þriðjudagur, mars 15, 2005

Dell latitude D610!!!!!!

Ó, svo lítið að segja, fannst ég samt knúin, enn og aftur til þess að blogga smávegis. Þetta var óvenju langur þriðjudagur og það styttist óðum í árshátíðina! Núna tveir dagar... og þá væntanlega 2 dagar í klippingu líka... man ekki hvort ég sé búin að skrifa um það hérna en ég er jú að fara í klippingu á fimmtudaginn. Vonandi gerist ekki eitthvað drastískt, ætla rétt að vona það. Svo afþví að ég er nú einu sinni í klippingu á árshátíðardaginn fannst mömmu þjóðráð að senda mig í hárgreiðslu í leiðinni. Ég hafið voðalega lítið á móti því... ákvað bara að þetta yrði árshátíðin þar sem ég læt mig skipta máli líka. Hin 2 skiptin hef ég alltaf verið á fullu í skreitingum og svoleiðis stöffi. Var að koma úr Liminum áðan, fór með mor að kaupa slæðu í stíl við skóna mína, það tók sinn tíma og miklar pælingar um litbrigðin á skónum og sjalinu og hvort það væri nú ekki alveg örugglega í samræmi við kjólinn og þetta endaði á því að helmingur staffsins í Hygea var komin til mömmu að spá í efni og áferð... *sigh* Endaði á því að ég greip eitthvað bleikt og ákvað að þetta væri slæðan! Sem betur fer greip ég rétt sjal því ég var prísuð í bak og fyrir fyrir val mitt, það var greinilega eina rétta slæðan. Jæja, nóg um það.

Dagurinn: Dagurinn var frekar langur af þriðjudegi að vera. Hann byrjaði á grútleiðinlegu prófi sem varði í 3 tíma þó svo að ég hefði geta komist út á einum tíma... leyfið mér að útskýra. Þetta var alþjóðalegt staðlað próf, á sama tíma í fjölmörgum löndum. Í fyrsta lagi, það er ekki staðlað að því leiti að vera á sama tíma því eflaust eru ekki öll löndin í sama tímabelti og ég efa að krakkarnir í hinum löndunum séu að taka prófið um nóttina eða kvöldmataleitið. En já, þetta var svona ósköp venjulegt próf með spurningum úr náttúrufr. stærðfr. og íslensku. Þegar ég var búin með fyrsta hlutann var mér svo sagt að ég þyrfti að bíða í klukkutíma eftir seinni helming. Þá var ég orðin svolítið pirruð. Svo þegar ég komið var að seinni hlutanum var okkur tjáð að við mættum ekki fara þegar við værum búin með hann. Einhverra hluta vegna mátti það ekki... ??? ekki spyra mig, þetta er einhver aðferðafræði sem enginn skildi eða vildi útskýra fyrir mér. Þá var ég búin að missa alla þolinmæði og fór að hnakkrífast við aðstoðarskólastýruna sem stóð bara þarna eins og hálviti og sagði að "svona væri þetta bara"! Ef það er engin útskýring fyrir þessu, afhverju var mér þá skilt að fara eftir því?? Því gat hún ekki svarað... enda algjör hálviti, ég hef óbeit á þessarri konu... langaði helst að kyrkja hana, en kommon sensið sagði mér að það væri ekki viturlegt... hún væri nú einu sinni að borga servíetturnar fyrir árshátíðina. Já, aðstoðarskólastýran sér um allt sem tengist...skólanum, þar sem að Gunnsteinn skólastjóri er svo ótrúlega "upptekinn" maður. Svo best er ég veit hangir hann inná skrifstofu allann daginn og útbýtir strætómiðum. Það mætti segja að hann hefði engin bein tengls við skólann... nema kannski að skrifstofan hans er staðsett þar. Fokking sjálfstæðismaður... og skáti! Hver gaf honum völd??? Fáránleiki. Ojæja... Eftir prófið sendi Guðrún Soffía Erlu Dóru og Sunnu niður í sjoppu til þess að "laga" mig áður en við færum að versla fyrir árshátíðina... "laga mig"? Ég var löguð (það rann af mér reiðin) og við fórum að versla... flotter... fundum næstum allt og mér til einskærrar ánægju tókst okkur að pirra Guðrúnu það mikið að hún var alveg að gefast upp... VICTORY! Hehe... ég? barnaleg? Haaa? Svo þegar við komum aftur í skólann hófst dauðaleit að Stílkjól í Mango poka. Útskýring= kjóllinn sem vann Stíl 2002, blár og hvítur... á að vera í skólanum en eftir árangurslausa leit erum við alveg að gefast upp... afhverju ég þarf kjólinn fáið þið ekki að vita en ef þið lumið á honum... endilega bjallið í mig! Og já... þeir sem voru kannski að velta fyrir sér titlinum... AAAAHHH!!! Mamma er búin að panta tölvu... Dell Latitude D610! Og ég fæ hana í USA! Jeiiiii! Ég er ekkert smá spennt :D Spáið í því... Andrea með tölvu, það verður skrautlegt.

Pæling dagsins: Afhverju erum við svona háð Bandaríkjunum? Samkvæmt nútíma heimspeki kemur allt gott og gilt frá Bandaríkjunum... Sjónvarpsefni, bíómyndir, matur, föt og ég get talið endalaust áfram... allt kemur þetta frá Bandaríkjunum. Hvað haldiði að gerist ef að við lokum alveg á innfluttning frá USA? Það yrði fokking glundroði í landinu. Allir yrðu miður sín og skjálfandi af hræðslu... sé alveg fyrir mér lítið barn skjálfandi út í horni á meðan móðir þess deyr úr fráhvarfseinkennum frá McDonalds. Eina sjónvarpsefnið yrði heimagerðir pallsmíðaþættir og Jói Fel... og þarna... hvað hét þetta aftur... Sigla himins fley yrðu endursýnt vikulega í Ríkissjónvarpinu. Eina kvikmyndin sem sýnd væri yrði líklega Festen á Rúv og Örninn einu sakamálaþættirnir. Þetta gæti allt gerst ef einhver vitfirrtur kæmist til valda... Væri ekki bara málið að drögga Halldór í að drepa strengjabrúðumeistarann sinn og taka yfir fyrir alvöru? Hann og Jóhannes í bónus gætu "tímað upp"! En í alvöru... hvað myndi gerast? Myndum við fara aftur í þróuninni eða myndum við njóta góðs af þessum drastísku breytingum? Já... þetta er smá pæling... Hmm...

Kv.Andrea

7 Comments:

Blogger Gummi said...

Björgólfur er nú á lista yfir ríkustu menn heims. Hann gæti nú sleppt því að kaupa sér eyju einhversstaðar og splæst á eitt stykki varnarskjöld yfir Ísland :)

þriðjudagur, mars 15, 2005 7:56:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Björgólfur er nú á lista yfir ríkustu menn heims. Hann gæti nú sleppt því að kaupa sér eyju einhversstaðar og splæst á eitt stykki varnarskjöld yfir Ísland :)

þriðjudagur, mars 15, 2005 7:56:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Björgólfur er nú á lista yfir ríkustu menn heims. Hann gæti nú sleppt því að kaupa sér eyju einhversstaðar og splæst á eitt stykki varnarskjöld yfir Ísland :)

þriðjudagur, mars 15, 2005 7:56:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

humm einangrað ísland .. burt frá bandaríkjunum humm humm humm en hver verndar okkur þá fyrir kommunum *hysterical* it´s already happening ...

þriðjudagur, mars 15, 2005 9:58:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Þetta átti nú ekki að koma svona oft inn :S

þriðjudagur, mars 15, 2005 10:32:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hemm* ég skil ekki hví þú gerir svona mikið úr þessari árshátíð... við Erla D. rótuðum bara í skápnum mínum og fundum skemmtilegan gamlan "flúff" kjól.

Me and Guðrún Soffía are like this! *sýni fun crossy fingers movið mitt*

"Améríka PFUFFH!"

miðvikudagur, mars 16, 2005 2:17:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Well... mér finnst gaman að vera fín :D ég hef samt aldrei farið í svona miklar öfgar áður... ég meina, hárgreiðsla? That is out of the ordinary.

miðvikudagur, mars 16, 2005 4:07:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home