mánudagur, mars 07, 2005

I wanna be, wanna be, wanna be Jim Morrison...


Já, við getum þakkað snillingnum Hildi fyrir þetta, ég er að ganga í gegnum svona nett Radiohead skeið sem stendur og hún var svo indæl að senda mér fullt af góðri tónlist. Jeiii... En já, það er víst frekar langt síðan ég bloggaði síðast, á mínum mælikvarða allaveganna. Um helgina gerði ég ekki neitt sérstakt. Ég dró Benediktu niður í Smáralind afþví ég var sjálf dæmd til þess að fara. Móðir mín sagði mér að ég þyrfti að fara út og gera eitthvað (mér finnst alveg fínt að hanga bara heima) og sagði mér að fara að kaupa föt *sigh* (konan þekkir mig ekki neitt ég sver!) Hún er líka allt í einu voðalega spennt fyrir því að ég fái mér vinnu, ekki veit ég nú afhverju... hvað hef ég að gera við peninga? Ég geri aldrei neitt, kaupi mér aldrei neitt og þarf þar af leiðandi ekki nema nokkur þúsund á mánuði. Ég dreif mig semsagt niður í Liminn og keypti mér ekki föt eins og mér var skipað... heldur lentum við á lítilli geisladiskaútsölu í Eimundsson þar sem allir geisladiskar kostuðu 99 kr. Þetta voru aðallega rispaðar smáskífur en samt sem áður kostakjör! Ég gróf mig ofan í staflana í von um að finna gersemar og endaði á því að kaupa mér 3 diska. Pagan Poetry smáskífuna með Björk... algjör snilld, More than a woman smáskífuna með Aaliyuh, ég hef alltaf verið svolítið veik fyrir henni...ekki veit ég afhverju (kannski brjóstin? hehe) og eitt stykki rosalega gay 90's hittara safndisk með fáránlega væmnum danslögum! Sweeet nostalgia! Ef þið, kæru lesendur vissuð það ekki var ég mikill aðdáandi MONO 8,77 á mínum yngri árum sem var bara besta útvarpsstöð í heimi. Þar byrjuðu einmitt Simmi og Jói, en þessi útvarpsstöð var svona hápuntkur hnakkaskeiðsins míns, þvílíkt gaman. Eftir það fórum við heim til hennar og "tjilluðum" (elska þetta orð, það er svo ótrúlega asnalegt og rangt að það er orðið kúl og fyndið... eiginlega svona eins og hringrás tískunnar). Um kvöldið fórum við á Constantine, og það vita líklega allir sem lesa þetta blogg hvaða mynd það er svo ég ætla ekkert að fara að útskýra það. En mér fannst myndin bara mjög góð og bara flott... svona útlitslega séð, San Francisco (gerðist hún ekki þar?) er einmitt svona heit, kaþolisk borg þegar maður horfir á hana... svona smá spilling með guðslegu ívafi... æj veit ekki, hún var bara mjög góð. Svo minnir Rachel Weisz mig alltaf svo mikið á Noruh Jones, það truflaði mig mikið í gegnum myndina. En hún var frekar góð. Kannski var ég ekki að einbeita mér nóg að myndinni en á einum tímapunkti, þegar hún var í baðinu tók ég eftir því að á baðkarminum lá lítil plastönd... ég hætti algjörlega að einbeita mér að atriðinu og fór að ímynda mér þunglindann Keanu Reeves að leika sér með plastönd í baði... og byrjaði að flissa óstjórnlega í hálfa mínútu en tókst þó að kæfa það með poppi. Svona atvik fá mig virkilega til þess að athuga hugsunargang minn. Þetta var skemmtileg bíóferð, að því undanskildu að það var einhver hálviti í salnum sem hló svo hátt! Og asnalega... (svona HeeeHeeeHeee, eins og breimandi rostungur). Ég þoli ekki þegar það er pirrandi fólk í salnum, fer alveg með mig. If I could, I would squash them with a....spork. Muhahaha! Svo gisti ég auðvitað hjá Benediktu eftirá... Sunnudagurinn fór að mestu leiti í það að berjast um toppsætið á Trivia.is... en svo ákvað ég að sá vægir sem vitið hefur meira og fór að læra fyrir íslenskupróf... Það gekk reyndar heldur ekkert upp... fór bara að æfa mig í að skrifa spegilskrift (yes, I am quite the dimwit) og svo var ég alveg að kúka á mig í prófinu í dag... vissi ekki neitt. En jæja...

Dagurinn: Venjulegur mánudagur... fór reyndar í 2 próf... það er aldrei gaman en annars gerðist ekkert frásögum færandi. Ég var búin að ákveða að skrifa eitthvað mjöög merkilegt hérna en... hugur minn reynist vera glappskota. Í íslensku framhald fengum við það verkefni að finna okkur ljóð fyrir næsta tíma... þar sem að erlendir höfundar komu ekki til greina varð Steinn Steinarr auðvitað fyrir valinu, einn af fáu íslensku ljóðskáldunum sem að mér finnst hafa gert góða hluti. Allir hinir bara með endalausa greddu fyrir föðurlandinu, það er takmarkað gaman að lesa um það. Ég var mjög ákveðin á því að finna Tímann og vatnið á bókasafninu en neiii... svoleiðis snilldarverk fyrirfinnast ekki á lindasafni, hinsvegar er hægt að finna allar bækurnar úr Rauðu seríunni þarna... meira ruglið. Jæja, ég tók bara Steinn Steinarr Ljóðasafn í staðinn... Oh, það er svo mikið að velja um. Á Café, Blóm, Gras, Sjálfsmynd, Að sigra heiminn, Búlúlala, Passíusálmur nr. 51, Hudson Bay og Model standa uppúr eftir mikla íhugun... en það kemur bara svo margt til greina! Ég ætla að skella einu hérna inná, afþví ég hef saman sem ekkert annað að gera hvort eð er.
Búlúlala
Abbessiníukeisari heitir Negus Negusi,
og Negus Negusi segir: Búlúlala.
Öllum mönnunum, sem íhuga málstað ríkisins,
finnst unun að heyra Negus Negusi tala.
Og í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins,
sem ekki hlusta á Negus Negusi tala.
Ég er Negus Negusi, segir Negus Negusi,
ég er Negus Negusi. Búlúlala.
Pæling dagsins: Rosalega hef ég mikið að segja, þarf að skrolla upp í hálftíma til þess að komast á byrjunarreit. *fjúff* Pælingin í dag er eftirfarandi. Afhverju höfum við svona mikla löngun fyrir að vera best? Að vera afgerandi betri en aðrir, númer 1. Litla frænka mín kvartaði um daginn í mér að hún væri ekki góð í neinu... ég sem reyndi að vera hjálpleg og sagði henni frá öllum hæfileikum hennar... þá sagði hún: En ég er ekki best í því! Ég er ekkert betri en aðrir! Ég er bara meðalljón! .... Hvað er að því að vera meðalljón? Ég er algjört meðalljón. Meðal gáfuð, meðal sæt, hæfileikar í meðallagi... og atvinnulaus til þess að bæta þetta upp. Ég er jafnvel meðalhá. Ég sætti mig alveg ágætlega við það... En stundum hef ég líka þessa löngun í að vera "númer eitt". Eins og í gær barðist ég um 1 sætið á Trivia.is í 3 klukkutíma, sem var frekar ósangjörn keppni því að fyrir aftan usernafnið sem var líka að berjast um toppsætið voru 2 mannskjur sem skiptust á að vera inná... Fáránlegt ekki satt? (lol) En á endanum gafst ég upp og ákvað að hverfa aftur til meðalmennskunnar minnar. Sumir sætta sig alveg við að vera lélegir í öllu, svo lengi sem þeir eru góðir í einhverju einu, eins og til dæmis bróðir minn. Hann er eiginlega lélegur í öllu... nema kannski í því að vera lélegur í öllu.. í því er hann góður. En hann kann á gítar (C'mon Stacy, the band's gonna make it! Looool) og það er líklega það eina sem heldur sjálfsáliti hans gangandi. Ég myndi ekki segja að ég væri afgerandi góð í einhverju sérstöku (sem gæti útskýrt sjálfeyðingarhvötina) þó ég sé alveg ágæt í flestu. En hvað ef ég vil ekki vera ágæt? Hvað á ég þá að gera? Ég er bara með heila meðalljónsins og get þessvegna naumast hugsað útfyrir kassann. Hmmm...... ætli það sé hægt að fara í aðgerð við því?
Tónlistin:
The Noose - A perfect circle (oh so purdeh!)
Anyone can play guitar - Radiohead (Grow my hair... *syngj*)
True love waits - Radiohead (Yebbyebbyebb)
Idioteque - Radiohead (Hvaaaað? lol)
Glorybox - Portishead (Breskt Triphop, need I say more?)
Postal service - Such great heights
Aldo Ciccolini - Gymnopedie nr. 1 Satie (sweet serenity)
Kv.Andrea

5 Comments:

Blogger Gummi said...

Þú færð allavega mjög góðar einkunnir í öllum fögum svo að ég býst við því að þú sért mjög gáfuð og svo geturðu fengið að heyra það frá hvaða einasta karlmanni að þú ert mjög falleg. Þú telst líka mjög hávaxin held ég miðað við aðrar stelpur í skólanum. Mér finnst allar stelpurnar vera svo litlar núna :). Kannski er ég bara farinn að stækka eitthvað.

mánudagur, mars 07, 2005 8:54:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Hmm... kannski, hver veit nema þú hafir líka hormóna! :o gæti það verið??? já.. ég er eflaust hávaxnari en meðaltalið sýnir. Þið eruð bara öll dvergar *sob*! Það er enginn stærri en ég... nema kannski Einar...síðustu niðurstöður gáfu mér 172,5 en mér finnst ég samt vera hærri... mældi mig síðast á laugardag (furðuleg tilviljun) I am the gentle giant! To big for ya'll

mánudagur, mars 07, 2005 9:40:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Þú hlítur að vera stærri en 172.5, ég fór í þarna skrítna dótið í kringlunni og fékk 1.77, þú ert ekki svo mikið minni en ég :P og elskan, þú ert best í að vera besta vinkona mín ^.^

mánudagur, mars 07, 2005 10:35:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Jess! ég er ekki lengur meðalljón! En jamm... þetta málmband var eitthvað fjölfatlað...w8 *hleypur niður* WHAT! var að mæla mig og núna er ég 171! eru bara öll málmbönd í húsinu á einhverju breitingarskeiði eða? Eníveis, þá er það hvort eð er líka frekar stórt svo it dont matter...

mánudagur, mars 07, 2005 10:54:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vúhú Postal Service!

miðvikudagur, mars 09, 2005 10:23:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home