laugardagur, mars 19, 2005

We could kill them all!

Amh, þetta verður víst síðasta bloggið í nokkurn tíma en ég er, eins og sumir vita að fara til Usa. Brátt tekur við laaangt flug til Minnapólís og svo til Norður Karólínu með öðru flugi *sigh* Ég nenni því engan vegin. Ég er eiginlega ekkert súber spennt fyrir ferðinni. Ókey, auðvitað er náttla smá fiðringur í manni en það er rigning í NC, ég á engann pening til þess að verzla og ég þarf að öllum líkindum að læra allann tímann fyrir þessi blessuðu samræmdu próf. Í gær fór ég til Agga (kærastinn hennar Benediktu) í pönnukökupartí. Hann gerir indælar pönnukökur. Pönnukökupartíið lengdist fram eftir kveldi en við nenntum ekki að taka strætó heim, og fengum um 2 leitið far hjá pabba hennar sem var að spila á trommur með Fræbblunum á Grand Rokk held ég. Þegar við komum heim fór ég að lúlla.

Dagurinn: Svo í morgun var ég bara að "tjilla" á góðri íslensku á meðan hún tæmdi herbergið sitt fyrir yfirvofandi fermingu. Min mor kom og sótti mig og við fórum og fengum okkur einn hressandi McOstborgara, It was swwweeeeet. Svona rétt að undirbúa sig fyrir land skyndifæðisins. Svo kom ég heim og stökk beint í það að búa til köku fyrir kökubasarinn sem skólinn minn er að halda í Smáralind á morgun, ég veit ekkert hvenær hann er og ef þið vitið það... please inform mee! Ég ákvað að búa til uppáhalds kökuna mína, Djöflatertu... mmm, hún er svo góóð. Það var bara frekar kósí að búa til köku, ég var ein heima og með Mars Volta í tækinu að dilla mér. Kakan kom vel út.. og ef ég finn ekki kökubasarinn á morgun, so be it... þá ét ég hana bara sjálf :) Svo kom Sunza til mín í ástarsorg (dont ask) og ég fór að pakka... það var fljótt að hræða hana í burtu og dvöl hennar thus stutt. Svo horfði ég á seinni helming Boondock saints með vinum hans Bensa og fékk svo loksins að komast að og blogga smávegis. Fjölskyldunnimáltíðinni var flýtt um einn dag sökum brottfarar okkar. Ég þarf þessvegna að (hér vitna ég beint í æðra yfirvald) drulla mér úr tölvunna og fara yfir og búa til salat. If I must, I must...

Pæling dagsins: Ég lofa alltaf að koma með krassandi pælingu, en kannski hafa glöggir séð að ég er ekkert svakalega góð í því að efna loforð. Ég hugsaði með mér að núna þyrfti ég virkilega á góðri pælingu að halda þar sem að ég blogga ekkert í bráð en mér bara kemur ekkert í hug nema ein, en hún er svo asnaleg að það er ekki einu sinni fyndið. Sko, afhverju eru hamborgararnir á American style svona stórir? Það er ekkert american style. Einu hamborgararnir sem ég fékk úti voru svona míní-borgarar eins og McDonalds borgararnir eru! Það er enginn matur í svoleiðis borgurum. "American style" hamborgararnir hinsvegar eru mjög matmiklir og góðir en eins og ég nefndi áður þá fann ég enga svoleiðis hamborgara í USA-nu. Og fyrst einu hamborgararnir þar eru svona petite afhverju eru kanarnir þá svona rosalega feitir upp til hópa? Æj, þeetta er rooosalega slöpp pæling. Þarf víst að fara yfir að gera salat. Kannski ég taki mér bara langt frí frá bloggheiminum og safni smá styrk? Það hljómar ágætlega... ég ætla að hugsa málið.

Kv.Andrea

11 Comments:

Blogger Gummi said...

Kökubasarinn er klukkan eitt en samkvæmt Boggu væri gott ef við gætum komið með kökurnar klukkan 12:30 fyrir framan Hagkaup.

Það verður eflaust skemmtilegra hjá þér heldur en hjá okkur hér á klakanum. Góða ferð og skemmtu þér vel í útlandinu.

laugardagur, mars 19, 2005 8:01:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Takk takk :D

laugardagur, mars 19, 2005 8:10:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Kanarnir eru feitir afþví að margt smátt gerir eitt stórt (þar að auki eru bigmac alveg ágætlega matmiklir) þannig í staðinn fyrir þennan eina petite borgara sem við borðum borða þeir kannski 5 :P

laugardagur, mars 19, 2005 8:48:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

have fun in the úgland !!!

laugardagur, mars 19, 2005 9:13:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

bara koma með köku skoooo... jamm... ég hlakka ekki til þess að fljúga út, er að fara til NC að hitta frænku mína sko...bara tjilla... En jamm, heimabakaða dilissjus köku!

laugardagur, mars 19, 2005 11:34:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Ég vildi að ég væri að fara út. Losna úr öllum glundroðanum hér. Fá smá tíma til að tæma hugann og hugsa af alvöru um hvaða stefnu lífið er að taka. En því mun það ekki gerast.

sunnudagur, mars 20, 2005 1:53:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Klakinn er bestur... ég myndi hvergi annarsstaðar vilja vera... nema kannski á Bretlandi á tónleikum eða e-ð... Ísland er mitt himnaríki... ég er líka búin að tala við milljón Frakka, Mexíkana og marga fleiri um hversu mikið þá langar til Íslands og burt úr sínu landi... fær mann til að hugsa.

sunnudagur, mars 20, 2005 3:33:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi Ísland....er það ekki bara nafli alheimsins? A.m.k. nafli jarðarinnar...? En það er allavega ekki nógu stórt fyrir mig. I wonder if the world is even big enough *wonders* bleh ætla að hrista þetta rugl af mér áður en ég verð all heimspekileg believe me Það er Sunna sem enginn fær að sjá nema ákveðnir útvaldir...nei annars, enginn.
Teletubbies

miðvikudagur, mars 23, 2005 11:32:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hummm nú verður þú að blogga tvisvar á dag til að bæta þetta "frí" þitt upp ... hummhummhummhummhumm

sunnudagur, mars 27, 2005 4:32:00 f.h.  
Blogger Gummi said...

Ég veit ekki af hverju ég kíki alltaf hingað þegar ég veit að bloggarinn er í útlöndum...veik von um að blog sé komið

sunnudagur, mars 27, 2005 5:41:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

bloggaðu kona, bloggaðu!!

miðvikudagur, mars 30, 2005 11:46:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home