mánudagur, mars 14, 2005

Kastaníubrúnar valhnetur.

Æj, ég veit eiginlega ekki hvað skal skrifa um. Ég hef bara ósköp lítið annað að gera svo ég ákvað að skrifa nokkrar línur í staðin fyrir að draga ísur. Þetta á víst að vera meira uppbyggjandi, en ég sé það bara ekki. Á morgun eigum við að fara í 3 tíma próf í stærðfræði, lesskilning og náttúrufræði. Já... ég er nú ekki alveg viss um hversu spennt ég er fyrir því. Svo fær maður ekki einu sinni einkunn, sem stelur allri skemmtuninni úr þessu. Ég er að hugsa um að svara bara einhverju, fyrst ég fæ ekki einkunn fyrir þetta þá skeikar það varla miklu. Annars styttist óðum í árshátíðina og í dag leyfði Íris Gerði að eyðileggja á sér hárið... seriously, hún var EKKI sátt. Ég skil bara einfaldlega ekki málið með að leyfa einhverri heimskri gelgju, sem er ekki með neitt próf eða neitt í hárgreiðslu að rugla í hárinu á sér, ég veit ég myndi aldrei gera það. Og svo tekur hún pening fyrir það... Æj, þeirra ákvarðanir... ég nenni ekki að velta mér uppúr þessu. Íris er náttúrulega í geeeðveikri fílu og ætlar líklega ekki á árshátíðina... *sigh*

Dagurinn: Við vitum öll hvernig mánudagar eru. Ekki skemmtilegir. Lífið gengur bara sinn vanagang, það gerðist ekkert sérstakt. Ég fór með Búlúlala í íslensku framhald... við dræmar undirtektir. Ég bjóst nú hálfpartin við því... mér fannst ég samt ekki hafa gert þetta nógu vel. Það skipti samt eiginlega engu máli þar sem fólkið í tímanum var jafn hljóðlátt og Sigurrós í viðtali. Í samfélagsfræði var próf... ég klúðraði því smá... og býst við því að einkunnin mín (10) lækki eitthvað (9,5) sem ég er allt annað en sátt við. Skil samt ekki afhverju ég klúðraði spurningunni... ég vissi vel að konum var veitt inngöngu í Lærðraskólann 1904 en einhver leiðinleg rödd í hausnum á mér sagði mér að svara öðru. *Snap!* Annars gerðist ekkert spes. Tók strætó heim vegna þess að veðrið úti er ógeðslegt... ekki svona rok eða þannig... nei, það lítur út fyrir að vera gott og þæginlegt en svo þegar maður kemur út er nístingskuldi sem frystir þig inn að beini! Lúmska veður! Ég mótmælti og strætóaðist heim á leið.

Pæling dagsins: Hvað er eiginlega málið með heiminn? Afhverju vitum við, Íslendingar um allt sem er að gerast í Asíu með smávægis fyrirhöfn? Afhverju er heimurinn allur svona tengdur, allir vita af öllum og jafnvel minnstu eyjur í Atlantshafinu eru með allt á tæru um heimsmálin, jafnvel þótt að þjóðin tengist þeim á engann hátt. Ég skil það á meginlandinu, þar sem að allir eiga landamæri að öllum og svoleiðis... en hvaða samleið höfum við með heiminum? Afhverju getum við ekki bara verið pólitíkusar-wice lokuð fyrir umheiminum? Myndi það ekki vera miklu auðveldara? Eflaust ekki... við þurfum víst að fá sent sjónvarpsefni frá Bandaríkjunum*sigh* Jæja... ég hef enga löngun til þess að blogga núna... fer frekar og fæ mér kríublund eins og ég talaði um fyrst. Ef ég hefði fattað það fyrr hefði ég fengið mikið lengri svefn... Darn...

Kv.Andrea

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm... ég hef heyrt þetta áður... jafn hljóðlátt og Sigur Rós *:D* í viðtali... hvar var það aftur?.. ég hlakka svo til þegar nýji diskurinn kemur... ætla sko að sjá þá spila :D

Annars fann eg "hail to the thief" happyhappyhappyhappy!

mánudagur, mars 14, 2005 8:44:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

vásí, interesting mánudagur hjá þér :D ég eyddi hléinu mínu í skólanum að kenna eddu að keyra sjálfskiptan bíl :P (sem ég lærði mun betur að gera á akueyri, lööng saga, call me) ég hef ekkert meira interesting að segja, enda mánudagur og ég svaf samtals 6 tíma yfir alla helgina

mánudagur, mars 14, 2005 9:26:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Ætlar hún ekki á árshátíðina? Er það virkilega það slæmt? Mér finnst rosalega fyndið hvernig stelpur taka á vandamálum, aldrei einfalt. Láta pínulítinn hlut skemma fyrir sér annan stærri. Ég allavega myndi ekki fara til stelpu sem er hvorki lærð né í námi til að klippa á mér hárið og borga. Ja...reyndar klippti systir mín mig einu sinni en ég sem betur fer lærði af reynslunni.

mánudagur, mars 14, 2005 9:39:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Jamm, ekki ég heldur... aldrei myndi ég treysta neinum undi 17 ára fyrir hárinu mínu. Íris á það líka til að gera úlfalda úr mýflugu... hennar ákvörðun, ég hef enga löngun til þess að rökræða við hana. Og Benedikta...vil ég heyra sögur af helgini? Býst við því að ég verði bara bitur og græn af öfund... frétti að það hafi verið geðveikt færi.

mánudagur, mars 14, 2005 10:21:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hversu hræðlegt væri það nú ef Ísland væri einangrað ??? Alveg er ég viss um að þá myndi eitthver þjóð læðast að okkur og búhh ... húggabúggabúgga .. það væri allls ekki gott fyrir samheldni þjóðarinnar sem í hræðslukasti myndir yfirgefa konu og börn og stökkva til færeyja sem seinna meir yriði þekkt sem nýja Ísland!!!
annars finnast mér mánudagar skemmtilegir .. sérstaklega ef ég fæ að leita af hlutmum sem glansar á heima hjá Hildi !!!

mánudagur, mars 14, 2005 10:30:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Aww.... *klappar Arnór á hausnum* Þetta er allt í lagi...heimska fólkið er líka fólk

mánudagur, mars 14, 2005 11:19:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home