Botnlaus melancholia
Miðvikudagar... *sigh* allt of langir fyrir minn smekk. Fór samt í Stóra liminn í stóru eyðunni og leitaði mér að kjól fyrir árshátíðina... það var ekki skemmtilegt. Ég get ekki höndlað verslunarferðir í miklu magni... og ef við tökum það með í reikninginn að ég er að fara til USA nánast einungis til að versla, þá er þetta mér um ofviða. Ég fann auðvitað ekkert sem passaði mér í búðunum þarna og endaði á því að skoða borðskreitingar fyrir árshátíðina og varð of sein í tíma. Jess! Skiptir svosem voðalega litlu máli hvort ég fer í 20.000 króna galakjól eða ruslapoka á árshátíðina, ég á alltaf eftir að vera jafn ógeðsleg. Ég hef tildæmis endalausa komplexa á rassinn á mér (af mjög skiljanlegum ástæðum, it's hideous!) Og í dag, bara í dag fékk ég 2 neikvæð komment á hann...já, sjálfsálit mitt er hérna núna *gerir ýkta handahreifingu í átt að góflinu* Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er ég alveg bullandi reið út í umheiminn! Ok, kannski ekki óútskýranlegum... mjög skýranlegum. Það virðast allir vera á móti mér uppá síðkastið, ég lít hörmulega út og hef enga löngun til þess að læra. Basically I'm screwed. Mín elskulega móðir, alltaf með sitt írafár, gerir veður úr minnstu hlutum... er alltaf með svo mikinn þrýsting á mér endalaus... Gerðu þetta, gerðu hitt, farðu að vinna, fáðu góðar einkunnir og vertu fullkomlega stillt. Svo þarf ég auðvitað að standa mig vel á samræmdu prófunum og de hele... ég er bara ekki að höndla allt þetta álag. Ég er reyndar að laumast til þess að blogga einmitt núna, mamma ákvað að það væri rosalega sniðugt og hvetjandi að banna mér að nota tölvu fyrr en ég væri búin að selja helvítis pappírinn... það er og. Svo er líka 1 vika í árshátíðina og ég, formaður nemendaráðs vitaskuld föst í öllum undirbúningnum... Á hamingjusamari nótum... gengi krónunnar hefur lækkað!!! ^_^ Ya'll know what that means... a pink Ipod all for meee! Yubbyubb... Tónlist er örugglega það eina sem heldur mér gangandi um þessar mundir. Sem minnir mig á það. Iron Maiden tónleikarnir... en sú steypa! My god, hef aldrei þolað Iron Maiden, Ozzy Osbourne og allt þetta ruuugl. Mér finnst þetta bara ekki vera þess vert að hlusta á. Á sunnudaginn var ég í skakleysi mínu að bíða eftir strætó í Smáranum þegar 4 þybbnir gaurar með sítt, fitugt hár stökkva fyrir augum mér út á götu og öskra "YEEEEAAAHHHHH!!!! FOOKKING ÆRON MEIDEN MIÐAAAAARRRR!!!!"... óþarft að segja frá því að ég gat vitanlega ekki haldið niðri hlátrinum og byrjaði að flissa óstjórnlega, og fékk nokkrar illilegar augngotur. Að lokum hættu þeir að dansa um götuna og spurðu mig hvort að það stoppaði strætó hérna sem færi í miðbæinn.... hver hefði haldið? Fyrst um sinn ákvað ég að hunsa þá og hækkaði í The Noose... en svo fóru þeir að færa sig nær og ég vildi ekki fá þá nálægt mér, svo ég gafst upp og lét heyrnatólin síga. Óviturlegt. Einn þeirra hætti ekki að tala hversu spenntur hann væri, á meðan annar hélt utan um ljósastaur og raulaði "ruun to the hiiillls"... það lá við að mér yrði ómótt. Það endaði með því að ég flúði strætóskýlið og gekk frekar að næsta frekar en að þola þessa aðdáendur mikið lengur. Ég myndi ekki fara á Iron Maiden þótt ég fengi borgað fyrir það, líka fáránlega dýrt miðaverð við "stórfengleika" hljómsveitarinnar. En nóg um það...
Dagurinn: Oh, ég hef svo lítið að tala um... byrjaði óvart að tala um daginn í vitlausum dálk, kjáninn ég... Það er vissulega ekkert til þess að segja frá... ég labbaði heim *snaps for me* sem telst eflaust sem smá hreifing... ég hreifi mig aldrei, svo að tæknilega séð er það out of the ordinary. Ég vildi óska að ég hefði eitthvað annað að tala um en sjálfa mig en ég bara hef egnin sérstök áhugamál sem ég get blaðrað endalaust um, fyrir utan APC... ég skal gefa ykkur forsmekk af því sem ég er tilbúin að röfla um þá, það er ekki skemmtilegt. Ég er rosalega spennt fyrir að fara til USA því að þá get ég einmitt farið og keypt mér meistaraverkið Mer de noms aftur, bróðir minn týndi nefnilega fyrsta disknum mínum... þá ætla ég líka að kaupa mér Emotive, nýja diskinn og DVDið... sem er algjör snilld! Hver vill ekki sjá Maynard, Billy og Jeordie að gera luftgítar við 8o's rokk??? Ég er einmitt að hlusta á Passive núna, algjört snilldarlag, sá fyrst myndbandið fyrir frekar löngu og komst þannig á snoðið um myndina Constantine, lagið er nefnilega í myndinni og kemur slatti úr henni í myndbandinu góða. Fyrir þá sem hafa séð hana þá er það lagið sem er þegar Constantine er að fara inná undergroundbarinn sem svarti gaurinn átti. Ég er alveg rosalega léleg í að muna nöfn... man ekkert hvað hann hét! Eníveis, þá er ég smá fúl yfir vaxandi vinsældum A perfect circle á Íslandi eftir að coverið þeirra af Imagine fór í spilun á Popptíví. Það er svo langt frá því að vera eitt af þeirra betri lögum og ég held að fólk hafi fengið vitlausa ímynd á þeim... Þannig er það nefnilega í pottinn búið að ég byrjaði að hlusta á þá fyrir lifandis löngu (sirka 2 ár býst ég við) og svo eru einhverjir metalhnakkar sem þykjast vera "aðdáendur" og hafa í mestalagi heyrt 2 lög með þeim... The Noose og Imagine vegna þess að þau eru á Popptíví. Áður en þetta gerðist vorum við Sunna einu manneskjurnar sem ég þekkti sem hlustuðu á þá, þetta var svona spes hljómsveitin mín en ekki lengur, neiiii allt í einu þekkja þá allir alveg hreint persónulega... Oh það væri svo geðveikt ef þeir kæmu til landsins... aðeins fjarlægur draumur. Ég get þó talað um þá við vini mína núna sem kostur, fyrir Imagine var það alltaf bara "A perfect circle hvaaaað???"... fyndið, ég fæ alltaf svona staðreyndavillusamviskubit þegar ég skrifa "þeir" því að á fyrstu plötunni var ung stúlka sem spilaði á bassa... algjör snillingur (og tótal hottí) sem heitir Paz L. kann ekki að skrifa eftirnafnið...Ég vildi að ég kynni á eitthvað svona "kúl" hljóðfæri... ég kann á þverflautu! Hversu ókúl er það??? Ég myndi sætta mig við píanó og trommur væru náttúrulega toppurinn en það var ekki hagstætt fyrir mömmu, hún átti ekki eitt stykki rykfallið trommusett niðrí skúffu. Svo ég "fékk" að læra á þverflautu. Ég er alveg algjörlega hæfileikalaus... hvað á ég eiginlega að gera við sjálfa mig? Á endanum verð ég örugglega ein af þessum óþolandi bitru einmana "know-it-all's" sem á enga vini. Ætli ég sé sjálfkynhneigð? Hmm.... verð að vinna á þessu.
Pæling dagsins: Pældi lengi og vel í hverju ég ætti að pæla... Ég er sannarlega þurrausin. Orðið er.... heygoggur. Hvað þýðir það? Giskið að vild. Pæling: Hvað er að því að fylgja straumnum? Það virðist vera í tísku núna að vera sem mest öðruvísi, reyna að fylgja ekki straumnum. En er maður þá ekki ennþá að fylgja straumnum, með því að reyna að fylgja honum ekki eins og allir hinir? Að fylgja straumnum... (go with the flow lauslega þýtt) Er að skera sig ekki útúr á einhvern hátt, vera ekki einsdæmi. ER það hægt? Það eru allir flokkaðir í katagoríur, mismunandi hvernig. Oft á tíðum halda "rokkarar" til dæmis að þeir séu mjög öðruvísi, afþví þeir hlusta ekki á svokallað "píkupopp" eins og "allir hinir" og telja sig þá sem minnihlutahóp. Og þetta fyrirbrigði sem heitir "Gothistar" eða eitthvað í þá áttina... hef aldrei fyllilega skilið það þar sem Gothismi er upphaflega ákveðinn byggingarstíll...hmmm... Þeir gera mjööög mikið úr því að skera sig sem mest út, og þá vísa ég nú bara til Gothnesku steríótýpunar : "I'm so goth that the only crayon I used in kindegarten was black." Maður nær sjaldan sem aldrei að skera sig útúr, afhverju að leggja svona hart að sér að reyna? Eina manneskja sem ég veit um hingað til sem skar sig fyrir alvöru útúr var Gísli einbúi... hann heillaði mig mjög svo. Til hvers að reyna að brjóta sig útúr hversdagsleikanum, gerir það mann að betri manneskju, áhugaverðari persónuleika? Maður á ekki að geta séð á manneskju hvort hún skeri sig út eður ei... er ekki alltaf sagt að feguðrin og sérstæðleikinn komi að innan frá? Vá, ég kemst ekki að niðurstöðu sjálf... hjálp. Bleeh, þetta er ómögulegt, það er að segja að klára pælingu. Hvernig lokar maður pælingu??? Arg!
Kv.Andrea
Dagurinn: Oh, ég hef svo lítið að tala um... byrjaði óvart að tala um daginn í vitlausum dálk, kjáninn ég... Það er vissulega ekkert til þess að segja frá... ég labbaði heim *snaps for me* sem telst eflaust sem smá hreifing... ég hreifi mig aldrei, svo að tæknilega séð er það out of the ordinary. Ég vildi óska að ég hefði eitthvað annað að tala um en sjálfa mig en ég bara hef egnin sérstök áhugamál sem ég get blaðrað endalaust um, fyrir utan APC... ég skal gefa ykkur forsmekk af því sem ég er tilbúin að röfla um þá, það er ekki skemmtilegt. Ég er rosalega spennt fyrir að fara til USA því að þá get ég einmitt farið og keypt mér meistaraverkið Mer de noms aftur, bróðir minn týndi nefnilega fyrsta disknum mínum... þá ætla ég líka að kaupa mér Emotive, nýja diskinn og DVDið... sem er algjör snilld! Hver vill ekki sjá Maynard, Billy og Jeordie að gera luftgítar við 8o's rokk??? Ég er einmitt að hlusta á Passive núna, algjört snilldarlag, sá fyrst myndbandið fyrir frekar löngu og komst þannig á snoðið um myndina Constantine, lagið er nefnilega í myndinni og kemur slatti úr henni í myndbandinu góða. Fyrir þá sem hafa séð hana þá er það lagið sem er þegar Constantine er að fara inná undergroundbarinn sem svarti gaurinn átti. Ég er alveg rosalega léleg í að muna nöfn... man ekkert hvað hann hét! Eníveis, þá er ég smá fúl yfir vaxandi vinsældum A perfect circle á Íslandi eftir að coverið þeirra af Imagine fór í spilun á Popptíví. Það er svo langt frá því að vera eitt af þeirra betri lögum og ég held að fólk hafi fengið vitlausa ímynd á þeim... Þannig er það nefnilega í pottinn búið að ég byrjaði að hlusta á þá fyrir lifandis löngu (sirka 2 ár býst ég við) og svo eru einhverjir metalhnakkar sem þykjast vera "aðdáendur" og hafa í mestalagi heyrt 2 lög með þeim... The Noose og Imagine vegna þess að þau eru á Popptíví. Áður en þetta gerðist vorum við Sunna einu manneskjurnar sem ég þekkti sem hlustuðu á þá, þetta var svona spes hljómsveitin mín en ekki lengur, neiiii allt í einu þekkja þá allir alveg hreint persónulega... Oh það væri svo geðveikt ef þeir kæmu til landsins... aðeins fjarlægur draumur. Ég get þó talað um þá við vini mína núna sem kostur, fyrir Imagine var það alltaf bara "A perfect circle hvaaaað???"... fyndið, ég fæ alltaf svona staðreyndavillusamviskubit þegar ég skrifa "þeir" því að á fyrstu plötunni var ung stúlka sem spilaði á bassa... algjör snillingur (og tótal hottí) sem heitir Paz L. kann ekki að skrifa eftirnafnið...Ég vildi að ég kynni á eitthvað svona "kúl" hljóðfæri... ég kann á þverflautu! Hversu ókúl er það??? Ég myndi sætta mig við píanó og trommur væru náttúrulega toppurinn en það var ekki hagstætt fyrir mömmu, hún átti ekki eitt stykki rykfallið trommusett niðrí skúffu. Svo ég "fékk" að læra á þverflautu. Ég er alveg algjörlega hæfileikalaus... hvað á ég eiginlega að gera við sjálfa mig? Á endanum verð ég örugglega ein af þessum óþolandi bitru einmana "know-it-all's" sem á enga vini. Ætli ég sé sjálfkynhneigð? Hmm.... verð að vinna á þessu.
Pæling dagsins: Pældi lengi og vel í hverju ég ætti að pæla... Ég er sannarlega þurrausin. Orðið er.... heygoggur. Hvað þýðir það? Giskið að vild. Pæling: Hvað er að því að fylgja straumnum? Það virðist vera í tísku núna að vera sem mest öðruvísi, reyna að fylgja ekki straumnum. En er maður þá ekki ennþá að fylgja straumnum, með því að reyna að fylgja honum ekki eins og allir hinir? Að fylgja straumnum... (go with the flow lauslega þýtt) Er að skera sig ekki útúr á einhvern hátt, vera ekki einsdæmi. ER það hægt? Það eru allir flokkaðir í katagoríur, mismunandi hvernig. Oft á tíðum halda "rokkarar" til dæmis að þeir séu mjög öðruvísi, afþví þeir hlusta ekki á svokallað "píkupopp" eins og "allir hinir" og telja sig þá sem minnihlutahóp. Og þetta fyrirbrigði sem heitir "Gothistar" eða eitthvað í þá áttina... hef aldrei fyllilega skilið það þar sem Gothismi er upphaflega ákveðinn byggingarstíll...hmmm... Þeir gera mjööög mikið úr því að skera sig sem mest út, og þá vísa ég nú bara til Gothnesku steríótýpunar : "I'm so goth that the only crayon I used in kindegarten was black." Maður nær sjaldan sem aldrei að skera sig útúr, afhverju að leggja svona hart að sér að reyna? Eina manneskja sem ég veit um hingað til sem skar sig fyrir alvöru útúr var Gísli einbúi... hann heillaði mig mjög svo. Til hvers að reyna að brjóta sig útúr hversdagsleikanum, gerir það mann að betri manneskju, áhugaverðari persónuleika? Maður á ekki að geta séð á manneskju hvort hún skeri sig út eður ei... er ekki alltaf sagt að feguðrin og sérstæðleikinn komi að innan frá? Vá, ég kemst ekki að niðurstöðu sjálf... hjálp. Bleeh, þetta er ómögulegt, það er að segja að klára pælingu. Hvernig lokar maður pælingu??? Arg!
Kv.Andrea
3 Comments:
*hóst* neikvæð comment á afturendan þinn ... nei lambið mitt þetta var nú bara pretty vel meint hjá mér .... I think your bottom is fun .... Like errrmmmm a another bodypart that is fun like ummm a bellybottom .
Allir á Shadows, allir á Shadows enginn með Steinóri!
(lalalalalalala I'm living in cloud coocoo land lalalalalala)
Vásí, melancholia to the max me luv' :P en þú ert svo mikið kjánaprik, hvað er að því að aðrir fýli tónlistina sem þú hlustar á, þýðir bara að þú getur talað um uppáhaldshljómsveitina þína við fleira fólk (given að þau hafi heyrt fleiri en 2 lög með þeim) og eitt í viðbót, salóme hefur dýrkað þessa hljómsveit í 3 eða 4 ár held ég, byrjaði með tool hjá henni, hún var alltaf að reyna að láta mig hlusta á þetta... gerði það ekki fyrr en þú neyddir mig til þess, hafði samt heyrt það oft áður :P okay.. byrjuð að blaðra út í eitt, so I'm off... bleh
Skrifa ummæli
<< Home