föstudagur, mars 04, 2005

Escape artists never die.

Yes, I have returned from a one day break with some fresh bloggin'! Ekkert alvarlega mikið þó... bara segja frá þunglyndislegum hversdagsleika íslensks námsmanns. Fannst samt frekar fyndið að einn af fáum dögum sem ég nenni ekki að blogga... þá bloggar Íris! Hún bloggar nánst aldrei (www.thereplica.blogspot.com) ! Ákvað þessvegna að blogga smávegis fyrir helgina. Í gær var ég að keppa um 3. sætið í Getkó og töpuðum... eins og venjulega. Í þetta sinn var það fyrir Mekka, sem voru með einhvern undrastrák sem sagðist vera í 8.bekk...*því trúi ég ekki, pottþétt í 7.bekk* og hann svaraði nánast öllu, þannig að tæknilega séð létum við geðveikt lítinn úberheila vinna okkur. Mér er samt alveg sama, frekar pirruð í gær en núna er ég í fínu. Mér er alveg sama um Getkó, var eiginlega aldrei neitt frekar spennt fyrir þessu, en jæja þetta er þó loksins búið. Um helgina er ekkert planað... ég var þó að hugsa um að draga Sunzu með mér í bíó, á sko eftir að sjá svo margar myndir. Vandamálið með mig er að ég segist alltaf ætla að gera eitthvað, svo verður sjaldan sem aldrei að því. "Á morgun segir sá lati" fullyrðir málshátturinn og þetta lýsir mér alveg í hnotuskurn. Verð að fara að selja þennann helvítis klósettpappír! Einhvern sem vantar? Látið mig vita - símanúmerið er 694 6536 :D

Dagurinn: Föstudags are the best, lítið sem ekkert að gera og OLÍUMÁLUN! Flestum finnst víst leiðinlegt þegar ég tala um svoleiðis stöff, svo ég ætla bara að segja að það hafi verið mjög gaman í tímanum. Það er reyndar bara voðalega lítið að segja um málið... það styttist reyndar óðfluga í sýninguna og mér finnst ég búin að gera svo rosalega lítið. Get ekki ímyndað mér að þetta verði stór sýning en samt :D hlakkar til.... það styttist líka óðum í árshátíðina og þar af leiðandi páskafrí í Bandaríkjunum. Jamm, árshátíðin er 17. og ég fer út 19. eða 20. man það ekki alveg. Það er semsagt mikið annríki í uppsiglingu, svo ekki sé minnst á samræmdu því að þau nálgast líka óhuggnarlega hratt. Ég er ekkert það stressuð fyrir þeim, en aðallega stressuð yfir mér að vera ekki byrjuð að læra... ég bara nenni því svo innilega ekki! Ég get þó sagt að ég sé mjög stressuð fyrir stærðfræðinni... og hef góða ástæðu til, ég er rosalega léleg í henni. En ég ætla að byrja að læra í páskafríinu og vera dugleg eftir það líka. Samfélagsfræðin stressar mig líka... ekki afþví að ég er léleg í henni, þvert á móti þá stefni ég á það að fá svo hátt í henni að ég veit að ég verð óánægt undir 9,5 og er hrædd um að ég eigi ekki eftir að standast þau markmið, sem er alveg líkleg miða við áhuga minn á íslenskri stjórnmálasögu. Það eina sem hefur heillað mig hingað til var Gúttóslagurinn og það var bara afþví að lýðurinn vann lögguna með húsgögnum. Héðan í frá ætla ég að taka mig á í samfélagsfræði.

Pæling dagsins: "Ég á mér draum" sagði Matin Luther King einu sinni... þetta var efnið sem við fengum að skrifa um í íslensku í dag, vúhú... ég er þó alveg sátt við þetta... betra en það sem við fáum venjulega sem er eitthvað í þessum dúr: Hér er trefill, skrifið 200 orð um hann. Krassandi ekki satt? Þar sem að ég er algjör skýjaglópur eins og móðir mín minnir stranslaust á, átti ég ekkert erfitt með að finna mér eitthvað til að skrifa um. Loftkastalasmiður, draumhugi... á óneitanlega smávegis við mig, er mér sagt. Ég veit eiginlega ekki hvað ég ætlaði að tala um en ég býst við því að það hafi átt að vera eitthvað mjög áhugavert, jæja... Er að hugsa um að fara bara í sturtu, ég elska sturtuna mína, hún er svo stór og yndisleg, ég get verið í henni klukkutímunum saman og látið vatnið steypast á mig *hrollur* Og já... mig vantar pælingar... ég virðist vera búin með mínar... ef þið lumið á einhverju skemmtilegu topici sem ykkur langar að sjá hérna (með minni skoðun auðvitað og sollis) pretty please tell moi. Kom reyndar að ....áhugaverðum kynja...ágreiningum ef svo má kalla, sem gekk aðallega útá strákana í bekknum mínum að bauna á Írisi hversu miklir hálvitar við stelpurnar við séum að hafa bitið í þetta heimska epli.... vá, mögnuð rök. Ég trúi ekki á Evu og Adam hvort eð er svo að þetta comment hjá Ögmundi gerði mig ekkert reiða. Arnór hinsvegar, can be sooo infuriating! Ég og Íris vorum sammála um það að remban í honum stafaði vafalaust einungis af fáfræði. Það er nokkuð augljóst að greindarlega séð er kvenkynið miklu æðra karlmanninum og jafnvel þótt líkamlega séð sé kk. sterkari hefur það verið vísindalega sannað að kvk. hefur nánast helmingi hærri sársaukaþröskuld en þessir aumingjar (karlkynið þá) Smá quote hérna..hehe.. svo fyndið "Hefur þú einhvertíman skitið körfubolta??? NEI! Þegiðu þá!" Það er einnig vísindalega sannað að ef karlmaður myndi fæða barn gæti hann DÁIÐ úr sársauka. Hver er núna æðra kynið??? Mín persónulega skoðun er líka að eina ástæðan fyrir því að karlmenn eru yfir kvenmenn hafnir líkamlega sé einfaldlega sú að þeir eru á eftir í þróunninni frá Neanderdalsmönnum/Krómagnonmönnum sem höfðu víst gífurlegann líkamlegann styrk. Lol, þetta á sér engann grundvöll í veruleikanum en mér finnst þetta bara svolítið fyndið. En já... ég er farin í sturtu og hætt að röfla :)

Kv.Andrea

10 Comments:

Blogger Andrea said...

Oh, ég nenni ekki að vera að rífa mig og ætla bara að leyfa þér að lifa í fáfræðinni... Og fyrst þið segið að karlkynið sé æðra kvenkyninu afhverju stuðliði þá að jafnrétti fyrist það er svona "augljóst" að þið erum mikið æðri???

föstudagur, mars 04, 2005 10:23:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Oh, your so full of it! Hvað haldiði eiginlega að þið séuð, einhverjir súpermenn??? ástæðan fyrir því að ég sagðist ekki vilja rífast er afþví að ég VIL ekki rífast, karlinn er ekki æðri konunni, og þannig er það bara. Það eru til fullt af konum sem eru sterkari en þú litli hálvitinn þinn, og MJÖG margar konur mikið gáfaðari. Það er með engu hægt að fullyrða að karlinn sé æðri konunni, hann er bara fullur af mikilmennskuhormónum, sem útskýrir vel hegðun þína, það er að segja að byrja að rífast við mig útaf einhverju jafn heimskulegu og þessu, ég er ekkert hneikslaðari þegar það er verið að tala illa um kvk. en kk. svo þú getur ekki verið að gera þig að einhverju fokking feminista fórnarlambi ... Hættu svo að ibba þig á blogginu mínu ef þitt eina mótiv er að gera mig pirraða, að láta mig líta út fyrir að vera einhver gelgja sem endar rifrildi eftirfarandi: omg ertu heimskur ég nenni ekki að rífast" því þetta er í engu það sem ég sagði. Sínir bara meira um andlegt þroskastig þitt heldur en getu eða vangetu við að rífast.

laugardagur, mars 05, 2005 1:29:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ussss ekki tala svona... mig langar ekkert mikið segja um þetta kynadót nema karlmenn munu ávalt vera betri í íþróttum og betri ökumenn :) ég veit að það var sagt að fleiri karlmenn lendi í bílslysum en konur en það er bara útaf mun meiri karlmenn keyra heldur en konur.

Hey fara til USA 19 eða 20 ? Arnar F fer líka þá :P you will so be like travelling buddies og hvað varð um akuuureyri ? Btw það var helvíti mikið stuð á samfés, vona að söngvakeppnin verði eitthvað stuð :/
kveðja brynjar

laugardagur, mars 05, 2005 1:47:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ussss ekki tala svona... mig langar ekkert mikið segja um þetta kynadót nema karlmenn munu ávalt vera betri í íþróttum og betri ökumenn :) ég veit að það var sagt að fleiri karlmenn lendi í bílslysum en konur en það er bara útaf mun meiri karlmenn keyra heldur en konur.

Hey fara til USA 19 eða 20 ? Arnar F fer líka þá :P you will so be like travelling buddies og hvað varð um akuuureyri ? Btw það var helvíti mikið stuð á samfés, vona að söngvakeppnin verði eitthvað stuð :/
kveðja brynjar

laugardagur, mars 05, 2005 1:48:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

Oh, ég vil ekki vera samferða honum *jukk* og já, hvað varð um akureyri? eh... akureyri? vottafoook? OG til Ívars... mér finnst skammarlegt að sjá svona gáfaða manneskju eins og þig verandi að fullyrða svona fjarstæður. Karlinn er ekkert æðri konunni, og ég er ekki að segja að konan sé æðri karlinum.... þau bæta hvort annað upp... annars væri ekkert okkar hérna. Mér finnst líka rosalega asnalegt af þér að vera alltaf með þessa andsnúnu sálfræði á mig til þess að gera mig enn pirraðari. Persónulegar árásir eða ekki, ég var bara að koma með dæmi... ekkert skot á þig sérstaklegt... þú ert vafalaust sterkari en ég td. en ef einhver er búinn að vera með persónulegar árásir hérna ert það þú. Er meira búinn að vera að rífst yfir vangetu minni að rífst en topicinu sjálfu. Ég held að ÞÚ getir alveg játað þig sigraðann.

laugardagur, mars 05, 2005 12:50:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Oh, þú ert svo mikill kjáni... litli hálvitinn þinn er ekki insult, það er sagt í góðum tón... en þú vissir það náttla ekkert og ég afsaka það. En þar sem þú ætlar bara að halda áfram að dissa mitt kyn á meðan ég er ekki að röfla um að mitt kyn sé æðra þínu... sá vægir sem vitið hefur meira. Þessar hugmyndir eiga jafn mikinn grundvöll í raunveruleikanum og að Aríar séu æðri öðrum kynstofnum. Og það trúðu því líka mjög margir á sínum tíma... en þú vildir ekki rífst, og ef þú heldur að ég meiki pís við manneskju sem telur sig æðri mér ertu alveg út á þekju. :)

laugardagur, mars 05, 2005 6:26:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

The neverending story... lalalalalalalalala...
já þetta söng hinn ofurkynþokkafulli ;) Lemahl!
En hér er pæling (ekki neitt heimsspekilegt... meira svona að spyrja um skoðun): Hvaða áratugur hefur bestu tónlistina?? (ég myrði þann sem segir að það sé þessi áratugur... HANN ER VIBBI!)
;)

laugardagur, mars 05, 2005 7:09:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jájá þú sagðir bara við mig allavega að þú værir að fara i brettaferð með MH á akureyri í stað samfés

en ívar gefuru closer 4 stjörnur af 4 ? er það ekki solldið mikið eða er þetta algjört meistaraverk ?

sunnudagur, mars 06, 2005 12:14:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

Jáá... brettaferðin er eftir viku, en ég ákvað að fara ekki... á saman sem engann pening :) En jamm... ég fór á Constantine með Benediktu en mig langar líka rosalega að sjá Closer... geri það næst

sunnudagur, mars 06, 2005 2:05:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Úff... Andrea, ég fór á Closer í gær með Agga og Kristjáni.. mér fannst hún bara ekkert spes... rather boring actually.. judge me for bad taste in films, I don't care.. I was booored! And I stand by my opinion ^.^

mánudagur, mars 07, 2005 4:29:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home