miðvikudagur, mars 02, 2005

Engin melancholia í dag, sweet!

Salut! Eins og sjá má er ég ekki í þessarri venjulegu melancholíu í dag, þrátt fyrir vonbrigði gærdagsins. Þegar ég var búin að blogga í gær rölti ég niður í Spar þar sem að við ætluðum að hittast og láta sækja okkur. Þegar Héðinn kom átti Erla eftir að gera upp 2 kassa og ganga frá, en einhvernvegin tókst Héðni að prútta hana út, og við komum bara rúmlega korter of seint! Eins og venjulega vorum við algjörlega óundirbúnar OG of seinar, en okkur gekk alveg ágætlega, allaveganna betur en síðast þegar við kepptum við Igló. Ég var virkilega reið yfir einni spurningu þó, afþví að hingað til hef ég oftast náð listaspurningunum en það er þó bara alltaf ein, á meðan það eru svona 5 íþróttaspurningar... svolítið ósanngjarnt en allaveganna. Spurt var um listamann, sem var hollenskur og á sínum fyrri árum málaði hann mikið í jarðlitum. Það er nokkuð augljóst að þetta er Vincent Van Gogh, og ég ákvað að hringja bjöllunni strax en rétt áður en hann stoppaði sagði hann að listamaðurinn hafi hafi flutt til París og aðhilst Impressionisma,
sem kom Erlu Dóru náttúrlega á flug og áður en ég náði að svara stoppaði hún mig og spurði mig hvort þetta væri Manet eða Monet... nú ég fór aðeins að spá í þessu, og var svo heimsk að gleyma því að þeir eru auðvitað báðir franskir! Í ollu óðagotinu svaraði ég bara Claude Monet sem var virkilega heimskulegt, hann var franskur og málaði í bleikum og grænum tónum! Þetta var auðvitað Vincent Van Gogh eins og ég vissi frá byrjun en seinna í spurningunni kom fram að hann hafi orðið geðveikur og lagt sjálfann sig inn á geðsjukrahús. Það gaf það alveg og hitt liðið náði því rétt. Ég var ógeðslega reið yfir þessarri spurningu, og pirruð útí sjálfa mig fyrir að hafa leyft stelpunum að mindfokka mig svona rosalega. Þegar ég kom heim fattaði ég hinsvegar að það væri eitthvað bogið við þetta. Vincent Van Gogh aðhiltist alls ekki impressionisma heldur expressionisma... það kom aldrei fram í helvítis spurningunni! Það var fokking staðreynavilla... eða svona hálfpartin, en ég nenni ekki að útskýra það. Svo fann ég líka frekar mikið fyrir því að hitt liðið, spyrillinn og sá sem skrifaði spurningarnar líkuðu bara alls ekki við okkur. Ef við hefðum náð spurningunni hefði staðan endað 19-19 en í staðin endaði hún 20-18 fyrir hinu liðinu... það var soldið sárt fyrir okkur. Ég bjóst samt við því að tapa með meiri mun svo að þetta var smá árangur í sjálfu sér... á morgun keppum við um 3. sætið við Mekka... við sjáum til hvernig það gengur. En í gærkveldi var ég semsagt mjög bitur og með sjálfseyðingarþörf á hæsta stigi.

Dagurinn: Í dag voru 2 próf, í stærðfræði og náttúrufræði. Ég var fremur óörugg í báðum þar sem að ég las náttúrufræðikaflann fyrir 2 mánuðum og er búin að dotta mig í gegnum nánast allann stærðfræðikaflann en ég kom mér alveg þokkalega í gegnum þau... vona ég *gúlp* Dagurinn var annars ágætur, en um 2 leitið var olíumálunarfólkið búið að mæla sér mót í matsalnum, það var búið að plasta gólfið og við ætluðum aðeins að sletta úr klaufunum. Með öðrum orðum... sletta málningu á krumpupappír. Það var ótrúlega gaman! Það var líka mjög mismunandi hvernig myndir fólk gerði, sumar voru mjög flottar... aðrar aðeins síðri... Ég er ekki að segja að ég hafi verið neitt geðveik en ég er frekar stolt af afrakstri dagsins. Byrjaði á því að gera frekar stórt svona Abstract expressionisma Jackson Pollock verk í einkennislitunum mínum... efa að einhver annar hafi fílað það en mér fannst það skemmtilegt. Það var líka ótrúlegt hversu mikla útrás ég fékk útúr þessu. Það er líklega ástæðan fyrir non-melancholy deginum. Mig vantar að eiga stúdíó til þess að gera svona, þá yrði ég aldrei gribbuleg framar. Svo gerði ég eitt annað sem var bara svona meira smá flipp en kom mjög vel út, blandaði saman litum og leyfði þeim að renna yfir hringiðu, soldið táknrænt fyrir mig en then again, efa að einhver annar fíli það. Síðasta sem ég gerði var bara eitthvað flipp, ég málaði svoldið eldlitaðann grunn og málaði svo iljarnar á mér í musmunandi bláum litum og steig ofaná tvisvar. Það var ekki fyrr en Skúli (notabene eini strákurinn)byrjaði að flissa að ég fattaði hvað ég hafði gert.... *roðn* Well, ég ætla ekki að útskýra það... soldið klúrt en þið verðið bara að sjá það. Enn og aftur efa ég að einhver fíli það annar en ég, mér fannst það samt sætt. Ég væri alveg til í að gera þetta á hverjum degi :D Svo fór ég í félagsmálafræði að skipuleggja árshátíðina sem er eftir 2 vikur á morgun, gaman að því. Svo fór ég heim og þarf að fara að elda rétt strax. Jæja, mér finnst þessi póstur orðinn fyllilega langur.

Pæling dagsins: Hvað erum við að gera hérna? Hvaða hlutverki gegnum við? Erum við að byggja svona komplex þjóðfélag í kringum okkur öll til þess að reyna að öðlast tilgang? Það er enginn tilgangur... nema maður skapi hann sér sjálfur. Ég man eftir því á þunglyndustu skeiðunum mínum reyndi ég oft að hugsa jákvætt og bjó mér til ástæður til þess að lifa, eins og Note: lifa fram að jólum, og svo eftir jól varð það... lifa fram að árshátíðinni eða þúst... næsta föstudag ef ég var mjög neikvæð. Það virkaði ágætlega en ég komst ekki hjá því að spyrja sjálfa mig þeirrar spurningar, til hvers að lifa? Hvað fær maður uppúr því? Ég er mjög sjaldan hamingjusöm, það bíður mín ekkert nema líf meðalmanneskjunar... það er að segja að vinna þangað til ég lognast útaf á einhverju elliheimili í Garðabæ, ef að til þess kemur. Samkvæmt nýjustu ragnarakaspám er heimsendir á næsta leiti. Til hvers að hafa fyrir því að læra og vinna og vera bara til yfirleitt??? Einhver spakur sagði "Þú ert fæddur til þess eins að deyja", en er eitthvað meira? Er eftirlíf? Fer maður til himnaríkis? Örugglega ekki ég þar sem að ég trúi víst ekki á það... samkvæmt bókinni er ég trúleysingi þó ég trúi alveg... ég bara veit ekki alveg hvað það er sem ég trúi á. Bottomlænið er semsagt bara það einfalt.... TIL HVERS?

Kv.Andrea

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sunna Krull hér...

Dauðinn finnst mér stórmerkilegt fyrirbæri! Vegna þess að þú prófar hann ekki nema einu sinni og enginn veit hvernig hann er! Ég hræðist dauðann ekkert að ráði heldur er mín helsta fóbía (á góðri íslensku) að annað fólk deyji frá mér áður en ég dey! Mér finnst það alveg verulega selfish (finn ekki alveg íslenska orðið fyrir það í augnablikinu) af mér en það verður bara að hafa það...It's just the way things are.
Oh, well ætla að fara að lesa, it takes my mind of things....Lurrrve books!

miðvikudagur, mars 02, 2005 11:19:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Vertu alveg róleg Sunna, ég er ekki að fara neitt ;)

fimmtudagur, mars 03, 2005 4:45:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

HAHA! Sniðugt Gummi :D

fimmtudagur, mars 03, 2005 4:49:00 e.h.  
Blogger Blueheeler - the hound who sniffs out fishy news said...

Wow! I've nvr seen a blog from Iceland before! I'm in Singapore, probably exactly halfway round the globe from you. Saw a bit of your country in the Amazing Race. Beautiful, serene, empty. Oh yah, also saw this documentary about Icelandic guy making 'rotting' shark for sale as delicacy. Well, together with Bork, I know almost nothing about Iceland (and that Rekjavik is a really stylish place). Take care, keep warm.

föstudagur, mars 04, 2005 4:14:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home