föstudagur, mars 11, 2005

Such a perfect day...

Já, þessi botnlausa melancholia var svo ekkert botnlaus, eins og sjá má á titilinum. Ég er komin aftur í gott skap... algjör heppni en dagurinn var frábær. Svo keypti ég mér kjól í gær, það var reyndar ekkert rosalega gaman... að versla þá en við fundum á endanum svona sæmilegann bleikann kjól. Bara eitt vandamál... hann er baklaus :S Veit ekki alveg hvað ég á að gera í því, þar sem að *lítur niður* eru oft mjög hamingjusamar og vilja sjást, sem gæti orðið vandamál...eina hugmyndin hingað til er að teipa þær niður... en það hljómar bara allt annað en gott. Ja... ég finn útúr þessu vandamáli seinna...lol... ég get alltaf skilað honum right? Heehee...*vandræðaleg* Annars er vorið í hámarki núna og það gerir mig mjög hamingjusama... Helgarplön ekki ákveðin ennþá...býst við því að ég rotni bara hérna heima.

Dagurinn: Dagurinn í dag var frábær, dró mig uppúr þessu litla þunglyndiskasti sem helltist yfir mig um daginn. Skóladagurinn var auðveldur, umræðutímar og video... jafnvel stærðfræðin var pís off keik. Svo var olíumálun... minnist á það enn og aftur hvað þessir tímar róa mig mikið niður og gera mig glaða. Hlakka til þeirra alla vikuna. Svo var ég að labba heim... sólargeislarnir dönsuðu á rúðunum og það angaði allt af vorinu. Einhverstaðar í Lindahverfinu byrjaði lítill kettlingur að elta mig og vildi láta klappa sér og hann elti mig alla leið upp í Salirnar... ótrúlega krúttlegur ^_^ Ég kann að meta fallegu hlutina í lífinu og kannski var þetta endorfínið að kikka inn en það var bara allt svo yfirþyrmandi fallegt og gott í kringum mig að hjarta mitt fylltist gleði og ég valhoppaði glöð í bragði heim og kláraði heimalærdóminn minn (ég veit...what's up with that?) ... Svo voru litlir strákar í götunni minni úti í fótbolta... krúttlegt, minnirm mig á blómaskeiðið í Hlíðarhjalla... ah, I miss the old days... Ég er greinilega svona mislynd manneskja, stundum yfirþyrmandi hamingjusöm og stundum virkilega þunglynd... fer þannig fólk ekki á lyf? *gúlp* vona ekki... Ég sá einfaldlega ekkert svart við daginn... við sjáum samt til hvernig kvöldið verður... Benedikta er í fylleríis-brettaferð á Akureyri svo ég verð líklega ekkert með henni um helgina... ég þverneita að sitja heima og horfa á Ædolið með mömmu....what to do, what to do? Mmmm... gonna think about that *Hugshugs eins og Bangsímon* híhí...

Pæling dagsins: Afhverju þar maður alltaf að vera að fylla upp í hverja auða tímaeyðu? Ef maður á of mikinn frítíma er einhverra hluta vegna nausynlegt að fylla upp í hann með einhverju eins asnalegu og..... uhmm..... keramiknámsskeiði. Þegar ég hef ekkert að gera nenni ég ekkert alltaf að finna mér eitthvað að gera... stundum ligg ég bara og stari út í bláinn og hugsa eða hlusta á tónlist eða eitthvað svona sem kallast "tímaeyðsla". Er ég þá að eyða tíma, sem ég fæ aldrei aftur? Hvað er tími og afhverju erum við svona gagntekin af honum? Mömmu minni finnst til dæmis mjög margt vera tímaeyðsla... nenni ekki að fara að telja það upp en þegar ég er bara að gera "ekki neitt" kemur hún alltaf og segir mér að fara að gera "eitthvað"... eins og að taka úr vélinni, ryksuga og þvo klósett svo eitthvað sé nefnt. Ég viðurkenni alveg að það eru hlutir sem þarf að gera en má maður ekki fá smá "tilgangslausa" tímaeyðslu af og til?

Kv.Andrea

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home