þriðjudagur, maí 31, 2005

Öll þessi trampólín!

Hef ekki mikið að gera þessa stundina svo að ég ákvað að gera eitt af þessum "Stuttu og hnitmiðuðu" bloggum. Hef reyndar engann ákveðinn punkt til þess að rabba um svo það verður harla hnitmiðað.

Sumarið er komið, grasið mitt er orðið grænt. Ég tók munnlegt próf (haldið niðri flissinu krakkar!) í náttúrufræði í dag. Munnleg próf velta mjög mikið á heppni. Ég er mjög óheppin manneskja. Ég verð nú að viðurkenna að ég lærði ekki mikið, enda er þessi efnafræði bók óskiljanleg með meiru. En í prófinu dró ég spjald sem stóð feitletruðum stöfum á JÓNIR. Hvað veit ég um jónir? Ekki mikið. Enda fékk ég 7 fyrir 5 mínútna röfl. Lokaeinkunn mín verður þessvegna 8,5... ég er nú ekkert rosalega ánægð með það. Hefði örugglega náð upp í 9 ef að ég hefði ekki dregið Jónir, og kannski dregið Frumeind, en nei. Það er víst gegn eðli mínu sem óheppna manneskjan sem ég er.

Íris og Jórunn kíktu til mín í dag og við vorum að striplast út í garði, í sólinni og græna grasinu mínu. Ég lá á pallinum og hugsaði með mér ,,Hmm... mig langar í trampólínיי ... Oh, dear lord! I'm infected! Hæ, ég heiti Andrea og mig langar í trampólín. Ég sé þetta fyrir mér, AA fundir fyrir trampólín fíkla. Núna er ég komin út fyrir efnið. Þegar þær fóru neyddist ég til þess að ræflast á internetinu. Ég rakst á algerann snilldar bloggara og eftirfarandi er slóðin að frábæru síðunni hennar. Mér finnst hún æði. Check it out, ef þið hafið lítið að gera. Sem er mjög líklegt fyrst þið eruð að skoða mína aumu bloggsíðu. Ef einungis ég gæti skrifað áhugaverðar færslur.

http://seizethenite.blogspot.com/

Jæja, Íris er komin aftur og ég nenni ekki að gera þetta lengra svo að ég kveð að sinni og óska ykkur gleðilegra jóla.

Kv. Andrea

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hey, þessi trampólín bóla er allavena miiiklu betri en hlaupahjóladæmið hérna um árið.

En útí annað. Hvernig er fílingurinn fyrir nýja orðinu mínu "Duplopop"?
nice ey?

þriðjudagur, maí 31, 2005 8:37:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

It's lovely. Lýsir tónlistinni frábærlega.

þriðjudagur, maí 31, 2005 8:51:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

afhverju er Hildur með smitandi orðaforða ??? það er pæling .. ég reyndi að vera hún ... ég er ekki hún :( ..... annars er trampílín í garðinum mínum .. en siggi bannar mér að hoppa afþví að bróðir minn er pain....... Hildur stakk annars upp á því að skíra barn Jón eftir Jónum .... því þær eru hlaðnar *spekingslegur svipur*
Mér finnst funky að hafa ykkur villtu stelpurnar ekki í skólanum ... það er ummm ekki eins ... heldur meira svona öðruvísi ....... er klúppur ekki viðurkennt orð ??? mér finnst það vera orð

þriðjudagur, maí 31, 2005 10:45:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

ég fæ trampólínið mitt á fimmtudaginn, þú mátt endilega koma í heimsókn og prófa, við hoppum svo vel saman :D

miðvikudagur, júní 01, 2005 12:16:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mér finnst trampólín (eða trambóllín eins og pabbi segir) ógnvekjandi!!! Likt og vélar sem tala við mann....

fimmtudagur, júní 02, 2005 12:06:00 f.h.  
Blogger SeizeTheNite said...

Hey, thanks for the link...
Even though I have to admit that's the only part of the post I understood!

fimmtudagur, júní 02, 2005 5:57:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home