mánudagur, maí 23, 2005

Shnappí das klæne krókódíííl...

Mmm, þá vitum við það. Ingibjörg bara á leiðinni á toppinn, Stefáni vini mínum sjálfstæðismanni til mikillar mæðu. Mamma mín hinsvegar er mjög ánægð með þetta. Þar sem að ég er nú ekki mikið pólitísk get ég lítið tjáð mig um málið en ætli þetta sé ekki bara óbeinn vilji þjóðarinnar? Úff, ég nenni lítið að hugsa um stjórnmál í augnablikinu þar sem stjórnmál eru mér óviðkomandi með öllu, ég hef ekki kosningarétt, borga ekki skatta og held ekki með neinum sérstökum. Kannski að ég snúi mér bara að einhverju öðru? Jú, ég held að það sé sniðugt. Stundum er vandamálið bara að maður veit ekkert hvað maður á að skrifa um, svo ekki sé minnst á hvað maður skrifa um og hvað maður má ekki skrifa um. Um daginn fór ég til dæmis að dissa skólayfirvöld og var skömmuð af mömmu minni fyrir að steita hnefann í yfirvaldið. Stundum líst mér bara alls ekki á hvernig Lindaskóla er stjórnað, og helst ekki núna þar sem að ég var jú, rekin hérna um daginn. Daginn eftir að ég fékk að heyra tíðindin var ég miður mín og grenjaði inn í herbergi í 2 klukkutíma, haldandi að lífi mínu væri lokið og ég fengi ekki að útskrifast úr grunnskóla. Núna sé ég hinsvegar sólina aftur enda er búið að útskýra margt fyrir mér í sambandi við þetta litla "mál" mitt. Ég fæ að taka prófin, ég fæ að útskrifast úr grunnskóla, þetta kemur ekki niður á skólaeinkunn né prófskírteini og ég fæ ekki að mæta í skólann. What, are you kidding me? Er verið að segja við mig að ég fái að sleppa skóla og það komi ekkert niður á mér? Þetta er bara alls ekki eins slæmt og ég hafði ímyndað mér. Þetta er bara alveg ágætt. Einn er þó gallinn, að ég veit ekkert hvenær ég á að taka prófin. Þetta er einmitt taktíkin hans Gunnsteins skólastjóra, það sem hann notar til þess að refsa manni... að ég held. Þegar maður er sendur til skólastjórans er maður látinn sitja á einhverjum bekk í svona hálftíma, svo er maður kallaður inn og fær áminningu. Það gerist ekkert meira, nema það að maður þarf að sitja á þessum bekk í hálftíma. Ég held að þetta sé einmitt það sem er verið að gera við okkur núna... við sitjum heima og gerum voðalega lítið, sem er alveg gott og blessað. Ég sagði aldrei að það væri leiðinlegt að sitja á þessum blessaða bekk í hálftíma. Þvert á móti þá er ég fyrsta flokks dundari og tíminn líður aldrei hægt hjá mér afþví að ég finn mér alltaf eitthvað að gera. Þessi refsing er þessvegna ekkert heimsendir lengur, sem er auðvitað frábært. Andrea hefur tekið gleði sína á ný.

Dagurinn: Þar sem að mér er tímabundið vikið úr skóla fékk ég að sofa frameftir í morgun og ég nýtti mér þann rétt til fullnustu og svaf til klukkan rúmlega 1 með köttinn malandi við hliðin á mér. Aldeilis ágætur morgun. Svo fór ég til Írisar eftir stutt samtal við Árna fræðslustjóra sem að sagði mér að allt væri í gúddí. Ég og Íris skutumst niður í skóla til þess að skila bókum, óhræddar við þá ógn að verða hengdar eða brenndar. Við komum líka við hjá Kristínu og fengum borgað fyrir málverk... og með nýfengnum pening hlupum við auðvitað niður í Nettó og keyptum okkur pítsu og kók! Svo lærðum við fyrir prófin sem við vitum ekki hvenær eru... Núna er ósköp lítið að gera nema bíða. Held ég fari og máli smávegis, ég hef verið afspyrnu dugleg við að mála síðustu daga og er byrjuð á nýju málverki sem að inniheldur setninguna "Ég er ekkert ógeðslega ljótur"
Lol. Skemmtilegt ekki satt?

Pæling dagsins: Eins og það hljómar nú furðulega þá er ég orðin frekar spennt fyrir því að fá út úr samræmdu prófunum. Ekki það að mig hlakki neitt sérstaklega að sjá einkunninar, en það er örugglega betra en að lifa í þessarri óvissu. Þegar ég fæ þær get ég þó allaveganna reiknað meðaleinkunnina og fengið smjörþefinn af því sem gæti verið framhaldið af námi mínu. Hvort ég eigi sjens á MH til dæmis. En það er víst frekar langt í að við fáum nokkuð út úr prófum, og eflaust ennlengra þangað til að ég fæ lokaeinkunnir ef að Gunnsteinn ætlar að halda áfram að fresta próftöku minni. Ætli ég verði ekki að sætta mig við þetta? Ef ég held mig við þá kenningu að ég sé að fara að falla þá verður sjokkið minna þegar ég fæ einkunninar mínar. *Fjúff*... Jæja, ég er augljóslega að missa af einhverju þar sem að ég heyri hlátrasköll niðrí bílskúr og það er eflaust Stebbi að fara á kostum. Hér með lík ég þessarri afsökun fyrir færslu og fer að mála. Þarf samt eiginlega að finna einhverja kúl setningu til þess að enda þetta.

Kv.Andrea

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Noh! Til hamingju vinan.
Þetta hlýtur að vera með skrýtnustu refsingum sem ég hef heyrt um :D

mánudagur, maí 23, 2005 11:29:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Mér líkar við þig Kalli.

mánudagur, maí 23, 2005 11:50:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

ÉG NÁÐI STÆ103!!!! Jöss! :D ...en þetta með að meðaleinkunnin segji til um námsárangur framtíðarinnar... neii... við vorum einmitt að tala um þetta uppí skóla í dag þegar allir voru að ná í einkunnirnar, allir komu sem rosa proffar inn í mh, enginn með meðaleinkunn undir 8, svo er eins og flestir taki bara allsvakalega dýfu og fari úr 8 eða 9 í 5 eða 6! Það gerðist t.d. fyrir mig, ég fór í mh með 8.25 í meðaleinkunn.. hún er núna, eftir vorprófin orðin að 6.5....

þriðjudagur, maí 24, 2005 12:15:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já stærðfræði 103... gaman... bíddu bara eftir stærðfræði 203... það er helvíti.

En ef þú ert að hugsa um að mála og þig vantar kompaný endilega hringdu í mig. ég er komin með æði.

þriðjudagur, maí 24, 2005 12:49:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ahemm *hóst* hver átti hugmyndina af "ég er ekkert ógeðslega ljótur"? það var ekki Gísli marteinn (samt svona óbeint...) það var krulli sjálfur! en engan credit fær maður...ó jæja hverjum er ekki sama...

þriðjudagur, maí 24, 2005 9:38:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég vænti þess að þú bloggir innan skammst miðað við hversu æst þú varst áðan. Við Sunna erum eiginlega búnar að kommenta allt sem hægt er að kommenta varðandi málið fyrir færsluna.

miðvikudagur, maí 25, 2005 5:42:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home