mánudagur, maí 30, 2005

Smile like you mean it...

Heyja, af einhverjum ótrúlegum ástæðum hef ég ákveðið að blogga á meðan ég býð eftir að ofninn forhitist, svo við Íris getum snætt gómsæta pizzuna okkar saman. Sólin skín og veðrið er gott, Íris situr út á palli með kókglas og skeggræðir stjórnmál við Svarta Pétur. Ég sit inn í eldhúsi og fylgist með pizzunni. La vita e bella. Fimmtudaginn næstkomandi mun ég útskrifast úr grunnskóla. Einhvernvegin hef ég komist hjá því að spá í þessum stóra þröskuld sem markar tíu ár af lífi mínu, sem ég mun vonbráðar komast yfir. Ennfremur sé ég fram á að stutt sé í það að ég muni fá að vita útkomuna úr samræmda helvítinu, mér til mikillar mæðu. Ég er ekki viss um að ég sé tilbúin að takast á við þá staðreynd að ég sé ekki nógu góð... eins og flest ykkar sem lesa þetta blogg hafa tekið eftir er mér meinilla við neitanir. Ég hreint út sagt hata þær. En þær eru víst stór partur af lífinu og það er lítið sem ég get gert í því ef ég ætla að lifa þessu umrædda lífi, nema kannski læra að takast á við þær. En mig hlakkar ekki til þess að vaxa úr grasi... mig langar ekki að fullorðnast. Mig langar til Hvergilands. Íris er sammála. Jæja, pizzan er tilbúin sem þýðir að vangaveltum mínum er lokið og við tekur leiðinleg endursögn mín af helginni.

Helgin gekk hratt yfir. Á föstudaginn fóru foreldrar mínir í sumarbústað og skildu okkur sómasystkinin eftir heima. Um daginn gerði ég ekki mikið, fór til dæmis EKKI í fótbolta. Þar sem að ég var skilin útundan bjallaði ég í Benediktu vinkonu mína og mælti mér mót við hana. Þar sem að ég átti ekki strætómiða ákvað ég að labba bara, hugsaði með mér að ég gæti slegið tvær flugur í einu höggi og gengið framhjá fótboltavellinum og ulla rækilega á drengina sem skildu mig útundan. Þroskað, ég veit. Þegar ég var á leiðinni gekk ég fyrir einskæra tilviljun framhjá Stefáni vini mínum, sem að var á leið heim úr vinnunni og nýbúinn að fá útborgað. Hann var í þessu líka rosalega góða skapi og bauðst til þess að skutla mér hvert sem að ég vildi fara. Ég stökk auðvitað inn, afþví að það er SO RETRO að labba, ég meina... HALLÓ! Og afþví að hann var í svona glimrandi skapi bauð hann mér líka upp á MacDonalds... FANTASTICO! Svo fórum við og gríttum litla krakka með vatnsblöðrum... dagurinn bjargaðist semsagt fyrir horn. Síðan setti ég saman trampólín með Benediktu og prufukeyrði auðvitað. Það er rétt hjá Hildi, þessi trampólín eru að taka yfir... maður sér ekki annað! Seinna um kvöldið fór ég að passa með Írisi og það er nú ekki frásögum færandi nema hvað að við fengum heimsókn um nóttina. Það var skrautlegt. Um fjögur leitið fórum við svo heim með 3 drukkna drengi. Það var nú samt alveg ágætt að því leiti að þessir 3 drukknu drengir höfðu nýlega fengið útborgað og splæstu á okkur pizzu. Fyrir utanaðkomandi lesendur eru umræddir drengir kærastinn minn, bróðir minn og vinur minn. Ekki er um neitt "pikköpp-rúntmenningardæmi" að ræða. Þess má geta að ég svaf einkar lítið aðfaranótt laugardags. Á laugardaginn sjálfann fór ég svo í stúdentaveislu til systur Benediktu, Salóme. Ég gaf henni "Orð í tíma töluð" og mest langaði mig nú samt að stinga bara af með bókina sjálf, en auðvitað gerði ég það ekki. Veislan var fínasta skemmtun, fyrir utan það að Aggi, kærasti Benediktu var að fíflast á trampólíninu eins og hann á til að gera... og tognaði. Ekki örvænta, drukkin hjúkka hjálpaði honum í gegnum áfallið. Eftir veisluna hélt ég heim á leið í leit að smá frið og ró. Það var ekki mikið um frið og ró heima. Svefninn blessaði sig yfir mig klukkan um það bil 5 um nóttina, en blindfullir vinir bróður míns skemmtu sér lengi vel í SingStar þessa nótt á hæðinni fyrir neðan mig. Eftir rúmlega 6 tíma svefn var ég svo vakin af skólanasistunum og beðin að koma í myndatöku fyrir árbókina. Ja-há, hugsaði ég... afþví að það er ekki búið að taka 2 sinnum mynd af mér áður fyrir þessa bók! Grútmygluð og ómöguleg lallaði ég mér niður í skóla og lét taka mynd af mér, og svona verður mín minnst í árbókinni... GRÚTMYGLÐUÐ. Ég veit ekki hvort ég sé sátt við þetta. Eníveis, seinni hluti dagsins fór í að hanga heima og læra ekki fyrir þjóðfélagsfræðiprófið sem þreytti í dag. Þar með líkur einkar leiðinlegri frásögn af helginni.

Dagurinn: Dagurinn hefur verið frekar sweet. Í morgun fór ég þjóðfélagspróf og mér finnst gaman að segja frá því að mér gekk EKKI illa. That's a first. Ég vil ekki hljóma cocky en ég get ekki fengið undir 7 í þessu. Eftir prófið kíkti ég svo til Kristínar og fékk borgað fyrir nokkur málverk, það var sweet. Ennfremur grúskaðist ég aðeins í gegnum óskilamuni og fann peysuna mína sem er búin að vera týnd í 2 ár! Ég hirti líka upp vettlinga og trefil í góðgerðastarfsemi :D Svo löbbuðum við Íris heim og sváfum í 4 tíma... það var ósköp indælt. Þetta hefur semsagt verið nokkuð góður dagur. Ég þarf heldur ekki að mæta í skólann, sem er mjög ásættanlegt. Á morgun fer ég svo í munnlegt próf í náttúrufræði klukkan hálf 3 sem þýðir að ég get sofið út! Jæja, ég nenni ekki að blogga mikið lengur. Hey, getiði hver var brennd á þessum degi! Jóhanna af Örk... merkilegt þetta. Allt í einu langar mig rosalega mikið að horfa á Leon. Ég ætlast til þess að þið skiljið tenginguna.

Pæling dagsins: Er stutt og ja... ókey, kannski ekki beint hnitmiðuð enda er fátt sem ég geri hnitmiðað. Ég er einfaldlega ekki hnitmiðuð manneskja. En sagnfræðinördið ég rakst á það í blaðinu í dag að Voltaire, franski heimspekingurinn, sá sómamaður, dó þennan dag 1778.

"Það sem er of vitlaust til að segja er sungið" benti hann réttilega á...

Mín pæling er sú... hefur Voltaire einhvern vegin komist yfir eintak af "Get rich or die tryin'" geisladisknum með 50 Cent?

Kv.Andrea

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oh, ég er að verða geðveik (fyrir utan Röggu)!

Það eru litlar stelpur sem eiga trampolín fyrir utan gluggann minn og þær fara alltaf kl. 10 að morgni um helgar á það OG ÖSKRA ALLAN TÍMANN!!!

Tengingin felur í sér Luc Besson, já?...kannski frakkland líka í pakkanum... hann er nú franskur.

mánudagur, maí 30, 2005 7:14:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er svo hipp og kúl að eiga þessa bók. Meina...ég bað bara fallega um hana. Sniðugast að biðja aldrei um neitt nema á svona 8 mánaða fresti og þá fær það sem maður biður um.

mánudagur, maí 30, 2005 9:12:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Hey já, Salóme er rosalega ánægð með bókina :D She loves books.. yes she does! Og, Aggi kíkti uppá slysó í dag til að athuga með ökklann, hann er ekki tognaður heldur marði hann eitthvað bein í ristinni or sum... læknirinn var mjög hissa, hafði aldrei séð neitt svona áður, þarf víst slatta af krafti til að merja þetta bein...

mánudagur, maí 30, 2005 9:36:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ójá að labba er totally retro! Jóóóhannééés!

mánudagur, maí 30, 2005 10:35:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home