna þess að þau eru á Popptíví. Áður en þetta gerðist vorum við Sunna einu manneskjurnar sem ég þekkti sem hlustuðu á þá, þetta var svona spes hljómsveitin mín en ekki lengur, neiiii allt í einu þekkja þá allir alveg hreint persónulega... Oh það væri svo geðveikt ef þeir kæmu til landsins... aðeins fjarlægur draumur. Ég get þó talað um þá við vini mína núna sem kostur, fyrir Imagine var það alltaf bara "A perfect circle hvaaaað???"... fyndið, ég fæ alltaf svona staðreyndavillusamviskubit þegar ég skrifa "þeir" því að á fyrstu plötunni var ung stúlka sem spilaði á bassa... algjör snillingur (og tótal hottí) sem heitir Paz L. kann ekki að skrifa eftirnafnið...Ég vildi að ég kynni á eitthvað svona "kúl" hljóðfæri... ég kann á þverflautu! Hversu ókúl er það??? Ég myndi sætta mig við píanó og trommur væru náttúrulega toppurinn en það var ekki hagstætt fyrir mömmu, hún átti ekki eitt stykki rykfallið trommusett niðrí skúffu. Svo ég "fékk" að læra á þverflautu. Ég er alveg algjörlega hæfileikalaus... hvað á ég eiginlega að gera við sjálfa mig? Á endanum verð ég örugglega ein af þessum óþolandi bitru einmana "know-it-all's" sem á enga vini. Ætli ég sé sjálfkynhneigð? Hmm.... verð að vinna á þessu.

Pæling dagsins: Pældi lengi og vel í hverju ég ætti að pæla... Ég er sannarlega þurrausin. Orðið er.... heygoggur. Hvað þýðir það? Giskið að vild. Pæling: Hvað er að því að fylgja straumnum? Það virðist vera í tísku núna að vera sem mest öðruvísi, reyna að fylgja ekki straumnum. En er maður þá ekki ennþá að fylgja straumnum, með því að reyna að fylgja honum ekki eins og allir hinir? Að fylgja straumnum... (go with the flow lauslega þýtt) Er að skera sig ekki útúr á einhvern hátt, vera ekki einsdæmi. ER það hægt? Það eru allir flokkaðir í katagoríur, mismunandi hvernig. Oft á tíðum halda "rokkarar" til dæmis að þeir séu mjög öðruvísi, afþví þeir hlusta ekki á svokallað "píkupopp" eins og "allir hinir" og telja sig þá sem minnihlutahóp. Og þetta fyrirbrigði sem heitir "Gothistar" eða eitthvað í þá áttina... hef aldrei fyllilega skilið það þar sem Gothismi er upphaflega ákveðinn byggingarstíll...hmmm... Þeir gera mjööög mikið úr því að skera sig sem mest út, og þá vísa ég nú bara til Gothnesku steríótýpunar : "I'm so goth that the only crayon I used in kindegarten was black." Maður nær sjaldan sem aldrei að skera sig útúr, afhverju að leggja svona hart að sér að reyna? Eina manneskja sem ég veit um hingað til sem skar sig fyrir alvöru útúr var Gísli einbúi... hann heillaði mig mjög svo. Til hvers að reyna að brjóta sig útúr hversdagsleikanum, gerir það mann að betri manneskju, áhugaverðari persónuleika? Maður á ekki að geta séð á manneskju hvort hún skeri sig út eður ei... er ekki alltaf sagt að feguðrin og sérstæðleikinn komi að innan frá? Vá, ég kemst ekki að niðurstöðu sjálf... hjálp. Bleeh, þetta er ómögulegt, það er að segja að klára pælingu. Hvernig lokar maður pælingu??? Arg!

Kv.Andrea

þriðjudagur, mars 08, 2005

Casually dressed and deep in conversation...


Mmm... yes, voða lítið sem hefur gerst síðan í gær. Hildur sýndi mér myndina sem hún tók af mér um daginn í leikfimiklefanum... I must say that I have a pretty good figure *bakföll af hlátri* Loooool! Þarna náði ég ykkur. Myndin var samt flott, svona svarthvít og stuff... enda hrósaði ljósmyndakennarinn henni víst í bak og fyrir... am I suppose to be freaked out? Cause I am.

Dagurinn: Vaknaði of seint eins og venjulega og kom þar af leiðandi grútmygluð í skólann... Eins og þriðjudagar eru nú notalegir þá var ég ómögulega að vilja að vera í skólanum. Svaf mig í gegnum dönsku og svona... það var ágætt. Ég var reyndar kölluð til hjúkkunnar í sprautu. Vanalega ofsahræðslan helltist yfir mig í svona 2 mínútur (veit ekki hvað það er, við bara ekki hafa beittann harðann hlut undir skinninu) en svo safnaði ég kjark og lét sprauta mig, með lokuð augun reyndar en þúst... ég er að vinna á þessu. Ég er ennþá aum. Talandi um aum, ég er nú meiri auminginn, það gæti hver sem er lamið mig ég er svo rosalega mikilð tetur eitthvað... við fórum nefnilega í svokallað "píptest" í leikfimi í dag... ég er nú kannski ekki með besta þolið en ég hækkaði mig um 2,2 sko fékk 7,6... you do the math. Þegar ég hætti hélt ég líka að ég hefði týnt lungunum á mér einhverstaðar á leiðinni inn í klefa. Ég bara skil ekki hvernig svona lítil stúlka eins og Erla Dóra hafi getað fengið 10, ok... hún er dugleg að fara í ræktina en samt! Elle est petite! Ég ætla nú ekki að vera að svekkja mig á þessu því að ég hreifi mig aldrei svo ég skil niðurstöðurnar mæta vel, og bara hrós til Erlu fyrir að vera svona dugleg. Ég nennti ekki að labba heim eftir leikfimi svo ég ákvað að crasha í Textílmennt og laga vasana á kápunni hennar Benediktu fyrir hana. Þegar ég var búin að því nennti ég ekki enn að labba heim svo ég saumaði mér gæluönd úr afgangsflísefni. Hún er rosalega krúttleg, heitir Ducky. Hún varð til þess að ég fór að pæla smá. Þegar tímanum var lokið hringdi ég í móður mína sem vildi svo vel til að var á leiðinni heim og ég fékk vitaskuld far hjá henni. Hún var búin að fara með myndina mína í innrömmun og er alveg roooosalega flott núna. Meira af deginum, ég á eftir að læra og þarf víst að fara að gera það þegar ég er búin að bloggeríast.

Pæling dagsins: Ég hef komist að vandamálinu mínu. Eftir miklar vangaveltur var það litla öndin sem ég skapaði í dag sem kveikti þráðinn. Ég er haldin skuldbindingafælni á háu stigi. Ég er svo hrædd við breytingar og skuldbindingar að ég skelf við tilhugsunina eina saman. Ég vil ekki sækja um vinnu, það er of mikil skuldbinding, ég get ekki verið í sambandi, allt of mikil skuldbinding og ég get varla eignast nýja vini, get ekki einu sinni kópað við helvítis klósettpappírinn! Einhverra hluta vegna er það líka of mikil skuldbinding! Hvað er skuldbindingafælni? Afhverju þarf ég að vera með hana? Ætli það sé afþví að ég er meyja...? Ætli ég þurfi að fara til læknis, þetta heftir lífsreynslur mínar óumdeilanlega. Ég er líka dauðhrædd við vandræðanlegar þagnir, ég bara fríka út ef það gerist fyrir mig og byrja að blaðra um allt og ekkert við fólk sem ég þekki saman sem ekki neitt. Hversvegna verðum við vandræðanleg? Þegar maður er til dæmis skilin eftir með ókunnugri manneskju fyllist loftið allt í einu að vandræðanlegheitum og allt verður eitthvað svo asnalegt... en afhverju? Hvað er það í fari hinnar manneskjunnar sem gerir það að verkum? Ekki neitt... í flestum tilvikum situr manneskjan bara í rólegheitum, álíka vandræðaleg og reynir kannski að fitja upp á samræður. Er þetta afbrigði af feimni eða einhverju svoleiðis? I am totally and utterly clueless. Endilega segið ykkar skoðun, er ég brengluð að þola ekki vandræðilega þagnir eða er þetta bara eðlilegt hjá mér?

Kv.Andrea

mánudagur, mars 07, 2005

I wanna be, wanna be, wanna be Jim Morrison...


Já, við getum þakkað snillingnum Hildi fyrir þetta, ég er að ganga í gegnum svona nett Radiohead skeið sem stendur og hún var svo indæl að senda mér fullt af góðri tónlist. Jeiii... En já, það er víst frekar langt síðan ég bloggaði síðast, á mínum mælikvarða allaveganna. Um helgina gerði ég ekki neitt sérstakt. Ég dró Benediktu niður í Smáralind afþví ég var sjálf dæmd til þess að fara. Móðir mín sagði mér að ég þyrfti að fara út og gera eitthvað (mér finnst alveg fínt að hanga bara heima) og sagði mér að fara að kaupa föt *sigh* (konan þekkir mig ekki neitt ég sver!) Hún er líka allt í einu voðalega spennt fyrir því að ég fái mér vinnu, ekki veit ég nú afhverju... hvað hef ég að gera við peninga? Ég geri aldrei neitt, kaupi mér aldrei neitt og þarf þar af leiðandi ekki nema nokkur þúsund á mánuði. Ég dreif mig semsagt niður í Liminn og keypti mér ekki föt eins og mér var skipað... heldur lentum við á lítilli geisladiskaútsölu í Eimundsson þar sem allir geisladiskar kostuðu 99 kr. Þetta voru aðallega rispaðar smáskífur en samt sem áður kostakjör! Ég gróf mig ofan í staflana í von um að finna gersemar og endaði á því að kaupa mér 3 diska. Pagan Poetry smáskífuna með Björk... algjör snilld, More than a woman smáskífuna með Aaliyuh, ég hef alltaf verið svolítið veik fyrir henni...ekki veit ég afhverju (kannski brjóstin? hehe) og eitt stykki rosalega gay 90's hittara safndisk með fáránlega væmnum danslögum! Sweeet nostalgia! Ef þið, kæru lesendur vissuð það ekki var ég mikill aðdáandi MONO 8,77 á mínum yngri árum sem var bara besta útvarpsstöð í heimi. Þar byrjuðu einmitt Simmi og Jói, en þessi útvarpsstöð var svona hápuntkur hnakkaskeiðsins míns, þvílíkt gaman. Eftir það fórum við heim til hennar og "tjilluðum" (elska þetta orð, það er svo ótrúlega asnalegt og rangt að það er orðið kúl og fyndið... eiginlega svona eins og hringrás tískunnar). Um kvöldið fórum við á Constantine, og það vita líklega allir sem lesa þetta blogg hvaða mynd það er svo ég ætla ekkert að fara að útskýra það. En mér fannst myndin bara mjög góð og bara flott... svona útlitslega séð, San Francisco (gerðist hún ekki þar?) er einmitt svona heit, kaþolisk borg þegar maður horfir á hana... svona smá spilling með guðslegu ívafi... æj veit ekki, hún var bara mjög góð. Svo minnir Rachel Weisz mig alltaf svo mikið á Noruh Jones, það truflaði mig mikið í gegnum myndina. En hún var frekar góð. Kannski var ég ekki að einbeita mér nóg að myndinni en á einum tímapunkti, þegar hún var í baðinu tók ég eftir því að á baðkarminum lá lítil plastönd... ég hætti algjörlega að einbeita mér að atriðinu og fór að ímynda mér þunglindann Keanu Reeves að leika sér með plastönd í baði... og byrjaði að flissa óstjórnlega í hálfa mínútu en tókst þó að kæfa það með poppi. Svona atvik fá mig virkilega til þess að athuga hugsunargang minn. Þetta var skemmtileg bíóferð, að því undanskildu að það var einhver hálviti í salnum sem hló svo hátt! Og asnalega... (svona HeeeHeeeHeee, eins og breimandi rostungur). Ég þoli ekki þegar það er pirrandi fólk í salnum, fer alveg með mig. If I could, I would squash them with a....spork. Muhahaha! Svo gisti ég auðvitað hjá Benediktu eftirá... Sunnudagurinn fór að mestu leiti í það að berjast um toppsætið á Trivia.is... en svo ákvað ég að sá vægir sem vitið hefur meira og fór að læra fyrir íslenskupróf... Það gekk reyndar heldur ekkert upp... fór bara að æfa mig í að skrifa spegilskrift (yes, I am quite the dimwit) og svo var ég alveg að kúka á mig í prófinu í dag... vissi ekki neitt. En jæja...

Dagurinn: Venjulegur mánudagur... fór reyndar í 2 próf... það er aldrei gaman en annars gerðist ekkert frásögum færandi. Ég var búin að ákveða að skrifa eitthvað mjöög merkilegt hérna en... hugur minn reynist vera glappskota. Í íslensku framhald fengum við það verkefni að finna okkur ljóð fyrir næsta tíma... þar sem að erlendir höfundar komu ekki til greina varð Steinn Steinarr auðvitað fyrir valinu, einn af fáu íslensku ljóðskáldunum sem að mér finnst hafa gert góða hluti. Allir hinir bara með endalausa greddu fyrir föðurlandinu, það er takmarkað gaman að lesa um það. Ég var mjög ákveðin á því að finna Tímann og vatnið á bókasafninu en neiii... svoleiðis snilldarverk fyrirfinnast ekki á lindasafni, hinsvegar er hægt að finna allar bækurnar úr Rauðu seríunni þarna... meira ruglið. Jæja, ég tók bara Steinn Steinarr Ljóðasafn í staðinn... Oh, það er svo mikið að velja um. Á Café, Blóm, Gras, Sjálfsmynd, Að sigra heiminn, Búlúlala, Passíusálmur nr. 51, Hudson Bay og Model standa uppúr eftir mikla íhugun... en það kemur bara svo margt til greina! Ég ætla að skella einu hérna inná, afþví ég hef saman sem ekkert annað að gera hvort eð er.
Búlúlala
Abbessiníukeisari heitir Negus Negusi,
og Negus Negusi segir: Búlúlala.
Öllum mönnunum, sem íhuga málstað ríkisins,
finnst unun að heyra Negus Negusi tala.
Og í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins,
sem ekki hlusta á Negus Negusi tala.
Ég er Negus Negusi, segir Negus Negusi,
ég er Negus Negusi. Búlúlala.
Pæling dagsins: Rosalega hef ég mikið að segja, þarf að skrolla upp í hálftíma til þess að komast á byrjunarreit. *fjúff* Pælingin í dag er eftirfarandi. Afhverju höfum við svona mikla löngun fyrir að vera best? Að vera afgerandi betri en aðrir, númer 1. Litla frænka mín kvartaði um daginn í mér að hún væri ekki góð í neinu... ég sem reyndi að vera hjálpleg og sagði henni frá öllum hæfileikum hennar... þá sagði hún: En ég er ekki best í því! Ég er ekkert betri en aðrir! Ég er bara meðalljón! .... Hvað er að því að vera meðalljón? Ég er algjört meðalljón. Meðal gáfuð, meðal sæt, hæfileikar í meðallagi... og atvinnulaus til þess að bæta þetta upp. Ég er jafnvel meðalhá. Ég sætti mig alveg ágætlega við það... En stundum hef ég líka þessa löngun í að vera "númer eitt". Eins og í gær barðist ég um 1 sætið á Trivia.is í 3 klukkutíma, sem var frekar ósangjörn keppni því að fyrir aftan usernafnið sem var líka að berjast um toppsætið voru 2 mannskjur sem skiptust á að vera inná... Fáránlegt ekki satt? (lol) En á endanum gafst ég upp og ákvað að hverfa aftur til meðalmennskunnar minnar. Sumir sætta sig alveg við að vera lélegir í öllu, svo lengi sem þeir eru góðir í einhverju einu, eins og til dæmis bróðir minn. Hann er eiginlega lélegur í öllu... nema kannski í því að vera lélegur í öllu.. í því er hann góður. En hann kann á gítar (C'mon Stacy, the band's gonna make it! Looool) og það er líklega það eina sem heldur sjálfsáliti hans gangandi. Ég myndi ekki segja að ég væri afgerandi góð í einhverju sérstöku (sem gæti útskýrt sjálfeyðingarhvötina) þó ég sé alveg ágæt í flestu. En hvað ef ég vil ekki vera ágæt? Hvað á ég þá að gera? Ég er bara með heila meðalljónsins og get þessvegna naumast hugsað útfyrir kassann. Hmmm...... ætli það sé hægt að fara í aðgerð við því?
Tónlistin:
The Noose - A perfect circle (oh so purdeh!)
Anyone can play guitar - Radiohead (Grow my hair... *syngj*)
True love waits - Radiohead (Yebbyebbyebb)
Idioteque - Radiohead (Hvaaaað? lol)
Glorybox - Portishead (Breskt Triphop, need I say more?)
Postal service - Such great heights
Aldo Ciccolini - Gymnopedie nr. 1 Satie (sweet serenity)
Kv.Andrea

föstudagur, mars 04, 2005

Escape artists never die.

Yes, I have returned from a one day break with some fresh bloggin'! Ekkert alvarlega mikið þó... bara segja frá þunglyndislegum hversdagsleika íslensks námsmanns. Fannst samt frekar fyndið að einn af fáum dögum sem ég nenni ekki að blogga... þá bloggar Íris! Hún bloggar nánst aldrei (www.thereplica.blogspot.com) ! Ákvað þessvegna að blogga smávegis fyrir helgina. Í gær var ég að keppa um 3. sætið í Getkó og töpuðum... eins og venjulega. Í þetta sinn var það fyrir Mekka, sem voru með einhvern undrastrák sem sagðist vera í 8.bekk...*því trúi ég ekki, pottþétt í 7.bekk* og hann svaraði nánast öllu, þannig að tæknilega séð létum við geðveikt lítinn úberheila vinna okkur. Mér er samt alveg sama, frekar pirruð í gær en núna er ég í fínu. Mér er alveg sama um Getkó, var eiginlega aldrei neitt frekar spennt fyrir þessu, en jæja þetta er þó loksins búið. Um helgina er ekkert planað... ég var þó að hugsa um að draga Sunzu með mér í bíó, á sko eftir að sjá svo margar myndir. Vandamálið með mig er að ég segist alltaf ætla að gera eitthvað, svo verður sjaldan sem aldrei að því. "Á morgun segir sá lati" fullyrðir málshátturinn og þetta lýsir mér alveg í hnotuskurn. Verð að fara að selja þennann helvítis klósettpappír! Einhvern sem vantar? Látið mig vita - símanúmerið er 694 6536 :D

Dagurinn: Föstudags are the best, lítið sem ekkert að gera og OLÍUMÁLUN! Flestum finnst víst leiðinlegt þegar ég tala um svoleiðis stöff, svo ég ætla bara að segja að það hafi verið mjög gaman í tímanum. Það er reyndar bara voðalega lítið að segja um málið... það styttist reyndar óðfluga í sýninguna og mér finnst ég búin að gera svo rosalega lítið. Get ekki ímyndað mér að þetta verði stór sýning en samt :D hlakkar til.... það styttist líka óðum í árshátíðina og þar af leiðandi páskafrí í Bandaríkjunum. Jamm, árshátíðin er 17. og ég fer út 19. eða 20. man það ekki alveg. Það er semsagt mikið annríki í uppsiglingu, svo ekki sé minnst á samræmdu því að þau nálgast líka óhuggnarlega hratt. Ég er ekkert það stressuð fyrir þeim, en aðallega stressuð yfir mér að vera ekki byrjuð að læra... ég bara nenni því svo innilega ekki! Ég get þó sagt að ég sé mjög stressuð fyrir stærðfræðinni... og hef góða ástæðu til, ég er rosalega léleg í henni. En ég ætla að byrja að læra í páskafríinu og vera dugleg eftir það líka. Samfélagsfræðin stressar mig líka... ekki afþví að ég er léleg í henni, þvert á móti þá stefni ég á það að fá svo hátt í henni að ég veit að ég verð óánægt undir 9,5 og er hrædd um að ég eigi ekki eftir að standast þau markmið, sem er alveg líkleg miða við áhuga minn á íslenskri stjórnmálasögu. Það eina sem hefur heillað mig hingað til var Gúttóslagurinn og það var bara afþví að lýðurinn vann lögguna með húsgögnum. Héðan í frá ætla ég að taka mig á í samfélagsfræði.

Pæling dagsins: "Ég á mér draum" sagði Matin Luther King einu sinni... þetta var efnið sem við fengum að skrifa um í íslensku í dag, vúhú... ég er þó alveg sátt við þetta... betra en það sem við fáum venjulega sem er eitthvað í þessum dúr: Hér er trefill, skrifið 200 orð um hann. Krassandi ekki satt? Þar sem að ég er algjör skýjaglópur eins og móðir mín minnir stranslaust á, átti ég ekkert erfitt með að finna mér eitthvað til að skrifa um. Loftkastalasmiður, draumhugi... á óneitanlega smávegis við mig, er mér sagt. Ég veit eiginlega ekki hvað ég ætlaði að tala um en ég býst við því að það hafi átt að vera eitthvað mjög áhugavert, jæja... Er að hugsa um að fara bara í sturtu, ég elska sturtuna mína, hún er svo stór og yndisleg, ég get verið í henni klukkutímunum saman og látið vatnið steypast á mig *hrollur* Og já... mig vantar pælingar... ég virðist vera búin með mínar... ef þið lumið á einhverju skemmtilegu topici sem ykkur langar að sjá hérna (með minni skoðun auðvitað og sollis) pretty please tell moi. Kom reyndar að ....áhugaverðum kynja...ágreiningum ef svo má kalla, sem gekk aðallega útá strákana í bekknum mínum að bauna á Írisi hversu miklir hálvitar við stelpurnar við séum að hafa bitið í þetta heimska epli.... vá, mögnuð rök. Ég trúi ekki á Evu og Adam hvort eð er svo að þetta comment hjá Ögmundi gerði mig ekkert reiða. Arnór hinsvegar, can be sooo infuriating! Ég og Íris vorum sammála um það að remban í honum stafaði vafalaust einungis af fáfræði. Það er nokkuð augljóst að greindarlega séð er kvenkynið miklu æðra karlmanninum og jafnvel þótt líkamlega séð sé kk. sterkari hefur það verið vísindalega sannað að kvk. hefur nánast helmingi hærri sársaukaþröskuld en þessir aumingjar (karlkynið þá) Smá quote hérna..hehe.. svo fyndið "Hefur þú einhvertíman skitið körfubolta??? NEI! Þegiðu þá!" Það er einnig vísindalega sannað að ef karlmaður myndi fæða barn gæti hann DÁIÐ úr sársauka. Hver er núna æðra kynið??? Mín persónulega skoðun er líka að eina ástæðan fyrir því að karlmenn eru yfir kvenmenn hafnir líkamlega sé einfaldlega sú að þeir eru á eftir í þróunninni frá Neanderdalsmönnum/Krómagnonmönnum sem höfðu víst gífurlegann líkamlegann styrk. Lol, þetta á sér engann grundvöll í veruleikanum en mér finnst þetta bara svolítið fyndið. En já... ég er farin í sturtu og hætt að röfla :)

Kv.Andrea

miðvikudagur, mars 02, 2005

Engin melancholia í dag, sweet!

Salut! Eins og sjá má er ég ekki í þessarri venjulegu melancholíu í dag, þrátt fyrir vonbrigði gærdagsins. Þegar ég var búin að blogga í gær rölti ég niður í Spar þar sem að við ætluðum að hittast og láta sækja okkur. Þegar Héðinn kom átti Erla eftir að gera upp 2 kassa og ganga frá, en einhvernvegin tókst Héðni að prútta hana út, og við komum bara rúmlega korter of seint! Eins og venjulega vorum við algjörlega óundirbúnar OG of seinar, en okkur gekk alveg ágætlega, allaveganna betur en síðast þegar við kepptum við Igló. Ég var virkilega reið yfir einni spurningu þó, afþví að hingað til hef ég oftast náð listaspurningunum en það er þó bara alltaf ein, á meðan það eru svona 5 íþróttaspurningar... svolítið ósanngjarnt en allaveganna. Spurt var um listamann, sem var hollenskur og á sínum fyrri árum málaði hann mikið í jarðlitum. Það er nokkuð augljóst að þetta er Vincent Van Gogh, og ég ákvað að hringja bjöllunni strax en rétt áður en hann stoppaði sagði hann að listamaðurinn hafi hafi flutt til París og aðhilst Impressionisma,
sem kom Erlu Dóru náttúrlega á flug og áður en ég náði að svara stoppaði hún mig og spurði mig hvort þetta væri Manet eða Monet... nú ég fór aðeins að spá í þessu, og var svo heimsk að gleyma því að þeir eru auðvitað báðir franskir! Í ollu óðagotinu svaraði ég bara Claude Monet sem var virkilega heimskulegt, hann var franskur og málaði í bleikum og grænum tónum! Þetta var auðvitað Vincent Van Gogh eins og ég vissi frá byrjun en seinna í spurningunni kom fram að hann hafi orðið geðveikur og lagt sjálfann sig inn á geðsjukrahús. Það gaf það alveg og hitt liðið náði því rétt. Ég var ógeðslega reið yfir þessarri spurningu, og pirruð útí sjálfa mig fyrir að hafa leyft stelpunum að mindfokka mig svona rosalega. Þegar ég kom heim fattaði ég hinsvegar að það væri eitthvað bogið við þetta. Vincent Van Gogh aðhiltist alls ekki impressionisma heldur expressionisma... það kom aldrei fram í helvítis spurningunni! Það var fokking staðreynavilla... eða svona hálfpartin, en ég nenni ekki að útskýra það. Svo fann ég líka frekar mikið fyrir því að hitt liðið, spyrillinn og sá sem skrifaði spurningarnar líkuðu bara alls ekki við okkur. Ef við hefðum náð spurningunni hefði staðan endað 19-19 en í staðin endaði hún 20-18 fyrir hinu liðinu... það var soldið sárt fyrir okkur. Ég bjóst samt við því að tapa með meiri mun svo að þetta var smá árangur í sjálfu sér... á morgun keppum við um 3. sætið við Mekka... við sjáum til hvernig það gengur. En í gærkveldi var ég semsagt mjög bitur og með sjálfseyðingarþörf á hæsta stigi.

Dagurinn: Í dag voru 2 próf, í stærðfræði og náttúrufræði. Ég var fremur óörugg í báðum þar sem að ég las náttúrufræðikaflann fyrir 2 mánuðum og er búin að dotta mig í gegnum nánast allann stærðfræðikaflann en ég kom mér alveg þokkalega í gegnum þau... vona ég *gúlp* Dagurinn var annars ágætur, en um 2 leitið var olíumálunarfólkið búið að mæla sér mót í matsalnum, það var búið að plasta gólfið og við ætluðum aðeins að sletta úr klaufunum. Með öðrum orðum... sletta málningu á krumpupappír. Það var ótrúlega gaman! Það var líka mjög mismunandi hvernig myndir fólk gerði, sumar voru mjög flottar... aðrar aðeins síðri... Ég er ekki að segja að ég hafi verið neitt geðveik en ég er frekar stolt af afrakstri dagsins. Byrjaði á því að gera frekar stórt svona Abstract expressionisma Jackson Pollock verk í einkennislitunum mínum... efa að einhver annar hafi fílað það en mér fannst það skemmtilegt. Það var líka ótrúlegt hversu mikla útrás ég fékk útúr þessu. Það er líklega ástæðan fyrir non-melancholy deginum. Mig vantar að eiga stúdíó til þess að gera svona, þá yrði ég aldrei gribbuleg framar. Svo gerði ég eitt annað sem var bara svona meira smá flipp en kom mjög vel út, blandaði saman litum og leyfði þeim að renna yfir hringiðu, soldið táknrænt fyrir mig en then again, efa að einhver annar fíli það. Síðasta sem ég gerði var bara eitthvað flipp, ég málaði svoldið eldlitaðann grunn og málaði svo iljarnar á mér í musmunandi bláum litum og steig ofaná tvisvar. Það var ekki fyrr en Skúli (notabene eini strákurinn)byrjaði að flissa að ég fattaði hvað ég hafði gert.... *roðn* Well, ég ætla ekki að útskýra það... soldið klúrt en þið verðið bara að sjá það. Enn og aftur efa ég að einhver fíli það annar en ég, mér fannst það samt sætt. Ég væri alveg til í að gera þetta á hverjum degi :D Svo fór ég í félagsmálafræði að skipuleggja árshátíðina sem er eftir 2 vikur á morgun, gaman að því. Svo fór ég heim og þarf að fara að elda rétt strax. Jæja, mér finnst þessi póstur orðinn fyllilega langur.

Pæling dagsins: Hvað erum við að gera hérna? Hvaða hlutverki gegnum við? Erum við að byggja svona komplex þjóðfélag í kringum okkur öll til þess að reyna að öðlast tilgang? Það er enginn tilgangur... nema maður skapi hann sér sjálfur. Ég man eftir því á þunglyndustu skeiðunum mínum reyndi ég oft að hugsa jákvætt og bjó mér til ástæður til þess að lifa, eins og Note: lifa fram að jólum, og svo eftir jól varð það... lifa fram að árshátíðinni eða þúst... næsta föstudag ef ég var mjög neikvæð. Það virkaði ágætlega en ég komst ekki hjá því að spyrja sjálfa mig þeirrar spurningar, til hvers að lifa? Hvað fær maður uppúr því? Ég er mjög sjaldan hamingjusöm, það bíður mín ekkert nema líf meðalmanneskjunar... það er að segja að vinna þangað til ég lognast útaf á einhverju elliheimili í Garðabæ, ef að til þess kemur. Samkvæmt nýjustu ragnarakaspám er heimsendir á næsta leiti. Til hvers að hafa fyrir því að læra og vinna og vera bara til yfirleitt??? Einhver spakur sagði "Þú ert fæddur til þess eins að deyja", en er eitthvað meira? Er eftirlíf? Fer maður til himnaríkis? Örugglega ekki ég þar sem að ég trúi víst ekki á það... samkvæmt bókinni er ég trúleysingi þó ég trúi alveg... ég bara veit ekki alveg hvað það er sem ég trúi á. Bottomlænið er semsagt bara það einfalt.... TIL HVERS?

Kv.Andrea

þriðjudagur, mars 01, 2005

Mindless blogging...


Hæ, ég er ekki í skapi fyrir það en þetta er orðinn svona ávani, á hverjum degi... get ekki hætt, jafnvel þótt ég hafi ekkert að segja. Then you are in for some mindless blogging.

Here are the rules:
1. Grab the nearest book.
2. Open the book to page 123.
3. Find the fifth sentence.
4. Post the text of the next 3 sentences on your blog along with these instructions.
5. Don’t you dare dig for that “cool” or “intellectual” book in your closet! I know you were thinking about it! Just pick up whatever is closest.

Hann hafði fengið glýju í augun svo hann varð að nudda þau og píra til að sjá hvar hann gæti náð fótfestu, og þokumóðan sem fyllti loftið var ísköld.

Jæja, þar hafiði það. Mindless blogging ladies and gentlemen!

Dagurinn: var stuttur og þæginlegur... engin stærðfræði sem er alltaf gott. Svo voru síðustu 2 tímarnir felltir niður svo að ég fór snemma heim til þess að læra fyrir þau 2 próf sem ég er að fara í á morgun... Ég endaði á því að vera í Trivia.is í 4 klukkutíma! Ávanabindandi andskoti. Annars hefur ekkert gerst en ég er að fara að leggja af stað í Getkó til þess eins að tapa. Veit ekki einu sinni afhverju ég er að fara að mæta yfirleitt. Oh well...

Pæling dagsins: Ef þú átt fleiri ein 7 hluti eiga hlutirnir þig. Bara ef allir myndu fara eftir þessum orðum. Afhverju þarf fólk yfirleitt að eiga þurrkara? Bara rækta með sér þolinmæði er það eina sem þarf. Eða 4 sjónvörp, er 1 ekki nóg? Uppþvottavél... þetta er allt svo mikill óþarfi, sérstaklega 3 bílar á fjölskyldu. Það er eitthvað sem fer óendanlega í pirrurnar á mér. Sunza var einmitt að tala um hvað hún væri pirruð útí lifnaðarhætti hennar núna, þegar hún var lítil átti hún og mamma hennar ekki bíl fyrr en hún varð 10 ára... og núna eiga þau 3 heimabíókerfi. Henni finnst það mjög asnalegt og yfirborðskennt... og ég er alveg sammála henni. Afhverju að vera að skanka að sér alskonar óþarfa hlutum? Í staðin fyrir þessi 3 heimabíókerfi hefðu þau örugglega getað haldið 10 Indverskum börnum lifandi í 2 ár. Þetta er nú meiri viðbjóðurinn, þessi græðgi. Uss... jæja, Getkó bíður...

Kv.Andrea