þriðjudagur, mars 08, 2005

Casually dressed and deep in conversation...


Mmm... yes, voða lítið sem hefur gerst síðan í gær. Hildur sýndi mér myndina sem hún tók af mér um daginn í leikfimiklefanum... I must say that I have a pretty good figure *bakföll af hlátri* Loooool! Þarna náði ég ykkur. Myndin var samt flott, svona svarthvít og stuff... enda hrósaði ljósmyndakennarinn henni víst í bak og fyrir... am I suppose to be freaked out? Cause I am.

Dagurinn: Vaknaði of seint eins og venjulega og kom þar af leiðandi grútmygluð í skólann... Eins og þriðjudagar eru nú notalegir þá var ég ómögulega að vilja að vera í skólanum. Svaf mig í gegnum dönsku og svona... það var ágætt. Ég var reyndar kölluð til hjúkkunnar í sprautu. Vanalega ofsahræðslan helltist yfir mig í svona 2 mínútur (veit ekki hvað það er, við bara ekki hafa beittann harðann hlut undir skinninu) en svo safnaði ég kjark og lét sprauta mig, með lokuð augun reyndar en þúst... ég er að vinna á þessu. Ég er ennþá aum. Talandi um aum, ég er nú meiri auminginn, það gæti hver sem er lamið mig ég er svo rosalega mikilð tetur eitthvað... við fórum nefnilega í svokallað "píptest" í leikfimi í dag... ég er nú kannski ekki með besta þolið en ég hækkaði mig um 2,2 sko fékk 7,6... you do the math. Þegar ég hætti hélt ég líka að ég hefði týnt lungunum á mér einhverstaðar á leiðinni inn í klefa. Ég bara skil ekki hvernig svona lítil stúlka eins og Erla Dóra hafi getað fengið 10, ok... hún er dugleg að fara í ræktina en samt! Elle est petite! Ég ætla nú ekki að vera að svekkja mig á þessu því að ég hreifi mig aldrei svo ég skil niðurstöðurnar mæta vel, og bara hrós til Erlu fyrir að vera svona dugleg. Ég nennti ekki að labba heim eftir leikfimi svo ég ákvað að crasha í Textílmennt og laga vasana á kápunni hennar Benediktu fyrir hana. Þegar ég var búin að því nennti ég ekki enn að labba heim svo ég saumaði mér gæluönd úr afgangsflísefni. Hún er rosalega krúttleg, heitir Ducky. Hún varð til þess að ég fór að pæla smá. Þegar tímanum var lokið hringdi ég í móður mína sem vildi svo vel til að var á leiðinni heim og ég fékk vitaskuld far hjá henni. Hún var búin að fara með myndina mína í innrömmun og er alveg roooosalega flott núna. Meira af deginum, ég á eftir að læra og þarf víst að fara að gera það þegar ég er búin að bloggeríast.

Pæling dagsins: Ég hef komist að vandamálinu mínu. Eftir miklar vangaveltur var það litla öndin sem ég skapaði í dag sem kveikti þráðinn. Ég er haldin skuldbindingafælni á háu stigi. Ég er svo hrædd við breytingar og skuldbindingar að ég skelf við tilhugsunina eina saman. Ég vil ekki sækja um vinnu, það er of mikil skuldbinding, ég get ekki verið í sambandi, allt of mikil skuldbinding og ég get varla eignast nýja vini, get ekki einu sinni kópað við helvítis klósettpappírinn! Einhverra hluta vegna er það líka of mikil skuldbinding! Hvað er skuldbindingafælni? Afhverju þarf ég að vera með hana? Ætli það sé afþví að ég er meyja...? Ætli ég þurfi að fara til læknis, þetta heftir lífsreynslur mínar óumdeilanlega. Ég er líka dauðhrædd við vandræðanlegar þagnir, ég bara fríka út ef það gerist fyrir mig og byrja að blaðra um allt og ekkert við fólk sem ég þekki saman sem ekki neitt. Hversvegna verðum við vandræðanleg? Þegar maður er til dæmis skilin eftir með ókunnugri manneskju fyllist loftið allt í einu að vandræðanlegheitum og allt verður eitthvað svo asnalegt... en afhverju? Hvað er það í fari hinnar manneskjunnar sem gerir það að verkum? Ekki neitt... í flestum tilvikum situr manneskjan bara í rólegheitum, álíka vandræðaleg og reynir kannski að fitja upp á samræður. Er þetta afbrigði af feimni eða einhverju svoleiðis? I am totally and utterly clueless. Endilega segið ykkar skoðun, er ég brengluð að þola ekki vandræðilega þagnir eða er þetta bara eðlilegt hjá mér?

Kv.Andrea

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að nútímamaðurinn eigi allur eftir að verða geðveikur... allir búnir að fylla hausinn af þessu sem þeir sjá í bíómyndum og sannfærast um að þeir séu með þetta...furumfumf!!

þriðjudagur, mars 08, 2005 8:42:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er það eðlilegasta í heiminum.

þriðjudagur, mars 08, 2005 10:15:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Aww, takk fyrir að laga vasana Luffy! :* not that it bothered me much :P En já, ég hata vandræðalegar þagnir, fríka líka út og byrja að babla um allt og ekkert og hljóma heins og fáviti fyrir vikið :P

þriðjudagur, mars 08, 2005 10:34:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home