sunnudagur, mars 13, 2005

Hæ! Þú skalt deyja.

Helgin hefur ekki verið viðburðarík. Á föstudaginn hékk ég heima allann daginn, Íris kom reyndar í heimsókn til mín er þar sem að móðir hennar er nett klikkuð ólétt kona með þrútna ökkla er ekkert ákaflega gaman að díla við hana svo að í þetta sinn gisti Íris ekki. Á laugardaginn fór mamma í vorhreingerningarstuð og auðvitað var ég, saklaus sem blóm...dregin inn í allann glundroðann og tók til fram eftir degi. Núna er ég hinsvegar ánægð með útkomuna því það er allt svo skínandi fínt inní herbergi ^_^ Jeii... Eftir mat fór ég til Sunzu í smá stund og hún sagði mér, mjööög spennt frá því að hún væri orðin háð Ebay og gæti vart slitið sig frá því... Við fórum á æfingu hjá stelpunum í bílskúrnum hennar Jórunnar... needless to say var það eins og að ganga á vegg, en í stuttu máli eru þetta 5 reykingarmenn sem ætla að vera með atriði á árshátíðinni. Eftir að hafa setið á þessari æfingu í svona um það bil klukkutíma var Íris að fara heim og ég ákvað að vera samferða henni... Og við enduðum á því að gista saman. Við puursveijuðum mömmu hennar á undraverðann hátt með því að gefa það í skyn að það væri algjörlega nauðsynlegt að horfa á Alfie í kvöld. Mér fannst hún alveg hreint ágæt sama hvað aðrir segja. Ég ætla bara að vona að ekki allir karlmenn hugsi svona... þótt ég þekki nokkra sem væru alveg vísir til þess, nefni engin nöfn. Svo fórum við alveg á massa trúnó til klukkan 4 um nóttina enda kominn tími til, ég var ekki búin að ræða lífið og tilveruna í langann tíma. Update fyrir þá sem ekki skilja: Stelpur ÞURFA einfaldlega trúnó á svona 3 mánaða fresti, annars verða þær bara bitchy og leiðinlegar. Þessi nótt heppnaðist alveg ágætlega og ég ég skil ekki afhverju ég var alltaf svona pirruð út í hana á tímabilum... ég á margar verri vinkonur (og reiði mín beinist nú einbeitt að þeim, enn og aftur... nefni engin nöfn). Hvað er þetta með okkur stelpurnar að þurfa alltaf að hafa einhvern til þess að þola ekki? Einhver blóraböggul fyrir lífsins vandamál? Oh... skil vel að karlmenn skilji okkur ekki, ég á erfitt með það sjálf.

Dagurinn: Afþví að við vöktum fram eftir nóttu vöknuðum við um 12 leitið, frekar myglaðar... Ákváðum að vera geeeðveikt superficial og fórum í ljós! Það heppnaðist ekkert svakalega vel... ég hef ákveðið að fara ekki oftar í ljós, það er ekki fyrir mig... frekar verð ég hvít eins og vofa. Svo komum við heim og til þess að bæta upp fyrir þetta karma-lestarslys urðum við að gera eitthvað uppbyggjandi og tókum bók í hönd. Translation: Við fórum að læra. Seint og um síðir hringdi mon péré í moi og ráðlagði mér það að halda heim á leið að undirbúa sunnudagsmáltíðina. Já í þetta sinn erum við með hana, það er lamb í matinn... og allir eru á leiðinni *sigh* Ókey... það er allt í lagi að vera í sambandi við alla stórfjölskylduna... en hver einasti sunnudagur? Farið að minna óhugnarlega mikið á Sikileyska fjölskyldu, svona háværa með mat á heilanum... afi er líka seriously frekar don-legur. Á sitt eigið fyrirtæki, með ráma rödd og hardcore sjálfstæðismaður, svo ekki sé minnst á að hann reykir vindla! Og hann á líka skrifstofu í mahonylitum... need I say more? Hef líka heyrt frá því að karlarnir giftir inn í ættina hafi verið frekar smeikir á að hitta hann í fyrsta skiptið... *gúlp* Ég get rétt ímyndað mér. Æskuvinkonur mínar voru alltaf frekar hræddar við hann. En já, verð víst að fara að hjálpa til.

Pæling dagsins: Vá, ég er nánast dáleidd hérna. Sólin endurkastast í glugganum beint á vegginn sem gerir mér það kleift að sjá vindinn á veggnum... geðveikt flott... sameindir á flugi, í bylgjulaga formum svífa um. Svona eins og svampaður veggur, þar sem málningin er á hreifingu. Náttúran er alveg endalaust áhugaverð, finnst mér... samt ætla ég ekki á náttúrufræðibraut...hmm...Ég hef enga sérstaka pælingu í pokahorninu núna svo að ég ætla bara að sleppa því.
Blóm
Ég svaf, ég svaf
í óvitund allra.
Og sótthiti dagsins
suðaði óráðsins
ómvana ljóð
yfir blöðin mín.
Svo varð dimmt,
svo varð hljótt.
Og annarleg hönd
snart mig
og hvíslaði:
Hæ!
Þú skalt deyja.
Ég er ekki enn búin að ákveða hvaða ljóð eftir Stein Steinarr ég ætla að nota... verð víst að ákveða mig fyrir morgundaginn....hmm.... ég þarf hjálp! Loksins að verða búin með þessa færslu, tók þónokkurn tíma með Bjögga og Stebba, vini hans bróður míns yfir mér að lesa ljóð og rífast með samheitaorðabók. *sigh* They just never grow up, do they?
Kv.Andrea

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Steini kallinn er mjög góður... Morrisey er líka góður... æi nú byrja ég á þessu... best að hætta áður en ég er komin með 100 lína lista yfir þá sem eru góðir.

sunnudagur, mars 13, 2005 10:44:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

línu*

sunnudagur, mars 13, 2005 10:45:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Takk fyrir að minna mig á þetta ljóðaval. Ég er ekki heldur búinn að velja. Kannski ég taki þessu bara eins og karlmaður og múni Valgerði bara...

sunnudagur, mars 13, 2005 11:28:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Styð það... mún er bara sniðugt... ég styð alltaf kennaradiss... ja oftast!

mánudagur, mars 14, 2005 1:44:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Skoooo... þetta á eiginlega að vera svona leyndarmál hjá stelpum en þar sem að þú telst nááánast sem stelpa ætli það sé ekki allt í lagi. Trúnaðarsamtal=
stytting semsagt trúnó. Spjall um lífið og tilveruna sem er ósköp heilandi fyrir hjartað. Sometimes it involves crying...or gossip and stuff but it is in no way some sort of a ritual.

mánudagur, mars 14, 2005 4:35:00 e.h.  
Anonymous Laufey Jónsdóttir said...

hæ ég vil þakka þáttöku þína í gerð leikritarinnar þvingaðar samfarir leiklistarhóps fatlaðara á ísafirði. þitt nafn mun birtast með á auglýsingaplakötum og bæklingum. þú skalt vera viss um að ef þetta leikrit verður umtalvert

miðvikudagur, nóvember 10, 2010 4:55:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home