miðvikudagur, mars 30, 2005

Two words: Jet lag.

Yebbyebbyebb, sætuhjarta Íslands er komin aftur á klakann eftir mjög svo langt og þreitandi flug frá Raleigh-NC, fjögurra tíma bið í Baltimore og enn lengra flug til Keflavíkur. Já, fjölskyldan í Hásölum 11 lagði upp í langför fyrir 10 dögum og álíka löng ferð beið þeirra. Við komum í hús Erlu og Terry Sheffer um 12 leitið á sunnudeginum. Fríið gekk aðallega út á það að hanga heima og horfa á sólbrúna krakka skemmta sér á Spring Break Cancun á MTV, og óþarfi að benda á það að lukkan lék við mig, það var rigning og vont veður mestallann tímann. Ég átti heldur engann pening svo að ég verslaði heldur lítið sjálf, en mamma fékk sínu framgengt og keypti nokkrar virðulegar flíkur á mig... ekki Coheed and Cambria bolinn sem mig langaði í. Annars fékk ég líka Ipod mp3 spilara afþví að mamma mín elskar mig. Hann er bleikur og ég skírði hann Rubber Piggy. Ég fékk líka fartölvu, which is quite the beauty btw. og ég skírði hana "Litla mússímússið hennar mömmu sinnar" í smá flippkasti... og alltaf þegar ég kveiki á tölvunni kemur svona "Litla mússímússið hennar mömmu sinnar is starting up" ... cracks me up eeeevery time. En grínslaust þá var þetta ekki draumapáskafríið. Mamma og pabbi spiluðu golf á einhverjum uppagolfvöllum alla daga og ég gerði voða lítið annað en að horfa á imbann og lesa. Svo voru það kvöldverðirnir. Þar sem að við vorum staðsett í upphverfi frá helvíti var það allt uppfullt af hvítum uppagamlingjum sem voru alveg óðir í að bjóða okkur í kvöldmat og kepptust nánast um það. Það voru stórar uppa-máltíðir. Ég hef aldrei orðið saddari. Og ég var aldrei svöng í Bandaríkjunu. Highlightið af ferðinni var svo þegar við fórum á Pine Hurst golfvöllinn sem er víst eitthver einn besti völlur í USA. Það var merkileg upplifun. Stærsta samansafn af uppum sem ég hef séð á ævinni. Og þau klæddust öll í hvítu! OG það voru krikketvellir... Glimpse of hell. Annars gerðist mjög lítið. Svo var langa ferðin heim. Við lentum á Keflavíkurflugvelli klukkan 06:06 í morgun og flíttum okkur heim.

Dagurinn: Dagurinn byrjar eins og flestir dagar gera, ég fór í skólann. Hálftíma eftir að ég kom heim fór ég í skólann... grútmygluð og ómöguleg... ég er algjör labbakútur á morgnanna. Venjulega eru miðvikudagar langir og leiðinlegir, en ég fékk að sleppa við félagsmálafræði tíma sökum meintrar flugþreitu. Ég var þó orðin frekar þreitt um 4 leitið þegar ég og Sunza rotuðumst algjörlega á rúmminu. Já, þegar ég kom heim fannst Benediktu og Sunzu alveg nauðsynlegt að koma í heimsókn sem fyrst! Svo þurfti Dikta að fara að vinna og þá sofnuðum við... story of my life. Það er nú ekki mikið annað sem gerðist í dag... ehm... ég bloggaði? Iduunnooooo... Farin að finna mér eitthvað að éta.

Pælingar Dagsins: Á ég að vekja Sunzu? Rrrr... ég er ekki viss, ég ætti þó líklega að gera það. Hmm. . . . . . . (Þetta er ég að hugsa btw.) . . . . . Afhverju eru naglaþjalir teknar af manni í tollinum? Er virkilega búist við því að fólk fari að taka yfir flugvél.... með naglaþjöl? Hún er pínulítil og nánast bitlaus... hvað ætti maður að gera með henni, stinga fólk? það yrði eins og að pota í barn, meikar ekkert sens. Kannski hafa Bandaríkin eitthvað á móti fallegum "evrópskum" nöglum... hver veit! Jæja... núna er ég seriously farin að fylla á tankinn (vá þetta hljómaði trukkalessu-ish) Leiter bíads? Úff... the inner "hnakk" is taking over.

Kv.Andrea

4 Comments:

Blogger Gummi said...

Velkomin heim og til hamingju með iPod-inn. Auðvitað er fólk að reyna að taka yfir flugvélar með naglaþjölum og tannstönglum, það er aldrei hægt að treysta fólki með naglaþjöl!

miðvikudagur, mars 30, 2005 9:22:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Satt satt, ég meina... ef það er með naglaþjöl þá hlítur það að vera unstable... Já og með öryggisgæsluna... ég er hrædd um að Bandaríska ríkislögreglan sé komin með fingrafarið mitt og mynd... þegar ég kom á flugvöllinn í Baltimore þurfti ég að setja hendurnar á mér á einhvern skanna og stara inní myndavél... It was creeeepy.

miðvikudagur, mars 30, 2005 9:56:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Að sjálfsögðu þurftum við að koma strax til þín, og hættu að kvarta, þú fílaðir það :P

Og heheh, Davíð frændi minn má ekki koma til Bandaríkjanna, hann er víst á lista yfir hættulega mótmælendur, hann stóð víst hjá þegar vinir hans hentu málningu á Bandaríska Sendiráðið í Rvk, þeir náðust á mynd og voru settir á lista yfir hryðjuverkamenn or sumthin' :D

fimmtudagur, mars 31, 2005 10:57:00 f.h.  
Blogger Unknown said...

Améríka PFUFF!
;)
bara einkahúmor...

fimmtudagur, mars 31, 2005 11:34:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home